Stórmeistarajafntefli staðreynd – Liverpool 1 City 1 (Skýrsla uppfærð)

Mörk

Stones (’23) 0-1

Mac Allister (’50) 1-1

Hvað gerðist helst markvert í leiknum?

Fyrstu mínúturnar réðu City öllu á vellinum en í fyrri hálfleik skiptust liðin á að vera með stjórn á leiknum á fimm til tíu mínútna fresti. Liverpool náðu að lifa af fyrsta storminn og eftir korter voru okkar menn komnir í taktinn fræga sem öllu skiptir. City fengu ekki nema andartak á boltanum í hvert sinn þeir náðu honum, áður leikmaður Liverpool var komin í hann. Þrátt fyrir hápressuna og að leikmenn Liverpoll næðu að skapa fínustu stöður þá vantaði upp á gæðin í lokaákvörðunum og raunar kom fyrsta skot Liverpool sem hitti ramman ekki fyrr en í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Það var því aðeins gegn gangi leiks þegar City unnu sér horn og skoruðu fyrsta mark leiksins. Hornspyrnan var beint af æfingasvæðinu, Pep búin að lesa svæðisvörn Klopp og Stones laumaði sér fram fyrir stöngina á með MacAllister var haldið frá.  Kelleher vantaði ekki mikið upp á að verja en allt kom fyrir ekki og gestirnir leiddu.

Út hálfleikinn voru okkar menn ívið sterkari en náðu ekki að nýta færin og þegar City náðu að halda boltanum smá þá voru þeir hættulegir eins og venjulega.

Þegar blásið var til hálfleiks hefur Klopp líklega verið sáttur við að munurinn á liðunum var ekki meiri. En í upphafi seinni hálfleiks skall Anfield stormurinn á. Eftir mínútu af seinni hálfleik tók Aké klaufalega sendingu til baka á Edersons. Brassinn panikaði og hljóp út í Nunez, braut á okkar manni, gaf víti, fékk gult spjalt og náði að meiða sjálfan sig í leiðinni.

Mac Allister fór á punktinn og jafnaði leikinn af gífurlegu öryggi og Anfield fórum yfir um.

Eftir þetta voru Liverpool algjörlega með yfirhöndina en ekki gekk að skora. Verra lið en City hefði líklega brotnað undir orrahríð Liverpool að marki þeirra en City þrátt fyrir að vera undir í baráttunni lentu ekki undir í leiknum. Þeir áttu líka nokkrar stórhættulegar sóknir, sérstaklega eftir að Doku kom inn á og áttu skot bæði í slá og stöng.

Á alltof stuttum tíma leið þessi geggjaði seinni hálfleikur, líklega viðeigandi endir á baráttu Klopp og Pep síðustu ár. Fyrir leik hefði ég glaður þegið jafntefli en allt kom fyrir allt er maður hundfúll yfir að okkar menn hafi ekki knúið fram verðskulduð þrjú stig.

Hvað réði úrslitum?

Það sem innilega vantaði var eilítil ró fyrir framan markið. Þessi leikur réðst á minnstu smáatriðum og þó okkar menn hefðu náð að berja City niður þá vantaði herslumuninn í að klára bevítans færin.

Hverjir stóðu sig best?

Varnarlínan gerði gjörsamlega frábærlega í þessum leik og náðu að skrúfa fyrir flest sem City reyndu. Ég skil ekki hvernig menn eins og Quansah og Bradley geta spilað svona stórleik og það sést engan vegin hversu ofboðslega ungir og óreyndir þeir eru.

En bestu maður vallarins var Mac Allister. Hann (og Elliot og Szoboszlai og Endo) sigruðu orrustuna um miðjuna í dag, auk þess sem Mac Allister ætti líklega að vera vítaskyttan okkar númer eitt.

Hvað hefði mátt betur fara?

Diaz náði að vera gjörsamlega frábær og gera mann gráhærðan í dag. Hann fékk allavega tvö færi þar sem hann átti einfaldlega að klára þennan leik. Á gegn liði eins og City er það bara ekki boðlegt. Að sama skapi voru hann og Elliot eins og óðir menn í pressunni allan leikinn og það þarf að hrósa fyrir það

Umræðan eftir leik

Það má alveg spyrja hvort Liverpool hefði átt að fá víti á lokasekúndunum þegar Doku hreinsaði boltann með því að sparka í bringuna á Gary Mac Allister. Ég hef ekki þorað út í umræðuna á samfélagsmiðlum um þetta brot og ætla held ég að sleppa því.

Nánast vængbrotið Liverpool hafði yfirhöndina í leik gegn alveg ómeiddum City mönnum. Það eru tíu umferðir eftir, Arsenal efstir og okkar menn næstir á markatölu. Það stefnir í bilaða baráttu fram á síðasta dag, svo einfalt er það.

Hvað er framundan?

