Leikur gegn Evrópumeisturum.

Það eru þrír þjálfarar í knattspyrnusögu Englands sem mér finnst skara fram úr í að sameina stuðningsmenn og búa til þessa fjölskyldustemmningu bæði innan vallar sem utan. Tveir þeirra eru Liverpool þjálfarar Bill Shankly og Jurgen Klopp en svo er það fyrrum þjálfari Forest Brian Clough sem var snillingur í málfari og ná til stuðningsmanna Forest liðsins.

Brian Clough og aðstoðar maðurinn hans Peter Taylor gerðu Forest að Evrópumeisturum árið 1979 og 1980 og er ég viss um að mörg lið væru til í að eiga svoleiðis bikara (sjá  Arsenal 😉 )

Nottingham Forest var sem sagt stór lið á Englandi og voru leikirnir gegn Liverpool oftar en ekki með þeim stærstu á hverju ári og er ekki skrítið að þegar Liverpool tóku þá í fótboltakennslustund árið 1988  5-0 á Anfield að það er að mörgum stuðningsmönnum liðsins talinn einn besti leikur í sögu Liverpool.

Ástandið á Forest í dag er ekki í líkingu við gullaldarárin en þeir eru þó mættir í úrvalsdeildina á sínu öðru tímabili og eru í fallbaráttu en þó finnst manni að þeir munu halda sér uppi. Forest er lið sem spilar 4-2-3-1 og virka eins og virkilega gott jójó, stundum líta þeir vel út á uppleið og stundum líta þeir skelfilega út á niðurleið. Svo að við vitum ekkert hvaða lið við munnum fá frá þeim um helgina.

 

LIVERPOOL

Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með ungu strákunum fá tækifæri og nýta það líka svona vel. Nokkrir byrjuðu gegn Chelsea og svo komu margir inn á og voru að drukkna úr adrenalíni og gáfu okkur aukaorku. Svo gegn Southampton þá fengu sumir verðlaun fyrir góða frammistöðu með fullt af mín en ef maður á að vera alveg hreinskilinn þá hefði líklega sterkara lið en Southampton náð að refsa okkur meira í fyrri hálfleik í þeim leik( Klopp talaði sjálfur um að pressan væri ekki alveg í takt).

Svo að ég ætla að spá því að Klopp fer í aðeins aldri útgáfu af byrjunarliði fyrir þennan leik.

Kelleher að sjálfsögðu í markinu.  Van Dijk/Konate skiptu með sér hálfleikjum í síðasta leik svo að þeir byrja þennan.  Bradley heldur áfram í hægri bakverði en þar sem Andy var eitthvað smá tæpur þá tel ég að Gomez fái að byrja þennan leik í vinstri bakverði.

Mac Allister er heill en Endo er tæpur en ég tel að hann sé harðjaxl sem nær að vera tilbúinn í þennan slag. Sly er byrjaður að æfa en ég tel að hann verður á bekknum og ofurmaðurinn Elliott sem spilaði 120 mín í deildarbikar og svo meirihlutann gegn Southampton byrjar inn á en er aldrei að fara að klára leikinn( Sly tekur síðasta hálftímann)

Ef ég mætti ráða þá myndi Diaz, Nunez og Danns byrja en ég held að Klopp treystir frekar Gakpo sem hefur ekki náð að heilla mig ( því miður)

Salah er en þá meiddur en Klopp talar um að það er stutt í hann ( ég spái því að hann verður 100% klár gegn Man City) og er hann þá utan hóps ásamt Alisson, Jota, Trent, Jones og Gravenberg til að nefna nokkra.

SPÁ
Þetta er en einn úrslitaleikurinn hjá liðinu og en og aftur má ekki tapast stig því að það er ólíklegt að bæði Man City eða Arsenal séu að fara að gefa eitthvað eftir. Forest liðið datt út úr FA Cup gegn Man utd með marki undir lok leiksins og koma því svekktir til leiks en líka vitandi að þeir verða að fara að safna stigum ef þeir ætla ekki að falla og ég tala nú ekki um ef dómsmálið gegn þeim gefur þeim ekki nokkur mínus stig ( kannski 6 eins og Everton ).

Það kemur að því að okkar menn sem hafa verið að spila mikið undanfarið fari aðeins að stífna upp og orkan aðeins að detta niður og því tel ég að þetta verður erfiður leikur sem við þurfum að hafa mikið fyrir.
Ég ætla að spá 1-2 sigri þar sem Diaz og Danns sjá um mörkin(Danns kemur inn á þegar korter er eftir og skorar sigurmark í blálokin)

YNWA

Ætla að leyfa Ladda að eiga loka orðið fyrst að við erum að fara að spila í Skírisskógi já eða næsta bæ.

