Manchester United 4-3 Liverpool

Mörkin

1-0 McTominay (10.mín)

1-1 MacAllister (44.mín)

1-2 Salah (45+2.mín)

2-2 Anthony (87.mín)

2-3 Elliot (105.mín)

3-3 Rashford (112.mín)

4-3 Amad (120.mín)

Hvað gerðist helst markvert í leiknum?

United byrjaði betur, áttu tvö hálffæri áður en þeir skoruðu. Okkar menn voru týpískir, hálffæri frá Salah og nokkrar álitlegar sóknir sem vantaði endahnút á. Eftir rúmar tuttugu mínútur settlaðist leikurinn að mestu þannig að Liverpool réði ferðinni, United náðu nokkrum skyndisóknum en í sjálfu sér var lítið að frétta. Þangað til bæði lið fengu góð færi á sömu mínútunni, McTominay fyrir United og Luis Diaz fyrir Liverpool eftir geggjað hlaup og einstaklingsframtak. Wataru Endo skoraði síðan fyrir Liverpool á 37. mínútu en millimetrarangstaða Salah ógilti markið réttilega. Á 44. mínútu hóf Jarrell Quensah hlaup neðan úr öftustu vörn, Matip-style. Hann sendi boltann fyrir á Darwin Nunez sem skilaði honum svo á McAllister sem skaut föstu og hnitmiðuðu skoti á nær sem Onana réði ekki við. Á 48. mínútu vann Joe Gomez síðan boltann uppi í horni af Bruno Fernandez eftir góða pressu. Hann kom honum fyrir þar sem varð smá kraðak í teignum, Nunez náði skoti, Onana varði en boltinn datt fyrir fætur Salah, sem setti hann nett í stöngina og inn. Þrettánda markið hans í fjórtán leikjum gegn Man Utd. 1-2 í hálfleik, travelling kop tónaði Allez, allez, allez langt inn í hléið.

Seinni hálfleikur byrjaði á hálfgerðu ping-pong, mikil hlaup fram og til baka, leikurinn einhvern veginn hálf tættur og stefnulaus. Unitedmenn kvartandi yfir því að fá ekki dæmd brot á Liverpool trekk í trekk eftir að Liverpool vann af þeim boltann. Á 57.mínútu fékk Liverpool aukaspyrnu eftir brot Fernandez á Szoboslai, mögulega seinna gult og maður óttaðist sannarlega í smá stund að tímabilið væri búið hjá Szobo. En hann stóð upp og Liverpool náði yfirhöndinni í leiknum.

Það var algjörlega ekki nokkur skapaður hlutur í kortunum síðustu mínútur leiksins annað en að Liverpool myndi bæta við markið eða mörkum. Liverpool var gjörsamlega með yfirhöndina en einhvern veginn tókst varamanninum Anthony af öllum mönnum að skora, jafna leikinn og koma honum í framlengingu.

Framlengingin

Ágætis æsingur. Rashford var ógnandi en fór illa með sína sénsa. Heppnismark frá Elliot, skot í Eriksen og í gegnum klofið á McGuire. United byrjaði síðan að pressa meira í seinni hluta framlengingarinnar þegar ansi margir af okkar mönnum voru orðnir mjög þreyttir, Nunez átti mjög slaka sendingu, McTominay komst inn í, sendi á Rashford sem lagði boltann í hornið, 3-3. Þreytumunurinn á liðunum er kannski skiljanlegur þar sem Liverpool hefur spilað 18 leiki frá áramótum en Manchester United 12. Liverpool spilaði á síðasta fimmtudag en Manchester United hefur haft viku til að græja sig í leikinn.

Á síðustu mínútu framlengingarinnar átti Liverpool síðan hornspyrnu. Harvey Elliot tapaði návígi við Amad, hann og Garnacho brunuðu upp völlinn, voru tveir gegn Conor Bradley, Garnacho skilaði síðan boltanum til baka á Amad sem lagði hann í fjærhornið, ekkert sérstakt skot en inn fór hann.

Hvað réði úrslitum?

