Byrjunarliðið gegn Sparta Prag

Ansi sterkt byrjunarlið í dag miðað það sem búist var við. Sjáum þó Bobby Clark í byrjunarliði og nokkrir guttar á bekknum.

Bekkur: Adrian, Mrozek, Van Dijk, Diaz, Mac Allister, Elliott, Tsimikas, Gordon, McConnell, Koumas, Danns, Musialowski

Vonandi sjáum við menn á borð við Endo, Robbo, Salah og Nunez spila innan við klukkutíma fá þá fínar mínútur í kroppinn en megum ekki við endurtekningum í meiðslum sjá þeim þremur síðastnefndu og svo hefur Endo verið að spila mikið.

24 Comments

  1. Já, sterkara byrjunarlið en ég bjóst við og vonandi sjáum við skiptingar jafnvel strax í fyrri hálfleik. Svo er það bara stóra spurningin sem brennur á mér. Verður þetta endurkomu kvöld hjá Gakpo ?

    3
  2. Útaf með Sala, Sobó, Nunes og það strax. Gera þá klára fyrir sunnudaginn.

    2
  3. Bara spurning ef einhver veit. Mættu stjórarnir skipta um lið. Væri gaman að sjá Klopp prófa að stýra liði í þessari stöðu?

    2
  4. Í hvaða draumaheimi ætli Conor Bradley, Kelleher og Bobby Clark séu þessa dagana. Hafa kannski vonast eftir mínútum áður en tímabilið hófst en eru bara allt í einu réttmætir byrjunarliðsmenn í liði sem er að keppa á öllum vígstöðum. Hlaupandi um völlinn með Kónginum og með Klopp á hliðarlínunni.

    Áfram Liverpool!!

    9
  5. Heldur betur var þetta nú hressandi byrjun!! Liverpool, já takk!

    1
  6. Af þessum leik að dæma, á Liverpool ekkert erindi í þessa keppni. Eftir 13 min var ég farinn að vorkenna andstæðingnum. Ef Liverpool kærði sig um hefðu þeir hæglega getað verið 10- 0 yfir í hálfleik. Slíkir eru yfirburðinir.

    3
  7. Erum við að tala um það að mögulega erum við að fara að sjá Joe Gomez skora 1-2 mörk í þessum leik.
    Ef við fáum víti þá verð ég brjálaður ef hann fær ekki boltann 🙂

    4
  8. Þessi leikur var mjög undarlegur. Hef aldrei séð aðra eins yfirburði. Liverpool fór varla úr öðrum gír en vann samt 6-1. Ég næ því ekki hvernig getumunur á liðum getur verið svona rosalega mikill í 16 liða úrslitum í Evrópukeppni.

    Mér fanst eins og Liverpool hafi vísvitandi slakað á af virðingu við andstæðinginn. Enda var leikurinn búinn eftir 10 min.

    Ég held að stóri vandinn við svona keppnir er að jinxa ekki. Verða of hrokafullur. Þarna kemur unglingaakademian sterk inn. Þar eru leikmenn sem vilja sanna sig og það heldur aðalliðsmönnum á tánum.

    Næst verða “góðvinir” okkar í Man Und. Liðið sem við elskum að hata og liðið sem elskar að hata okkur. Sá leikur verður ekki alveg eins auðveldur. 🙂

    5
    • Við unnum reyndar manjú 7-0 í fyrra þannig að þeir falla í svipaðan flokk og Sparta Prag hvað það varðar 🙂

      6
    • þú sást nú vel að andstæðingarnir sem voru mjög opnir í byrjun fóru í damage limitation og spiluðu mun þéttar eftir að þeir lentu 4-0 undir.

      2
      • Indriði.

        Skiptir engu. Ef við hefðum spilað við þetta lið af fullum styrk, þá hefðum við getað unnið þetta lið með tveggja stafa tölu. Gæðamunurinn var furðulega mikill.

        1
      • jájá og hefðu SP spilað varnarsinnað frá upphafi hefðu LFC varla skorað 6 mörk.

        En vissulega gæðamunurinn gríðarlegur.

Níu fingur á næstu umferð í Evrópudeild

Liverpool 6 – 1 Sparta Prag