L’pool 3 – Bordeaux 0

Jæja, okkar menn unnu frekar auðveldan 3-0 sigur á Bordeaux í kvöld á Anfield í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar og tryggðu sér fyrir vikið þátttöku í 16-liða úrslitunum eftir áramótin. PSV unnu heimasigur á Galatasaray í kvöld og því eru þeir einnig öruggir áfram og aðeins eftir að útkljá hvort þessara liða sigrar í riðlinum.

Eftir að hafa breytt byrjunarliði sínu í níutíu og níu leikjum í röð (ég var staddur á Anfield 5. febrúar 2005, þegar Rafa stillti síðast upp óbreyttu byrjunarliði) gerði hann nákvæmlega engar breytingar á liði sínu frá því í leiknum við Aston Villa. Liðið í kvöld var það nákvæmlega sama:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

Gerrard – Alonso – Sissoko – Luis García

Kuyt – Crouch

Bekkur: Dudek, Agger, Warnock, Aurelio, Pennant, Zenden, Fowler.

Leikurinn fór frekar rólega af stað og okkar mönnum virtist ekkert liggja á að skora. Bordeaux-menn seldu sig grimmt og börðust vel en eftir því sem mínútunum fjölgaði styrktist staða okkar manna á vellinum og eftir um fimmtán mínútna leik voru Alonso og félagar á miðjunni algjörlega farnir að stjórna leiknum.

Fyrsta markið kom svo á 23. mínútu. Dirk Kuyt fékk boltann úti við hægra horn vítateigs Bordeaux og lék inn í teiginn. Þaðan lagði hann boltann út á Steven Gerrard sem sendi háa fyrirgjöf á fjærstöngina, ætlaða Peter Crouch. Crouch gerði sig líklega til að skalla hann en hefur svo greinilega heyrt kallað fyrir aftan sig því hann beygði sig og boltinn sveif til móts við Luis García sem mætti honum viðstöðulaust og skaut óverjandi í fjærhornið. 1-0 fyrir okkar mönnum eins og ekkert væri sjálfsagðara.

Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var fátt um fína drætti. Kuyt og Gerrard voru einna mest ógnandi í liði okkar manna en það átti svo sem enginn stórleik, né voru menn slappir. Manni fannst þetta bara vera lið í hlutlausa gírnum.

Nú, Bordeaux-menn mættu tvíefldir til leiks eftir hlé og hefðu getað jafnað en Reina varði langskot þeirra mjög vel. Eftir að hafa verið hálfsofandi í svona tíu mínútur við upphaf seinni hálfleiks gerðu okkar menn það sama og í fyrri hálfleik og tóku aftur smám saman öll völd á vellinum. Á 65. mínútu dró svo til tíðinda. Momo Sissoko, sem var á gulu spjaldi úr fyrri hálfleiknum, fór í tæklingu og náði boltanum en steig um leið á tærnar á Bordeaux-leikmanni sem lagðist eins og hann væri með kóleru. Allt ætlaði um koll að keyra á vellinum, þeir frönsku voru mjög æstir og það fór svo að einn þeirra gekk upp að Johnny Riise og skallaði hann. Riise var blóðugur á eftir og dómarinn, Markus Merk frá Þýskalandi, gerði hárrétt í að vísa leikmanninum útaf.

Einum færri var leikurinn eiginlega búinn fyrir Bordeaux-menn. Steven Gerrard komst tvisvar inn fyrir en skaut hátt yfir og langt framhjá áður en Zenden, sem kom inná fyrir Alonso um miðjan hálfleik, sendi hann innfyrir þriðja sinni. Í það skiptið klikkaði fyrirliðinn okkar ekki og skoraði sitt fyrsta, langþráða mark á leiktíðinni. Honum var augsýnilega létt við að ná að brjóta múrinn.

Nokkrum mínútum síðar gerði varnarmaður Bordeaux svo mistök þegar hann hitti ekki boltann og Luis García hljóp innfyrir og kláraði örugglega. Staðan 3-0 fyrir okkar menn og leikurinn búinn.

Rafa tók Crouch og García útaf í kjölfarið fyrir Fowler og Pennant og undir lokin reyndu þeir Kuyt og Pennant ákaft að búa til mark fyrir Fowler en gamla goðið var ekki á skotskónum í dag. Þá var Sissoko einnig nálægt því að skora en markvörður Bordeaux varði langskot hans vel og lokatölur því 3-0.