Það var vissulega algjör óþarfi að láta þetta fara í framlengingu. Breytingarnar sem Klopp gerði upp úr 70. mínútu breyttu leiknum til hins verra fyrir okkur. Liðið tapaði hálfpartinn jafnvæginu og Man Utd komst meira og meira inn í leikinn. Ég ætla þó ekki að vera illur út í Klopp. Szoboslai og Mo Salah eru að stíga upp úr meiðslum og geta eflaust ekki spilað 90 mínútur, sama gæti alveg átt við um Robertson.

Hverjir stóðu sig best?

Lengi vel fannst mér Darwin Nunez vera bestur á vellinum, tvö mikilvæg móment þar sem hann átti þátt í báðum mörkum Liverpool í venjulegum leiktíma. Hann hefði þó alveg mátt skora og gera betur í nokkrum góðum skyndisóknum. Van Dijk var að venju traustur og Endo ekki síður. Bestur í liði Liverpool, og á vellinum í 120 mínútur var Alexis MacAllister. Hann stjórnaði umferðinni á miðjunni og skoraði gott mark. Hann er kominn á virkilega góðan stað og á eftir að vera gífurlega mikilvægur á lokasprettinum.

Hvað hefði mátt betur fara?

Erfitt að segja. Of miklar breytingar í leiknum vegna meiðsla undanfarinna vikna breyttu leiknum. Við hefðum átt að klára leikinn í venjulegum leiktíma.

Umræðan eftir leik

Slakt að tapa leiknum eftir algjöra yfirburði í stöðunni 2-1. En, svona er þetta.

Hvað er framundan?

Landsleikjahlé. Tveggja vikna pása þar sem hópurinn styrkist vonandi töluvert fyrir lokasprettinn, sem hefst gegn Brighton 31.mars, á páskadag.

46 Comments

 1. Skít með þessar ensku bikar keppnir.
  Að vinna premier leauge er aðal malið

  14
 2. Ég er ósammála því að þessar ensku bikarkeppnir skipti ekki máli, þó að premier leauge skipti mestu máli.

  14
 3. Sælir félagat

  Hörmulegri frammistöðu Klop og félaga lauk með tapi.. Skiptingarnar rifu liðið í sundur og ekkert líf í leikmönnum Liverpool eftir þær. Mark Elliot algerlega gegn gangi leiksins á þeim tíma enda komu MU menn til baka og kláruðuð þennan leik með sóma. Leikurinn sýndi veikleika liðsins sem hefur ekki gæði í sumum stöðum til að vinna svona leiki. Ég hef áhyggjur af framhaldinu því þessi leikur sýndi að Liverpool þolir illa svona baráttu eins og MU liðið sýndi og það verður það sem liðið fær ítrýnið í framhaldinu. Að ná forustunni tvisvar og láta hana svo af hendi með heimskulegri þversendingu Darwin sem gaf þriðja mark MU. Það að senda boltann ekki fram á við er það sem fór með þennan leik og ég veit ekki hvað liðið er búið að gefa mörg mörk með svona fíflagangi. Andskorinn bara.

  Það er nú þannig

  12
 4. Skítt að tapa á þennan hátt. Áttum klárlega að komast í vítaspyrnukeppni. Sauðsleg uppstilling í hornspyrnunni og einstaklingsmistök kostuðu okkur að þessu sinni. Of margir byrjunarliðsmenn ekki alveg tilbúnir eftir meiðsli og engin áhætta tekin með þá sem er fúllt en eðlilegt. Það eru enn tveir titlar í boði, svo áfram gakk.
  YNWA

  3
 5. Tek undir með Ívari, þreyta farin að segja til sín í
  framlengingu eftir leikjatörn undanfarið á meðan Væli Fernandes og co búnir að hvíla í viku.

  Kærkomin hvíld framundan, læra af þessum leik og ná í 3 stig á Old Trafford 7 apríl.

  YNWA

  3
  • Kærkomin hvíld?
   Eru menn ekki að fara í landsliðsverkefni út um allar trissur næstu vikurnar?

   5
   • Rétt hjá þér, einhverjir að fara í landsliðsverkefni, vonum að allir komi heilir heim þaðan.

    Aðrir fá hvíld frá deildinni til að hlaða batteríin og þeir sem núna meiddir vonandi að verða klárir fyrir loka átökin þar sem allir leikir verða úrslitaleikir!