Evrópudeildin á fimmtudag áður en Liverpool fer í heimsókn til hins Manchester liðsins á sunnudaginn. Nú eru bara stórleikir eftir, spennið beltin!

 

64 Comments

  1. Frábær framistaða og framar öllum vonum, en þessi færanýting er fáránleg.

    17
  2. Halló!! Hvað hefði verið dæmt á þessa takka í brjóstkassann úti á velli?

    16
  3. Af hverju var þetta ekki víti á doku ? Hvaða vanviti var VAR dómari ?

    19
  4. ,,Stórmeistarajafntefli” er rangnefni. Þá semja skákmenn jafntefli eftir fáeina leiki. Nenna ekki að tefla.

    Þetta var allt annað!

    12
  5. ALLTAF víti þetta var árás á MAC ..takkar í bringu í vítateig neibb skulum ekkert dæma.

    19
  6. Stoltur við.hleyptum City ekki upp fyrir okkur.
    Það var 1 maður í öftustu plús GK í dag.

    Nú er að halda áfram. City og Arsenal eiga innborgðis eftir ekki gleyma því.
    Nóg eftir

    13
  7. Þvílíkur lokaleikur Klopp og Pep. Liverpool betri en í raun ekki hægt að kvarta yfir jafnteflinu. Kaupin í sumar heldur betur að sanna sig.

    Áfram Liverpool og aftam Klopp!!!

    10
      • Það er ekki hægt að biðja um meira frá liðinu. Þeir lögðu allt í þetta og sömuleiðis áhorfendur á vellinum.

        6
  8. Ég er stoltur af okkar mönnum. Luis Diaz var algjörlega út um allt og maður leiksins – McAllister – var ferlega yfirvegaður og flottur. Við vorum miklu betri fannst mér en það telur ekki í svona leikjum. Þessir takkar í bringu eru auðvitað ákveðið atriði, en ekki úrslitaatriði, fannst Doku einum of ógnandi þann litla tíma sem hann fékk – skot í stöng og alles … en allt í allt, þetta verður osom endasprettur á frábæru sísoni! YNWA!

    4
  9. Diaz maður leiksins hjá mér. Ef hann gæti nú bara troðið fáeinum mörkum inn…

    9
  10. Nokkrir punktar:
    – Okkar menn voru betri allan leikinn!!lfstraustið í vörninni gegn einni af hættulegustu sókn Evrópu í dag var gífurlegt, spiluðu sig af
    – Sjá yfirvegun út úr öllum viðfangsefnum.
    – Miðjan okkar var mun, mun betri, stjórnaði leiknum.
    – Sóknin var stöðug, Luiz Diaz var maður leiksins!!
    — hvað þessi maður getur verið stöðugt með hæplbít í sér en samt búið eitthvað til, allan leikinn.
    – mc náðu einu marki sem var algjör heppnis!

    – Við vorum ekkert annað en BETRI!!

    11
    • (sorry, vá, hvað mikið af innritunarvillum sluppu með, … og ég sem var stöðugt að lesa innleggið yfir)

      8
  11. Sanngjörn úrslit að mínu mati.
    Bæði lið fengu færi til að klára leikinn.

    Titilvonir lifa góðu lífi!
    YNWA

    4
    • já stórundarlegt að velja Diaz mann leiksins. Lék vel vissulega, duglegur og síógnandi og fékk mörg tækifæri til að koma okkur í forustu. Fór því miður mjög illa með góð færi.

      4
  12. Mér finnst Endo fara undir ratarinn. Aldrei flóknar sendingar og sendi KDB í sturtu um miðjan seinni hálfleik. Þeir sem horfa á leikinn aftur sjá að hann étur upp allt á miðjunni og Macca fær að blómstra í sinni stöðu. Þetta kalla ég hreina snilld hjá Klopp og úr mörgu að moða

    33
    • Sammála þér með þetta, Endo frábær á miðjunni, oft vanmetin þessi staða en Endo með sinn boxgóm tilbúinn í orustur í dag og svo sannarlega stóð uppi sem sigurvegari!

      16
    • Pep sagði bara við KDB “þú átt ekki séns í þennan Endo sem þeir keyptu fyrir smá peninga, ég varð bara taka þig útaf, þetta var orðið pínlegt”

      5
    • Sagði hér um daginn að hann væri að nálgast það, en nú held ég að ég geti sagt að Endo er minn uppáhalds leikmaður. Unsung hero!

  13. Tímabilið ekki búið og titillinn ennþá möguleiki. En það verður væntanlega sögulegt ef við vinnum titilinn án þess að vinna leik á móti hinum toppliðunum; Arsenal og City.

    Tilfinningin akkúrat núna er svekkelsi. Værum við meira klínískir í færunum, sérstaklega Diaz, þá hefðum við unnið þennan leik.

    Arsenal á toppnum verðskuldað; skora mest, verjast best og búnir að vinna bæði Liverpool og City.

    En nóg eftir og ýmislegt getur gerst.

