Liverpool 3-0 Southampton

Liverpool 3-0 Southampton

Leikurinn í dag byrjaði ekki vel fyrir reynslulaust lið Liverpool þegar Southampton náði að koma boltanum í netið eftir aðeins nokkrar sekúntur en sem betur fer var markaskorarinn Mara kolrangstæður. Þetta virtist þó fara með sjálfstraust okkar manna og eftir tíu mínútna leik voru Southampton menn einnig búnir að eiga stangarskot sem og að láta reyna á Kelleher í markinu en svo loks fóru menn að finna taktinn. Southampton var enn stekari aðilinn framan af en við náðum að koma Gakpo og Clark í ágætis stöður en leikurinn enn markalaus. Það var svo á 45. mínútu rétt áður en flautað var til hálfleiks þegar Lewis Koumas, í sínum fyrsta leik fyrir félagið, braut ísinn. Bobby Clark kom boltanum til hans rétt við vítateiginn. Koumas snéri inn á völlinn og átti svo lúmskt skot meðfram jörðinni undir Lumley í markinu. Mínútu síðar átti Gakpo skot framhjá úr góðri stöðu áður en flautað var til hálfleiks. Óheppnir að vera ekki 2-0 yfir í hálfleik þar sem Kelleher var okkar besti maður eins undarlega og það hljómar.

Í hálfleik fór Van Dijk af velli fyrir Konate en þeir skiptu með sér leiknum við hlið Quasah í vörninni meðan Joe Gomez fékk nýtt hlutverk sem djúpur miðjumaður í dag, hans fjórða staða á tímabilinu. Í byrjun seinni hálfleiks hélt Gakpo áfram að fara illa með ágætis stöður en leikurinn datt svo aðeins niður þegar bæði lið fóru að nýta mikið af skiptingum en þegar tuttugu mínútur voru eftir fengu Southampton menn dauðafæri til að jafna leikinn en Shea Charles setti boltan í hliðarnetið og okkar menn heppnir að þessi bolti barst ekki vanari sóknarmanni. Það var svo einn af okkar varamönnum Jayden Danns sem kláraði leikinn með tveimur mörkum en það var einmitt kannski eitt það óvæntasta við liðsvalið í dag að hann var á bekknum eftir tvær mjög jákvæðar innkomur en hann kórónaði þær með tveimur mörkum í dag.

Bestu menn Liverpool

Kelleher átti annan stórleik í marki Liverpool í dag og maður er að verða rólegri og rólegri að hafa hann í rammanum. Ekki misskilja mig það er gríðarlegur söknuður í Alisson enda sá besti í þessari stöðu í heimi en við höfum átt ansi marga aðalmarkmenn sem eru lakari en Kelleher og því forréttindi að eiga jafn góðan varamarkmann og þetta þó hann eigi alveg augnablik þar sem maður vill sjá hann gera betur. Danns og Koumas skora mörkin og gera báðir mjög vel í mörkum sínum. Bobby Clark virðist vera virkilega góður leikmaður og var flottur á miðjunni í dag og í síðustu tveimur leikjum er hann að byggja ansi góð rök fyrir því að vera enn annar kostur á miðsvæðið hjá okkur, jafnvel þegar allir eru heilir. Elliott, kannski ekki nein stjöruleikur svo sem en verð að setja hann með hér því hvernig í ósköpunum gat hann byrjað þennan leik eftir að hafa gjörsamlega hlupið úr sér lugnun á sunnudaginn. Verð að gefa honum stóran bónus fyrir það.

Hvað mátti betur fara

Gakpo var einn af okkar reynslumeiri mönnum í dag og hefði mátt fara betur með færin sín til að klára leikinn fyrr en þó alls enginn hauskúpuleikur hjá honum. Gomez átti erfitt með að fóta sig í nýrri stöðu í fyrri hálfleik en má eiga það að hann óx í hlutverkið og skilaði ágætis leik. Fyrir utan það var það bara að við hefðum mátt byrja leikinn betur en með svona óslípað lið er eðlilegt að það taki tíma að finna taktinn.

