John W Henry um Suarez málið

Eitt er alveg ljóst og það er að þetta hrikalega leiðinlega mál með Luis Suarez er að snúast gjörsamlega upp í hendurnar á FSG og Brendan Rodgers sem er mjög gott mál. Núna í kvöld hefur John W Henry fyrir hönd eigenda Liverpool gert Arsenal, Luis Suarez og öðrum liðum það fullkomlega ljóst að Suarez er ekki til sölu, a.m.k ekki í þessum leikmannaglugga. Það er einfaldlega of seint að selja hann. Hvað þá til Arsenal sem eru keppinautar Liverpool um eitt af topp fjórum sætunum á næsta tímabili. Að selja þeim væri eins og hann orðaði það ‘ludicrous”

Ég vona að þetta verði síðasta Suarez færslan í mjög langan tíma þó ég sjái það ekki fyrir mér. Hér er frétt Liverpool Echo um málið. (ég ætla að brjóta þetta aðeins niður eins og við höfum verið að gera með fyrri fréttir um þetta mál).

Henry stressed that regaining a top four place was an important target for Liverpool now. One which Suarez can yet help them achieve.

He said: “I think for all of the top clubs it’s extremely important. Especially for Liverpool, since we have not been in Europe and are not in Europe this year – and we haven’t been in the Champions League for a while – obviously to sell Luis to a rival for one of those positions would be ludicrous.

Nákvæmlega, mikið er gott að heyra þetta frá eigendum Liverpool. Eitthvað grunar mig að stuðningsmenn Arsenal sem nú allt í einu eru ekki lítið spenntir fyrir Luis Suarez hefðu viljað heyra þetta frá sínum eigendum í fyrra varðandi RVP (eða bara á hverju ári enda eru þeir alltaf að selja frá sér lykilmenn).

Eins og einn fyndinn sagði á twitter í gær “Internal enquiry to be launched at #LFC as club tries to determine why they’re not making a mess of their PR for once.

“I have told Ivan Gazidis that Luis is not for sale. I am unequivocal on that.”

Asked if he would stick to his guns even if an increased bid comes in from the Emirates, he said: “Yes.

“But that doesn’t seem to slow them down – so I can’t wait to see what the next one is.

“It’s been resolved – we have said no.”

Það er ekki annað hægt en að velta því fyrr sér hvort fyrsta hugsun hafi ekki verið rétt hjá manni varðandi þetta tilboð frá Arsenal. Þeir fundu þarna leikmann sem þeir gátu boðið háar fjárhæðir í og jafnvel gert órólegan en auðvitað beðið svo og vonað að tilboðinu verði ekki tekið svo þeir þurfi ekki að eyða svona fjárhæðum og launum. Þ.a.l. sýnt stuðningsmönnum sýnum að þeir séu sko alveg á eftir stærstu nöfnunum í boltanum og geti borgað það sem þarf. Maður a.m.k. spyr sig.

Um mögulega endurkomu Suarez í lið Liverpool eftir að hafa sakað Rodgers um lygar og gert stuðningsmenn liðsins brjálaða sagði Henry þetta

“It would be between the manager and the player.

“The manager is upset – as he should be. I think our fans are upset. I know Luis is upset. You know, that is going to be between the manager and the player and his team mates.”

Even if a foreign club comes in now, Suarez will be staying at Liverpool, says Henry, stressing: “We do not have time – we have not been able to identify a suitable replacement.

“Luis Suarez is a Liverpool player come what may.”

Við höfum oft talað um að Liverpool hafi ekki efni á að hafa óánægðan menn á bekknum og/eða haft þennan eða hinn á bekknum. Það á ekki við ef maðurinn er það góður að hann styrki liðið sem leikmaður. Suarez er þannig leikmaður og því er FSG ekkert feimið við að spila hardball. Þetta er t.d. alveg öfugt við Reina sem þeir sáu líklega alveg fram á að geta skipt út fyrir (að þeirra mati) betri mann á lægri launum.

