Fernando Torres – er hann svo slæmur?

Andy Heaton skrifar ágætis grein á The Anfield Wrap um Fernando Torres.

Það er dálítið skrítið að hugsa til þess að það eru bara 10 mánuðir síðan að Torres sveik okkur og fór til Chelsea. Bara 10 mánuðir síðan við vorum í sjokki þessa helgi seint í janúar þegar að Torres sagðist vilja fara frá Liverpool. Eftir að hann hafði sagt að Liverpool væri eina enska liðið sem hann gæti spilað fyrir og eftir að hann hafði fagnað HM titli Spánverja með Liverpool trefil.

Heaton skrifar:

>It’s easy to forget the bitterness and fallout amongst the fans in the immediate aftermath of the move, which at the time felt like a dagger being plunged into the back of every Liverpool fan by a player that we’d taken in and made into an icon.
We felt insulted, lied to, embarrassed, fooled, but more than anything, angry that Torres, after sticking around through the fallout of Hicks and Gillet, decided, is his apparent haste to join a club that would ‘win trophies’ (That worked out well), to jump ship and not give Kenny Dalglish, a man he could have sat amongst at the table of greatest Liverpool players, a chance to reshape the club under new ownership.

Það er auðvelt að gleyma því núna þegar við höfum mætt Torres tvisvar á tveimur vikum hversu góður Torres var fyrir Liverpool. Hversu oft maður dansaði í stofunni og söng “na na na na na Torres Torres”. Torres hefur einfaldlega verið afleitur hjá Chelsea. Heaton skrifar:

>As I said, time, a funny thing, and it’s easy to forget just how good ‘our’ Torres was, some of the goals he scored, how there wasn’t a team in Europe not petrified of our Iberian Prancer, and one does wonder how we’d feel had Suarez not massively exceeded expectations whilst Torres floundered so dramatically, drowning under a sea of self doubt and a playing style completely unsuited to his strengths.

Heaton kemur svo inná punkt sem ég hef heyrt marga tala um undanfarið: Gætum við fyrirgefið Torres? Gerrard átti svona flipp þegar hann ætlaði að fara til Chelsea, en hann áttaði sig á vitleysunni í tíma – og þakkar sennilega fyrir það. Gerrard hefði sennilega unnið titla hjá Chelsea, en fyrir það hefði hann fórnað orðspori sínu í sinni heimaborg og sá titill hefði aldrei verið jafn sætur og sá sem hann vann í Istanbúl.

Hvað ef Torres fattaði það viku seinna að hann hafði gert mistök, en hann var þá kominn til Chelsea með Drogba og Terry á æfingu. Þá var það orðið of seint að taka þetta tilbaka og hann varð að gera það besta úr þessu, en það besta er samt nokkuð ömurlegt í þessari aðstöðu. Hversu margir Chelsea stuðningsmenn syngja nafnið hans núna þegar honum gengur illa? Þeir eru eflaust ekki margir.

En mig langaði að henda inn könnun til að kanna aðeins huga fólks. Spurt er: Myndirðu vilja fá Fernando Torres aftur til Liverpool? Og þá með hvaða skilyrðum?

Myndir þú kaupa Fernando Torres aftur til Liverpool?

  • Já, fyrir 20 milljónir punda (36%, 361 Atkvæði)
  • Já, fyrir 10 milljónir punda (26%, 259 Atkvæði)
  • Nei (13%, 134 Atkvæði)
  • Já, ef hann kæmi ókeypis og fengi lægri laun (7%, 68 Atkvæði)
  • Já, fyrir 30 milljónir punda (6%, 65 Atkvæði)
  • Nei, aldrei. Jafnvel þótt hann myndi persónulega borga mér milljón pund fyrir að fá að koma tilbaka. (5%, 50 Atkvæði)
  • Já, fyrir 5 milljónir punda (5%, 49 Atkvæði)
  • Já, fyrir 50 milljónir punda (2%, 24 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 1,010

Loading ... Loading ...

62 Comments

  1. Ég svaraði fyrir 10 milljónir punda.  Allt fyrir ofan það er of mikil áhætta.

    Þetta þyrfti að vera svona:  Torres kemur tilbaka fyrir 10-15 milljónir punda og tekur á sig lægri laun.  Hann biðst afsökunnar og við munum sennilega fyrirgefa honum á nokkrum mánuðum.

    Chelsea fær pening go losnar við Torres.  Liverpool fær framherja, sem gæti mögulega slegið aftur í gegn.  Torres fær að koma aftur til liðs og borgar þar sem honum leið vel og þar sem hann átti sín bestu ár.

    Gleymum því ekki að Torres er bara 27 ára.

    Og nei, það er ekki verið að steggja mig. 