Umræðan

 • Það er búið að draga og við förum á Old Trafford og mætum Manchester United í síðasta leik fyrir landsleikjahlé um miðjan mars.
 • Ungu strákarnir halda áfram að gefa og bættum Koumas í hóp þeirra í dag.
 • Trey Nyoni kom inn á í dag en hann er 16 ára gamall og yngsti leikmaður Liverpool til að spila í FA-bikarnum. Hann fæddist 30. júní 2007, fjórum dögum seinna skrifaði Fernando Torres undir hjá Liverpool!

Næsta verkefni

Næsta verkefni er Nottingham Forest á útivelli í hádeginu á laugardaginn og vonandi verða einhverjar af stjörnunum okkar komnar til baka fyrir þann leik, ef ekki verða krakkarnir okkar bara að vinna þann leik líka!

22 Comments

 1. 16 ára settur inn á í miðjum leik, er meðal þeirra yngstu ever!

  2 “krakkar” 18 ára og yngri skora mörkin 3!

  Allan leikinn eru 6-7 hvolpasveitarleikmenn (<= 20 ára) inn á!

  …. þetta getur enginn nema Jurgen Klopp!!!

  Af hverju er Pep Guardiola nefndur í samanburði við Klopp?

  … hver er Pep Guardiola annars?

  … Jurgen Klopp þú getur bara ekki hætt í vor, þú hlýtur að finna hjá þér löngun til að taka þetta vel lengra!!!!!!!!

  19
 2. Er bara orðlaus yfir þessum sigri! Hvolparnir eru framtíðin og Danns er virkilega spennandi leikmaður. Kelleher hefur vaxið og ég bara verð að biðjast afsökunar gagnvart honum frá fyrr í vetur,sýnir hvað spilatími hjálpar mikið fyrir sjálfstraust leikmanna.

  Nottingham næst og maður bara er rólegur fyrir honum,miðað við dugnaðinn í guttunum.

  7
 3. “Elliott, a relative veteran of this Liverpool team at 20 years of age, released Danns”. Guardian með tilvitnun. Þetta er auðvitað fáránlegt. Og drepfyndið.

  10
 4. 3-0 sigur en sigurinn er eina sem skiptir máli í FA CUP eða næstum því eina. Það skiptir máli að ungu strákarnir fá að spila og það skiptir máli að Everton leikurinn færist eftir landsleikjarhlé svo að við getum fengið fleiri menn til að velja úr.

  Þetta var 3-0 en úrslitin finnst manni ekki endurspegla hversu erfiður þessi leikur var. Southampton fengu mikið af færum og eins og í leiknum á undan þessum var ótrúlegt að andstæðingar okkar náðu ekki að skora.

  Við vorum ekkert að spila sérstaklega vel í þessum leik en líka ekki hægt að búast við því þegar leikmenn sem eru ekki vanir að spila saman gera það og þegar leikmenn þurfa jafnvel að spila úr stöðu.

  Mér fannst við samt gera þetta mjög vel og eftir að við komust í 2-0 þá kláruðum við þetta fagmannlega en það fylgir Mac Allister ákveðin ró þegar hann kemur inn og stjórnar miðsvæðinu.

  Kláruðum þetta vel og fáum Man Utd á útivelli í næstu umferð sem verður spennandi verkefni.

  7
  • “Við vorum ekkert að spila sérstaklega vel í þessum leik”

   Jú, þegar sjálfstraustið jókst hjá hvolpasveitinni var Liverpool að spila mjög og svo sérstaklega vel.

   Vel snemma fannst mér spilið mjög gott í fremsta þriðjunginum. Þegar á leið þá réðu guttarnir nær algjörlegaa öllu á vellinum og spilið fór nær allt fram á síðasta þriðjungi vallarins.

