Chelsea-vikan hefst… (uppfært)

Gráttu, Gallas, Gráttu...

Man einhver eftir þessu?

Hélt það líka. Það er kominn mánudagur og framundan eru tveir stórleikir við besta lið Englands um þessar mundir, meistar Chelsea. En þar sem við erum líka meistarar þá þykist ég viss um að þetta verði nokkuð spennandi viðureignir.

Chelsea-liðið er sennilega það eina á Bretlandseyjum í dag sem ég er reiðubúinn að viðurkenna að sé betra en Liverpool. Þannig að bara til að þetta sé opinbert, þá er Chelsea betra lið en Liverpool í dag. Það er bara staðreynd, ef við horfum á deildargengi liðanna sl. tvö tímabil – og bætum við gengi liðanna í deildinni í haust, þá er alveg augljóst og þarf ekkert að rífast um það að Chelsea eru með betra lið en við.

HINS VEGAR…

Þegar kemur að Meistaradeildinni og Evrópukeppnum almennt, þá er eitthvað annað uppi á teningnum. Það er eitthvað við Liverpool-liðið hans Rafa sem hrekkur í gírinn í Evrópu og við förum að hætta að minna menn á jafnteflislið eins og Bolton eða Middlesbrough (eins og í deildinni) og förum að minna á lið eins og Juventus, Barcelona … og jú, Chelsea.

Við erum Evrópumeistarar og við gerðum það með því að vinna bestu lið Evrópu. Við fáum enga greiða fyrir þau afrek núna, vissulega, en þau minna okkur á að það er ekkert lið þarna úti sem á sigur gegn Liverpool í Evrópukeppni vísan. Chelsea-menn vita það manna best, en þeir eru enn að kvarta og væla eftir tapleikinn í apríl: José Mourinho, Frank Lampard, aðdáendurnir

En við örvæntum svo sem ekki, Rafa segir a Chelsea geti tapað, Alonso er ekki hræddur við þá … og Abel Xavier hefur fulla trú á okkur. 🙂

Spennandi vika framundan. Gleymið öllu tali um deildina í smástund, við getum rifjað hana upp fyrir helgina (enda líklegra að við töpum á sunnudag en á miðvikudag) … í dag á bara eitt að komast fyrir í huga ykkar: CHELSEA, í Meistaradeildinni, Á ANFIELD á miðvikudaginn!

Þetta verður skemmtileg vika. 🙂


Uppfært (Aggi): Uuuussss já þessi vika verður Rooooosaleg og ég get varla beðið eftir basic-inu, lesa upphitunina hans Kristjáns, dreyma sigur, mæta á pub-inn klst. fyrir leik og ræða við dönsku félagana um leikinn.
Það hafa mörg pirrandi úrslit litið dagsins ljós í upphafi tímabilsins en eins og við vitum ALLIR þá er meistaradeildin önnur keppni þar sem allt getur gerst. Það er klárt mál að ég var að vonast til að við myndum mæta öflugri til leiks í deildinni þar sem við vorum búnir að spila marga leiki m.a. í undankeppni meistaradeildarinnar en sóknarlega er þetta ekki að smella. Hvort það sé vegna þess að Gerrard er ekki að spila nógu vel, að kantmennirnir okkar séu ekki nógu góðir, senterarnir ekki nógu góðir, Rafa að spila vitlausa taktík o.s.frv. Aðalatriðið er að leikmennirnir sem valdir eru hverju sinni leggi sig 100% fram, séu andlega klárir þegar dómarinn flautar til leiks og njóti þess að berjast fyrir hvorn annan.
Ég trúi því að við munum vinna Chelsea bæði í meistaradeildinni og í deildinni. Hvernig verður umræðan þá í ensku pressunni? Bíðið og njótið 🙂

8 Comments

  1. Nú er bara að girða brók, bretta upp sokka og vinna báða leikina!!

    Áfram Liverpool

  2. Hvort skiptir meira máli að vinna fyrri leikinn eða seinni leikinn?

    Ég held að eftir góðan sigur gegn Real Betis á útivelli er ákveðin pressa farinn af okkur í Meistaradeildinni þannig að mínu mati er sigur í deildinni miklu mikilvægari en sigur á miðvikudaginn.

    Hvað finnst ykkur?

    En að sjálfsögðu fer maður fram á að spilað verði til sigurs í báðum leikjum. Þetta verður rosalegt.

  3. Smá leiðrétting, það er ekkert lið BETRI en LIVERPOOL, EN það getur verið að eitthvað lið sé sterkar en LIVERPOOL. :biggrin:

  4. Báðir leikir er álíka mikilvægir.

    Ég held að það sé ekki spurning að leikurinn í deildinni verður að vinnast, það bara má ekki klikka.

    Liðið er með feikimikið sjálfstraust í CL og mun koma af krafti í þann leik með það hugarfar að vinna og ekkert annað. Er ekki viss um að hugarfarið í deildinni sé aveg eins skýrt.

    Reyndar er líka hægt að meta það þannig að fyrri leikurinn sé sá mikilvægi vegna sjálfstrausts fyrir seinni leikinn. Við vitum ekki hvernig leikmenn þeirra Bláu bregðast við ef þeir tapa á miðvikudaginn.

    Báðir þessi leikir verða rosalegir.

  5. Hárrétt hjá þér Mgh þessir leikir verða rosalegir.

    Fyrir mitt leiti er mjög mikilvægt að vinna leikinn á miðvikudaginn, það gæfi okkar mönnum aukið sjálfstraust auk þess að hafa slæm áhrif á móral C$$$$$$$. Þeir eru búnir að vera taplausir svo lengi að sigur LFC á miðvikudaginn gæti komið þeim úr jafnvægi.

    Þar að auki á ekkert lið sama hvað það heitir að getað sigra okkur á Anfield.

    Kveðja
    Krizzi

  6. já og fari svo að Chelsea menn fari úr jafnvægi og tapi svo stigum í deildinni gætu Charlton menn stolið titlinum í ár. Því ekki virðist vera mikill áhugi á þessu hjá besta liði í heimi.

    Vinnum fyrri leikinn. Það er drauma byrjun. Og EKKI hægt að biðja um meira.

  7. Já, það hafði í raun ekki hvarflað að mér sem þið eruð að segja, að tap gegn Liverpool á miðvikudag gæti komið Chelsea úr jafnvægi og þeir jafnvel tapað aftur á sunnudaginn. Ef dæmið er sett þannig upp, þá er ljóst að það er algjört möst að vinna þá á miðvikudag!

    Nú er maður að verða spenntur, ekki spurning…

  8. Hlakka mikið til leiksins annað kvöld. Kominn smá spenningur í magann.

    Ég verð samt að viðurkenna að úrslit leiksins um næstu helgi skipta mig meira máli. Ég held að við komumst upp úr riðlinum hvort sem við töpum eða ekki annað kvöld.

    Ef við aftur á móti töpum næstu helgi þá erum við í vondum málum í deildinni. Titilvon fer allavega að verða fjarlægur draumur… og það strax í september. Úff.

    En koma svo Liver… vinnum bara báða helv. leikina og ekkert röfl.

B’ham 2 – L’pool 2

Sálfræðistríðið hafið…