Maður leiksins: Það átti kannski enginn neinn stórleik í dag en liðið var þétt og stóð fyrir sínu. Þetta er í þriðja sinn í fjórum leikjum í Meistaradeildinni í vetur sem liðið heldur hreinu en hinum megin á vellinum stóð García sig vel með tvennu. Ég ætla hins vegar að gefa STEVEN GERRARD heiðurinn í kvöld. Hann var mótorinn í sóknarleik liðsins og bjó til flest allt markvert fyrir liðið í kövld. Fyrsta mark leiksins kom eftir hans stoðsendingu og hann tryggði sigurinn svo með öðru markinu sjálfur. Hann er loksins kominn á blað og það er eitthvað sem segir manni að næsta lið sem mætir okkur sé í frekar vondum málum. 🙂

23 Comments

  1. Eina ástæaðan af hverju við unnum var útaf að þeir voru einum færri

  2. Vá Pétur !
    Farðu nú út í sandkassa að leika :tongue:

  3. Halló – það er alveg ljóst að við unnum leikinn sannfærandi, áttum fullt af tækifærum og allt það. Bor-menn áttu líka fullt af tækifærum en það er nú einu sinni svo að í þessum leik voru það LiverpooL menn sem voru MIKKKKKKKKKKKLU betri.

    Svo að kæri “Pétur krass” leifðu okkur að njóta þess að fagna, halltu þínum órökstuddu ábendingum útaf fyrir þig.

    Herra átta var maður leiksins og auðvitað Tumi Þumall, flestir voru að spila sannfærandi.

    🙂 :biggrin: :biggrin2: :laugh: :tongue: 😉

    Avanti LIVERPOOL

  4. Ég horfði á leikinn á ITV og eftir hann var tekið viðtal við Gerrard, og auðvitað VARÐ fréttamaðurinn að spyrja Gerrard um framtíð sína hjá Liverpool. Það var gaman að sjá fyrirliðann glotta og hrista hausinn og segja að hann ætti mörg ár eftir hjá Liverpool. Svo spurði hann líka hvernig menn hafi brugðist við því þegar Rafa tilkynnti liðið og Gerrard sagði að allir leikmenn liðsins hefðu verið “totally shocked” og brosti síðan. Mjög gaman að sjá Gerrard svona hressan eftir að margir hafa verið að kvarta hversu “fúll hann hefur virkað”.

  5. Tek hatt minn ofan fyrir Kristjáni….Hann spáði ..engar breytingar…3-0….og síðast en ekki síst…Gerrard myndi skora.. 🙂 :biggrin:

    Hvaða bull er þetta að spárnar á þessu bloggi gangi aldrei eftir…. 🙂

    Frábær sigur okkar manna. Kom mér verulega á óvart hvað Bordaux voru bitlausir. Mér fannst okkar menn hálfvegis afgreiða þennan leik með aðra hendi fyrir aftan bak.

    Stórkostlegt að sjá Gerrard skora..ég stökk næstum því hæð mína í loft upp. Það væri óskandi að Gerrard sé kominn í gang núna.

    Nú er bara að taka fjórða heimasigurinn í röð á Laugardaginn. Reading vilja örugglega hefna ófaranna í Carling cup. En vonandi fara þeir aðra sneypuför á Anfield… 🙂

    Viva la Liverpool….

  6. Gott að sjá fyrirliðann bara hlægja að þessu rugli, hann virkar einbeittur þessa dagana og það var greinilega mikill léttir fyrir hann að hafa skorað þetta mark.

    Annars var þetta ágætur vinnusigur gegn rétt sæmilega spilandi liði. Benitez búinn að finna sitt sterkasta 11 manna lið og það er batamerki eitt og sér og liðið virðist hægt og rólega vera að smella saman, Alonso aftur klæddur og kominn á ról og þá spilar Liverpool iðulega vel.
    Nú er bara sjá næsta útileik og hvort Benitez haldi sig þá við þetta lið.

    Garcia fékk standing ovation þegar honum var skipt útaf og Gerrard að spila vel á kantinum, samt var liðið bara í 2.gír í þessum leik. Verður gaman að sjá Liverpool ferska í útsláttarkeppni CL, kæmi mér ekki á óvart að við ynnum keppnina aftur.

  7. … djöfull er leiðinlegt að sjá Fowler hanga á bekknum. Því fylgir nístandi sársauki. 😡

  8. Frábær sigur. Ég segji frábær því liðið í gær minnti mann á lið Valencia þegar Rafa stjórnaði þar. Unnu verðskuldaða sigra þar sem andstæðingurinn átti bara ekki brake, en án þess þó að sýna einhvern stjörnuleik sjálfir. Allt virkaði frekar árenslulaust. En ég þori nánast að hengja mig uppá að liðið verður ekki eins á laugardaginn :laugh: :tongue: 😉

  9. :biggrin: Frábært að vera búnir að tryggja sig í útsláttinn og 2 leikir eftir. Alveg geggjað. Flott að Gerrard næði að brjóta ísinn og líka að halda hreinu. Fannst samt í upphafi seinni hálfleiks þegar Bordaux menn pressuðu á okkur að vörnin og miðjan væru ekki alveg on top of it. Menn gáfu boltann og misstu menn framhjá sér of auðveldlega og hefðu á alveg getað fengið á sig jöfnunarmark. Minnti soldið á Galatassary leikinn. En þegar þeir urðu einum færri var þetta enginn spurning.

    Mjög jákvætt að sjá hvað Fowler virkaði frískur þann stutta tíma sem hann fékk. Var rosalega líklegur til að skora. Líka ánægður með gamla rörið hann Sami í vörninni. En Gerrard var tvímælalaust maður leiksins.