   5
 5. Virkilega “flókin” en jú góð skýrsla, ég þurfti að lesa suma kafla 2-3 til að kaupa (næstum) allt þar. Mér finnst gott að þurfa að hugsa!

  Eftir stendur samt punkturinn “… Elliott, kannski ekki nein stjöruleikur svo sem …”,

  mér fannst allan tímann í leiknum að Elliott sá elsti af ÖLLUM ungum taka nákvæmlega þá ábyrgð. Hann var leiðtogi í sínum aðgerðum, alltaf að reyna að búa eitthvað til. Bíð spenntur eftir að sjá hvernig hann þróar slíka ábyrgð áfram.

  8
 6. Prívat bréf til Klopp !!!!
  Hálfnað verk þá hafið er.
  Stattu við samning þinn til 2026 og kláraðu dæmið.
  Strákarnir þínir eiga það skilið enda hafa þeir sannað sig og þú hleypur ekki frá draumi þeirra.
  Annars djöfull er þetta magnað með táningana……einsdæmi í knattspyrnusögunni, pottþétt.
  Gangi liðinu okkar vel og hugsum jákvætt þó ekki eigi allir góðan dag á vellinum.
  Flestir hafa átt slæma daga en komið til baka.
  YNWA

  5
 7. Gakpo er ágætis leikmaður. Það eru mörk í þessum gaur, svona sérstaklega þegar liðið er komið í þægilega stöðu þá á hann oft til að bæta við þriðja eða fjórða marki.

  Gakpo getur líka verið misjafn.

  Hann fékk að byrja gegn Arsenal á Emirates og sást ekki allan leikinn. Sýndi þar eina verstu frammistöðu leikmanns LFC í langan tíma.

  Nú í fjarveru Nunez, Jota og Salah höfum við virkilega þurft á honum að halda og þá bregst hann okkur gjörsamlega.

  Vinnusemin skilar nánast engu sérstaklega þegar hún er borin saman við þá vinnu sem Nunez og Jota skila liðinu.

  Gakpo hefur ágætis hraða,, en hvers vegna virkar hann svona hægur?

  Ekki bara hægur heldur áhugalaus og kærulaus líka.

  Mögulega fyllist hann værukærð yfir því að enginn er að keppa við hann um stöðuna í dag, en mögulega breyttist það eftir að Danns kom inn á.

  4
  • Þess utan góður sigur gegn liði sem ætti að vera í PL og líklegt til að spila í PL á næsta ári.

   1
  • Ágætt að fleiri séu að sjá framlag Gakpo. Bara hreinlega ekki staðið undir væntingum.

 8. Þessi úrslit lúkka ótrúlega vel á pappír 3-0 gegn flottu saints liði og hvolpasveitinn að skora.

  Mig langar nú aðeins að koma inn á þessa hvolpa sem virðast koma úr öllum áttum hjá Liverpool núna.
  og ást okkar stuðningsmanna svo á Klopp.
  nú er það þannig fyrir þá sem ekki er það ljóst að einn maður býr ekki til svona svakalegt júnitt sem liverpool er orðið sem klúbbur. Klopp er ekki að pikka þessa stráka upp úr öllum akidemíum um allt england, heim eða hvaðan þessir gæjar koma allir, Klopp er ekki að kenna þeim fótbolta frá grunni.
  Klopp þorir að nota þá, hann vill sjá þá æfa með bestu mönnum Liverpool á ákveðnum tímapunkti á þeirra ferli. Og það er ástæðan að Klopp er svona frábær og hann getur fengið þessa stráka til að trúa á sjálfa sig. Svo er Klopp líka frábær perssóna sem er orðinn táknmynd fyrir félagið allt og jafnvel borgina. þetta er hans 9 tímabil með Liverpool, FSG koma inn í þetta 2010 minnir mig. nú eiga að vera koma upp kynslóðir úr því grasrótarstefnu sem félagið er með í grunnvinnu sinni. Og það er heldur betur að gerast og búið að vera gerast síðustu 1-2 tímabil og jafnvel lengur, t.d. trent og framveigis. en þetta fæðir allt um núna. Þetta er það mikilvægasta sem er framundan hjá Liverpool núna það er að pikka upp einstakling sem kann að stilla upp í kerfi, það er til nóg af þeim skal ég segja ykkur. en aðalmálið er perssónan sem kemur inn þori og vilji halda þeim strúktur sem FSG kom með inn í félagið. við meigum ekki gleyma þeirra hlut í þessu, þeir ráða staffið inn í allar stöður félagsins, þeir bera ábyrggð á öllu þarna, sumir vilja kaupa og hræðast tímabilin fyrirfram því Liverpool kaupir ekki eins og sumir aðrir. en mörg kaup hjá félögum er á kostnað svona stráka. núna bara höfuðið upp kveðjum Klopp með stæl eftir tímabil og trúum á stefnuna okkar!