“We need Luis. So hopefully this will pass.

“It is football. It’s not finances, it is football. That’s why I said at this point, this late in the window, everyone has already moved and we haven’t identified anyone who hasn’t already moved – or isn’t moving – to replace him.

“So it’s for football reasons and especially not to Arsenal. I think we made that clear early on.

Hann talar meira að segja um þann stuðning sem búið er að sýna þessu vanþakkláta eintaki:

“This wouldn’t happen in baseball. And it should not happen in football.

“If you look at the full context of what has happened here it’s jarring, I think, to all of our supporters because the club stood by him so strongly at a time where you could question if the club should have stood by him. And yet they did.

“The manager and his team mates were solidly behind him. They were on the field that day (when Suarez was accused of racially abusing Manchester United full back Patrice Evra).”

Þeir hafa alla tíð haldið fjarlægð sinni frá Evra málinu og létu þá sem stjórna daglegum rekstri félagsins sjá um það, réttilega að mínu mati. En það er rétt hjá honum að meira gat félagið ekki stutt hann og fyrir það eigum við miklu betra skilið en transfer request til Arsenal.

Hann kemur svo inná eitthvað sem lítið hefur verið talað um og bara tekið sem sjálfsögðum hlut, hvernig vissi Arsenal um trúnaðarmál í samningi Suarez? Náði meira að segja að skjóta á Gordon Taylor og PFA í leiðinni sem er vel gert.

Henry insisted it was totally wrong that Suarez’s £40m contract clause – which could yet be the subject of a legal challenge from the Uruguyan and his agent Pere Guardiola – had become public.

He said: “It should have been a confidential figure.

“How does a club who doesn’t have permission to speak with your player see his contract?

“Unfortunately it’s the way it works in football. People don’t speak about that publicly but that’s just the way it is. It’s rotten but it’s the way things are done in football. I don’t think there is any point reporting it – it just seems to happen everywhere.

“I think Mr Taylor (PFA chairman Gordon Taylor) is absolutely right when he says it’s not good for either side. It’s not good for football. And maybe the PFA can do something about this.”

Mikið meira getum við ekki óskað eftir frá eigendum Liverpool í þessu máli. Þeir hafa sagt og gert réttu hlutina og a.m.k. náð að sannfæra mig um að þeir séu heldur betur með bein í nefinu. Þetta mál er auðvitað einn stór póker leikur og eitthvað segir mér að Hohn W Henry sé fjandi góður í póker.

Engu síður er ég í litlum vafa um að Luis Suarez er heldur betur til sölu og líklega myndu eigendur, stjóri og flestir stuðningsmanna fagna sölu á honum sem allra lengst frá Liverpool. En slíkt þarf að gera á réttum forsendum, fyrir rétta upphæð, til hentugs liðs og á tíma sem hentar Liverpool. Það er ákaflega ólíklegt að sá tími sé 8.ágúst og því trúi ég því að Suarez verði ennþá leikmaður Liverpool 3.sept. Eða í það allra minnsta ekki leikmaður Arsenal sem mér finnst einna mikilvægast í þessu. Þeir hafa vonandi lært þetta á sölunni á Torres/kaupunum á Andy Carroll.

En vel spilað FSG.

Við tökum svo stöðuna líklega strax á morgun þegar Suarez hefur spilað sínu næsta spili, ég útiloka ekki viðtal við The S*n.

40 Comments

  1. Reina var fyrr i sumar alla ekki að fara heldur.

    Annars eru okkar menn að tækla þetta mal mjog svo vel svo framarlega sem þeir taka ekki uppa að selja manninn þa héðan af fyrir 1 september.

    Ef hef samt ahyggjur af þvi ef það a ekki að styrkja liðið meira fyrir 1 september. Hvað varð um það sem Rodgers sagði fyrir 3-4 vikum þegar hann talaði um að nu væri buið að styrkja hópinn og nu ætlaði hann sko að fara styrkja liðið ?

