Byrjunarliðið komið

Brjáluð hríð og óveður á Hellissandi en hvernig er betra að gleyma því en með sigri á Newcastle í beinni í kvöld.

Kóngurinn búinn að tilkynna byrjunarlið:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Adam – Spearing – Downing

Carroll – Bellamy

Bekkur: Doni, Maxi, Kuyt, Gerrard, Carragher, Shelvey, Kelly.

Jay Spearing tekur sæti Maxi, á væntanlega að verða til þess að Adam fái frjálsara hlutverk…

Nú er bara að kýla á þrjú stig mín kæru, hugsa jákvæðar hugsanir allan leikinn!!!

KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!

60 Comments

  1. eigum við ekki þá bara að seigja að Spearing smelli boltanum sláin INN !

  2. jæja ég var búinn að spá því að spearing setji 2 með skalla þannig að Carroll hlýtur að setja 2 og ætli Demba ba haldi ekki áfram ruglinu og setji 2….. semsagt ég spái veislu í kvöld 4-2 sigri!

  3. Gæti ekki verið að Downing sé á hægri, Bellamy á vinstri og svo Henderson rétt fyrir aftan Carroll í 4-2-3-1 kerfi?

  4. ótrúlegt en satt, en þá hef ég mikla trú á honum Carroll mínum í kvöld.
    Hann á eftir að skora 2 já eða leggja þessi 2 mörk sem “við” gerum í kvöld.
    Leikjurinn fer 2-1 fyrir okkur í hörku hressum og skemmtilegum leik. 

  5. Eitt skil ég ekki. Af hverju er Downing á hægri kanti alltaf þegar Carroll er frammi? Hann getur varla staðið í hægri fótinn og hvað þá sparkað með honum og þar af leiðandi litlar líkur á góðum kross. Sammála?

  6. Ég held að Carroll verði í stuði í kvöld! Veit einhver annars hvar ég get mögulega streymt leiknum á iPad? Eina tölvutækið í húsinu núna
     

  7. Þá vantar bara tvö mörk frá okkur og þá er þetta komið…

  8. Agger með mark.  Sjálfsmark.  Afhverju finnst mér eins og þetta muni fara 1-1 (við erum ekki að skora meira en mark í leik þessar vikurnar)?

  9. Fyrst við jöfnuðum næstum strax og af því að ég er að drekka bjór, fyllist ég bjartsýni og spái okkur 2-1 sigri.  Bellamy skorar aftur.

  10. Er ekki bara komin tíma á að Bellamy fái bara að vera í byrjunarliðinu?

  11. Ég bara verð að segja það, þessi downing er alveg rosalega down leikmaður….. hef sjaldan séð svona slakan leikmann lengi. hann hefur hæfileika en hann virðist bara alveg heillum horfinn. Knattrak alveg hrikalegt og sendingarnar ekkert betri

  12. Alveg ólýsanlega þreytandi hvað “lokasendingin” klúðrast alltaf!

  13. Hvenær skyldi maður standa upp frá tölvunni í hálfleik með örugga 3-0 forystu?

  14. Mér finnst Liverpool bara vera búnnir að spila ágætlega og bara ein helvítis klaufa mistök að fá þetta mark á sig.
    Nema, hvers vegna er ekki hægt að senda inní Á Carrol en ekki á nær eða fjærstöng, það er alltaf sent eithvert í kringum hann.

  15. Gaman að hlusta á spekingana á Englandi. Sammála um að Carroll sé aldrei að taka rétta hlaupið í boxinu. Gaman að sjá þetta útskýrt af fagmönnum. Annars líst mér vel á það sem komið er, Newcatle varla átt neina sókn í leiknum og við ekki enn búnir að skjóta markmanninn hjá þeim í stuð. Erum með mikla yfirburði og ég hef trú á því að þetta komi í seinni…..YNWA

  16. Það væri nú bara ágætt ef þessir gaurar myndu fara að koma krossunum almennilega inn í þetta blessaða box.  Þetta er fyndið.  Alltaf lúðaboltar á nærstöng sem lítið kemur út úr. 
     

  17. Hvernig gat hann sleppt því að veifa rauðu spjaldi þarna???? Beint fyrir framan nefið á honum…

  18. Það kemur ekkert út úr föstum leikatriðum hjá þessu liði hjá okkur, ekki nokkur skapaður hlutur ! Ótrúlegur andskoti……

  19. Andy Caroll hleypur eins og það sé brúnt í buxunum, minnir á Kidda Tomm hérna um árið, Flottir hæfileikar en getur ekki hlaupið…..
     

