Upphitun fyrir leikinn stóra

Það eru gömul sannindi og ný að næsti leikur er alltaf mikilvægasti leikur tímabilsins. Og í tilfelli leiksins sem er núna á sunnudaginn kl. 15:45, þá er það bara a115 ekkert út úr kortinu. Strákarnir okkar mæta þar liði sem hefur verið a115ráðandi á toppi deildarinnar undanfarin ár.

Tölfræðin

Það væri hægt að skoða a115 konar tölfræði fyrir þennan leik. Kíkjum á tvö dæmi.

Efstu tvö liðin í deildinni mætast

Síðast þegar efstu tvö liðin í úrvalsdeildinni mættust var í nóvember sl., þegar… jú viti menn, Liverpool og City mættust. Sá leikur endaði með 1-1 jafntefli eins og flestir ættu að muna. En hversu oft hefur það gerst í sögu úrvalsdeildarinnar að efstu tvö liðin mætist, og hvernig fer það að jafnaði? Ef við skoðum tölfræðina frá stofnun úrvalsdeildarinnar (sem er jú árið þegar fótboltinn var fundinn upp), þá sést að þetta eru 53 skipti, liðið í 1. sæti hefur unnið 20 sinnum, liðið í 2. sæti hefur unnið 20 sinnum, og 13 sinnum hefur orðið jafntefli. Ef við skoðum tölurnar frá 2018, þá hefur heimaliðið 5 sinnum unnið, útiliðið 3svar, og 3 leikir enduðu með jafntefli. Þessir þrír jafnteflisleikir voru reyndar ALLIR á milli Liverpool og City.

Liverpool vs. City á Anfield

Þessi tvö lið hafa eðli málsins samkvæmt mæst í allnokkur skipti á síðustu árum, a.m.k. 2svar á tímabili en oft hafa skiptin verið fleiri. Og ef við skoðum leikina á Anfield síðustu 20 árin, þá var það bara tímabilið 20-21 þar sem Liverpool tapaði þessum leik (þið munið, þegar liðið gekk í gegnum sína verstu meiðslakrísu í manna minnum…. þangað til núverandi meiðslakrísa skall á).

Semsagt: tölfræðin getur sagt okkur hvað sem er, bara spurning hvernig við túlkum hana. Tölfræðin um efstu tvö liðin segir okkur að þetta verði í járnum, sérstaklega af því að þetta eru Liverpool og City, en tölfræðin um City heimsóknir á Anfield segir okkur að það sé einna helst að liðið tapi ef það er í meiðslakrísu. Sem betur fer á það ekki við í dag *hóst*.

Staðan á hópnum

Sko, þegar staðan er orðin sú að það eru BARA Thiago, Bajcetic, Matip, Alisson, Trent, Jota, Curtis, Doak, Gravenberch og líklega Konate sem eru meiddir, og Salah og Szoboszlai eru nýkomnir til baka eftir meiðsli, þá segir það okkur sitthvað um hversu alvarleg meiðslakrísan var. Líklega myndu öll önnur lið segjast vera ennþá í meiðslakrísu. En við erum með Kelleher, Bradley, Quansah og Clark á kantinum, tilbúna til að gefa allt fyrir klúbbinn. Og reyndar allnokkra til viðbótar. Spurning um Danns, hann þurfti að taka smá pásu vegna heilahristings eftir Forest leikinn, og óvíst að þeirri pásu verði lokið fyrir sunnudaginn.

Spurningin er líka hvort það spili inn í að okkar menn spiluðu á fimmtudagskvöldið, en City á miðvikudagskvöldið. Liverpool hefur mjög oft litið út fyrir að vera lið sem þarf rytma í sinn leik, og ekki gott að hafa of langt á milli leikja. Kannski hentar það okkar mönnum bara vel, sérstaklega af því að það var eitthvað hægt að dreifa mínútum á fimmtudagskvöldið. Best hefði verið að geta dreift mínútum enn meira, það hljóta t.d. að vera takmörk fyrir því hvað Endo og Elliott geta hlaupið mikið… eða hvað? Kannski líður þeim bara best bu115sveittir hlaupandi eins og brjálæðingar, og mögulega hafa þeir bara ekkert stoppað síðan á fimmtudaginn.