    En ja suarez eins og staðan er nuna er gersamlega með allt niðrum sig og virðist fáa valkosti aðra eiga nema að biðja okkur stuðningsmenn, liðsfelaga og aðra sem að liðinu koma afsökunar. Trui þvi samt ekki ennþá að 50 milljon punda maður verði bara látinn dusa i varaliðinu næstu mánuðina, eg hef enn fulla tru a að hann verði seldur og john henry se að setja pressu a onnur lið núna með þessu viðtali og svo þegar hann selur drenginn þa gerir hann sjalfan sig að algjöru athlægi i kjölfarið.

    Eg er alls ekki bjartsýnn a síðasta manuð gluggans…

  2. Viðar, Það kemur fram í frétt Telegraph að það sé verið að vinna í Diego Costa og Aly Cissokho er einnig ansi nálægt því að vera klár. Þetta er allt saman í vinnslu en ég held að þetta blessaða Suarez mál sé að útheimta ansi mikla orku frá mörgum aðilum. Alltaf spurning hvar fókus-inn á að vera …

  3. Klúbburinn fær hrós fyrir það hvernig þeir hafa tæklað þetta. Reikna nú samt kannski með því að hann verði látin fara fyrir lok glugga. Það gengur ekki að hafa svona rotið epli í leikmannahópnum, held líka að leikmennirnir séu alveg komnir með nóg af honum.

    En annað í þessu sem fer rosalega í taugarnar á mér og Suarez fær mína samúð með.
    Klúbburinn er ekkert að styrkja sig í leikmannamálum milli tímabila, við erum nánast á sama stað og við lok síðasta tímabils. Það er alveg hægt að ræða það fram og til baka hvort þessir “nýju” séu betri en þeir sem fóru en held það séu allir sammála um það að munurinn er ekki mikill. Suarez sér það örugglega og sér að við erum ekkert á leið í meistardeild í bráð. Sérstaklega ekki á meðan Tottenham og fleiri klúbbar eru að bæta vel við sig.

    Held við séum í plús í net spending, hvað á það að þýða, hvar liggur metnaðurinn. Það þýðir ekkert að segja að það séu engir góðir leikmenn til sölu, það er fullt af þeim hvað með þennan hafsent popadopulus eða hvað hann hét, hvað með coentrao, cissokho; remy og fullt af einhverjum sniðugum kaupum.

    Koma svo Liverpool girða sig og rífa upp veskið.

    YNWA

  4. Hvaða væl er þetta , nú er bûið að klára LS málið og þá er bara að klára Costa og Cissokho , kæmi mér ekki á óvart ef það kæmi einn í viðbót 🙂 Mikill tími farið í litla pjakk , gott að heyra að það sé búið að gefa það út að það sé of seint fyrir önnur lið að kaupa pjakk þar sem það þarf að fá einhvern í staðinn. .

  5. Það er alveg ljóst að John W. Heny heldur að Suarez muni spila fyrir klúbbinn í vetur. Ef planið væri að hafa hann í varaliðinu þar til hann er seldur þarf hvort eð er að finna arftaka hans núna í þessum glugga. Eigandinn segir það of seint að finna annan framherja á sama kaliberi og hann megi ekki fara vegna þess.

    Ég held að tvennt hjálpi okkur í þessari stöðu, annars vegar er HM næsta sumar og LS7 þarf að spila leiki vilji hann tryggja sæti sitt í landsliðinu og hins vegar hafa forráðamenn klúbbsins lengri tíma til að semja um gott verð fyrir vitleysinginn.

    Þá held ég að það væri farsælast að semja við annað félag í okt-nóv um að hann fari í janúar glugganum, láta hann biðjast afsökunar á þessari einkennilegu hegðun hans í garð stjórnenda og stuðningsmanna liðsins sem og samherja sinna. Þá vil ég sjá hann reyna sitt besta til að skilja við klúbbinn í friði og sátt með góðri frammistöðu fyrri part mótsins.