  10. Meiriháttar að Rafa skyldi byrja með sama lið og síðast.

    Sannaðist að mínu mati að Kuyt er eina breytingin frá því í fyrra og hann kemur í raun í stað Kewell inn í sterkasta liðið okkar.

    Vonandi breytir hann sem minnstu fyrir Arsenal leikinn.

    Gott að vera búinn að tryggja sig í 16 liða úrslitin. Nú er bara að ná 1. sætinu í riðlinum.

    Því fylgir alltaf hiti og vellíðan að sjá Fowler koma inn á. Magnað að sjá viljann hjá drengnum til að skora. Virkaði vel á mig og virðist vera í fínu formi.

    Gaman að sjá menn brosa inn á vellinum.

    Áfram svona Liverpool!

  11. 10 mörk í síðustu þremur leikjum gefa tilefni til bjartsýni. Best að halda sig samt sem áður á jörðinni þangað til að liðið fer að spila aftur á útivelli. Fyrsta prófraunin verður gegn Birmingham og síðan gegn Arsenal.

    Leikurinn var kannski ekki sá glæsilegasti en liðið virkaði nokkuð samstillt, gaf fá færi á sér og nýtti færin aldrei þessu vant býsna vel. Það eitt og sér er mikil framför.

  12. Rólegir. Þetta var nú hreint ekki sannfærandi hjá okkar mönnum. Gleymum því ekki að þetta Bordeaux lið er afspyrnuslakt. Gerrard átti engan stjörnuleik en þetta er að koma hjá honum. Alonso var slakur og flestir voru að spila rétt undir meðallagi. Sýnist þetta samt vera á réttri leið.

  13. Fínn vinnusigur hjá okkar mönnum í gær en þeir hjá mbl.is eru að vitna í Benitez og segja að hann ætli að gefa yngri mönnum tækifæri gegn PSV þar sem við erum öryggir áfram, það er leikur sem þarf nauðsynlega að vinnast til að ná toppsætinu í riðlinum og fá þar með auðveldari andstæðing í næstu umferð svo vonandi gefur hann ekki alltof mörgum ungum mönnum tækifæri, fyrst er að vinna PSV og síðan má hann fara með unglingaliðið til Tyrklands í síðasta leikinn!

  14. :smile:Sælir félagar.
    Ég hefi ekki verið í tölvusambandi alla helgina en mig langar að óska okkur öllum til hamingju með tvo síðustu leiki. Greinileg batamerki og gott að sjá það. Nú þarf liðið aðeins að vinna 8 næstu leiki til að ég dragi allt til baka sem ég sagði eftir síðasta tapleik. Vonandi verð ég að éta allt ofan í mig og meira til. :tongue: :biggrin2:

  15. Flottur sigur hjá liverpool! 🙂
    Er að leita mér að smá upplýsingum, getur eitthver sagt mér hvernig leikirnir á móti arsenal á síðustu leiktíð fóru og þá líka hvenar þeir voru háðir?
    Veit að það er auðvelt að nálgast þessar upplýsingar, en veit bara ekki hvert ég á að snúa mér í þessum efnum.

  16. Sigtryggur Karlsson, gaman að sjá þig. Ég hélt þú hefðir flúið af hólmi eftir gagnrýnina en það er gaman að sjá að menn geta komið hér inn og haft rangt fyrir sér. Trúðu mér, þú ert ekki sá eini, Peter Crouch minnir mig orðið daglega á það hversu lítið vit á fótbolta ég hef. 🙂

    Tölvubilanir eru fín afsökun. 😉 :tongue:

  17. Maður leiksins: Kristján Atli, fyrir að giska á óbreytt byrjunarlið!

  18. Hjalti, fyrri leikurinn var á Anfield 14 febrúar 2006 og fór 1-0 fyrir okkar mönnum með marki frá Luis Garcia og leikurinn á Highbury var 11 mars 2006 og lauk með sigri heimamanna 2-1 fyrir Arsenal semsagt og aftur var það Luis Garcia sem setti hann fyrir okkar menn, ég náði í þessar upplýsingar á lfchistory.net, frábær síða by the way 🙂

  19. Takk kærlega fyrir þetta Liverbird 🙂
    Vissi að ég gæti treyst á aðdáendur Liverpool 😉

  20. Luis Garcia er buinn ad skora 10 mork i 29 leikjum i Meistaradeildinni. Thad er otrulegur arangur hja midjumanni!!!

  21. Ég var á vellinum og það var bara gaman 🙂

    Mér fannst Liverpool ekki vera að spila neitt sérstakan leik, gerðu það sem þurfti og sigruðu örugglega þegar upp var staðið.

    Garcia er auðvitað snillingur og Meistaradeildin er hans mót. Það varð síðan auðvitað allt vitlaust þegar Stevie G skoraði.

Óbreytt byrjunarlið!!!

Þegar Man U tapaði fyrir FCK!