    2
 6. Leiðinlegt að segja það er smá hrós á þetta United lið , þeir voru á heimavelli og borðust til enda.
  meðan okkar menn voru værukærir og héldu að þetta myndi reddast í lokin eins og svo oft áður hjá okkur.

  Í 1-2 stöðu fyrir Liverpool þá var farið um þetta united lið þeir nánast lögðust niður og buðu okkur upp í dans sem lið eins og Liverpool á alltaf að taka. en eftir 2-2 þá fengu þeir blóðið á tennunar aftur og börðust eins og ljón og gáfust ekki upp þótt þeir lentu undur í extra time.

  nenni ekki að ræða einstaka frammistöður leikmanna sunir þarna geta farið að hugsa sig um.

  ef við tökum stöðuna aðeins
  þá eru
  ManCity -Manutd- Chelsea og Coventry eftir í þessari keppni svo eitt af þessum liðum fær ókeypis passa í úrslitin meðan hin tvö fá gríðarlega erfiðan leik. og vona ég að City verði það lið sem fær alvöru leik á útivelli. það mun hjálpa okkur í PL

  en í enda dagsins þá vonandi læra menn af þessu. að þetta kemur ekki að sjálfum sér og menn verða að kunna að loka svona leikjum.

  3
 7. Þvílíkir lúserar. Maður á ekki orð. Mega skammast sín fyrir allan peninginn.

  Skitan hjá Nunez og Elliott/Endo er erfitt að fyrirgefa þegar það kostar svona mikið. Og hvernig í ósköpunum gerist það að aðeins einn varnarmaður er í stöðu þegar 120 mínútur eru liðnar??? Þetta klúður í sigurmarki United fer í sögubækurnar.
  Allir sem einn, leikmenn og þjálfarar, algjörlega úti að skíta.

  Hata að tapa fyrir United, hvað þá í útsláttarkeppni og þegar United í þokkabót geta ekki blautan. Já og svo þarf maður að hafa þessa skitu á heilanum í tvær vikur núna.

  Ömurleg frammistaða.

  14
 8. Jæja þá erum við dottnir út úr FA Cup í ár og var þetta einfaldlega lélegt hjá okkur.

  Man utd byrja af krafti og komast í 1-0, það var samt ekkert stress enda vitum við að við erum með sterkara lið og ef við spilum á okkar getur þá ætti þetta nú að hafast.

  1-1 og 2-1 tvö mörk með skömmu millibili og við förum brosandi í hálfleik.

  Þarna hélt maður að Man utd myndu koma grimmir til leiks í síðari en það var eiginlega andstæðan, þeir voru alveg sofandi og við vorum að leika okkur að þeim.
  Við náðum ekki að ná þessu þriðja marki þrátt fyrir fullt af ákjósalegum stöðum inn á vellinum og það endar með því að þeir jafna á 87 þvert gegn gangi leiksins. Eftir þetta er kraftur í Man utd en við sleppum í framleginguna.

  Það er svo sem lítið að frétta framan af í framlegingunni en við komust þó yfir 3-2 og þarna fannst mér Man utd lið alveg gefast upp og við vorum með þennan leik alveg í hendi okkar þangað til að Nunez ákvað að gefa þeim mark og verður honum seint fyrirgefið.
  Eftir þetta eru bæði lið varkár en þó að reyna að ógna aðeins og sjá hvort að liðin ná í þriðja markið en viti menn þeir skora á síðustu sek eftir hornspyrnu frá okkur og var það ótrúlega sárt.

  PUNKTAR
  1. Nunez er skúrkur dagsins að leyfa sér að reyna hluti þarna aftast sem hann ræður ekki við og með fullt af samherjum allt í kring til að gefa á í þessum leik á þessari stundu er auðvita bara greindarskortur og þarf eitthvað að fara að ræða við kappan.

  2. Klopp pirraði mig mikið. Að hann var ekki búinn að taka Diaz og Nunez út af áður en Man utd jafnaði er eiginlega ótrúlegt. Því að Diaz var meira en sprungin og Nunez farinn að ganga um völlinn. Þarna vantaði bara ferskar fætur til að skila smá varnarvinnu á þessum tímapunkti.