Andstæðingarnir

Það er ekki endilega til mikils að eyða miklum tíma í að fjalla um þetta City lið. Þeir eru til a115 líklegir og mæta með nánast sitt sterkasta lið. Sá eini sem er nokkuð ljóst að mun ekki spila sem hefði átt séns á að byrja væri Grealish, og meira að segja hann hefði ekkert átt tryggt sæti í byrjunarliði. Við erum bara að fara að mæta ógeðslega góðu og vel drilluðu liði hinna bláklæddu, og þetta verður virkilega erfitt fyrir okkar menn.

Tólfti maðurinn

Það er bara alls ekkert óraunhæft að tala um að möguleikar Liverpool liggi helst í tólfta manninum: áhorfendur á Anfield. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Völlurinn VERÐUR að vera skoppandi, þetta þarf að vera Evrópukvöld í öðru veldi. Þekkið þið einhverja sem eru að fara á leikinn? Viljið þið biðja þau um að öskra úr sér lungun takk? Völlurinn hefur vissulega brugðist vel við kalli Klopp í síðustu heimaleikjum, og nú reynir á.

Uppstillingin

Klopp þarf einfaldlega sitt sterkasta lið sem völ er á (þessi 4 síðustu orð eru því miður ansi mikilvæg). En það sem skiptir öllu máli er að leikmennirnir sem eru inni á vellinum hverju sinni og eru klæddir í rauðu treyjuna berjist til síðasta blóðdropa. Ég hef fulla trú á að okkar menn geri einmitt það.

Það eru alveg nokkur vafaatriði þarna. Kannski setur hann Gomez í hægri bak, við yrðum ekkert hissa á því. Kannski er Konate leikfær, ég ætla að veðja á að hann sé það ekki í ljósi þess hvernig hann haltraði af velli á fimmtudaginn, en ef hann er leikfær þá byrjar hann. Ég set Szoboszlai í byrjunarliðið, en Elliott gæti líka alveg verið þarna. Og svo er það spurningin hvort Salah sé klár í að byrja, hann mun a.m.k. heimta það en spurning hvað læknateymið segir. Mögulega verður það Gakpo sem byrjar í staðinn, og er hægt að hugsa sér betri leik fyrir hann Gakpo okkar að hrökkva aftur í gang?

Michael Oliver dæmir, er of seint að biðja um skiptingu og fá vin okkar Paul Tierney til að dæma? Nei djók, Oliver hlýtur að gera sitt besta.

Já og eitt að lokum. Jú þetta er 6 stiga leikur, en hvernig svo sem þessi leikur fer, þá verður nóg eftir af tímabilinu. Bæði lið eiga eftir að mæta liðum eins og Tottenham og Villa, City eiga eftir að mæta Arsenal, og okkar menn eiga eftir að mæta United. Fyrir svo utan öll hin liðin. Rétt eins og 3-2 sigurinn gegn City árið 2014 (Coutinhoooooo!!!) var mikilvægur í titilbaráttunni, þá réði hann ekki úrslitum (því miður). Við berum því höfuðið hátt þó leikurinn vinnist ekki, en geymum alveg að draga tappann úr kampavínsflöskunni ef hann vinnst. Það er nóg eftir.

Spáum 3-2 sigri, þar sem Nunez skorar sigurmarkið með bakfa115spyrnu í blálokin, eftir að Salah hefur skorað 2 mörk eins og Einar Matthías lofaði í síðustu leikskýrslu.

KOMA SVOOO!!!!

19 Comments

 1. Það var nú bara a115 ekkert leiðinlegt að skrifa þessa upphitun. Vonum að leikskýrslan á sunnudaginn verði jafn skemmtileg!

  18
 2. Takk fyrir góða upphitun! 2-1 og gæti ekki verið meira sama hverjir skora.

  2
 3. Gafst upp á að lesa strax í byrjun vegna þessa “115” út um allt, virkar mjög illa í textanum.

  9
 4. Það leggst illa í mig ef Konate er alvag frá fyrir þennan leik. Svo myndi ég vilja sjá Gomez byrja leikinn í hægri bak. Að öðru leyti líst mér vel á uppstillinguna á myndinni.

  4
 5. haha var leeeengi að kveikja á 115 tilvísuninni! Enn toppar Daníel sig.

  Þvaglát verða tíð þegar líður nær leiknum og vafalaust enn tíðari þegar líður að lokum hans.

  Takist að sigra björninn þá er þetta einn stærsti sigur Klopps frá upphafi.