    Áfram Liverpool!

    8
  14. Yes! Loksins ruglast pistlahöfundur og skrifar Gary Mac Allister. Hef beðið eftir þessu 🙂

    14
  15. Geggjaður leikur, minn maður leiksins er Endo. Djö hvað maðurinn vann boltann oft.

    6
  16. Ég verð sannfærðari um það með hverjum leiknum að Klopp er búinn að fá sig fullsaddan af dómara-ástandinu í Premier League. Vissulega kraumar sú saga undir að honum hafi sinnast við John W. Henry í fyrrahaust og þess vegna hafi hann ákveðið að hætta fyrr en ella, en þessi endalausu dómaraskandalar á móti Liverpool eru svo ógeðslegir að maður gæti ælt. Markið sem var dæmt af á móti Tottenham, hendin hjá Odegaard í Arsenal leiknum og núna takkar í bringu í vítateig á móti Man City. Þetta er ekki eðlilegt, hvernig sem á það er litið.

    25
  17. Sturlaður leikur og yfirburðir á köflum. Þvílíkir stríðsmenn sem við eigum!!

    Staðan er þannig að það er í okkkar höndum að enda ofar en city í maí. Venjulega dugar það til og það mun gera það þetta árið líka!!

    3
  18. Takkar í bringuna í 50/50 challenge, þarf að ræða þetta eitthvað frekar? Svipað og hendin á Rodri á móti Everton um árið.
    Það væri reyndar fróðlegt að skoða hversu mörg viðurkennd mistök eru á móti City síðan VAR tók yfir (sérstaklega mv að dómarar fara að dæma á þeirra “heimasvæði”fyrir mikinn pening)
    Ég er auðvitað Liverpool maður en mér finnst þetta meira en sérstakt, eiginlega skandall, það þarf að skoða þetta í þaular

    17
    • Þeir sem halda að City verði dæmdir fyrir FFP, ég held að það sé hægt að gleyma því, alltof mikill peningur sem tapast fyrir EPL og UCL. Peningar ráða að lokum því miður

      8
      • EPL þykjast vera stórir á móti liðum eins og Everton sem skipta þá nkl engu máli, en þegar peningarnir tala þá gugna þeir, staðfest

        7
  19. Sælir félagar og takk fyrir leikinn. Góður leikur hjá okkar mönnum Diaz átti að vera buin að klara þennan leik fyrir okkur, enn Michael rusl Oliver draslson átti að dæma víti í lokin.

    5
  20. Frábær leikur.

    Vörnin geggjuð. Aldrei hafa þessir blálúðar lent á móti slíkum múr.

    Miðjan okkar ÁT miðjuna hjá City – nokkuð sem ég hafði alls ekki átt von á fyrir leik.

    Sóknin var frábær nema fyrir þetta smáatriði að skora úr dauðafærum. Hefði viljað sjá víti í blálokin en maður skilur svo sem ef fótur snertir bolta… samt alltaf dæmt á þetta úti á velli.

    Frábær leikur. Hefði verið fullkomið ef við hefðum fengið vítið í lokin.

    4
  21. Já, tvennt: þessar skiptingar?

    Hvað átti Gakpo að gera sem Nunezinn réði ekki við?
    Eða Robertson sem Bradley gat ekki gert?

    Oftast eru þessar skiptingar spot on hjá okkar manni, en mér fannst þetta ekki vera að ganga upp. Mögulega verið að hlífa nýendurnærðum Nunezi en Gakpo á ekki heima í svona slag.

    2
  22. Verulega pirrandi og svekkjandi úrslit, vorum miklu betri.
    Held því miður að þarna hafi titilvonir beðið mikið högg.

    1
  23. Þetta er orðið svo þreytt dæmi. Ég hefði óskað mér þess að við værum bara að tala um frábæra frammistöðu Liverpool eftir þennan leik þar sem liðið yfirspilaði Man City lengi vel og slátraði þeim í baráttu og dugnaði.

    Það sem er mál málana er þegar Liverpool fékk ekki víti í blálokinn en þetta er 100% víti og þarf eiginlega ekki að ræða það frekar en það verður samt gert því að þetta er stórt í leiknum og rissastórt fyrir tímabilið en ég ætla ekki að eyða meiri tíma í það.

    Ég vill byrja að hrósa Klopp og strákunum fyrir frábæran leik en bara á Anfield hef ég séð Pep Man City líta skelfilega út í fótbolta af því að strákarnir hans Klopp eru að éta þá inn á vellinum.