  3. Gakpo – Þetta er mín persónulega skoðun en þessi leikmaður er algjört drasl. Hvað gerir hann fyrir liðið? Ekki er þetta vinnuhestur, ekki er hann hraður, ekki er hann mest ógandi hvorki í lofti né jörðu og finnst manni þetta ekki vera Liverpool leikmaður undir Klopp.

  jæja gott að koma þessu frá mér. Pirringur líklega í 10 og er það blanda af maður er fúll út í liðið og líka af því að þetta var á móti skelfilega lélegu Man utd liði.

  Næst á dagskrá er auðvita að anda inn og út. Átta okkur á því að þessi FA Cup bikar er úr sögunni og þar með fækkar leikjaálagið um einn eða tvo leiki sem er ekki það versta. Vonandi komast sem flestir heilir úr þessum landsleikjarhléi og við komum svo tvíefldir til leiks eftir hlé með blóðbragð í munni.

  11
 9. Svakaleg umræða hérna í Svíþjóð með annað mark Utd að það hefði ekki átt að standa því það kemur sending innfyrir sem van dijk hreinsar þar sem rashford er kolrangstæður og uppúr þessari hreinsun ná utd boltanum og skora. Nú þekki ég reglurnar ekki nógu vel en ég hélt að það ætti að flauta rangstæðu ef liðið missir boltann með svona hreinsun.

  2
  • láta helvítis markið standa,, ekki spóla mörg leikatriði aftur í tímann í leit að ástæðu til að flauta mörk af. Ömurlegur þessi hugsunarháttur.

   4
 10. Kelleher hefði átt að verja tvö af þeim skotum sem þeir skorðuðu úr.

  5
 11. Svona frammistaða á ekkert annað skilið en svona niðurstöðu.
  Sást greinilega hvort liðið var að spila í miðri viku, allir búinir á því.
  Ég ætla hins vegar að taka Pollýönnuna á þetta í þetta skiptið, þetta minnkar álagið á þunnan hóp, og, það er fínt að fá smá skell, koma mönnum niður á jörðina.
  Nú verða menn að sýna hvað í þeim býr og gera atlögu að hinum tveimur.

  1
  • Spila í miðri viku? Já, vissulega en það var algjör B-leikur, svo gott sem engin mótstaða og þar af leiðandi engin afsökun fyrir lið eins og Liverpool.

   Þetta var bara ömurlegt. Menn slappir og værukærir og hörmuleg leikstjórn.

   8
   • B leikur eða ekki, það þurfti að spila þann leik. Átta leikmenn þar sem byrjuðu leikinn á fimmtudaginn og aftur í gær.

    Leikjaálagið bítur þegar líður á tímabilið.

    1
 12. En mikið djö… er ég orðinn þreyttur á spilamennskunni á seinasta þriðjungi vallarins, endalaust rangar ákvarðanatökur, vondar og illa framkvæmdar aðgerðir, hefur ítrekað komið í bakið á okkur í vetur.

  6
 13. Það þjónar engum tilgangi að hamra á einhverjum skúrkum hér og skitu þar. Mér fannst þetta bara flottur leikur, þar sem tækifæri litu ljós báðum megin, Fernandez og félagar komust ekki upp með það að hrynja eins og aumingjar. Margt sem hægt er að benda á og gagnrýna, eins og þetta síðasta horn. En ef mark hefði komið upp úr því hefðu flestir sagt þetta vera snilld. Ég legg ekki í vana minn að hrósa MUn-liðinu en þeir komu til baka og börðust. Þetta hefði getað dottið okkar megin en gerði það ekki.

  Verst fannst mér að klikka svona illa í Fantasy leiknum þar sem allir leikmenn mínir voru að taka þátt í bikarkeppni og ég enda umferðina með 3 stig, og sá sem er að keppa á móti mér núna (í þessari deild sem ég er í) er með aðeins fleiri 🙂

  Annars er það bara næsti leikur og sjáum þá úr hverju liðið er gert. Áfram gakk og YNWA!

  7
 14. Menn voru sjálfir sér verstir og ákvarðanir fram á við slæmar of oft,Núnez bara slakur og lífið heldur áfram en þetta bara átti að vinnast með smá yfirvegun og betri ákvörðunum.

  United kom mér bara á óvart með sinni nálgun en engu að síður voru menn sjálfum sér verstir.

