Liðið gegn Forest

Liðið komið, og bekkurinn er vissulega ekki alveg jafn þunnur og oft áður, því nú sjáum við kappa þar eins og Szoboszlai, Nunez, Endo og Danns.

Bekkur: Adrian, Tsimikas, Quansah, Endo, McConnell, Szoboszlai, Nunez, Koumas, Danns

Ungstirnin Koumas og Danns fá traustið á bekkinn eftir frammistöðuna í miðri viku gegn Southampton. Elliott ætlar að halda áfram að hlaupa úr sér lungun, og sama með Gakpo sem spilaði 90 mínútur í miðri viku auk 87 mínútna gegn Chelsea fyrir 7 dögum síðan.

Endo er væntanlega á bekknum þar sem hann var gjörsamlega búinn á því gegn Chelsea, spilaði jú 120 mínútur þar. Það mátti líka búast við því að Nunez og Szoboszlai færu ekki að byrja þennan leik, verandi nýstignir upp úr meiðslum.

Gomez aftur í sexunni, en ef mönnum líður betur með að hugsa þetta sem þriggja miðvarða kerfi með þann í miðjunni aðeins framar en hina, þá má líka hugsa það þannig.

Þetta er leikur sem þarf að vinnast. Svo einfalt er það. Við biðjum fótboltaguðina um að enginn meiðist samhliða því.

KOMA SVO!!!!!

58 Comments

 1. Ég vil sjá Gakpo stíga upp og setja allavega eitt mark í dag. Taka smá ábyrgð…

  KOMA SVO!!!

  7
 2. Athyglisverð uppstilling ………. 5-3-2 á útivelli? En gott að sjá styrkingu á varamannabekknum frá síðasta leik. Vonandi fara gamlir Liverpool menn ekki að gera okkur skráveifu í dag.

  Ég bið ekki um meira en að allir komist heilir frá þessum leik í dag og stormsveitin verði klár fyrir næstu helgi.

  YNWA

  1
 3. Við munum n.b. hitta fyrir bæði Divock Origi og Neco Williams hjá heimaliðinu, og svo Taiwo á bekk.

  4
  • Hef séð Neco Williams eiga góða leiki með Forest. Vantar ekkert upp á baráttuna.

   3
 4. Líst vel á þessu uppstillingu fyrst Klopp hefur ekki mikið úr að moða miðað við meiðsli margra leikmanna. Verður fróðlegt að sjá hvernig Gomez spjarar sig í sexunni.

  3
 5. Gomez hefur verið frábær í vetur, hvar sem hann er settur. Hann heldur því bara áfram.

  11
 6. Magnað að horfa á klippur úr fyrri leik liðanna.

  Jota, Salah, Nunez og Szlobo, allt í öllu. Nú eru tveir þeirra á bekknum, hinir fjarri.

  Þvílíkt sem meiðslin hafa hrjáð okkur!

  Þetta verður alvöru prófraun. Best maður fari í treyjuna.

  3
 7. Já, og svo er magnað að sjá Gomez í sexunni. Oft hefur maður velt því fyrir sér af hverju fjölhæfir miðjumenn eru ekki hafðir í þesu hlutverki, t.d. Matip þegar hans naut við.

  Verður virkilega áhugavert að fylgjast með honum þarna aftast á miðjunni.

  5
 8. Þetta er magnað dæmi og það eina sem ég bið um í dag eru þrjú stig. Þau mega koma í ljótum sigri mínum vegna. Vil bara fá þau og engin meiðsli takk fyrir!

  4
 9. Þetta verður erfitt ! En liðið er seigt og vonandi náum við í 3 stig í dag. Það er algjört möst !

  2
  • Ekkert bannað hér…..þá skorar hann og þú tekur sokkinn……

   3
 10. Gomez, er ekki að finna sig. Er í sendingavandræðum og brýtur mikið af sér.

  3
 11. Veit ekki Henderson14, hef lítið orðið var við hann, en vonandi skorar hann samt.

  4
  • Mér finnst Jayden Danns hafa unnið sér inn réttinn til að spila í þessum leik. Út af með Gakpo.

   2
 12. Ekki góður fyrri hálfleikur gegn liði sem liggur aftarlega og sækir hratt. Fyrirsjáanlegt miðað við álag og meiðsli.

  Diaz hefði mátt gera betur í sínum færum.

  Vonandi koma Nunez og Szobo inn og gera gæfumuninn.

  3
 13. Þurfa vera grimmari í seinni vonandi munum við sjá NUnez og Sly inná í seinni.

  4
 14. Í svona bragðdaufum leik þarf einhver að þora að sóla einn og brjóta upp leikinn en við þurfum víst að fylgja plani og gefa aftur á mennina í öftustu línu… til að gera það svo aftur í næstu “uppbyggingu”

  3
 15. Það er ekki furða að þetta sé þungt hjá okkur eftir álagið sem er búið að vera og þessi miklu meiðsli.

  2
 16. Origi er heldur betur sprækur. Búinn að hlaupa meira í þessum leik en á síðasta hálfa árinu með Liverpool.

  Jæja nú fáum við Nunezinn og Endo. Það munar um minna.

  4
 17. Note to self: Háar sendingar inn í teig eru ekki að gera sig!

  2
 18. Rosalega færist mikil ró yfir þegar Endo mætir. Allt annað að sjá liðið eftir þessar skiptingar.

  4
 19. Djöfulsins foucking Gagbo drasl

  Drullastu til að vinna fyrir laununum þínum,
  Anskotans hollenska hrognamál

  1
 20. Hey spáið í þessu….. Gakpo verður væntanlega í byrjunarliðinu á móti Man city!!!

  2
 21. held að dannsarinn mæti í byrjunarliðið gegn city frekar en staurfóturinn Gakpo

  5
  • Nei, ekki séns.

   Bunir að fa 10 horn og ekkert, nakvæmleg ekkert að fretta

   3
 22. NUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUNNNNNNNNNNEEEEEZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ!!!!!!!!!!!!!!!!!1

  10
 23. Frábær úrslit!
  Svona fyrir þá sem efuðust þá er leikurinn aldrei búinn fyrr enn dómarinn er búinn að flauta 😉

  10
 24. Það er ekki annað hægt en að dást að frammistöðu Nottingham Forest í leiknum. Hefðu alveg getað stolið sigri.
  En virkilega vel gert hjá okkar mönnum að halda áfram á meðan það var möguleiki – og enn betra að þeir hafi nýtt sénsinn og stolið sigrinum í uppbótartíma uppbótartímans!
  Það er karakter.

  4

Leikur gegn Evrópumeisturum.

Forest 0 – 1 Liverpool