    Kelleher 8 – Mjög góður í dag.
    Gomez 7 – Aftur spilar hægri/vinstri og skilar sínu
    Van Dijk 10 – Stórskostlegur leikur
    Quansha 7 – Var heppinn að kosta ekki okkur mark en gaurin er ný hættur með bleiju og var að standa sig.
    Bradley 7 – Mjög solid
    Endo 9 – Við reyndum að kaupa 100m punda + gaura en fengum þennan sem er betri en þeir.
    Mac Allister 10 – Átti frábæran leik bæði í vörn og sókn
    Sly 7 – Lengi í gang en svo mjög flottur, þarf nokkra leiki í viðbót
    Elliott 9 – Gaurinn með þrjú lungu. Þeir sem voru að efast um hann bara verði ykkur af góðu. Rosaleg vinnsla, vann boltan trekk í trekk og skilaði honum vel frá sér.
    Diaz 8 – Já já hann klúðraði færum en sáuð þið vinnsluna, dugnaðinn, hvernig hann tók þá stundum í nefið og hélt alltaf áfram. Vill frekar svona gaur heldur en þá sem koma sér aldrei í færi.
    Nunez 8 – Lét þá hafa fyrir hlutunum en er greinilega ekki orðin 90 mín maður.

    Andy 7 – Kom bara vel inn í þetta
    Salah 6 – sorry ég dýrka þessa goðsögn og ég veit að hann er að koma til baka eftir meiðsli en ég vildi samt aðeins meira bæði í vörn(skilaði sér mjög illa til baka) og sókn.
    Gakpo 6 – aftur sorry en mér líður oft eins og að hann sé að gera hlutina með hangandi haus og það passar ekki inn í þetta rock and role Klopp Liverpool fótbolta.

    8
  24. Virkilega flott frammistaða hjá okkar vængbrotna liði. Við áttum að fá víti í restina. Enn ein staðfestingin á því að sjitty eru með mikil ítök í dómarastéttina. Því miður en ömurlega staðreynd. Við getum verið stoltir og við vinnum þetta á endanum!

    10
    • Þetta er 100% brot og gult spjald fyrir utan teig, óvart brot já, er hann að horfa á boltan já…
      Sem þýðir ekki ásetningur, því aðeins gult spjald. ” klaufaskapur”
      Síðustu leikjum höfum við séð Liverpool fá nánast nýjar reglur í leik eftir leik.

      -accidental slippage er nýtt orðtak fyrir ” ekki gefa rautt á þetta sama hvað ”
      á leikmann sem rennur ekki einusinni áður en hann sendir leikmanninn okkar útaf vellinum í börum.

      Get ekki beðið eftir að heyra hvaða afsökun þeir nota eftir þennan leik og eftir 3-4 vikur heyra hvað Var segir við dómaran.
      Mín ágiskun er Mcallister er ásakaður um að reyna fiska vítið með að kasta sér fyrir takkana hans Dokú

      6
  25. Hjartað í mér hrapaði þegar Gakpo kom inná fyrir Darwin. Þá vissi ég að þetta væri búið.

    4
  26. Stórkostleg frammistaða á móti næst besta liði í heimi og það þegar það vantar 5 – 6 leikmenn sem hefðu alltaf byrjað leikinn ef í leikformi.

    100% víti og til skammar að við skulum enn á ný rændir af ömurlegri enskri dómarastétt.

    Áfram Liverpool!

    6
  27. Háland var varla með í þessum leik og eflaust enn í vasanum han Virgil – sá tók hann til hliðar í þessum leik ásamt Quansah og Endo var minn maður leiksins….hann bara ryksugaði upp miðjuna hvað eftir annað sem endaði með brotthvarfi KDB á 70.mínútu.

    Fyrir mitt leyti var þetta víti í lokin en vissi það að fyrst hann snerti boltann á undan,þó svo að takkarnir væru vel uppi og í bringuhæð,þá myndi VAR ekki gera neitt – algjörlega vanhæfir vitfirringar í búrinu,leik eftir leik.

    Baráttan heldur áfram og í hvassri suðvestan lægð í boði dómarastéttarinnar enn og aftur.

    4
  28. Þetta varðandi meiðslalistann hjá okkar mönnum: vissulega er hann pirrandi langur. En ef við spáum í hvaða leikmenn liðið saknar, og hvernig nýjir menn hafa komið í þeirra stað, þá er það sirka svona:

    Alisson -> Kelleher: sá írski er búinn að spila sig í form, og í fyrsta skiptið sem liðið hélt hreinu í 3 leiki í röð í öllum keppnum á leiktíðinni var núna í síðustu leikjum með Kelleher í markinu. Jújú, manni myndi líklega líða betur með Alisson í búrinu, enda bestur í heimi í sinni stöðu, en Kelleher er bara ansi hreint góður 2. markvörður og maður hefur litlar áhyggjur vitandi af honum á bak við vörnina.

    Konate -> Quansah: scouserinn er heldur betur búinn að stíga upp, og jújú hann á það alveg til að koma með leikþætti sem skapa glundroða, en mig minnir nú að Konate hafi alveg komið með slíkt sjálfur. Munum t.d. hvað hann var heppinn að fá ekki rautt gegn Everton og var kippt af velli af Klopp sjálfum fljótlega eftir það brot. Plús það að Konate hefur alltaf verið meiðslagjarn en Quansah virðist vera (7, 9, 13) með “availability” sem eitt af sínum helstu “ability”. Quansah kemur svo stundum með hlaup upp að vítateig andstæðinganna, og var ekkert fjarri því að ná eins og einu marki í dag með svoleiðis hlaupi.