  12
 6. Afhverju meiðist engin hja Asnenal eins og hjaliverpool

  Alveg ótrulegt hvernig meiðslalistinn skiptist ójafnt

  Sorry, bara pirraður, svektur og stressaður

  8
 7. Ég er ansi smeykur um að við séum að fara að tapa þessum leik á morgun
  Það að hafa ekki Alisson í markinu og Konate í vörninni er einfaldlega of mikið ofan á allt annað fyrir svona stórleik. Ætli þetta tímabil endi ekki með einvígi milli Arsenal og Man City um titilinn þessi lið eru ekki með marga í meiðsum og eru bæði á miklu rönni núna, ég vona að ég hafi rangt fyrir mér.

  7
   • þetta snýst ekki um það að hafa ekki trú á okkar mönnum. þetta snýst meira um skynsemi sem byggist á því hvað meiðslalistinn hjá okkur er stjarnfræðilega langur akkurat núna.

    jú jú vissulega höfum við verið á góðu rönni úrslitalega séð, enn við áttum ekki séns í Arsenal um daginn og ég get ekki séð að Man City sé með veikar mannskap.

    Topp fjögur í vor yrði bara mjög góður árangur miðað við allar þær breytingarnar sem voru gerðar á liðinu í síðast liðið sumar, svo verður tíminn að leiða það í ljós hvort það sé líf eftir Jurgen Klopp og hans starfslið.

    1
   • Í raun getum við nánast stillt upp okkar sterkasta liði fyrir utan Konate og Alisson. Trent er vissulega geggjaður en á móti City vill ég frekar hafa Bradley í bakverðinum. Jota eða Diaz er síðan spurning, Jota var vissulega magnaður fyrir meiðsli, en Diaz gefur aðra vídd. Við skulum hinsvegar ekkert vera að bera saman bekkinn.
    Við erum á Anfield, en á móti Arsenal vorum við á þeirra heimavelli og heimavöllurinn hefur ansi mikið að segja. City er með sterkari einstaklinga en við erum með Klopp og Anfield. Ég skil áhyggjur Ara, en ég er bjartsýnn að eðlisfari. Get ekki spáð Liverpool ósigri, vona að ég hafi rétt fyrir mér 🙂

    3
 8. Viðurkenni að ég kvíði fyrir einvíginu við City – en vona að við rífum nýtt r…..t á Utd í FA cup.

  2
 9. Ég upplifi á hverjum einasta degi að endaspretturinn muni renna okkur úr greipum. Þó að trúin á það sem þetta lið getur og mun gera sé himinhá, þá er alltaf til staðar tilfinning um að þetta gæti allt hrunið hvenær sem er. Því er ekkert pláss fyrir mistök- hver sending og hvert skot hefur merkingu fram til loka tímabils. Þessi tilfinninging er stöðug og er til staðar þegar hver leikur byrjar. Ég get aldrei verið mjög afslappaður heldur meðan á leik stendur.

  Þess vegna er ekki erfitt að skilja Trent Alexander-Arnold þegar hann segir að titlar og árangur þýði meira fyrir Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool hafa í raun byggt þessa vél. Þegar liðið mætir í leik bíður heil fjölskylda, ekki eitthvað óekta. Þegar Liverpool vinnur, vinnur fótboltinn en ekki svindlið með sviksamlega styrktarsamninga og 115 sakamál á bakinu. Ekkert lið mun vinna deildina í mars, en margir halda því fram að við getum vel séð gullið breytast í sand um helgina. Við förum inn í þessa helgi með fleiri mörk skoruð og færri á okkur en Manchester City – það er sjaldgæft. Anfield er líka sá völlur sem Pep-menn eiga hvað erfiðast með og sú staðreynd að Trent Alexander-Arnold er búinn að koma Erling Haaland úr jafnvægi með einfaldri athugasemd lít ég á sem merki um að Liverpool sé þegar undir húðinni á Manchester City.