  8
  • Sorglegt að Pep sé ekki að taka við keflinu og fylgja eftir þessu uppbyggingarstarfi

   3
 9. Þetta var algerlega frábært!
  Framtíðin er svo sannarlega björt með alla þessa ungu leikmenn sem vonandi fá að vaxa með nýjum stjóra næsta haust.

  Vil svo bara benda á atvik sem gerðist í aðdraganda sigurmarks Utd í gær, sem fékk að standa.
  Sami dómari og dæmdi úrslitaleikinn okkar á sunnudaginn 🙂
  https://preview.redd.it/whats-the-difference-between-these-two-pictures-one-team-v0-g9x61x8i6hlc1.jpeg?auto=webp&s=a0eeff402d879109e7eebef11fa282ee40a5b605

  10
  • Já ég ætlaði að koma inn á þetta, þar sem ég var svona að flétta á milli leikja í gær, og sá þetta mark. það hlakkaði í mér því þarna vissi ég um leið að þetta mark myndi standa og það réttilega og sami dómari.
   Þetta segir bara svo mikið hvað enska dómarasambandið er í miklu rugli. ég væri til í að þeir sýni mér einn svona dóm og átti sér stað í carabocup final. einn svona dóm í allanvetur.

   Þetta var stórkostlega galin dómur og að þeir skuli bara sleppa í umræðuni með þetta er vandamálið. Liverpool þarf að fara róa að því á öllum leiðum að reyna koma sínu fólki að í allskonar nefndum og fréttamiðlum. því þetta er ekki í lagi.

   og ætla réttlæta það í umræðuni að mark var dæmt af Chelsea?
   afhverju var sjónarhornið sem kom svo seinna ekki sýnt í útsendinguni sjálfri?
   Chelsea markið var kolólöglegt það er hægt að skoða sýnishorn frá Sky sports af því.

   Mark Liverpool aftur á móti er galin dómur, svo sérðu þetta aftur í gær og þá ekkert dæmt.til þess að ákveða svona þurfa dómarar að vita leikplön liðanna. þeir geta ekki ákveðið að þessi hlaupi þangað og hinn eitthvern annað á vellinum og hafið þannig áhrif á leikinn.
   þetta var svo stjarnfræðilega vitlaus dómur og um það hafa flestir sérfræðingar verið samála að maður bara er farinn að efast um hlutleysið þarna.

   12
  • Jú passar. Hannes er bara orðinn eins og við hin og gerir ráð fyrir hádegisleik þangað til annað kemur í ljós.

   4
 10. Er semsagr búið að staðfesta fa cup vs utd 16.3 þegar það er europa league er 14.3 !?

 11. Dr football fullyrðir að Southampton hafi mætt með varaliðið. Er það rètt?

  1

Hvolpasveitin sem byrjar gegn Southampton í bikarnum

Leikur gegn Evrópumeisturum.