    Ef það gengur eftir og klúbburinn fær tvo leikmenn í “EPL topp 4 klassa” í staðinn þá segi ég bara gangi honum vel og farvel.

  6. Ekki að mig langi í hann, en haldið þið að Liverpool muni þá selja hann í janúar til Arsenal þegar þið eigið ekki lengur séns á CL eins og venjulega?

  7. Sýnist að Henry hafi með þessu verið að segja Arsenal að hoppa þangað sem sólin ekki skín. En svo væri líka spurning hvort hann færi þá til Arsneal og óskaði eftir sölu í mars þegar Arsenal hefur lokið leik í öllum keppnum.

  8. Hunsum kjánann hérna fyrir ofan. (#6), Luis Suarez er bjáni, en hann væri samt sem áður langbesti leikmaður Arsenal ef hann færi þangað.

    Glæsilegir félagarnir í dag, Rodgers og Henry. (að ógleymdum Carra), það er orðið þreytt að leikmenn í fýlu geti þvingað sig hvert sem er þrátt fyrir að vera samningsbundnir.

    En ég hef verið að velta fyrir mér þessari klausu, hver í ósköpunum er tilgangurinn með henni, fá ekki leikmenn(og pressan) að vita af öllum þeim tilboðum sem berast í þá, hvort sem það er með löglegum hætti eða ekki?

  9. Það var einhver sem stakk upp á að lána Suarez. Mér finnst það bara nokkuð góður díll. Það væri hægt að fá örugglega 5M fyrir þann díl. Suarez myndi örugglega endurnærast og virðið á honum fara upp. Liverpool á ekki að þurfa hafa hann með hangandi haus hjá sér…gaurinn er að æfa einn núna, hvað er það?

    Það hlýtur að vera mikilvægara að vera með teamplay í gangi heldur en óánægða stórstjörnu. Þetta er ekki NBA það þarf 11 leikmenn til að búa til lið. Ég myndi vilja sjá Liverpool án Suarez satt best að segja.

  10. Sagt er að Aly Cissokho hafi komist að persónulegu samkomulagi við LFC en klúbbarnir að reyna að ná saman. Það er verið að draga trollið inn og LS spilar í vetur. Fær góðan tíma til að jafna sig eftir að hann sér Arse falla úr forkeppni.

  11. Það er aldrei lognmolla hjá stuðningsmönnum LFC, það er nokkuð ljóst.

    En mikið er ég ánægður með viðbrögð manna við þessum skrípaleik hjá Suarez undanfarið… alveg frá J. Barnes til J. W. Henry. Þeir fá skál mína í kvöld!

  12. Já klárlega vel höndlað af klúbbnum þetta skítamál og vonandi er þetta lokaorðin í þessum glugga.
    Það verður vonandi til þess að hann skelli hausnum á sér rétt á og hagi sér eins og maður fram að áramótum allavegana og spilaði vel þannig að það yrði kanski von um að fá góðann pening fyrir hann þá.
    Þetta nátturulega lítur illa út fyrir LS þar sem hann hefur eingann rétt á að krefjast sölu svo eins og hefur komið fram þá er soldið krúseal fyrir hann líka að spila vel til að komast á HM fyrir sitt land.
    En líst þokkalega á ef þetta er rétt með Diego Costa og Aly Cissokho þá lítur þessi gluggi mun betur en fá fyrir ári síðan.

    YNWA

  13. Hljóðið sem þið heyrið er John Henry að slá Ivan Gazidis utan undir. Með typpinu.

    Ég get andað léttar. Eigandinn er búinn að leggja nafnið að veði. Suarez fer ekki til Arsenal. Ég treysti Real enn ekki, sérstaklega ef þeim er að mistakast að tryggja sér Bale, en ég get allavega andað léttar varðandi Arsenal.