  2. Tek undir þín ummæli í einu og öllu, Einar Örn. Hluti af mér saknar Torres ennþá, hann var stórkostlegur fyrir okkur, en hann hefur fallið svo svakalega í verði hjá Chelsea að ég yrði eiginlega fúll ef við borguðum upp í 20m fyrir hann.

  3. Vitum alveg að Torres er ekkert búinn að missa alla þessa hæfileika. Væri góð kaup að kaupa hann aftur á 10-20. EN það væri erfitt að gleyma….

  4. Er samt eitthvað líklegt að klúbburinn vill hann aftur eða er þetta bara þið að pæla í málunum??

  5. 50 milljónir alltaf !!! Ég sakna hans, hann er lang bestur bara með lélega samherja !!! Þetta Chelsea dæmi er einhverskonar sick grín sem ég skil ekki, líkt og ríkisstjónin en ég vona eins og með hana að þetta sé að taka enda.

  6. Liverpool væri með besta farmherjaparið á englandi ef Torres hafði ekki yfirgefið liðið fyrir einhvern rússa andskota!!

  7. Held að það sé ekki áhugi fyrir því að fá hann aftur, hvorki hjá þeim sem stýra Liverpool núna og hann hafði ekki nægjanlega mikla trú á til að vilja vinna fyrir frekar en Torres sjálfum. Það var nógu ógeðslega svekkjandi að sjá hann fara til Chelsea og sérstaklega á þeim tímapunkti sem hann fór, en fyrsta viðtalið hans eftir að hann mætti til London sem leikmaður CFC kláraði alveg fyrir honum mögulega endurkomu til Liverpool. 

    Hann segir það núna að við vitum ekki alla söguna á bak við söluna og það má vel vera að svo sé, hann er ekkert að útskýra þetta frekar og er því ekkert að mýkja stuðningsmenn Liverpool á meðan. Ég hefði alveg skilið þetta hefði hann álitið Chelsea betri kost og vænlegri klúbb sumarið sem stjórn Liverpool rak Rafa Benitez til þess eins að ráða Roy Hodgson í staðan og það með félagið í heljargreipum lánadrottna. En þegar hann fór var hann farinn að skora smá aftur, það var kominn nýr stjóri, nýjir eigendur og nýjir leikmenn. 

    Ég sé hann ekki eiga afturkvæmt til Liverpool og líklega næði hann aldrei að sannfæra stuðningsmenn Liverpool um að fylgja sér eins innilega aftur…og af því sem maður sér hjá Chelsea virðist hann svolítið sakna þess háttar stuðnings. Lagið hans heyrist a.m.k. ekki lengur frá stuðningsmönnum Chelsea, ekki einu sinni á leikjunum gegn Liverpool þar sem þeir geta ekki strítt okkur á þessu. 

    Það er samt ekki þar með sagt að ég myndi ekki persónulega vilja fá hann aftur og ég kaus já fyrir 20 milljónir punda. Hann er því miður nákvæmlega sú týpa af leikmanni sem okkur vantar núna og yrði fljótur að fá einhverja til að syngja lagið sitt aftur færi hann að skora fyrir Liverpool. Við gætum síðan auðveldlega spinnað þetta okkur í vil enda væri það frekar pirrandi fyrir Chelsea-menn að selja hann til baka á ca. -30mp ári eftir að þeir keyptu hann.  

    Það hefur margt furðulegt gerst í fótboltaheimingum en ég sé þetta ekki gerast. Ég er ekkert æstur í að fyrirgefa Torres en myndi gera það fljótlega færi hann að skora fyrir Liverpool.  Ég er ekki alveg búinn að afskrifa hann hjá Chelsea ennþá en get ekki að því gert að það passar alltaf jafn illa að sjá hann í þessum bláa búningi, verst fyrir hann að ég held að honum finnist það líka. 

  8. Nei. Vil ekki fá hann til baka. Hans frábæri tími á Anfield er einfaldlega liðin og þakka ég honum fyrir allt sem hann gerði fyrir klúbbinn.

    Myndi frekar vilja leikmann sem hentar vel með Suarez og er æstur í að sanna sig á Anfield.

    Torres er einfaldlega ekki sami maður og hann var vegna meiðsla. Leikmenn sem byrja að spila snemma eiga það til að brenna fyrr út.

  9. maður þarf ekki að fara langt til baka til að geta lesið comment hérna um að lucaks.. væri lélegastur og mest hataði leikmaðurinn….. allir búnir að gleima því og allir viðukenna að hann er búinn að vera bestur í liverpool í næstum 2 ár!!
    horfið á þetta….
    http://www.youtube.com/watch?v=KkRIC2ssl-Q
    hvað munið þið eftir mörgun mörkum ? ? … hvað hafið þið öskrað mikið  þegar hann skoraði… hver vill ekki fá hann aftur ??
    ef hann kemur til baka (á ekki von á því) get eg lofað því að eftir fyrsta markið er öllum skít sama um að hann hafi farið til chel…..