  Það er ekki annað hægt en að dást að Jürgen Klopp undir lok tíma hans hjá félaginu. Algjör snillingur hvernig hann á blaðamannafundinum fyrir leikinn varð í alvörunni ósvikinn föðurímynd þessa félags. Þegar hann er spurður hvað honum finnist um ummæli Trent Alexander-Arnold talar hann ekki eins einhver þjálfari í hópnum, viðbrögð hans eru eins og besta opnun nokkurrar kvikmyndar eða aðalfyrirsögnin á öflugustu leiksýningum. „Ég er með nokkra vini sem hafa talað við mig um hvað ég ætti að segja og ekki,“ segir hann og lítur svo á blaðamanninn og hlær. Svar hans eftir á er kærleiksyfirlýsing til þessa félags sem hlýjaði mér um hjartarætur eins mikið og það opnaði fyrir mikinn missi. Á tæpum 90 sekúndum tekst honum að verða „The Normal One“ aftur. Hann gefur Liverpool stuðningsmanninum Kevin De Bruyne meiri ást en hann sjálfur fékk nokkru sinni frá eigin stuðningsmönnum og honum tekst að láta Liverpool vörumerkið lenda í mannlegu samhengi og síðan ekki bara að lyfta Trent Alexander -Arnold , heldur hverjum einasta strák og stelpu sem hafa gengið um götur Liverpool með draum um að spila fótbolta fyrir félagið , upp í sjöunda himininn. Þvílíkur persónuleiki og mannvinur. Þetta svar er svo dæmigert svar fyrir Klopp sem gerir söknuðinn nú þegar svo mikinn.

  Kannski verður framtíðarfótboltinn á Anfield enn betri. Kannski bíða enn fleiri titlar. Það eina sem mér dettur hins vegar í hug núna er að þessi samheldni sem ríkir – þessi samlegð milli stjórnenda, liðs og stuðningsmanna – hún er líklega eins sérstök og hún getur orðið.

  Þessi leikur gæti mjög vel verið sá síðasti á milli Jürgen Klopp og Pep Guardiola.
  Framundan er lang erfiðasta áskorun tímabilsins , burtséð frá því sem tölfræðin segir. Auk þess má búast við læstum leik . Jafntefli er góður árangur fyrir Liverpool – við verðum þá jafnir að stigum við topplið deildarinnar. Auk þess stór áskorun í næsta leik. Megi þessi leikur verða stóri úrslitaleikinn á milli Jürgen Klopp og Pep Guardiola sem bæði þeir, Anfield og fótboltaáhangendur úti um allan heim eiga skilið.

  35
  • Ég held að þetta komment Guðmundar sé það besta sem ég hef lesið á þessu spjallborði. Og hafðu stórar þakkir fyrir pistilinn. Ég hef líka verið að spá i þessa yfrirlýsingu frá Arnold sem er svo stór sprengja að bæði HaHalnad og kynóði fyriliðinn og gamla fyllibyttan Ghallager eru nú allir að fara á limingonum út af þessum sannleiksorðum Trent Arnold .
   Það er sennilega smá saman farið að renna upp fyrir þeim að ævintýrið þeirra var byggt á sandi og nú gæti oliliðið verið að sökkva út af 115 svikabrellum í bókhaldinu .
   Já og Daniel sem skrifar endalaus gullpistla hér fær líka mínar bestu þakkir fyir.
   Og hvernig sem leikurinn fer á eftir þá munum við bera höfuðið hátt í leikslok .
   En mikið væri nú gaman ef Nunez skoraði aftur sigurmark á 99 mínótu.

   13
  • Tek undir með nafna. Liverpool hafa verið að „lifa á brúninni“ ansi oft á tímabilinu, með úrslitamörk í blálokin, meiðslalistann o.s.frv. Á einhverjum tímapunkti hættir það að virka. The Guardian skrifuðu um svipað fyrirbæri hjá Arsenal þar sem þeir voru nærri búnir að klúðra leiknum gegn Brentford, leik sem flestir spáðu að þeir myndu bursta. Mark undir lokin bjargaði þeim fyrir horn.

   Fyrir spennu í deildinni væru bestu úrslitin í dag jafntefli, Arsenal þá skyndilega efstir á markatölu. En við vonumst að sjálfsögðu eftir sigri, sem mundi auka líkurnar á titlinum töluvert. Þetta væri samt langt frá því að vera í höfn, leikurinn í dag er ekki sá úrslitaleikur sem margir lýsa. LFC gætu unnið í dag en samt misstigið sig á lokasprettinum og misst titilinn úr höndunum.

   Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að Nunez muni ráða úrslitum í dag með marki eða jafnvel tveimur.

   5
 10. Smá þráðrán en ég réttlæti það með því að við erum að ræða sögulegan leik.