    Trent -> Bradley: hér er sá norður-írski heldur betur að stíga upp, og sumir myndu jafnvel segja að Bradley sé betri varnarlega. Trent held ég að hafi klárlega vinninginn þegar kemur að stoðsendingum, en með aðeins meiri reynslu er aldrei að vita hvaða hæðum Bradley gæti náð.

    Fyrir mér þá er það einna helst Diogo Jota sem liðið saknar. Það sást best í dag, þessi færi sem Díaz var að klúðra voru þess eðlis að Jota hefði alltaf gengið frá a.m.k. 1-2 í netið. Nú þarf að stíga ölduna fram í maí þegar hann kemur aftur (vonandi!), og ef liðið er enn í baráttunni um titilinn þá, þá skulum við bara ekki útiloka neitt. Eins og liðið var í dag, með Salah ekki kominn í form og Nunez líklega ekki kominn í 90 mínútna form heldur, þá verður markaskorunin alltaf pínku brothætt. Ef við hefðum Jota þá hefði maður minni áhyggjur. En ég er samt alls ekkert búinn að afskrifa Gakpo, og þó svo Díaz sé á köflum mistækur þá eru þeir jú báðir komnir með 10+ mörk á leiktíðinni í öllum keppnum. Þeir bara mættu alveg stíga ögn meira upp í fjarveru Jota/Salah/Nunez.

    Í augnablikinu held ég að Endo – Macca – Szoboszlai/Elliott sé okkar besta miðja. Jú það væri mjög gott upp á rotation að hafa Curtis þarna líka, en það er ljóst að menn eins og Clark og McConnell geta vel skilað góðum frammistöðum þarna á móti minni spámönnum. Það að geta spilað okkar bestu miðju í dag og svo vonandi um næstu helgi gegn United í bikarnum er gríðarlega mikilvægt. Vörnin með Virgil + Gomez plús svo hvaða samsetningu sem Klopp kýs af mönnum 3 og 4 (t.d. Quansah og Bradley eins og í dag, eða Robertson + Quansah, eða Robertson + Bradley etc.), er bara drulluþétt.

    13
  29. Sælir félagar

    Þakkir til leikmanna Liverpool sem voru betri en “besta lið í heimi” sem tafði eins og þeir gátu frá 25. mín. Hrokafullur og heimskur dómari (Oliver) sem hefur þurft að biðja Liverpool afsökunar á dómgæslu sinni ætti að skila flautunni fyrir lífstíð. Það fást nefnilega engin stig fyrir afsökunarbeiðni. Ég er brjálaður yfir niðurstöðu leiksins en á ekkert nema hrós á leikmenn Liverpool.

    Það er nú þannig

    YNWA

    12
  30. Frábær leikur í dag, áttum skilið að taka öll stigin en svona er boltinn.

    Mér fannst allir eiga stórleik, Mac Allistair smá klaufi í marki City, en bætti upp fyrir það. Það væri allir að tala um Luis Diaz sem mann leiksins ef hann hefði skorað eitt mark, hann hætti ekki að hlaupa, pakkaði saman Rodri og Walker uppá sitt einsdæmi, gaf allt í þetta og ég finn til með honum að hafa ekki nýtt a.m.k. eitt færi.

    Eins og staðan er núna eigum við meiri möguleika á titlinum en Arsenal og City að mínu mati. Arsenal hafa verið frábærir en það fer að grynnka á tanknum. Þeir eiga mjög erfiðan leik gegn Porto í miðri viku, sem ég persónulega vona að þeir vinni í framlengingu. City og Arsenal eiga eftir að spila innbyrðis að auki.

    Klopp hefur sýnt okkur að hópurinn sem hann er með í höndunum, þó hann sé þunnur, getur náð í góð úrslit í ÖLLUM leikjum, gegn hvaða andstæðing sem er. Menn eins og Elliot eru að stíga upp og ég finn á mér að Cody Gakpo muni frá og með núna eiga frábæran endi á tímabilinu. Szoboszlai er að komast í takt og mun gera gæfumuninn í einhverjum leikjum. Endo, þvílík kaup, enginn hafði trú á honum sem er ekki Liverpool maður – þessi gæji er búinn að stinga öllum bestu miðjumönnum deildarinnar í rassvasann, vildi óska að hann væri svona 8-10 árum yngri.

    Það er ekki annað hægt en að horfa með björtum augum á komandi vikur, landsleikjahléið verður kærkomið, verðum með breiðari hóp eftir það. Þetta er allt að fara að tikka á ögurstundu gott fólk!