  3
 15. Verið að taka Gakpo af lífi í umræðunni úti.
  Sérgrein á this is Anfield t.d.
  Þessi á ekkert erindi í Lfc. Þetta er bournmouth leikmaður eða svipað lið

  5
  • svosem hægt að benda á fleiri leikmenn en hann átti ömurlega innkomu, sem því miður var í takt við flest sem sést hefur frá honum undanfarið.

   7
   • Jamie Carragher
    @Carra23
    Gakpo plays like the game is in slow motion.

    7
 16. Þetta var stöngin út og það er miklu meira í húfi fyrir Ten Hag og fèlaga að vinna og þeir vildu þetta meira. Það góða í þessu er að Klopp mun læra mikið af þessum leik því deildarleikurinn gegn þeim er margfalt mikilvægari.

  3
 17. Mun verra að tapa gegn United og hvað þá svona en það er endilega að ljúka leik í þessari keppni fyrir endasprettinn í vor. Hver einasti deildarleikur sem er eftir er að mínu mati mun mikilvægari en þessi keppni. Sáum vel í dag og höfum heldur betur fengið að sjá það á þessu ári að það tekur rosalega á að vera á fullu gasi í fjórum keppnum.

  Liverpool töpuðu þessum leik algjörlega gegn sjálfum sér meira en United. Ákvarðanataka sóknarlega í seinni hálfleik var skelfileg og kostaði á endanum sigurinn. Varnarlega var liðið líka að gera fáránleg mistök trekk í trekk, það á að duga að skora þrjú gegn þessu United liði! Leikstjórn liðsins marki yfir bæði í seinni hálfleik og hvað þá framlenginu var svo afleit í dag.

  Salah, Szoboszlai og Robertson eru allir greinilega það tæpir á leikformi eftir meiðsli að þeir eru fyrstu skiptingar Klopp í leiknum. Það er auðvitað ekki eðlilegt, enginn þeirra er kominn í 100% leikform. Gravenberch var að koma aftur til æfinga og nær ekki einu sinni inná í framlengdum leik.

  Tvær vikur í næsta deildarleik og þrjár næsta útileik (Old Trafford) Vonandi dettur þessi landsleikjagluggi aðeins með Liverpool meiðslalega.
  Salah og Szoboszlai ná vonandi leikformi. Þurfum þá auðvitað fyrir lokakaflann.
  Konate þarf að skila sér aftur og ætti að koma til æfinga fljótlega (7,9,13). Gravenberch kemst vonandi í leikform
  Jones, Jota og Trent verða vonandi komnir aftur. Ef ekki fyrir Brighton leikinn þá allavega United leikinn 7.apríl. Liverpool vinnur þennan leik í dag ef það er Jota sem kemur inná en ekki Cody Gakpo. Jota byrjar reyndar í besta byrjunarliði Liverpool þegar allir (einmitt!) eru heilir.
  Alisson er svo vonandi væntanlegur fljótlega í apríl

  Þurfum að fá þessa gaura alla til baka núna næstu vikur, bæði inn í byrjunarliðið og eins upp á breiddina. Eins ná þeir sem hafa verið að spila sem mest núna vonandi eitthvað að hlaða rafhlöðurnar fyrir lokasprettinn.

  Ágætt svosem að hafa í huga að Liverpool var að spila á útivelli gegn Man Utd (í stærsta leik tímabilsins fyrir þá) með Kelleher, Gomez og Quansah í varnarlínunni. Bradley kom svo inná fyrir Robertson þannig að aðeins einn af fimm úr varnarlínu Liverpool var inná undir lok leiksins og í framlenginu. Þetta er nánast orðið normið hjá liðinu í vetur. Þeir hafa verið að leysa sín hlutverk svo vel að við erum hundfúl að hafa ekki nýtt yfirburði í venjulegum leiktíma til að kála þessum leik.

  Hundfúlt tap en ekki heimsendir enda höfum við stærri verkefni framundan.

  14
 18. Finnst með ólíkindum að bæði Salah og Elliott reyna alltaf að færa boltann yfir á vinstri fót þegar þeir eru í skotfæri hægra megin í teignum. Að minnsta kosti tvisvar í dag voru þeir með ákjóslanlegt skotfæri með hægra fæti en reyndu að færa yfir á vinstri og færið hvarf með það sama.