  10. Ég held að treyjan geri hann betri bara eins og hjá Ian Rush, Micheal Owen og Robbie Fowler eða hvort það er eitthvað í vatninu?. En hann hefur aldrei staðið sig eins vel og hjá liverpool hvorti hjá At. Madrid, chelsea og spænska landsliðinu. Er náttúrlega hálf skrýtið hvað hann skorar lítið af mörkum hjá landsliðinu miðað við þennan hóp. En þegar ég horfi á gömul complication myndbönd af honum þá fær maður alveg sting í hjartað. Ég sagði já við 20 mill pund. Við þurfum world class finisher. Ég meina ef giftir menn og konur geta fyrirgefið framhjáhald, þá ættum við í tíma að geta fyrirgefið Torres ef hann kæmi aftur og tæki upp á því að skora og standa sig. En það yrði samt aldrei það sama og það var.

  11. Stórkostlegur framherji hjá Liverpol, einn sá allra besti í sögu liðsins og ég sakna hans. En því miður endaði ferill hans illa og ýmis ummæli myndu gera honum erfitt fyrir að koma aftur. En ég myndi vilja fá hann til baka fyrir svipaðan pening og hann var keyptur á 2007 + hrikalega góða afsökunarbeiðni í kaupbæti frá honum!

  12. Já fyrir slikk ef hann hringir í mig persónulega og fyrirgefi mér heimsku sína.

  13. I’m going out tonight dressed as Fernando Torres. I’m not planning to score 🙂 Þetta segir allt sem segja þarf um Tíma Torres hjá Chelsea 😉

  14. Torres kallinn missti hæfileikana þegar hann klippti sig og litaði, nú er hann að verða jafn hárprúður eins og þegar hann var uppá sitt besta þannig að við skulum kaupa hann til baka áður en hárið síkkar meira! Hæfileikarnir voru í hárinu! 🙂

  15. “Ég svaraði fyrir 10 milljónir punda.  Allt fyrir ofan það er of mikil áhætta.
    Þetta þyrfti að vera svona:  Torres kemur tilbaka fyrir 10-15 milljónir punda og tekur á sig lægri laun.  Hann biðst afsökunnar og við munum sennilega fyrirgefa honum á nokkrum mánuðum”

    Ertu að djóka, ertu búinn að vera að spila útvegsspilið eða hvað  ?????

    Ef ég ætti liverpool FC og biðist að kaupa Torres fyrir ca 30 millur myndi ég taka hann á morgun !! Lang besti framhergi síðustu 20 ára hjá Liverpool. Þessi snillingur hefur ekket gleymt hvernig á að skora mörk, það er á hreinu !

  16. Ég kaus nei.

    Dýrkaði manninn þegar hann var í búningnum okkar glæsilega, en þetta lúalega brotthlaup hans á tímum sem voru félaginu og stuðningsmönnum þess mjög erfiðir er þess valdandi að hann er “dauður” fyrir mér.

    Tek auðvitað ekki af honum það góða sem hann áorkaði hjá okkur, en vil líka benda á að hrun hans sem leikmanns hófst meðan hann var ennþá leikmaður Liverpool, pirraður, grófur og getulaus fyrir framan markið.

    Ég segi nei.

  17. Ég væri tilbúinn að fá hann aftur. Það tæki mig c.a. eitt mark á móti Man Utd að fyrirgefa honum. Torres og Suarez saman í frammi væri ekki leiðinlegur valkostur.

  18. Nei – aldrei.

    Þú drullar ekki yfir nafn Livepool og kemur aftur.

    Þeir sem eiga að koma til Liverpool héðan frá eiga að vera menn sem bæta liðið okkar, innan vallar og utan.  Í dag gerir hann hvorugt.

    Ég er rasandi undrandi yfir ykkur vinir mínir að sýna manninum þennan skilning og samúð – sérstaklega því að það er ekkert   sem bendir til að hann sé nokkuð að skána.     

    En ég er hins vegar alveg sannfærður um það Dalglish hefur engan áhuga á að taka þennan leikmann til baka og finnst afskaplega sorglegt að við séum einu sinni að pæla í því þegar okkar lið hefur verið á stanslausri uppleið síðan við losnuðum við hann á meðan hann sekkur stöðugt dýpra.

    Pælir enginn í því að það hafi verið mjög gott fyrir Liverpool Football Club að losna við Torres????

