Byrjunarliðið – leikþráður gegn Man Utd.

Klopp er ekkert að flækja hlutina, bara líklega sterkasta liðið sem völ er á í dag.

Manchester United stillir upp einhvern veginn svona (líka sterkasta þeirra):

Onana

Wan Bissaka – Varane – Lindelöf – Dalot

McTominay-Mainoo

Garnacho – Fernandes – Rashford

Höjlund.

Koma svo, game on, stórleikur og erkifjendaslagur af bestu gerð.

87 Comments

    • Ég er í sömu vandræðum, fastur með frúnni í einhverjum fjandans stórmarkaði úti í Ungverjalandi og finn ekki leikinn en fékk fyrir náð og miskunn að hvíla lúinn bein á einhverjum keba stað á með frúnni skannar allar búðir sem finnast hér.

      3
      • “Fastur með frúnni í einhverjum fjandans stórmarkaði úti í Ungverjalandi”

        Haha hló rúmlega upphátt að þessu kommenti þínu Tryggvi 🙂

        Ég á því miður engan link handa þér en þú átt alla mina samúð 🙂

        8
  1. ÖMURLEGUR varnarleikur. Hvað er Gomez að spá??? Langt síðan maður hefur séð hann svona clueless.

    8
  2. Einn af þessum leikjum sem við erum ekki í sambandi fyrstu 45min…..

    2
  3. Það sem af er þá virkar þetta man lið sem hópur af hetjum….sem er alls ekki rétt. En við verðum að fara að verjast betur og miðjan að vinna sína vinnu þá kemur þetta.
    YNWA

    3
  4. Okkar menn algjörlega taktlausir. Það er ekki flóknara en það.

    3
  5. Þetta kemur allt saman 🙂

    Scum eru brothættir og öngvir í heiminum meiri comebackkóngar en Klopp og co ??

    5
  6. Þeir sækja hratt alltaf veikara meigin hjá okkur hægra meigin hjá okkur. Gomez meigin.

    En við erum að fá flugbraut hvað eftur annað á miðsvæðinu sem utd er skilið eftir.
    Alltaf bökkum við og Leyfum þeim að komast í varnarstöður

    2
  7. Hápressan okkar hefur ekki virkað gerir það vonandi í seinnihálfleik….

    2
  8. Vonandi kemur Conor Bradley inná fyrir Gomez í seinni hálfleiknum. Algjörlega ónotað svæði í horninu efst sem Conor mun örugglega hlaupa í á fullri ferð, þótt Gomez hafi ekki gert það.

    1
  9. Vil fá Elliot inn á og Bradley. Nenni ekki að fá Gakpo, nóg er maður búinn að tuða héðan úr sófanum.

    2
  10. Þá tók Quansah það bara að sér að hlaupa upp, úr því Gomez gerir það ekki! Þvílíkur snillingur!

    3
  11. Og litli ergilegi fýlusnúðurinn kominn með gult spjald fyrir leiðindi! Meira svona!! Hahaha 🙂

    8
  12. Hversu fagurt var þetta þegar Gomezinn skildi Bruno eftir eins og vindlingsstubb í grasinu?

    Og Nunezinn okkar alltaf lykilmaður þegar kemur að mörkum!

    Eftir glæpsamlegan VAR dóm var þetta dásamlegt!

    5
  13. Og svo bara upp úr engu erum við yfir.
    Það er augljóst að veikleikar Manutd eru mun fleiri en okkar þrætt fyrir að Þeir hafi afhjúpað smá veikleika hægra meigin hjá okkur.
    Við vorum að spila á fimmtudaginn sem gæti setið smá í okkur.
    Mark nr 2 var einkar ánægjulegt Bruno á bara að standa á fæturnar þetta sýnir bara hans galla sem leikmanns og hvað svona gæi er að kosta mikið af veseni á tímabili. Það sem hann gerir svo sóknarlega er langt frá því að bæta hitt upp.

    Ég vill að við mætum eins og menn í seinni og rúllum yfir þetta utd lið.

    3
  14. Taktlaus fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum og því frábært að vera komnir yfir. Nú er bara að vonast eftir góðri leikstjórn hjá meistara Klopp og að menn sigli þessu heim meiðslalaust.

    7
  15. Ég heiti 1.000 krónum á Strandakirkju ef að Darwin Nunez skorar, Allur söfnuðurinn hér á Ystu Nöf erum staðinn á fætur. Taumlaus gleði.

    11
  16. Eitt lið á vellinum setjum annað og klárum þennan leik….ekki gefa þeim von á pöllunum…

    1
  17. Koma nú stóru kanónurnar inná fyrir Man Utd: Maguire og Antony!

    1
  18. Undarlegur leikur. Við yfirspilum þá en náum ekki að vinna neitt úr endalausum hálffærum.

    4
  19. Átta mig reyndar á þessum skiptingum hjá Klop. Það er að koma landsleikja svo ekki þarf að hvíla menn.