  6
 19. Liverpool-liðið er magnað og uppspretta frábærrar skemmtunar og góðra tilfinninga.

  Miðað við þreytustigið á liðinu núna – sem er mjög skiljanlegt – var frekar naívt að skilja vörnina eftir svona opna á lokasekúndunum. Freistandi að keyra alla fram auðvitað og skora sigurmarkið en þarna brást bogalistin og við fengum ódýrt mark í bakið.

  Hefði verið skárra að tapa í vító.

  Mér fannst sjást á löngum köflum í leiknum að liðið hefur leikið marga leiki að undanförnu – sannlega marga frábæra leiki og árangurinn fram úr öllum væntingum. Í dag komu kaflar þegar yfirspilunin náði takti og liðið hélt boltanum með þeim hætti að hitt liðið átt ekki séns. Hefðum átt að klára þetta með þriðja markinu en það tókst ekki. Þetta tók á.

  Liverpool hefur unnið nokkra leiki í vetur á því að vera í langbesta líkamlega forminu. Þeir þreyta andstæðinginn þar til hann brotnar ef önnur taktík virkar ekki, sem virkar þó oftast. Liverpool er yfirburðalið sem vinnur nær alltaf á gæðum hvaða mínúta sem er spiluð.

  Í dag sáust fyrstu þreytumerkin af meiðslum og ofspilun – sem er fáranlegt í ljósi þess hve þunnur hópur hefur þurft að halda merkinu uppi. Líklega var allt eins gott að detta út þarna frekar en að detta út úr titilmöguleikum. Mér finnst þetta lið æðislegt og hvað sem hverjum finnst sanngjarnt um úrslit dagsins þá var hjarta, líf og sál í þessu eins og endranær.

  Áfram veginn. Tveir titlar eftir.

  YNWA

  9
 20. Æji ég veit það ekki, held að koma hér inn og lesa kommentin frá virkum í athugasemdum hér inni sé meira truflandi heldur en tapið. Veit eiginlega ekki afhverju ég geri mér þetta.
  Af hverju átti þetta að vera svona auðveldur leikur eins og margir af láta??? Á útivelli á móti Man Utd, sem hafa spilað mörgum leikjum færra en við, hvílt í viku. Þetta er þeirra eini séns á dollu þetta season-ið. Þetta var algjörlega 50-50 leikur, þeir áttu sigurinn alveg eins skilið og við. Þeir brenndu af dauðafærum alveg eins og við. Þeir gerðu klaufaleg mistök alveg eins og við. Menn kvarta yfir klúðri hjá Elliot, en hann átti líka geggjað skot í stöng. Quansah átti fyrsta markið skuldlaust þar sem hann rauk úr stöðu til að hjálpa Gomez en svo átti hann líka geggjaðan sprett sem bjó til mark.

  Við erum búin að vera með rúmlega hálft liðið í meiðslum en samt að keppa á öllum vígstöðum og standa okkur vel. Því miður var þetta ekki okkar dagur í dag, en að koma hér inn og lesa m.a. þetta…

  “Hörmulegri frammistöðu Klop og félaga lauk með tapi.. Skiptingarnar rifu liðið í sundur og ekkert líf í leikmönnum Liverpool eftir þær. Mark Elliot algerlega gegn gangi leiksins á þeim tíma enda komu MU menn til baka og kláruðuð þennan leik með sóma. Leikurinn sýndi veikleika liðsins sem hefur ekki gæði í sumum stöðum til að vinna svona leiki.”…..

  En þetta sama lið lét besta “olíu”-lið í heimi líta illa úr fyrir nokkrum dögum síðan. Held að menn verði aðeins að slaka á í svartsýninni og anda inn og út aftur áður en menn setjast fyrir framan lyklaborðið.

  15
  • Sammála. Það er í raun verra að lesa margt hérna en tapið sjálft. Gleymist kannski að við erum ennþá með fullt af sterkum leikmönnum í meiðslum og við erum að keppa við lið sem á það í hættu að missa en einn stjórann sökum getuleysis. Þetta minnir mig á okkur fyrir 15 árum. Við gátum lítið í deildinni en tímabilinu var ,,reddað” með góðum sigri á móti manju en svo var það back to basics.