    Aftur…

    NEI – ALDREI             

  19. Torres þú kemur aldrei aftur. Torres á að spila með eitthverju ágeatu liði eins og Benfica, Napoli, Stoke, 
    Sunderland, Newcastle eða fara aftur til Atledico Madrid. En þú kemur aldrei aldrei aftur til þetta lið 

  20. Kaupa hann á 10 milljónir og reyna losa Andy Carroll í leiðinni.
    Það yrði frábært 

  21. Maggi nr. 18 er með þetta. Það hvernig Torres fór frá Liverpool gerir það að verkum að það er ekki möguleiki að hann geti snúið til baka, og ég tek undir með Magga, ég skil ekki þessa samúð sem Torres fær hérna.  

    Torres fór frá Liverpool á ömurlegan hátt. Hann sveik allt það sem hann hafði sagt áður og tímasetningin á brottförinni var eins slæm og mögulega gat verið, en það sem kom mér mest á óvart var þetta fyrsta viðtal sem hann fór í. Hann vissi vel að hann skildi alla stuðningsmenn Liverpool eftir í sárum, en hann nýtti samt tækifærið og drullaði yfir Liverpool um hálftíma eftir að hann fór! Þvílík rotta sem þessi maður er.

    Ef hinsvegar Torres hefði farið sumarið áður, bara sagt eins og er að Liverpool væru í uppbyggingarferli og að hann vilji nýta síðustu ár ferilsins til að spila í meistaradeildinni og berjast um titla á meðan hann væri enn í topklassa, kvatt stuðningsmennina og óskað félaginu góðs gengis, þá hefði þetta verið aðeins öðruvís. Jú maður hefði verið sár og reiður, en svona exit hefði samt gert það að verkum að maður hefði mögulega tekið við honum aftur. 

    En útaf því hvernig hann fór, bara ekki séns, og ég trúi því varla að menn séu að ræða þetta. 

  22. Mig langar mest að vinna eins og 1-2 titla á meðan hann vinnur enga og fá hann svo frítt.

    Frá 2007-2009 var hann var besti framherji sem ég hef séð í Liverpooltreyju síðan Fowler var upp á sitt besta. Og það var vægast sagt ömurlegt hvernig hann fór. En það er eitthvað að hjá honum. Hann er ekki sami leikmaðurinn og á ekkert erindi í topplið eins og er.

  23. Hefði verið gaman að sjá færri valkosti í könnuninni til að hafa þetta raunsætt! Torres verður aldrei seldur á undir 20 milljónum punda.

    Annars svaraði ég nei. Hvernig hann fór gerir útslagið, og nokkur illa valin orð sem hann hefur látið falla. Ég hefði skilið hann hefði hann farið sumarið áður, og sumarið eftir. En á lokasekúndum félagaskiptagluggans með þessum hætti…

    Það er enginn stærri en klúbburinn. End of story.

  24. Maðurinn á alls ekki skilið að koma aftur til Liverpool! Látum hann rotna í chelsea í friði áður enn hann fer í eitthvað lið í Rússlandi
     

  25. meira væri ég til eyða 20 milljónir punda fyrir Neymar en Torres því hann er meiri áhugaverður og spennandi.

  26. Mér persónulega fannst Torres bara eiga eitt gott ár hjá Liverpool, ég talaði um það ári áður en hann fór að ég vild bara að Liverpool myndu selja hann. ástæðan fyrir því var að mér fannst hann alltaf vera í fýlu, alltaf kvartandi og tuðandi var bara alveg hættur að hafa gaman af því að spila fyrir klúbbinn.

    en svo þegar ég hugas samt tilbaka þá var hann alveg geðveikt góður og væri alveg til í að fá hann aftur

  27. Þegar ég las fyrirsögnina þá hélt ég að það væri verið að steggja aftur eins og með roy hodgson pistilinn. En nei svo var ekki..

    Annars þá er mitt kos allan tíman nei, hann er búinn að skemma mannorð sitt sama hvað. Hans tími er liðinn hjá okkar fallega liði, því miður, elskaði þennan dreng eins og allir.
    Vildi svo mikið að ég gæti fyrirgefi honum, en það þarf eitthvað mikið að gerast til þess. Þetta er alveg eins og ef kona mín myndi halda framhjá mér, myndi ekki fyrirgefa það. 

    Okei kannski ef hann myndi skora þrennu í sitt eigið net þegar við spilum við chelsea í næst síðustu umferð og það myndi tryggja okkur 4.sætið. En þá þyrfti hann líka að koma frítt og borga klúbbnum þær auka millur sem hann græddi hjá rússanum, og svo að sjálfsögðu koma með alvuru afsökunarbeðni oog svo síðast en ekki síst bæta markamet í Ensku deildinni.

