Liðið gegn Sparta Prag

Það er ekkert verið að byrja með einhverja kjúklinga í dag, og Klopp stillir upp sterku liði:

Bekkur: Adrian, Mrozek, Bradley, VVD, Tsimikas, McConnell, Szoboszlai, Clark, Gordon, Musialowski, Koumas, Salah

Salah sem betur fer klár á bekkinn, yrði ekki hissa að sjá hann fá 15 mínútur eða jafnvel 30. Þetta er svo í fyrsta skipti sem hinn pólski Messi er á bekk, lengi verið talað um Musialowski sem einn af þessum efnilegu en hann hefur ekki náð að sýna þann styrk sem hefur þurft til að fá tækifæri með aðalliðinu fyrr en kannski núna.

Númer 1, 2 og 3 er að það komi allir heilir til baka, og það væri mjög stór plús að tapa ekki.

KOMASOOOO!!!!

40 Comments

  1. Ef Gakpo fer ekki í gang fer ég hallast að því að Guð haldi með Everton…

    3
    • Gakpo er samt með 11 mörk og 4 stoðsendingar á tímabilinu. Alls ekkert frábært en alls ekkert ömurlegt heldur.
      Hef trú á að hann bæti sig fljótlega.

      Já og svo skorar Joe Gomez á eftir

      10
  2. Ef maður ætlar að fylgjast með uppáhalds liðinu sínu þá þarf maður að vera áskrifandi að Viaplay, Símanum og stöð sport, meira djöfull.. svínaríið

    7
  3. Góð byrjun held sð Sparta hafi ekki úthald í þessa pressu allan tímann.

    2
  4. Alisson hvað….. Kelleher búinn að vera frábær með þvílíkar markvörslur hingað til!

    5
    • Hann er búinn að vera frábær hef 0 áhyggjur með hann í markinu.

      6
      • Staðan er þannig að Alisson verður að vinna inn sætið aftur. Drengurinn ver allt!!!

        2
  5. Það meiðast leikmenn í hverjum einum og einasta leik sem við spilum þetta er eiginlega orðið rannsóknarefni.

    4
  6. Jæja, nú má einhver af ungu strákunum koma inná fyrir Gakpo. Þetta er komið gott.

    2
    • Já segðu. Maður reynir að vera jákvæður gagnvart þessum gaur en honum virðist bara fara aftur. Verri og verri

      4
      • Hann er alltof hægur. Pressar ekkert, stendur bara eins og glópur. Og klúðrar sendingum út í eitt.

        2
  7. Það virðist vera eitt af einkennum Klopps að oft gefur hann mönnum ekkert allan leikin til að klára þrennuna (hat-trick).

    Oftar en ekki finnst mér hann skipta mönnum út sem byrja leiki þegar þeir eru búnir að skora 2 mörk. Það mega ekki líða margar mínútur milli marka 2 og 3, ætli menn sér að ná því.

    2
  8. Tókuð þið eftir því að Elliott hafði engan áhuga á því að gefa á Gakpo í miðjum teignum? Hahaha…

    2
  9. Tóku bara löglegt mark af Salah afþví bara..aldrei rangstæður.

    5
    • Já. Gakpo-reglan. Hann var offside og fyrir markverðinum. So what else is new?

Sparta Prag – Liverpool

Sparta Prag – Liverpool 1-5