  Ég lagði eyrun við því þegar svokallaðir ,,sérfræðingar” á dr. football tóku saman listann yfir bestu þjálfarana í PL

  Man ekki í svipinn hvernig hann leit út en ætli það hafi ekki verið svona

  1. Ferguson
  2. Wenger
  3. Pep
  4. Mourinho
  5. Klopp

  Hefði viljað sjá Klopp ofar. Kíkjum á þá sem eru fyrir ofan:

  4. Móri endaði á snautlegan hátt Stýrði liðum inn í tóma meðalmennsku. Jú magnaðir titlar en leiddi lið sem hafði ótakmörkuð fjárráð enda fléttað inn í ólígarkíska spillingu.
  3 Pep er eins og fram kemur hér að ofan með hangandi yfir sér risamálaferli um glæspsamlegt athæfi í samhengi fótboltans. Gæti skilað city af sér með verðlausa bikara og í þriðju efstu deild. Ef hann er þessi snillingur – af hverju þá að spila óheiðarlega?
  2. Wenger átti að sama skapi glæsta byrjun en svo var Arsenal liðið andlaust og titlalaust í langan tíma undir hans stjórn. Komust í CL ár eftir ár en voru jafnan kjöldregnir þegar þangað var komið. Ekkert að frétta seinni hlutann af ferli hans.
  1. Ferguson vissulega vann stórvirki með sínu liði en tók við hópi sem hafði komið upp úr akademíunni og toppaði á réttum tíma – þegar peningarnir flæddu inn í boltann. Skilaði af sér þessu þrotabúi sem við höfum getað hlegið að síðan!

  Já, eru klopp gleraugun mín ekki þykk og góð? Ég segi á móti að Klopp tók við skelfilegum hóp, engum yngri flokka efnivið, spilaði eftir reglum og hafði miklu takmarkaðri aura til að spila úr en flest liðin í efri hlutanum. Komst í úrslitakeppni hvað nánast á hverju ári. Var hársbreidd frá stórsigrum en kenna má óheiðarleika (Pep og auðvitað Ramosar-árásin) um að ekki náðust fleiri titlar. Kom liðinu frá bikarþurrð yfir í að vinna þessa sex bikara sem þeir hafa landað og eru nú sigursælasta liðið á englandi!

  Þurfti bara að koma þessu frá mér!

  Svo verðum við að bíða seinni partsins. Það er a115s óvíst hverni fer!

  7
  • Dr.football
   Hefur sagt það að það sé ekki til hlutlaust podcast. Og þess er hans það ekki.
   Það er rangt. Það fer eftir lineupi í þáttunum.
   Stjórnandi Dr football linear upp mönnum eins og Chelsea manninum Jóhanni má og fleirum sem eru brenndir og sárir eftir allar þær rasskellingar sem hans menn í Chelsea hafa fengið í fangið eftir stórleik við Liverpool.
   Plús það að félagið hans Chelsea er eins byggt upp og City eða innihaldslausir titlar.
   Þessi þáttur skautar framhjá öllu sem viðkemur Manutd eða fyrstu 7 árum Fergie hjá Manutd og þeim yfirburðum sem félagið hafði fjárhagslega þau ár sem hann var þar. 1998 kom sterk lið fjárhagslega inn undir stjórn Daglish Sem vann hann eins og hann gerði árin með Liverpool þegar hann var þar. Fergir og utd unnu 1999 þrennuna þar með deildina með 79 stigum.
   Klopp væri að jarða Fergie ef þú tekur inn þessar jöfnur allar.
   Dr football myndi ekki þola að hafa Liverpool mann í þáttunum hjá sér sem myndi svara honum.er ekki að tala um Kela.
   Gula spjaldið er okkar þáttur með talsmenn fyrir samfélagið um borð.
   En YNWA í dag! Hvernig sem fer styðjum við flottasta félagslið í Heimi.

   2
 11. Sælir félagar

  Takk fyrir upphitunina Daníel. Ég vonast eftir sigri, þrái sigur og bið um sigur og veit að þetta Liverpool lið og Anfield geta unnið City. Þetta verður samt hunderfitt og ég þori ekki að spá um tölur en vona hið besta.

  Það er nú þannig

  YNWA

One Ping

 1. Pingback:

Endurkoma Nördanna (Staðfest)

Stelpurnar mæta Leicester í bikarnum