    Svo að ég held alveg öruglega að ég sé ekki að fara að fyrirgefa honum á næstunni miða við mínar kröfur 🙂 

    Ps. Hvernig get menn í alvuru verið til í að kaupa hann á 20 eða 30 millur? Myndu þið kaupa einhvern annan framherja sem væri bara búinn að skora 4 mörk og leggja upp 0 í ég veit ekki hvaaað mörgum tugi leikja, aldrei. Plús það að hann sveik okkur…fyrir chelsea…
    Getum nú miklu frekar splæst þessum 30millum í yngri og graðari frammherja sem spilar með bros á vör og skorar mörk og/eða leggur þau upp.

  28. Ég segi já fyrir 15-20 mills. Frábær framherji sem vann hjörtu okkar allra á sínum tíma og ég held við getum alveg fyrirgefið honum þetta hliðarspor sem hann tók. Hugsið ykkur Suarez-Torres næsta vetur 🙂 Efast reyndar að þetta verði að veruleika en þá gæti ég allavega kallað á hundinn minn án þess að skamamst mín útá götu og farið aftur að nota tvær treyjur merktar honum 🙂
    og smá off topic! ég vill sjá Maxi í byrjunarliðinu á móti Fulham! Maðurinn hefur svo sannarlega unnið sér það inn!
    Góða helgi félagar

  29. Torres á eftir að blómstra eftir áramót þegar AVB verður farinn heim og Benitez tekin við Chelsea.
     

  30. Eins mikið og ég hataði Torres fyrir svikin, þá í dag vorkenni ég honum bara.. hann fór frá því að vera júdas í það að vera gaurinn sem gerði stærstu mistök ferils síns. Ekki bara það að Chelsea er ekkert á betri stað en Liverpool, hvað þá verri, heldur líka bara að hafa þetta á sálinni, held að hann hafi alltaf séð e-ð eftir þessu og það spilar svo hrikalega með því að vera ekki að spila vel, stanslausir bakþankar..

    En ég valdi 10mill.. það er nú “rétt” að fyrirgefa 🙂

    En annars vill ég bara sjá Liverpool kaupa hægri kantmann og einhvern partnerstriker fyrir Suarez.. kannski bara meðlandann hans Cavani?

  31. Ef venjulegur Liverpool maður segir sína skoðun gagnvart þessari spurningu og hún er í andstæðu við þá sem telja sig vera eitthvað meiri og verður í meirihluta, verður það skráð ?
    Er búin að prufa þetta form, en fékk ekki það sem ég hélt að ætti að vera mitt svar !
    Vona bara þetta hafi verið ,,villa”  en ekki með ráðum gert !

  32. Það vantar einfalt Já í þessa könnun svona til að gæta alls jöfnuðar!   Ég tek Torres aftur um leið og þá fyrir þann pening sem hann yrði keyptur á!!   Hef ekki hundsvit á þessum milljóna bransa.   Það þarf enginn að segja mér að Torres sé búinn að glata hæfileikum sínum.   Þeir eru þarna.   Við sáum hvað hann getur gert… við elskuðum hann og dáðum fyrir það.   Þetta er allt í stráknum.   Hann villtist af leið blessaður.  Týnda soninn heim núna!

    YNWA 

  33. Það þyrftu þónokkur vel valin orð frá Torres til þess að við myndum fyrirgefa honum… en að sjálfsögðu getum við fyrirgefið, allir gera jú mistök…

    Væri til í að taka hann aftur og borga allt að 20 milljónir… Hinsvegar er ég aldrei að fara að sjá þetta gerast þannig að ég hef litlar áhyggjur. 

  34. Fyndið að þetta skuli koma í dag.. þar sem síðustu nótt þá kom Torres fram í draum hjá mér og tók í hendina á mér og það sem meira var var langatöngin á hægri hend hans brotinn.. 

  35. Hann hefur ekkert skorað vegna þunglyndis… smáa letrið á samingum Romans er svo hljóðandi að Terry megi sofa hjá konu þess sem skrifar undir þann samning, frá því að Roman keypti Chelsea hefur þetta verið í samningum sem leikmenn gleyma að lesa og þess vegna gengur ekki upp, bara niður hjá Torres og AVB… þetta hefur lagst sem verst í þá !

  36. Ég kaus Já ef hann kæmi frítt og á mun lægri launum. Aðeins í þeim tilgangi að selja hann aftur svo við getum fjárfest í öðrum heimsklassastræker á borð við Andy Carroll. 

  37. Persónulega finnst mér sárlega vanta einn valmöguleika þarna.

    “Nei, jafnvel ekki þótt hann myndi borga mér persónulega eina milljón punda fyrir að koma” er í boði,

    En þá vantar líka möguleikan “jú, ef hann myndi borga mér þessa milljón fyrir að koma” 😉 ekki satt ?