    YNWA

    8
  31. Það á ALLS EKKI að hætta að tala um þessa sérmeðferð sem sjitty virðast fá þegar mikið liggur undir. Tilviljun eða heppni? Ekki séns, ekki hinn minnsti séns. Skitafýlan magnast með hverju svona atriði og þetta er orðið algjörlega óþolandi böggur á þessa frábæru deild.
    Við vorum frábærir og áttum sigurinn skilið og hefðum náð honum með eðlilegri og hlutlausri dómgæslu. Enn eitt skiptið!

    15
  32. Vítið.

    1. Ef Doku sparkar svona einhvers staðar annars staðar á vellinum er þetta gult spjald
    2. Ef Mac Allister hefði sparkað svona í varnarmann og síðan skorað hefði VAR dæmt markið af
    3. Ef þetta hefði gerst í stöðunni 0-1 hefði Michael Oliver dæmt víti
    4. Ef Oliver hefði ekki dæmt víti í stöðunni 0-1 hefði VAR sent hann í skjáinn
    5. Ef þetta hefði gerst fyrr í leiknum og því ekki öruggt með að ráða úrslitum hefði Oliver dæmt víti
    6. Ef LFC hefði ekki fengið víti fyrr í leiknum hefði Oliver dæmt víti

    Þetta er bilun.

    8
    • Þessar hörmungar eru farnar að minna á stóra dómara-mútuhneykslið á Ítalíu, á öldinni sem leið. Því gæti slíkt ekki endurtekið sig í Englandi?

      5
      • Megin málið er að meðal dómarinn á Englandi er ekki góður. Og þetta er rekið eins og einhver frímúrararegla sem hræðist mest að það sé hlegið að henni. Svo þeir taka engar ákvarðanir nema þær sem auðveldastar eru.

        Eða það er mín tilfinning. Engin ástæða til að búa til samsæriskenningu þegar vanhæfni er nægjanleg skýring.

        4
  33. Burt séð frá þessum dóm strákar mínir þá!
    klúðruðu Liverpool mörgum færum í þessum leik og þá sérstaklega Diaz sem hefði átt að vera búinn að klára þennan leik.
    við verðum að horfa áfram fram núna. Sjáið hvað menn eru komnir langt núna. Dijk er eini í fyrsti 11 í öfstustu línu ásamt því að Gk okkar er varamarkvörður.
    Salah kom inn af bekknum og virkaði svolítið þungur en, eina sem er sorglegt við þetta er að Endo skuli vera 31 árs væri til í hann fyrr til okkar á sínum ferli. Mcallaster er alvöru díll! Sobo er einnig að koma til baka. það er ótrúlegt magn leikmanna sem horfðu á upp í stúku sem við hefðum viljað geta notað.
    við erum að berjast um allatilta sem við getum, meðan aðrir væla og kenna meiðslum um sitt gengi.
    þetta er viðurgening til Liverpool fyrir þann strúktur sem er í gangi. svo er M.Edwards að mæta aftur á svæðið og mun viðhalda þeirri stefnu sem hann kom að og var lykilmaður í á sínum tíma.
    Arsenal á eftir að spila við City úti, næstu tveir leikir Arsenal væru Chelsea og Mancity, Cfc leiknum verður frestað. Arsenal á Tottenham úti, Spurs mun gera allt til að stoppa þá.
    höfum trú höldum áfram. Það eru allir að segja að Pep hafi farið glaður frá borði í gær? hann er 2 stigum fyrir Liverpool mæti með sitt besta lið gegn okkar vel vængbrotna og náði ekki að saxa á forskotið held að City séu ekkert glaðari en við.

    3
  34. Gjörsamlega frábær frammistaða hjá Liverpool og hrikalega svekkjandi að vinna ekki þennan leik. Eitthvað sem ég hafði mjög litla trú á fyrir leik og enn minni í hálfleik. Liverpool var miklu betra en þetta City lið í seinni hálfleik sem er galið í ljósi stöðunnar
    Alisson hefði klárlega byrjað í þessum leik (þó Kelleher hafi verið frábær)
    Trent er meiddur og Robertson ekki kominn nógu langt til að byrja leikinn. Þetta eitt og sér hefði verið nóg fyrir ekki svo lögnu síðan.
    Konate dettur út nokkrum dögum fyrir leik og er meiddur með Matip (sem væri alltaf í hóp).
    Jones, Thiago og Gravenberch væru líklega allir í hóp og einn af þeim mögulega að byrja ef meiðslalisti Liverpool væri eins og meiðslalisti City. Bajcetic sömuleiðis líklegur í hóp ef hann væri heill.
    Szoboszlai er svo nýkominn til baka úr meiðslum að hann gat bara klukkutíma í þessum leik.
    Salah er sömuleiðis ekki komin lengra en svo að fá max 30 mínútur og virkar á hálfum hraða. Nunez er eins ekki leikfær í 90 mínútur strax eftir sín meiðsli
    Diogo Jota var svo mögulega af öllum þessum sá sem við söknum mest í gær.
    M.a.s. Danns og Doak eru meiddir líka

    Það eru 12-13 meiddir eða alls ekki í 100% standi fyrir þennan leik og þá erum við ekki að telja ungu sóknarmennina með. Þar af níu sem voru bókstaflega meiddir og ekki í hóp. (11 ef við teljum Danns og Doak með).

