Liverpool 6 – 1 Sparta Prag

1-0 Darwin Nunez 7.mín

2-0 Bobby Clark 8.mín

3-0 Salah 10.mín

4-0 Gakpo 14.mín

4-1 Birmancevic 42.mín

5-1 Szoboszlai 48.mín

6-1 Gakpo 55.mín

Leikurinn hófst á því að bæði lið voru aðeins að máta sig hvort við annað. Bæði fengu hornspyrnu snamma leiks áður en að Darwin Nunez kom boltanum í netið eftir aðeins sjö mínútna leik. Eftir gott spil upp hægri vænginn kom Szoboszlai með sendingu með fram jörðinni þver í gegnum teiginn á Darwin sem skoraði. Liverpool voru þó alls ekki hættir því úr miðjunni spiluðu leikmenn Spörtu boltanum tilbaka en Liverpool pressaði og náði Salah að ræna af þeim boltanum gaf hann yfir á Bobby Clark sem skoraði og Liverpool komnir í 2-0 aðeins mínútu eftir að hafa komist yfir.

Tveimur mínútum seinna launaði Clark Salah greiðan. Í þetta skiptið var það Clark sem vann boltann af varnarmönnum Spörtu og kom honum á Salah sem kom Liverpool í 3-0 eftir tíu mínútna leik. Enn héldu Liverpool þó áfram af ákvefð þrátt fyrir að leiða einvígið með sjö marka mun. Aftur unnu þeir boltann hátt á vellinum og Salah kom með fyrirgjöf á Gakpo sem skoraði gott mark sem vonandi kveikti á honum. Þá voru fjórtán mínútur búnar staðan 4-0 í leiknum og 9-1 í einvíginu og þá loks fóru Liverpool aðeins að keyra hraðan niður.

Það þýddi þó ekki að það væri ekkert að gerast því Darwin náði að sýnar báðar sínar hliðar í dag því eftir rúmlega hálftíma leik átti Salah frábæran bolta inn á Darwin sem var einn og óvaldaður fyrir framan markið en náði að skófla boltanum yfir markið á ótrúlegan hátt.

Sparta náði þó að klóra í bakkan fyrir hlé þegar þeir náðu góðri stungusendingu inn fyrir vörnina og Endo tapaði kapphlaupi við Birmancevic sem skoraði laglega framhjá Kelleher í markinu.

Klopp fór svo að hvíla og í hálfleik komu Gomez, Endo og Darwin af velli fyrir Tsimikas, McConnell og Elliott og það merkilegasta við þá skiptingu var að Robertson fór þá í miðvörðin við hlið Quansah. Seinni hálfleikur byrjaði svo eins og sá fyrri með Liverpool marki þegar Salah setti boltann til hægri á Szoboszlai sem sótti að teignum og skaut svo í varnarmann og þaðan í netið. Lokamarkið kom svo eftir 55. mínútna leik en þá hreinsuðu Spörtu menn frá hornspyrnu Liverpool en boltinn barst til Elliott sem hlóð í skot og í fyrstu virtist hann vera að skora en í endursýningu sást að hugsanlega var boltinn á leiðinni framhjá þegar Gakpo náði að hæla hann í átt að marki og kom Liverpool í 6-1. Eftir það var leikurinn lengst af leikinn á gönguhraða og það helsta sem gerðist eftir það var að Van Dijk kom inn sem varamaður og gaf Quansah hvíld sem gefur okkur líklegast vísbendingu um það að hann byrji gegn Manchester United um helgina. Gakpo virtist vera að klára þrennu sína á lokamínútunni en var rangstæður og endaði leikurinn með 6-1 sigri Liverpool.

Bestu menn Liverpool

Bestur allra í dag var Mo Salah með mark og þrjár stoðsendingar. Gakpo átti flottan leik en hann hefur átt erfitt undanfarið en einnig þurft að spila mikið í fjarveru annara sóknarmanna. Ungi strákurinn Bobby Clark átti líka mjög flottan leik á miðjunni og er að sýna okkur að hann er bara flottur kostur á miðjuna en ekki bara auka kostur. Szoboszlai átti líka flottan leik í dag, hann er vonandi að komast í rythma eftir meiðsli.

Umræðupunktar

 • Salah varð í dag fyrsti leikmaður í sögu Liverpool til að skora 20 eða fleiri mörk í sjö tímabil í röð. Roger Hunt og Gordon Hodgson tókst þetta afrek fimm tímabil í röð en metið átti Ian Rush sem náði sex tímabilum.
 • Möguleikar á að kveðja Klopp með fjórum titlum er enn á lífi og nú er bara að fara og jarða Manchester United

Næsta verkefni

Næst á dagskrá er ferð á Old Trafford þar sem við mætum Manchester United í FA-bikarnum á sunnudaginn klukkan 15:30. Við fáum hinsvegar að vita hvað verður næsta verkefni í þessari keppni á föstudaginn þegar það verður dregið í átta liða úrslitum, en hin liðin í pottinum eru Benfica, AC Milan, Villareal, West Ham, Atalanta, Roma og (miðað við veðbanka)lið okkar næsta stjóra, Leverkusen

24 Comments

 1. Skrifað í skýjin að Liverpool mætir Xabi og Leverkusen í næstu umferð!

  2
  • West Ham í næstu umferð. Leverkusen í úrslitunum í Dublin og allt verður brjálað.

   1
 2. Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum í svona formi. Nú er bara að vona að liðið hafi hitað sig upp fyrir sunnudaginn ;-). Vonandi verður sigur þar líka.
  Magnaður sigur og fimm stjörnu frammistaða. Elska þetta lið.