    Ég segi alltaf nei takk, en ef kappinn myndi millifæra inná mig milljón pund í fyrramálið, þá myndi ég líklega segja já við þessu…

    Insjallah…
    Carl Berg

  38. #30 ólinn: “hann fór frá því að vera júdas í það að vera gaurinn sem gerði stærstu mistök ferils síns”

    Ég er nokkuð viss um að að stærsu mistök Júdasar á sínum ferli, var þegar hann sveik Jesú…  

  39. hann er að gera góða hluti fyrir okkur í hverri viku hjá sinu nýja liði meðan skorar ekki og legur ekkert upp.

  40. Ég hef þá kenningu að Torres hafi bara verið að hugsa um klúbbinn, hann sá 50 millu tilboðið og hann hugsar LFC fær 50 millur og svo skít ég á mig hjá Chelsea. 

    Torres má koma til baka fyrir mér. 

  41. Mig langar  til að leggja orð í belg varðandi þetta. Ég man þergar Owen fór til Madrid ári áður en hann rann út á samning. Við fengum skitnar 8 milljónir fyrir hann og ég man hvað ég var viiiirkilega svektur og reiður útí hann. Eftir veru hans hjá Madrid hafði hann möguleika á að “koma heim” en kaus þá frekar að fara til Newcastle, m.a. vegna pressu frá Madrid. Þegar það leit út fyrir að hann væri mögulega á leiðinni til okkar leið mér svipað gagnvart Owen þá, og mér líður gagnvart Torres í dag. Ég var fullur efasemda þar sem mér fannst ég persónulega (já, ég tek Liverpool mál mjög inná mig) hafa verið svikinn af honum áður. Þrátt fyrir þau svik að hafa farið taldi ég það vera álitlegan kost fyrir liðið að fá góðan leikmann sem var með nef fyrir markaskorun til liðsins ef það væri eitthvað sem stjórinn vildi. Þar sem ég var tilbúinn til að fyrirgefa Owen tel ég mig líka tilbúinn til að fyrigefa Torres, sé það í spilunum að hann komi til okkar aftur.
     
    En það er eitt sem ekki hefur verið rætt hér, og það er hvað yrði þá um Carroll ef Torres kæmi? Væru kaup á Torres merki um að menn væru búnir að gefast upp á Carroll eða væri verið að auka samkeppnina um stöður og þannig óbeint verið að ýta undir frekari framfarir hjá Carroll?
    Ég tel Carroll vera leikmann sem á eftir að blómstra hjá okkur á komandi tímabilum en það sem hann þarf er aukið sjálfstraust og hreinlega meiri greddu í að skora…að verða eigingjarnari og spila ofar en hann hefur gert hingað til.

  42. Þetta átti nú ekki að vera hávísindaleg könnun – ég vildi bara aðeins skoða hvernig menn sæju Torres.  Flestir virðast núna vorkenna honum.  19% segja nei, en 81% eru tilbúnir að fá hann tilbaka á einhverju ákveðnu verði.

    Ég held, by the way, að þetta gerist aldrei.

  43. Tek algerlega undir komment Magga. Ef Torres hefði bara farið og sýnt klúbbnum og þ.m.t. okkur örlitla virðingu þá væri staðan önnur. Því miður kaus hann að afgreiða málið eins og smástelpu grúbbía sem hékk utan í Chealse og dissa liðið sem gaf honum tækifæri lífs hans.

    Torres á það met að vera sá fyrsti til að ná 50 mörkum fyrir okkur og það er nokkuð gott met. Fyrir það framlag þakkar maður fyrir en segir: Takk, nei takk. Liðið í dag er uppfullt af mönnum sem VILJA spila fyrir Liverpool FC. Höldum því þannig. 

  44. Ég elskadi Torres,saung saungva hans og já ég dýrkadi tennan mann!Tatto med nafn hans var á dagskrá hefdum vid unnid PL.
    Ef Torres hefdi sýnt okkur LFC fans sömu virdingu og meistari Suarez gerdi hefdi ég fyrirgefid honum.
    Suarez kvaddi Ajax fans med ad maeta á völlin og kvedja tá,Torres drulladi yfir fans og klúbb.Tad er nánast ófyrirgefanlegt.
    Svo eins og Maggi hefur bent á hefur Torres verid lélegur sídan rétt fyrir HM.
    En ég kaus já fyrir 20m. 

  45. Ég reyndi af miklum móð á sínum tíma að finna öll þessi diss viðtöl Torres á Liverpool og aldrei nokkurn tíma sjá ég neitt. Þ.e. ég horfði á mynböndin en las ekki æsimiðlana og ég sá ekkert nema smáatriði sem hægt var að snúa út úr. T.d. þegar bætt var “finally” inní í blaða útgáfunni þegar hann sagðist vera kominn í stóran klúbb etc. Það breytir nokkuð merkingunni.
    Það má endilega einhver koma með dæmi um þetta virðingarleysi Torres gagnvart Liverpool.