    Man City var án Grealish sem hefði mjög líklega ekki byrjað þennan leik hvort eð er.
    Að koma út úr þessum leik hundsvekktur með að vinna ekki er magnað og þessi frammistaða engu minna mögnuð en sigurinn á Chelsea um daginn.

    Þetta var líka að mínu mati best dæmdi leikur tímabilsins og Michael Oliver í því formi sem gerði hann af afgerandi besta dómara deildarinnar. Rodri fékk m.a.s. gult spjald í fyrri hálfleik sem er sjaldgæfara en sólmyrkvi. En sú frammistaða Oliver fellur algjörlega í skuggann á enn einu VAR hneykslinu í þessum stóru leikjum Liverpool.

    Þar finnst mér reyndar ekki vera við Oliver að sakast því hans sjónarhorn var ekkert frábært, eins er tæknin ekkert að klikka, það er ekki VAR sem er vandamálið þarna, það er þarna til að hjálpa Oliver að leiðrétta mistök eða ná atvikum sem hann ekki sér. Hvernig Atwell sem sá um VAR fannst ekki ástæða til að senda hann að skoða þetta betur eða gefa sér kannski smá tíma til að greina þetta er eitthvað sem þarf að svara fyrir. Þetta er stærsti leikur tímabilsins og loka momentið í leiknum, þetta er risastórt atvik og því er bara sópað frá eins og rangstöðunni á Diaz gegn Spurs, good process boys.

    Umræðan eftir leik var líka vægast sagt áhugaverð, ekki síst í ljósti drop ball ruglsins í síðustu viku. Auðvitað aldrei spurning um að þetta er 100% brot, eina vafaatriðið er hvort þetta væri gult eða rautt á Doku, Mac Allister er á undan í boltann og af honum fer hann í löppina á Doku sem var í í karate stellingu. Þannig að víti og rautt er réttast þarna, þriggja leikja bann.
    Skoðið í gamni rauð aspjaldið sem einmitt Mac Allister fékk í vetur og var ekki leiðrétt í VAR fyrir háskaleik.

    Gjörsamlega óþolandi og eru þau orðin fáránlega mörg VAR momentin í stóru leikjunum í vetur sem ekki falla með Liverpool.
    Ekkert toppar Tottenham leikinn, þar var bara bókstaflega svindlað á Liverpool. Aðeins vanmetið í þeim leik að það var ekki bara markið heldur bæðu rauðu spjöldin líka, sérstaklega m.v. það sem hefur svo gengið á í vetur (1-3 stig þarna)
    Arsenal fékk að verja með hendi inni í teig án þess að það væri skoðað nánar í leik sem endar 1-1. (Mögulega 2 stig þarna og einu minna til Arsenal)
    Man City sleppur núna (Mjög líklega 2 stig þarna og einu minna til City)
    Eins eru svo kannski ekki alveg jafn stór atvik í Chelsea og United leikjum þar sem bæði lið sleppa við ofboðslega augljósa hendi innan teigs. Eitthvað sem getur fallið á báða vegu og fellur rosalega oft ekki með okkur, sérstaklega ekki í þessum stóru leikjum.

    Þetta rusl er svo innilega alls ekkert að jafna sig út yfir tímabilið og gerir árangur Liverpool enn magnaðari.

    Hef ekki horft á alla City leiki í vetur en hafa þeir lent í einu svona umdeildu atviki í vetur sem hefur kostað þá stig?

    19
    • Jú klárlega.
      Það eru 9 leikir í deildinni sem City hefur misst stig í
      2-1 tap á móti Wolves Hwang er á guluspjaldi sparkar beint í legginn á Grealish ekkert dæmt nokkrum mínutum síðar skorar hann sigurmarkið.

      1-1 á móti Liverpool Etihad Ruben Dias skorar mark sem kemur City í 2-0 en er dæmt af eftir mjög svo litla snertingu Akanji við Allison , síðar voru mörg mörk skoruð þar sem mun meiri snerting á markverði var látið standa.

      3-3 á móti Tottenham . Brotið á Haaland hann stendur upp dómarinn lætur leikinn halda áfram , Haaland nær sendingu á Grealish sem er kominn einn í gegn og þá flautar dómarinn.
      Sko maður veit aldrei hvort Grealish skorar eða ekki en það er ekki aðalatriðið.