  14. Algerlega frábært.

    John W. Henry hækkar í áliti hjá mér með þessu. Virkilega mikið og eins og ég sagði í gær þá eru það nú Suarez og Pere Guardiola sem sitja með eggið á enninu og eiga enga leiki.

    Þetta lærðum við örugglega af Torres málinu og nú þarf bara Luis að gera það upp við sig hvort hann ætlar að vera einn úti að skokka þann 29.september eða vera með félögum sínum að spila í Sunderland.

    Svo er fyrsti heimaleikurinn eftir bannið hans gegn Crystal Palace, það gæti orðið forvitnilegt, watch that space…

  15. En hvernig er það ef að hann leggur inn transfer request, þarf þá klúbburinn að selja eða hvernig virkar það dæmi?

  16. Well played FSG!
    Eg skil thessi ummaeli hans einnig thannig ad ekki verda keyptir inn fleiri leikmenn i thessum glugga! Er eg einn um thad?

  17. Við skulum bara vona að málin þróist á þann veg að Suarez verði enn leikmaður Liverpool þann 3.sept nk. Ef svo verður þá höfum við í það minnsta tryggt okkur þjónustu hans til 1 jan 2014. Vonum bara að þann dag verði Liverpool liðið í einu af fimm efstu sætunum. Það gæti þá orðið til þess að hann sjái framtíð sína hjá liðinu. Við skulum ekki gleyma því að eftir áramótin síðustu og fram að síðasta leik spilaði Liverpool frábæran sóknarbolta og fengu að mig minnir næst flest stigin í deildinni.
    Liðið þarf þó enn að styrkja sig og þarf að bæta við manni í vinstri bakvarðastöðuna til að auka breiddina þar og þar gæti maður eins og Aly Cissokho verðið góður kostur ég hef séð til hans og þetta er mjög góður leikmaður. Við þurfum svo að fá einn mjög oflugan leikmann að auki og þá ættum við að eiga góðan séns í vetur á að enda í einu af efstu sætunum.

  18. Þetta er flott hjá Henry en hann er ansi harðorður og leggur hvorki meira né minna en mannorðið undir. Nýi PR fulltrúinn virðist vera með þetta allt á 100% hreinu, allir á sömu nótum í klúbbnum sem er frábært og mikil framför.

    En ef ég ætti Arsenal myndi ég koma með 60 millu tilboð í Suarez og halla mér aftur í sófanum með popp og kók.

  19. Í sambandi við Henry og nýja leikmenn. Hann á við að ekki sé hægt að skipta út LS fyrir jafngóðan leikmann í þessum glugga og á þá við þá allra bestu í heimi. Engin útsala þar.
    Það verða keyptir fleiri leikmenn þó það verði ekki Bale eða Messi 🙂
    YNWA

  20. Radningarsamningar milli atvinnurekanda og launthega eru i raun ein hlida og tha serstaklega thegar kemur ad uppsagnarfresti og sliku…Thetta vita allir…Er LFC tilbuid ad borga LS laun til i januar fyrir ad hanga i varalidinu og mæta a æfingar ? Er ekki alveg eins gott ad losa vid hann sem fyrst upp a meginlandid tho tha se fyrir 35 millur ???
    Annars er eg hrifin af adstødu LFC so far…Enda er thetta bara opinbera afstadan…Hvad sedur bakid vid tjøldin er liklega eitthvad annad…En thad er komin timi a ad LFC opinberlega syni sma hørku…Tho thad se ekki nema upp a framtidina ad gera..

  21. Ég veit ekki alveg hvað ég á að halda, en mér líður eins og það vinni enginn þessa störukeppni sem er í gangi. Fótboltalega séð er LFC ekki að fara að berjast um 4 sætið eins og staðan er núna ef LS er ekki með okkur í “crisp” formi. Við verðum að berjast um 5-6 sætið og þá erum við í nákvæmlega sömu stöðu og núna. Öll liðin fyrir ofan okkur eru búin að styrkja sig, fyrir utan kannski Arsenal, og það er klárt að með núverandi viðbótum verðum við í 2-3 sæti í Wenger Cup.