  20. þetta var nú meiri sauðhátturinn! að nýta ekki yfirburðina:

    1. Gæðin engin hjá mu
    2. heima áorfendur sofnaðir
    3. Tavelling kop á fullu

    Og við nýtum ekki yfirburðina!

    3
  21. Virkilega dýrt að nýta ekki eitthvað af þessum færum og yfirburðum í leiknum og núna United komnir aftur inní leikinn.

    2
  22. alltaf sama vandmálið… færanýting ættu að vera 1-4 áður en þeir skora.

    3
  23. Grillum þá í extratime ….sem var auðvitað algjör óþarfi…..Nunez kemur með skrímer…

    1
  24. 5 á 2 og framvegis
    Byrjuðum að drepa leikinn í stað þess að herja á þá almennilega allt eitthvað svo kærulaus.
    Getum sjálfum okkur um kennt.
    Að þessi leikur er að fara lengra.

    6
  25. Gakpo fyrir Salah var furðuleg skipting……steindautt síðasta korterið.

    7
  26. Bara sanngjarnt. Okkar menn alveg jafn taktlausir í seinni hálfleik eins og þeim fyrri.

    Færanýting og ákvarðanataka í kringum mark andstæðingsins heldur áfram að vera vandamál.

    Miðað við dauðafærið hjá Rashford í restina þá erum við stálheppnir að komast í framlengingu.

    Frammistaðan í 90 mín vonbrigði. Sjáum hvað setur í framlengingu.

    Koma svo!

    8
  27. Smá heppni í skotinu með deflection en maður tekur þetta með þökkum !
    Vel gert hjá Elliot að taka þetta skot.

    2
    • Hann tekur alltaf sín skot ef hann fær sénsinn…..fylgjum þessu eftir

      4
  28. Tvö kjörin tækifæri fyrir framan markið á Utd og Nunez ákveður að einspila það þangaðtil hann missir boltann!!!

    3
  29. Hvernig hefur þetta skíta lið skorað 3 mörk á okkur… Núna vil ég að Nunez bæti fyrir þetta KOMA SVO!!

    4
  30. Jesús hvað þetta er allt lélegt á móti þessu skítskítlélega united-liði.

    9
  31. Þessu töpuðu Liverpool-menn alveg sjálfir. Þannig er nú það.

    4
  32. Nú klikkaði Klop með því að setja Elliot og ég tali nú ekki um Gapko. Þeir eru búnir sð vera spila alla leiki undanfarið og voru á hælunum. Það góða við þetta það nú halda þeir þjáljaranum áfram.

    2
    • Það hefði verið gaman að sjá Jayden Danns koma inn á, en ekki Gakpo, þegar Salah fór út af. Danns er þó alla vega graður. Gakpo les í Biblíunni á hverjum degi, kannski er það ekki nóg?

      5
  33. Þetta voru einstaklingsmistök. Nunez í ruglinu í jöfnunarmarkinu, Elliott og Endo í lokamarkinu…

    Dómineruð leikinn lengst af. Fengu endalausan tíma og pláss með bolta. Áttu að skora þá en það vantaði eitthvert skap þarna. Hefði viljað sjá einhverja unga inn í stað Gakpo. Dans hefði verið flottur.

    Það sem við söknum Jota.

    Slæmt slæmt slæmt.

    3
    • Þetta er samt eini leikurinn sem ég þoli að við höfum tapað. Skítt með FA cup! Nú er hleypa í herðarnar og taka alvöru dollurnar!

  34. Léleg frammistaða hjá Liverpool þegar leið á leikinn. Menn sem komu inn á lélegir. Breiddin og meiðslin að segja til sín. Gerðum hörmulega úr mörgum sóknarstöðum. Salah mjög lélegur á síðasta þriðjungi sem og Diaz. Klúðruðu 5 á móti 2 í stöðunni 1-2. Nunez gefur Utd jöfnunarmarkið. Eliot og Endo eins og fokking aular að geta ekki ákveðið hvor á að taka boltann og gefa Utd hraðaupphlaup sem þýðir að leikurinn tapast. Algerlega herfilegt að fá á sig 4 mörk á móti Utd og mörkin hefðu getað orðið fleiri. Þetta var það lélegt að tapið var eiginlega verðskuldað

    5
    • Tapið eiginlega verðskuldað?

      Þetta tap er eins verðskuldað og það getur verið.

      Þvílík skíta.

      2
  35. Það er bara næsti leikur, við vinnum ekki allt.

    Ég vona að Klopp leggi aðaláherslu á deildina, það að vinna hana er algjört möst, það verður erfitt með öll þessi meiðli sem hefa því miður fylgt okkur ansi oft í gegnum þennan tíma sem Klopp er búinn að vera hjá okkur. Það væri nú ansi flott að kveðja kallinn með meistaratitli.

    4

Stelpurnar fá West Ham í heimsókn

Manchester United 4-3 Liverpool