   Áfram með smjörið og söfnum liði núna!

   6
  • Sælir bræður og systur. Það er ein leið til að takast á við svona ósigur að hreinlega skrifa sig frá leiknum. Það getur verið tvíeggjað og ekkert endilega allra að geta skrifað eitthvað skiljanlegt stuttu eftir svona tilfinningauppnám.

   Allir leikir okkar gegn ManUtd skipta máli. Þó svo að það væri æfingaleikur, þá skiptir leikurinn máli. Þó svo að þetta sé í einhverri ómerkilegustu bikarkeppni sem til er þar sem í verðlaun er notuð jógúrtdolla þá skiptir leikurinn máli. Við erum í áratugalöngu stríði við þetta lið og allir sigrar og töp skipta máli gegn ManUtd.

   Þess vegna er þessi ósígur svo rosalega pirrandi.

   Sérstaklega þegar horft er til þess að við vorum búin að brjóta þá niður. Við vorum með unnin leik í höndunum í seinni hálfleik og hefðum með réttu átt að vera búin að bæta við 2-3 mörkum í viðbót.

   En nei… okkur tókst að láta Antony jafna á móti okkur. Hvað er að frella???

   Restin af leiknum var bara 50/50-staða og þetta fór svona á endanum.

   Þá sjaldan sem ég læt úrslit í boltanum fara í taugarnar á mér þá fara þessir ManUtd-leikir langverst í mig. Held að maður þurfi aðeins að ná andanum áður en einhver frekari rýni á frammistöðu leikmanna sé raunhæf en það er alveg deginum ljósara að við áttum sem lið mjög dapran dag.

   Áfram gakk – við tökum góða hvíld út úr þessu landsleikjadrasli og komum svo aftur alveg dýrvitlausir og klárum þessa deild!

   Áfram að markinu – YNWA!

   3
 21. Ferlega svekkjandi. Hefði verið svo kærkomið að henda mu út úr síðustu keppninni þar sem þeir eygðu einhverja von á titli. Þarna hefði ég viljað sjá taktana sem klopp sýndi á móti Arsenal – setja inn kjúllana sem hugsa málin ekki of djúp, keyra á andstæðinana og mögulega valda þar meiri usla en þessir fastamenn sem eiga það til að ofhugsa alla hluti.

  En svona er boltinn. Miskunnarlaus. Vorum með þetta í hendi okkar í ca hálftíma í seinni hálfleik en náðum ekki að nýta okkur algera uppgjöf heimamanna. Einn Jota hefði þar gert gæfumuninn. Það sem við hefðum þurft á honum að halda þarna!

  7
 22. Þetta var alveg skelfilegt. Sóknarmenn okkar slakir á löngum köflum, sérstaklega þegar við eigum leikinn í seinni hálfleik. Er annars búinn að skoða mörkin sem við fáum á okkur og finnst mér vörnin alveg herfileg í mörkum Utd. Ekki síst þegar Antony með bakið í markið með 3 menn í sér fær að snúa og rúlla boltanum í hornið. Því miður voru Endo og Van Dijk kærulausir þar. 3. mark Utd var líka skelfilegt og undarlegt hvernig Van Dijk verst þar og hafði alla burði til að loka á Rahford. Síðan fer allt sem hugsast getur úrskeiðis í 4. markinu og algerlega óásættanlegt að fá á sig 2 á móti 1 eftir horn þegar 1 mínúta er eftir af framlengingu. Við vorum í mjög góðum séns að vinna Utd og hefðum fengið Coventry næst og því með annan fótinn í úrslitaleik FA cup. Við verðum að fara að fá lykilmenn í gang eftir meiðsli og að þeir geti spilað meira en 60-70 mínútur. Mjög dýrt að þurfa að veikja liðið mikið með 4-5 skiptingum í hverjum leik.