    Ég er annars með miklar efasemdir um endurkomu Torres enda er góð regla að horfa fram á við ekki aftur á bak í fótboltanum. 

  46. Nr. 43

    Torres var ekkert fyrstur til að ná 50 mörkum fyrir Liverpool.  En ég held að hann hafi verið fljótastur allra leikmanna Liverpool að skora 50 mörk. 

  47. Ég held að allir sem skrifi hér elskuðu Torres jafn mikið pg ég. Ég var gjörsamlega ónýtur þegar hann fór. En eins og öll önnur sár þá gróa þau með tímanum en gallinn við þetta sár er að það skilur eftir ör sem minnir mann alltaf á allt sem hann gerði. 

    Hinsvegar tel ég að ef við fengjum hann fyrir 10-15 milljónir segði ég alltaf já. Hann yrði fyrir mér alltaf leikmaður nr 2-3. Hann og Carroll mættu skipta stöðuni milli sín. Suarez er og verður alltaf nr1 fyrir mér fremst á meðan hann verður hér.

    Við megum samt ekki gleyma því að öll erum við breisk og batnandi mönnum er best að lifa! Ef Torres kæmi skríðandi til baka og myndi biðjast afsökunar á framgöngu sinni .. þá segði ég já takk. En ég mundi ekki borga meira en 15 millur fyrir hann. 

  48. Torres á allavega að koma sér frá þessum klúbb sem hann er hjá núna. Hann hefur ekkert að gera þarna og ég er viss um að hann nái ferlinum aldrei aftur á stað hjá chelsea.

  49. #18
    Gæti ekki verið meira sammála. Maðurinn brenndi allar brýr að baki sér þegar hann yfirgaf okkur á þessum tímapunkti. Sé ekki af hverju Kenny ætti að vilja fá mann til baka sem var ekki tilbúinn að gefa honum sjálfum tækifæri. Farið hefur fé betra segi ég. NEI, þú átt ekki afturkvæmt!

  50. Annað hvort ertu Red for life og hjálpar til ef illa gengur eða ekki. Maður hleypur ekki frá borði og lætur borga sér í Rússagulli þegar þú ert dáður af Liverpool mönnum.

    Torres rauður ekki séns. Hann velur blátt og Rússa gull þrátt fyrir að Kóngurinn væri managerinn hans og það var búið að kaupa annan striker við hliðina á honum.

    Torres Nei takk!

    Skil þessa umræðu en held hún sé meira tilkomin útaf vorkunn… Nú ef Liverpool current number 9 fer ekki í gang og fari að skora reglulega þá er ekkert annað en að líta í kringum sig og ná í topp striker svo öll þessi tár þerrist sem Torres skildi eftir sig…

  51. Vantar einn valmöguleika í þessa könnun, já, ég væri til í að taka karlinn til reynslu, miðað við ástandið á honum. Hann á ekkert inni hjá aðdáendum Liverpool, hann sá alveg um það sjálfur að skíta upp á hnakka, svo skelfilega að hann þurfti að láta klippa sig stutt á eftir.

  52. Ef Liverpool mundu tilkynna það í dag að Torres væri á leiðinni til baka í janúar fyrir 30 milljónir punda. Yrði virkilega einhver óánægður með þær fréttir. Það mundi þýða hann gæti verið í liðinu á móti City í fyrsta leiknum á nýju ári. Úff, það væri bara of gott.

  53. Hey við fengum Suarez fyrir Torres, virkilega góð skipti. Torres – Carroll – Suarez væri baneitrað trio, auðvitað er strákurinn velkominn aftur. Ég hálfvorkenni honum hjá Chelsea.

  54. Ætti Liverpool ekki að vera að spá í framherja sem er að skora?    Ég held að það yrðu alltaf mistök að fá Torres til baka.  Við þurfum ferskt blóð, einhver sem spilar sinn fyrsta leik á Anfield og fær gæsahúð frá hnakka og niður í rassgat þegar YNWA er sungið !  

    Torres var frábær fyrir okkur, og þessi fantasía um Torres-Suarez blundar öllum LFC aðdáendum.  En fyrir mitt leiti þá finnst mér miklu meira spennandi að fá einhvern awesome framherja í janúar sem smellpassar með Suarez og raðar inn mörkum.