  4
 3. En rosalega er Gakpo furðulegur náungi. Í rosafýlu eftir leikinn, röflandi í mönnum á vellinum og stökk ekki bros þrátt fyrir að hafa loksins skorað og það meira að segja tvö. Það er eitthvað skrýtið í toppstykkinu á honum.

  2
  • Það var svosem við því að búast að hann myndi rísa upp í þessum leik. Langbestur þegar pressan er engin og andstæðingurinn hefur játað sig sigraðan. Lætur sig svo hverfa þegar liðið þarf á honum að halda.

   2
   • Ég held að þetta sé bara hans „level” af andstæðingi. Fyrstu deildar lið og varla það.

   • tja þetta er alveg þokkalegur leikmaður en líklega er það rétt að hausinn sé eitthvað að þvælast fyrir honum. Vonleysið skín úr augum hans þegar hlutirnir eru ekki að falla með honum.

    Sérstaklega þykir mér undarlegt hvað Gakpo virðist hægur, en það undarlega er að Gakpo hefur ágætis hraða sem hann notar lítið.

    2
 4. Gott dæmi um “göngutúr í garðinum”, menn höfðu lítið fyrir hlutunum. Mér finnst Gakpo spennandi leikmaður en á erfitt með að átta mig á því hvar á vellinum hans besta staða er, hvar hann nýtist best. Mér finnst ekki vera striker. Hann hefur átt fínar frammistöður á vinstri kanntinum, t.d. í 7-0 sigrinum gegn ManUtd í fyrra. Getur vel verið að hann sé bara ennþá að aðlagast, hefur kannski aldrei fengið nógu og marga leiki samfleitt. Hann er ennþá ungur og getur bætt helling við sinn leik.

  Annars er bara frábært enn og aftur að sjá ungu leikmennina koma inná og vita sín hlutverk uppá hár og nýta tækifærin sín mjög vel. Hlakka til sunnudagsins!

  YNWA

  3
  • Hann spilaði vinstri kant hjá Ajax. En Lucho er náttúrulega á undan honum þar í röðinni hjá Liverpool. Þess vegna hefur Klopp verið að spila honum úr stöðu.

   1
   • Eindhoven var það, heillin. Ekki Ajax. Þessar Evrópukeppnir rugla mig alveg í landafræðibókinni.

    2
 5. Klopp afhendir Alonso lyklana af liverpool borg í Dublin þegar Alonso tapar sínum fyrsta og eina leik á timabilinu og Klopp stýrir liðunu í síðasta skipti… í bili

  6
  • sterkur karakter hjá Alonso. 1-2 undir eftir 90 mín og unnu leikinn í uppbótartíma

   3
   • Uppbótartíminn átti að vera sex mínútur en Leverkusen skoraði sigurmark á níundu mínútu. Ég var pínulítið hissa hvað dómarinn lét leikinn ganga lengi. En svo sá ég hver það var… Anthony Taylor.

    3
 6. Voðalega finnst mér menn harðir við Gakpo, vissulega engin stjörnuleikmaður eins og Salah enda fáir á hans leveli en engu að síður flottur leikmaður sem hefur skorað tæp 15 mörk í vetur ef ég tel rétt.
  En þessi leikur var frekar auðveldur og Klopp hefði alveg mátt tefla fram veikara liði, eða allavega þannig að Salah og Sobo hefðu ekki spilað 90 mín.
  En united næst og þeir verða aðeins erfiðari en þessir.

  9
 7. Jæja það er gott að nýta svona leiki til að byggja upp slagkraft og smá ótta hjá andstæðingum. Held að miðlungs góður markmaður hefði nú gripið einhverja af þessum boltum sem láku inn, en ég er ekki að kvarta!

  Nú þarf að keyra yfir litla liðið frá Manséster. Er enn með óbragð eftir jafnteflið á Anfield. Mætum þeim tvisvar á OT á skömmum tíma og þetta verður að vera klínískt hjá okkar mönnum

  2
 8. Gakpo er ekki hraðasti leikmaður ever en hann hefur skorað nokkur mjög mikilvæg mörk. Staðsetur sig ágætlega.

  1
 9. Sælir félagar

  Ég hafði áhyggjur af hugarfari fyrir þennan leik sem reyndist svo tilhæfulaust. Ég spáði 2 – 2 sem reyndist svo tilhæfulaust. Ég ætti ekki að vera með spádóma fyrir leiki – þeir reynast oftar en ekki tilhæfulausir. Þetta lið okkar er bara ótrúlegt, komið í 4 – 0 á 14. mínútu og leiknum í reynd lokið. Magnað bara.

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
  • Leikmenn Sparta eru ekki þeir fyrstu sem fá titring í hnén og sting í magann bara við það eitt að ganga inn á Anfield. Komnir yfir 30 leikir í röð án taps hlýtur að segja eitthvað um heimavöllinn okkar.

   8
 10. Við erum að spila næst gegn Atalanta, lið sem er í 6 sæti í Ítölsku deildinni. Sá leikur ætti að vera töluvert erfiðari en þessi leikur. Liðin sem eru eftir í keppninni virka nokkuð sterk á blaði. Þetta verður þá alvöru keppni eftir allt saman. Allavega væri spennandi ef Liverpool myndi mæta Leverkusen í úrslitum, vinna þá og í kjölfarið tæki Alonso, framkvæmdarstjóri Leverkusen, við okkar mönnum.

  Það má láta sig dreyma, svona öðru hvoru 🙂

  3

Byrjunarliðið gegn Sparta Prag

Atalanta í 8 liða úrslitum í EL