    LS vill komast í burtu og er að nota eins barnalegar og kjánalegar aðferðir eins og hægt er, enda greinilega algjör rasshaus með kolvitlausa ráðgjafa. Það er ekkert lið að fara að hjóla í hann núna með 50 milljón punda tilboð. Hann situr eftir með sárt ennið en verður síðan lánaður út í janúar til liðs sem þarf striker og er í CL. LS er ekki að fara að spila einhvern glimrandi bolta með LFC í vetur.

    M.ö.o. það er enginn sigurvegari í þessari störukeppni og mér svíður sárast hvað það fer mikil orka í þennan ofurdekraða rasshaus í staðinn fyrir að reyna að byggja upp liðið.

  22. Auðvitað fer Suarez ekki til Arsenal, það væri yfirlýsing frá LFC um að þeir ætli að skrá sig í keppni um 10. sætið í vetur.

    Hitt er hins vegar annað mál að allan metnað vantar í þessa FSG gaura. Tökum dæmi: Tottenham er í svipaðri stöðu og Liverpool. Nálægt því að missa sína stærstu stjörnu, missti af meistaradeildarsæti og er ekki að borga ofurlaun sbr. við City, Chelsea og Scum.

    Hvað gera þeir. Jú þeir styrkja þær stöður sem sárlega vantar með alvöru kaupum á Paulinho og Soldado.

    Hvað er Liverpool að gera: Jú reyna að eltast við “næsta” Maxi Rodriguez og Ryan Babel… Þetta er í mínum bókum einfaldlega metnaðarleysi.

    Að tala svo um að Arsenal sé að selja sína bestu leikmenn eftir hvert tímabil án þess að minnast á það að Liverpool hefur á undanförnum árum látið menn eins og Alonso, Mascherano, Reina og Torres fara finnst mér stórfurðulegt.

  23. Ég er ánægður með hvernig stjórnin tæklar þetta mál. Ef Suarez verður ekki seldur núna hefur hann ekki val um annað en að girða sig í brók og byrja haga sér eins og maður og spila eins og maður. Ef hann vill virkilega eiga séns að komast til liða á borð við Real/PSG verður hann að spila vel áfram og það mun sennilega hjálpa honum líka að halda sér frá bönnum eða öðru rugli. Það hjálpar örugglega líka að HM er á næsta ári.

  24. Frábært að heyra jafn afgerandi skilaboð frá eigendum.

    Eitt, menn kvarta töluvert yfir því að ekki hefur tekist að fá heimsklassamenn til klúbbsins og með réttu þar sem við höfum ekki verslað neina slíka í sumar. Ég les það samt útúr fréttum sumarsins að klúbburinn hefur virkilega verið að reyna að lokka þannig menn til sín. Sá armenski vildi ekki við okkur ræða þó við værum vissulega tilbúnir að borga uppsett verð. Diego Costa málið virðist dautt í bili en það er ekki vegna áhugaleysis klúbbsins tel ég.

    Með þessu vil ég reyna að benda á að FSG og klúbburinn eru að reyna að fá þessa menn sem við öll viljum sjá en það óneytanlega er erfitt þegar klúbburinn er jafn langt frá 4 sætinu og raun ber vitni. Ég held að þeir þurfi ögn meiri tíma og liðið sem slíkt þurfa að sýna það á vellinum að það eigi raunhæfa möguleika á að fara ofar í töflunni með viðbótarráðningum til þess að sannfæra leikmenn annarra liða um að þarna er lið sem er á uppleið frekar en niðurleið.

  25. Það er strax byrjað að tala um að Suarez muni biðjast afsökunar opinberlega á hegðun sinni og fái að æfa aftur með aðalliðinu í kjölfarið.

