Atalanta í 8 liða úrslitum í EL

Það var dregið í dag í 8 liða úrslitum, og niðurstaðan er sú að okkar menn mæta Atalanta. Fyrri leikurinn á Anfield, sá seinni á Ítalíu.

Ef þetta einvígi vinnst, þá mætum við sigurvegurunum úr leik Benfica og Marseille.

Nú og ef það einvígi vinnst líka (og þetta n.b. gætu orðið tveir síðustu Evrópuleikirnir á Anfield undir stjórn Klopp 🙁 ), þá verður liðið í heimabúningunum í Dublin í vor.

Svo var dregið í einhverri annarri keppni þarna á undan, en við hirðum ekki um þessar smáfréttir.

Stóru fréttirnar eru hins vegar þær að Jayden Danns er búinn að skrifa undir nýjan samning!

12 Comments

 1. Vildi helst fá Atalanta, Benfica eða Marseille.

  Góður dráttur.

  Greið leið í úrslitin.

  4
 2. Og við mætum Alonso í úrslitum. Þetta er að raðast fallega upp. Hans eini tapleikur á árinu?

  4
  • Mögulega. Hann þarf þó að fara erfiðari leið í úrslitin.

   Stóð ansi tæpt hjá honum í gær

   4
   • Já og Svakalegur leikur. Skipti einmitt beint yfir á loka min. Ég sá eitthvað þarna sem ég hef séð hjá Klopp. Trú og töffaraskapur!

    En verður þetta ekki bara fín reynsla fyrir komandi ár

    4
 3. Er hægt að kaupa miða á úrslitaleikinn núna, svona just in case ef við komumst þangað ?
  Einhver sem þekki inná það ?

  4
  • Það er ekki hægt að kaupa miða ennþá nema þá á uppsprengdu verði á einhverjum miða síðum. UEFA segir það þeir opni ekki fyrir almennaa miðasölu fyrr en í apríl. Held að það verði hægt að skrá sig í einhverskonar lotterí fyrir miðum eitthvað áður…. var að reyna að finna upplýsingar um þetta um daginn en þeir eru ekkert að gefa of mikið upp þarna hjá UEFA.

   4
 4. Þetta verður þá The Richard Hughes derby. Hann er alin upp hjá Atalanta.

  Fín leið fyrir okkur til Dublin, skemmtilegri andstæðingar en eitthvað af West Ham, AC Milan eða helvítis Roma (sem eiga ömurlega stuðningsmenn). Eins auðvitað gott að sleppa við Leverkusen m.v. formið sem þeir eru í þó maður eigi ekkert endilega von á að þeir fari í gegnum West Ham eða annað af ítölsku liðunum.

  En að vinna einvígi í 16-liða úrslitum 11-2 án þess að spila helmingnum af aðalliðinu og svo gott sem hætta í seinni leiknum eftir hálftíma sýnir hversu mikið andskotans bull það var hjá Liverpool að fara í þessa keppni. Liðið á svo innilega ekki heima í Evrópudeildinni, öfugt við Man Utd og Newcastle.

  6
  • Ég vil nú reyndar halda því fram að United liðin tvö eigi ekki heldur heima í Evrópudeildinni, líkt og Liverpool. Munurinn er sá að þau eigi frekar heima í Sambandsdeildinni, á meðan Liverpool eigi heima í Meistaradeildinni.

   9
 5. Þetta er bara med þeim betri dráttum sem madur hefði getað óskað ser held eg bara, hefdi viljað seinni leikinn heima en madur getur ekki fengið allt. Hvernig er með undanúrslitin ef vid komumst þangað, fáum vid þar seinni leikinn heima eda ?

  Annars skrifað í skýin ad fa Leverkusen i úrslitaleikinn og vinna hann og það verði eini tapleikur þeirra a öllu tímabilinu i öllum keppnum og degi eftir leikinn verdi Alonso svo staðfestur sem næsti stjóri okkar manna med Gerrard sem aðstoðarmann.. gæti allt ræst nema ansi hæpið med Gerrard og eg myndi hekdir aldrei vilja sja yad gerast.

  Er annars svipað mikid til i ad vinna þessa Evrópudeild og deildina tar sem Klopp vantar þennan bikar i skápinn sinn, maður lætur sig dreyma um ad vinna bæði en það er frekja að ætlast til ad taka þrennu, er ekki i minum villtustu draumum að hugsa um að vinna FA bikarinn lika enda ansi löng og erfid leid eftir tar aem gæti innihaldið Man Utd a Morgun á útivelli , svo City og enda eina ferðina enn a ad vinna Chelsea i úrslitaleik sem yrði þá 4 sigur okkar manna I úrslitaleik gegn sama liðinu a rétt 2 árum, tad hlyti bara ad vera eitthvad met en yrði auðvitað meira en galið sturlad ad taka bara fernuna og litla rugl leiðin sem okkar menn færu i FA bikarnum ef hann myndi spilast eins og eg er ad segja her ad ofan tvi ekki ma gleyma ad vid erum bunir ad sla Arsenal út a úti velli nú þegar.

  2
  • Fyrir mína parta er draumurinn að vinna deildina, hitt er bara eftirréttur.

   3

Liverpool 6 – 1 Sparta Prag

Heimsókn til erkifjandas, United í bikarnum