      1-1 á móti Chelsea á Etihad 2 víti sem klárlega hefði verið hægt að dæma á Chelsea sleppt

      Þannig að svona er boltinn oft , you win some and you loose some, svo er það líka þannig að menn sjá oft bara það sem menn vilja sjá og það sem þið viljið ekki sjá eru þeir dómar sem fallið hafa móti City og einnig þeir dómar sem fallið hafa með Liverpool.
      Umræðan getur aldrei verið gáfulega ef ekki séu öll dæmin tekið með í umræðuna.

      Mér fannst alveg hægt að dæma víti þarna í gær en Oliver og VAR slepptu þessu pottþétt vegna þess að hann kom fyrst við boltann og thats is that.

      Kveðja

      2
      • Eins og ég segi þá hef ég ekki séð alla City leiki og átta mig á að þeir hafa að sjálfsögðu fengið dóma gegn sér. Man samt alls ekki eftir umræðu um stór vafaatriði sem hafa farið gegn þeim með sama hætti og við erum t.a.m. að nefna í vetur. Þá erum við ekki byrjuð að telja upp fjölmörg atvik sem gætu fallið inn í svipaðan ramma og þú tekur sem dæmi hér.

        Seinna gula er ekki VAR atvik sem dæmi.
        Finnst þetta Alisson moment ekki í sama flokki og er eitthvað sem jafnan er dæmt brot þegar markmaður á í hlut. (Var þetta eitthvað debate eftir leik?)

        Já og Mac Allister kom fyrst við boltann í gær, það er ekki flókið að sjá video því til stuðnings og á þess utan ekki að skipta máli enda maðurinn með takkana hátt á lofti og fer í manninn. Stóra málið hvort þetta sé víti og gult eða víti og rautt. Þetta kallar að lágmarki á alvöru athugun svona m.v. hvað er stundum verið að greina niður í frumeindir í leikjum sem ekkert er undir í.

        6
      • Er þá í lagi að rétt snerta boltann og setja sólann í bringu leikmanns ? Hefði ekki verið dæmt brot á þetta út á velli ? JÚ ! Fékk Jones ekki rautt spjald fyrir sóla í fót leikmanns ? og Jota tvö gul fyrir minni brot út á velli ?
        Þetta brot á ALLTAF að vera víti, og RAUTT spjald ! Ég segi nú bara eins og meistari Klopp, allir sem hafa eitthvað vit á fótbolta sáu að þetta var víti. Fíflið í VAR herberginu á feitann bankareikning í einhverju skattaskjólinu í dag.
        Þú ert greinilega bara city nörd 😉

        1
  35. Það gengur ekki að ekkert raunverulegt eftirlit sé með dómurunum því að þarna er hrikaleg hætta á spillingu og þörf á gagnsæi. Það að ekkert eftirlit með störfum þeirra vekur upp tortryggni því að peningum fylgir spilling og freistnivandi og peningar hafa líklega aldrei verið jafnráðandi í fótboltanum.

    Halda menn virkilega að aðilar sem hika ekki við að svindla líkt og City hiki við að borga inn á reikninga dómara? Það væri einfaldlega barnsleg einfeldni að trúa því að City séu ekki að reyna að spilla þarna eins og annarsstaðar.

    8
  36. Einar M ” Man samt alls ekki eftir umræðu um stór vafaatriði sem hafa farið gegn þeim með sama hætti og við erum t.a.m. að nefna í vetur. Þá erum við ekki byrjuð að telja upp fjölmörg atvik sem gætu fallið inn í svipaðan ramma og þú tekur sem dæmi hér.”

    Það er nákvæmlega málið sú umræða selur ekki .

  37. Hvur andskotinn!

    Það er hárrétt Einar, boltinn fer fyrst í Mac Allister. Klár vítaspyrna og algerlega óskiljanleg ákvörðun hjá dómara teyminu en ekkert sem kemur á óvart…
    Nenni ekki að velta mér uppúr því sem að við fáum ekki breitt, horfum fram á við/ næsta leik takk það er hann sem skiptir máli.

    Við getum verið stolt af liðinu, ég skemmti mér alla vega konunglega og maula marga súra sokka eftir svartsýnis rausið í mér framan af vetri. Þvílík skemmtun leik eftir leik og já ég ætla að halda áfram að njóta og trúa, röfla yfir gölnum ákvarðana tökum dómaranna. Sorry en þetta eru nú meiru trúðarnir…

    Klopp sagðist ekki reiður yfir þessu og þá ætla ég að halda sömu línu og hann, bíð bara spenntur eftir næsta leik.
    Spili liðið eins og í gær, restina af tímabilinu þá er ekkert að óttast og einhvað stórkostlegt mun gerast….

    Sama með Kop teymið, nóg af Eigils gulli, prótein drykkjum í þá svo þeir haldi dampi.
    Frábærir, takk fyrir að halda þessu úti og með miklum sóma.

    Takk fyrir mig.

    Ps. Er ekki örruglega podkast í kvöld ?

Byrjunarliðin klár! Quansah og Szoboszlai byrja, kóngurinn á bekknum

Gullkastið – Alvöru Toppslagur