    Ég held að hann verði áfram hjá okkur eftir allt…

  26. Var ekki Brendan að tala um daginn að nú væri búið að styrkja hópinn og þá yrði byrjað að kaupa leikmenn til að styrkja byrjunarliðið og hvað er búið að gera síðan EKKERT! Þessir eigendur eru bara rasshausar og ekkert annað!
    Nú eru Allir að tala um að þessir eigendur séu rosalega flottir með því að neita að selja Suarez til Arsenal til að veikja ekki okkar lið og styrkja þeirra flott og glæsilegt en Arsena tókst að veikja okkar lið með því að gera Suarez ósáttan. Hann er ekkert að fara að spila með hjarta nú eins og hann gerði í fyrra. Hann hélt liðinu á floti á síðasta ári með öllum mörkunum sem hann skorðaði.

  27. Held reyndar að Suarez muni leggja sig fram ef hann verður áfram. Hann myndi gera sér ansi fáa greiða varðandi framtíðina ef hann myndi ekki gera það.

    Hins vegar er bara ekki gaman að hafa svona gaur í liðinu. Framkoma hans er illfyrirgefanleg. Hins vegar er spurning hvort við verðum ekki bara að líta á málið þannig að greindarvísitala hans er líklega vel undir 100 og því megum við kannski ekki dæma hann of harkalega.

  28. Aðeins varðandi þetta, þá var verið að draga í forkeppni meistaradeildarinnar og Arsenal voru að fá Fenerbahce. Mikið væri það fallegt ef að Dirk Kuyt og félagar myndu nú koma í veg fyrir að Arsenal kæmust í meistaradeildina..
    http://www.visir.is/arsenal-maetir-fenerbahce/article/2013130809290

    Þeir gátu svo sannarlega fengið auðveldara lið enda ekkert grín að fara til Tyrklands.

  29. Ég skil ekki þetta endalausa hatur manna á Arsenal. Arsenal koma fram við Liverpool af miklu meiri virðingu heldur en hin stóru liðin svo ég tali nú ekki um spænsku liðin því það er í raun Real Madrid sem ýtti Suarez af stað í transfer request. Arsenal virðist hins vegar eina liðið sem er tilbúið að komast nálægt því að mæta okkar kröfu fyrir LS.

    Ég held að það væri sniðugtast að láta hann fara sína leið og fylla skörð sem þarf að fylla í liðinu, Liverpool er stærra en LS en þarf sárlega á styrkingu að halda. Arsenal misstu v. Persie í fyrra og fengu Cazorla, Giroud og Podolski. Svoleiðis sign þarf Liverpool og það sem fyrst og losa ósátta menn út og byggja upp gott lið sem getur keppt um titilinn eftir 2-3 ár.

  30. Er ekki málið að sigra Liverpool borg og Everton áður en menn fara að setja sig á stall með Arsenal? Það er einfaldlega staðreynd að lfc mistókst að ná Arsenal á meðan þeir voru sem veikastir, allt í völlinn tíminn. Minni samt á að lfc á nokkuð góðar teikningar af vellinum sínum og það meira að segja málsettar.

  31. Það er þáttur á Sky sport 1 með Neville og Carragher að byrja núna klukkan 16:00.

  32. Hi lads,
    Selja manninn í alvöru lið, þýðir ekkert fyrir heimklassaleikmann að hanga í miðlungsliði á englandi. Hann gerir sér lika grein fyrir ad Liverpool er aldrei ad fara ad vinna PL. Hann veit ad það er styttra síðan leeds vann titilinn, hvad er annars langt síðan við unnum titilinn strákar?
    Og hvenær verdur Ian Rush næst á landinu?
    – Halli K

  33. Hvað ef þetta er allt saman bara leikrit? Hvað ef Suarez hefur ekkert ætlað að fara frá upphafi. Við höfum séð svona leikrit í fótboltanum áður og maður fer að pæla í hvort þau séu sett á svið, bara til að þreifa á markaðnum.

Fantasy – Kop.is deildin 2013/14

Celtic 1 Liverpool 0