  55. #9 hvað ertu búinn að gera mér. Er með tárin í augunum yfir þessu myndbandi. Djöfull var hann ógeðslega góðuuuuuur! Ég mundi klárlega vilja fá hann aftur. Ef hann væri bara 50% af því sem hann var þegar hann var upp á sitt besta getur hann vel gagnast okkur og rúmlega það. 
    Maður fór í gegnum öll “5 steps of grief” eftir að hann fór, en man oh man hvað maður dáði hann. Ég mundi persónulega vilja gefa honum annan séns.

  56. Mér finnst menn vera alltof dramatískir hérna. Ég myndi hiklaust taka við honum aftur, frábær leikmaður.

  57. “Annað hvort ertu Red for life og hjálpar til ef illa gengur eða ekki.”

    Gleymum því ekki kæru félagar að sjálfur Robbie Fowler fór frá Liverpool á sama aldri og Torres og það einnig til keppinauta okkar á þeim tíma (lol) í Leeds. Auðvitað var það undir allt öðrum kringumstæðum; meintar útistöður við þjálfarann, formleysi og fleira spilaði inn í þá ákvörðun þáverandi stjóra. En það sem Fowler gerði rétt var að láta stuðningsmenn klúbbsins ekki nokkurn tímann efast að hjartað hans tilheyrði klúbbnum og því hélst virðing þeirra fyrir þeim tíma sem hann gaf klúbbnum óhögguð. Því miður var brottför Torres óheppilegri á allan hátt, bæði hvað varðar tímasetningu og ummæli um leið og til London var komið. 

    Ian Rush er dæmi um annan leikmann sem “missti sig” í eitt ár og taldi sig geta spilað á Ítalíu með Juventus áður en hann sneri aftur heim. Ég er viss um að með tímanum verður litið á afglöp Christians Poulsen og tíma hans í Frakklandi á sama hátt – hann mun snúa heim.

    Mín einlæga tilfinning fyrir þessu er engu að síður sú að ég haft það sterkar taugar til Torres að ég myndi eiginlega alltaf fyrirgefa honum ef hann færi fram á það, kannski er það tilfinningasemi í mér, hálfgerð nostalgía og söknuður þeirra tíma sem hann var upp á sitt besta (07-09). 

  58. #55 – það er nú varla hægt annað eftir þetta myndband en að viðurkenna að maður saknar þess að sjá hann spila fyrir okkur eins og hann var á þessum tíma. En djöfull held ég líka að hann sakni að spila með Gerrard. Það voru ekki mörg mörk í þessu myndbandi þar sem Gerrard átti ekki assist eða second assist. Sennilega skæðasta sóknardúó þessa ára í heiminum!

    Ég var agalega harður og sagði “Já, ef hann kæmi ókeypis og fengi lægri laun” en ég veit að maður myndi örugglega gefa sig fyrir 10 til 30 milljónir bara fyrir möguleikann um að sjá hvort hann dytti í gang með t.d. þetta lið í kringum sig?

                 Lucas       Adam
       Kuyt         Gerrard      Suarez
                        Torres

    Þetta freistar mín allavega svolítið. Best væri náttúrulega fyrir hann að fá að kaupa bara upp samninginn sinn og koma sér á betri stað! 

  59. myndbandið sem 9 setti inn rifjaði upp fyrir manni tilfinninguna þegar þessi maður var og hét hjá liverpool! Gæsahúð frá helvíti!
    Rífum Torres heitin upp frá dauðum og fáum hann í rauða liðiðið aftur, hann á ekki skilið að vera spilandi þar sem hann er! hvorki liðsfélagar né áhorfendur hafa nokkra trú á honum og moteveringin hjá Chelsea virðist vera engin. Það skal engin segja mér það að hann gráti ekki á hverjum degi þessi skipti sín. Held að hann myndi skipta aftur alla daga til að fá að knúsa gömlu félgana eftir mörkin sín og þegar vel gengur.
    Söfnun í gang, Torres heim!!!
     

  60. ég sagði já fyrir 10 milljónir… sárin sem hann skyldi eftir sig eru enn of djúp til að tíma ða borga meira fyrir hann. en ég held að hann myndi standa sig ef hann kæmi aftur… alveg hellingur af fólki sem saknar hans svo mikið að það mun styðja hann meira heldur en hefur verið gert hjá chelsea og svo bætist alltaf við þá sem styðja hann þangað til það eru lang flestir stuðningsmennirnir farnir að syngja um hann aftur og það er held ég það sem þarf svo að hann byrji að skora aftur… alvöru stuðningur frá stuðningsmönnum

  61. Að hugsa til þess, hvernig væri chelsea ef þessi í myndbandinu hjá númer 9 væri eins og hann var þá.
    djöfull var maðurinn ógeðslega góður að klára færin.

Opinn þráður (UPPFÆRT – Lucas frá!)

Opinn þráður – Helgin