  20. Tek þettað til baka með hæfileikana
    Djöfulsins sóun á dauðafæri 

  21. Er hægt að fá betra færi en þetta… Carroll – komasso!

  22. Bellamy er klassaleikmaður sja þessa aukaspyrnu kominn með tvennu kallinn 😀

  23. Ég tek það til baka að Liverpool hafi verið að spila ágætlega í fyrri hálfleik þegar ég sá hvernig menn sem eru góðir spila fótbolta #GERRARD!
    Sjáiði boltana sem Carroll er loksins að fá?

  24. Sláin… but of course. Hvað þarf Carroll til að setjann?

  25. smá hugleiðing,Suarez ekki með og það eru komin 3,ég endurtek ÞRJÚ mörk!!!

  26. Er liverpool kanski bara one man team,súperlið með gerrad,hauslausar hænur án hans?

  27. Þegar Gerrard kemur inn á þá er eins og að pressunni á Liverpool sé létt, það er eins og að það sé annað lið inn á vellinum. Liðið fór að spila allt öðruvísi. Þvílík áhrif sem að þetta Legend hefur bara við að mæta inn á völlinn!

    LIVERPOOL IS BACK!!!

  28. getur verið að suarez hafi slæm áhrif á liðið, leikgleðin í liðinu er eins og svart og hvítt miðað við fyrri leiki. ég var allavega feginn að losna við hann aðeins í leikbann 🙂

  29. Svakalega væri vandað ef Caroll setti eitt í lokin, maður er farin að hafa áhyggjur af sálartetrinu hjá honum…

  30. Carrol er leikmaður sem mun aldrei gera hlutina upp á eigin spýtur. Það sést greinilega hversu hættulegur hann getur verið þegar hann hefur Gerrard til þess að mata hana almennilega en ekki háa og lausa bolta frá Downing, Kuyt og félögum, því það er gagnslaust fyrir leikmann eins og hann.  
     Að fara afskrifa Suarez núna út af þremur mörkum er náttúrulega hlægilegt, ég get ekki annað en orðið bjartsýnn þegar ég sé Gerrard með boltann og hann hefur tvo möguleika, negla á Carrol eða stinga á Suarez.

  31. Veit einhver hvar ég get séð endursýningu á leiknum á netinu? Var að vinna fjandinn hafi það, kannski það sé trikkið, að horfa ekki á leikina:/

  32. Shit frammistaða þar til Gerrard kom inná en þá vaknaði þetta aðeins enda stjórnaði hann hraðari sóknum ólíkt Adam, sem virtist vera meira að valda okkur vandrædum með enn einni slæmri frammistöðunni í  vetur.

    Ég legg til að “Kóngsi” opni veskið í janúar og taki fram £50 seðlana og fjárfesti í 1 stk Christian Eriksen (eitthvað í þeim dúr allavega) til að lífga uppá leik liðsins frammá við. Við þurfum allavega eitthvað meira upplífgandi á midjuna/sóknina til að skapa meira. Það er ekki eins og Dirk Kuyt sé að fara að koma af bekknum og skaða andstæðinginn. Við erum EKKI að fara að ógna einum né neinum hvað 4.sætið varðar með þennan hóp þó að taflan sýni okkur nálægt því sæti. Þannig er bara blá kaldur sannleikurinn. Næstu kaup verður að vera svona “statement” kaup sem segir að LFC sé ekki aðeins að kaupa “uppfylliefni. Engu að síður mikilvægur sigur þótt undirritaður sé langt frá því sáttur.  

  33. Crusial sigur í kvöld … SG kom sterkur inn en við þurfum meir frá honum, aðeins komin tvö mörk frá kauða á þessari leiktíð.
    Verður að sanna að hann geti enn spila 30 leiki á seasoni !  Ef ekki þá verður heldur betur að fara skoða miðjumálin hjá LFC, því fyrri hálfleikur var hrikalegur sóknarlega eins og svo oft í vetur.

    Góðar stundir 

  34. Frábær frammistaða og flottur leikur. Hættum nú að væla þega 3-1 sigur er í höfn. Mér fannst liðsheildin góð í dag sem og undanfarið. Auðvitað kemur svo SG og fullkomnar þetta fyrir okkur, þvílík innkoma. Newcastle gætu verið í vondum málum, nokkuð öruggt að í það minnsta einn leikmaður hjá þeim fer í bann eftir að sjónvarpsupptökur verða skoðaðar. Var einmitt að velta því fyir mér hvað það er skrítið að fá 8 leikja bann fyrir eitthvað sem einhver segir að þú hafir sagt en síðan 1-3 fyrir ljótt ásetningsbrot eins og við sáum í leiknum. En frábærir endir á þessu ári og vonandi er þetta bara byrjunin á því sem koma skal.

  35. @trastitrausta ?? þurfum við “meira” frá Gerrard? kauði er búinn að vera meiddur. 2 mörk fra honum er bara MJÖG mikið.

Newcastle á morgun

Liverpool 3 – Newcastle 1