  2
 23. Hvaða væl er þetta, stórskemmtilegur leikur og gat dottið báðum megin. Ekki misskilja mig ég var drullufúll að tapa þessu og þá sérstaklega þar sem þetta var manure en er hægt að biðja um meira en að menn leggi sig fram sem menn gerðu klárlega, lítið kom út úr skiptingunum og því miður er Gakpo ekki að heilla mig. Þetta var ekki alveg okkar dagur og það þýðir ekkert að gráta þetta. Sést hvað við erum í miklum meiðslavandræðum þetta tímabil. Værum væntanlega í mun betri stöðu ef ekki hefðu komið til þessi ótrúlega staða með meiðslin. Alisson hefði að mínu mati tekið í það minnsta boltann í sigurmarki Utd en keep on rocking við eigum enn möguleika á þeim stóra og eins sárabótartitill í boði fyrir sigur í Evrópudeildinni ef það klárast. Ein spurning sem ég hef og það er hvort að sigur í Evrópu tryggi ekki örugglega sæti í CL á næsta ári ?

  5
 24. Auðvitað er maður svekktur að tapa fyrir Man Utd, annað væri rugl.
  Þetta var 50/50 leikur aðallega vegna þess að okkar menn voru þreyttir og náðu ekki að halda uppi pressu á andstæðingunum.
  Sóknin á c.a. 78 mín súmmerar leikinn af okkar hálfu best upp.
  Þá brunum við upp völlinn, 5 á móti tveimur varnarmönnum heimamanna en náum ekki einu sinni að koma skoti á markið, mig minnir að það hafi verið Elliott sem klúðraði loka sendingunni í þeirri sókn.

  Lífið heldur áfram.
  Nú treysti ég á að við náum að halda lykilmönnum “heima” í þessum landsleiks glugga.
  Klopp sagði einhversstaðar eftir leikinn að Nunez og Diaz og held ég einhver einn enn hafi fundið fyrir í skrokknum og þess vegna verið teknir útaf. Vonandi fara þeir þá ekki í landsliðsverkefni.

  YNWA

  5
 25. Nú urðar Jamie Carragher yfir Cody Gakpo og þá ætla ég að leyfa mér að gera það líka. Svona gaur sem liggur yfir biblíulestri alla daga ætti kannski bara að snúa sér frekar að prestsnámi. En annars er ég tilbúinn að éta sokk ef Gakpo fer að spila þann bolta sem ætlast er til af honum.

  7
 26. Djöfull er leiðinlegt að hlusta á þetta andskotans væl hérna í ykkur mörgum.
  Það er svoleiðis drullað yfir alla leikmenn og allt er í skrúfunni.
  þetta lið er búið svoleiðis að standa sig fáranlega vel í ótrúlegum meiðslum.
  Allison, Trent, Matip, Konate, Thiago, Jones, Jota og Bajcetic eru allir frá og nokkrir að koma til baka eftir meiðsli.
  Við höfum tapað 2 leikjum í öllum keppnum síðan 14 des í fyrra.
  Það er drullufúlt að tapa á móti united en come on.

  18
  • Algjörlega sammála þér Red. Við aðdáendur Liverpool eigum ekki að falla í svipaðan gagnrýnis drullupoll sem ónefnt lið austur frá Liverpool ástundar reglulega þegar illa gengur hjá þeirra liði. Þegar illa gengur þá eiga menn að þjappa sér saman á bak við sitt lið sem aldrei fyrr með uppbyggilegum orðum. Í vetur hefur verið nánast taumlaus skemmtun. Áfram Liverpool.

   9
   • Mikið hjartanlega er ég sammála Red. Liðið okkar er búið að ná ótrúlegum árangri í vetur þrátt fyrir mikið mótlæti og meiðsli og seiglan og krafturinn í þessu liði aðdáðunarverður. Að vinna nánast alla leiki sína þótt stór hluti leikmannahópsins sé meiddur og óleikfær er bara einstakt og ekkert sjálfgefið. Ekkert fótboltalið í Evrópu veitir stuðningsmönnum sínum jafn mikla gleði og ánægju. Loksins sárt naumt tap en þetta lið heldur áfram og tveir titlar eru enn í boði.

    6
 27. Ég sá ekki þennan leik og kanski sem betur fer líður bara ágætlega í dag.
  Ég held að Coventry og Chelsea fari í úrslitin en hvað veit ég?
  Var búinn að sjá það fyrir að Liverpool myndi tapa þessum leik hef oft verið sannspár
  sjáum til?

  YNWA.

  5

Byrjunarliðið – leikþráður gegn Man Utd.

Gullkastið – Lognið Á Undan Síðasta Storminum