8 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir prýðisgóða upphitun Sig Ein og svo sem ekki miklu við að bæta. Þetta lið sem stillt er upp þarna er fyrnasterkt en því miður ekki víst að það verði nkl. svona. Mér finnst til dæmis hæpið að Elliot byrji þennan leik og Endo er mjög tæpur skilst mér. Því gæti Gomes (altmuiligtman) komið aftur inn í varnartengiliðinn sem hann skilaði að lokum prýðilega síðast þó smá hnökrar hafi verið í byrjun. Þar með gæti komið kjúlli í vinstri bak ef svo verður sem mér sýnist að geti orðið. En hvað um það. Aðeins sigur er í boði og verður hunderfiður og svo erfiður að ég treysti mér ekki í tölur en vonast svo sannarlega eftir sigri.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  2. Ef Nunez er tæpur þá væri ég til í að sjá Danns fá alvöru tækifæri með Diaz og Gakpo frammi. Strákurinn er áræðinn og það er klárt að hann mun leggja sig allann í það verkefni.
    Svo er spurning hvort að Multi Gomez verði aftur á miðjunni, þvílíkur leikmaður.
    Þetta verður þungt og erfitt í dag en við verðum að sigla sigri heim og “grænda” út sigra á meðan verstu meiðslin ganga yfir þennan hóp.

    6
  3. Fínn pistill sem ávallt SEE. Segi eins og Daníel hér áður að mér er nokk sama um FA bikarinn og bara endilega að nota hinu víðfrægu hvolpasveit á þeim vígvellinum. (yrði samt djöfullegt að tapa fyrir MU)

    En svartsýnisraus í mér og spái jafntefli í dag þar sem fyrrum Liverpoolmenn gera okkur skráveifu. Þétt leikjaprógram farið að síga í og menn þungir á velli. Mín heitasta ósk að engin frekari meiðsli í Rauða Hernum svo okkar menn nái að stilla upp stormsveitinni á móti City um næstu helgi.

    YNWA

  4. Ósköp er fólk þögult eftir þessa líka snilldar upphitun.

    Það er kalt á toppnum og þá skiptast leikirnir í tvennt:

    1) 6 stiga leikir
    2) Bananahýði.

    Þessi er í seinni flokknum, trukka-stera lið sem byggir á fornri frægð, með háværa áhorfendur og blóð á tönnum í bráðri fallhættu. Gegn þeim. hefði verið gott að geta teflt fram gæðum úr efri skúffu en við verðum að una við það að fá blóðþyrsta og orkumikla unglinga sem eru áfjáðir í að skapa sér nafn í bland við reyndari leikmenn.

    Vonum það besta. Verum viðbúin því versta.

    7
  5. Það er enn langt í Alisson, en Kelleher hefur verið að standa sig mjög vel, alveg vonum framar.
    Ég ætla bara ekki að nefna þriðja markvörðinn, úff. Væri til í að sjá sem flest ungstirni koma inn á í dag.

    4
  6. Þrjú stig er það eina sem skiptir máli. Eina leiðin til að halda drauminum lifandi, að Klopp kveðji sem Englandsmeistari.

    Ég geri ráð fyrir að Forest hafi lagt mikið á sig í síðasta leik, jafn fram á lokamínútu, bæði lið vera smá þreytt en Liverpool ætti að klára þetta.

    Mín spá 1-2 Gakpo með mark.

    Áfram Liverpool og áfram Klopp!!!

    2
  7. Ekki flókið, þrjú stig og keep on rocking ! Á ekki von á auðveldum leik nú frekar en endranær. Myndi allan daginn vilja sjá Salah, Jota, Trent og Allisson í dag en þetta er staðan sem við erum í og ekkert annað að gera en setja hausinn undir sig og sækja þessi þrjú stig sem eru í boði með þeim mannskap sem við höfum í dag. Flott upphitun að venju og þvílík forréttindi að hafa ykkur penna Kop.is. Trúi því að herr Klopp muni ekki hika við að henda kjúklingunum inná til að klára málið ef þetta verður eitthvað strögl. Spái 2-1 í erfiðum leik, Nunes og haldið ykkur fast Joe nokkur Gomes með sleggju af 25 metra færi.

    1
  8. Er Gomez á miðjuni ?? er ég að sjá eitthvað vitlaust í uppstillinguni á Fotmob ?

Liverpool 3-0 Southampton

Liðið gegn Forest