Lokaleikur Klopp – byrjunarliðið klárt

Þá er komið að því að Jurgen Klopp muni stýra sínum síðasta leik sem stjóri Liverpool þegar Wolves heimsækja Anfield.

Það virðist mikil stemming á vellinum og í kringum hann, verst að það sé ekki mikið undir í þessum leik en þess í stað fer allt púður í að enda leiktíðina með sigri, þakka Klopp fyrir hans framlag til félagsins og kveðja hann almennilega.

Að mestu óbreytt lið frá síðustu leikjum nema að Robertson kemur aftur inn í bakvörðinn fyrir Gomez.

Alisson

Trent – Quansah – Van Dijk – Robertson

Elliott – Endo – Mac Allister

Salah – Gakpo – Diaz

Bekkur: Kelleher, Gomez, Konate, Szoboszlai, Jones, Nunez, Jota, Gravenberch, Bradley

Áhugavert að Jota er mættur í hóp aftur en annars fátt sem kemur á óvart.

11 Comments

 1. Síðasti leikur Klopp á Anfield! Ekki hægt að ímynda sér hvernig Klopp líður í leikslok með tugþúsundir á Anfield og milljónir að horfa út um allan heim…… púff!

  Ég hata kveðjustundir!

  Danke Jurgen….. YNWA

  4
 2. Ég efast um að Jürgen Klopp tímabilið verði nokkurn tímann toppað. Maðurinn er einstakur öðlingur og búinn að gefa hvern einasta blóð- og svitadropa í næstum níu ár. Þvílíkt sjarmatröll!

  Takk fyrir allt, Jürgen!

  #YNWA

  3
  • Furðuleg tilfinning fyrir leik, manni líður eins og maður sé að fara á jarðaför.

   Takk fyrir geggjuð 9 ár Klopp!

   11
 3. Þvílíka gæsahúðin í YNWA söngnum! Vá maður! Takk fyrir mig, Klopp!!!! Du bist nicht alein!

  5
 4. Verður erfitt að kveðja Klopp en því miður þá er þetta stundin.

  Maður þakkar fyrir allt sem Klopp hefur gert.
  Frábæru leikirnir sem maður varð vitni af og skemmtilegu momenrin.

  Takk fyrir mig Jurgen Klopp
  YNWA

  4
 5. Mac Allester er búinn að vera minn uppáhalds leikmaður síðustu vikur, enda tvímælalaust jafnbestur.

  6
  • Bestu kaup Liverpool í mörg ár frábær leikmaður í alla staði

   3
 6. Án efa þá verður Harry Maquire ekki bara valinn í enska liðið fyrir EM heldur byrjar hann líklegast flesta leiki. Ef maður ber saman þann leikmann við Quansah þá ætti sá ungi án efa tilkall til þess að verða valinn í hópinn fyrir mótið.
  Svo ef við bætum ofan á að búið er að velja Konate í Franska landsliðið, sem er miklu betur mannað varnarlega en það enska, en Quansah heldur honum á bekknum hjá okkur.

  Er þetta ekki frekar augljóst ?

  8

Lokaleikur tímabilsins hjá stelpunum

Liverpool 2-0 Wolves – kaflaskil hjá Liverpool