Southampton kemur í heimsókn – Upphitun

Það er engin miskun á deildinni. Okkar menn eru varla komnir með mjólkursýrurnar úr fótunum þegar nú er komið að næsta leik, í þetta sinn bikarleik gegn dýrlingunum frá suðurströnd Englands. Venjulega væri þetta einfalt verkefni, en þrem dögum eftir bikarúrslitaleik? Með sirka fimm ómeidda aðalliðsmenn? Þetta verður langt því frá auðvelt, en auðvitað trúum við á kraftaverk.

Andstæðingurinn

Southampton kvöddu Úrvalsdeildina í fyrra eftir ellefu ára veru í henni. Áratugurinn í deild þeirra bestu var ótrúlegt ævintýri. Þeir tóku þátt í evrópukeppni í fyrsta sinn, spiluðu á tímabili glimrandi og spennandi sóknarbolta og höfðu ótrúlegt lag á því að finna leikmenn sem áttu eftir að plumma sig vel í Úrvalsdeildinni.

En eins og mörg lið sem hafa flogið hátt á því að kaupa unga og spennandi lentu þeir á endanum í að þeir gátu ekki látið töfrana ganga endalaust. Fyrr má nú vera, listinn yfir menn sem sköpuðu sér nafn hjá dýrlingunum en fóru svo annað er langur: Virgil van Dijk, Sadio Mané, Adam Lallana, Mauricio Pochettino, Ronald Koeman, Luke Shaw, Dejan Lovren, Rickie Lambert, Nathaniel Clyne… listinn er ekki tæmandi.

En þegar maður rennir yfir félagaskipti frá liðinu sér maður nokkuð stóra breytingu um 2019. Þá hættu Southampton að finna gullmolan og spilaborgin byrjaði að hrynja. Þegar þeir loksins féllu í fyrra var það búið að vera óhjákvæmilegt og kannski höfðu þeir gott því. Ég mögulega vista þessar þrjár málsgreinar því ég held ég muni geta notað þær nær orðrétt um Brighton í upphitun eftir nokkur ár…

Það er ekki neitt gífurlegur rígur milli Liverpool og Southampton. Liðin hafa spilað reglulega í heila öld, Liverpool unnið mun oftar og síðustu í síðustu tíu leikjum hafa Liverpool unnið átta. Stuðningsmenn Liverpool hafa helst fundið Southampton það til forráttu að það er gífurlegt vesen að komast til borgarinnar svo Travelling Kop fagnaði vel þegar þeir fóru niður. Hins vegar eru mun sterkari tilfinningar meðal Southampton stuðningsmanna gagnvart Liverpool. Þið tókuð kannski eftir að ansi margir af þeim sem fór frá Saints fóru til Liverpool. Margir stuðningsmenn Saint telja (mögulega réttilega) að Liverpool hafi rifið besta lið þeirra í sundur. Tilfinningar þeirra gagnvart okkar mönnum erur eftir því.

Í vetur hafa Southampton verið öflugir og eiga fínasta séns á að komast aftur upp. Þegar tólf umferðir eru eftir eru þeir nánast örrugir um að komast í útsláttar keppnina, með fimmtán stiga forskot á Norwich í sjöunda sæti. Þeir eru ekki nema fimm stigum á eftir Leeds, sem sitja í öðru sæti.

Útsláttarkeppninn er auðvitað gífurlegt lotterí. En Southampton dreymir um að komast aftur upp í fyrstu tilraun. Þess vegna á ég mjög erfitt með að trúa að þeir setji mikið púður í þennan leik, ef einhverjir leikmenn eru eitthvað tæpir munu þeir hvíla. Á venjulegum degi myndi ég segja að Liverpool ætti að bakka yfir hvaða B-deildar lið í heimi. En þetta er ekki venjulegur dagur, frekar en aðrir hjá Liverpool.

Okkar menn.

Tíundi deildarbikar Liverpool var landað á sunnudaginn á ótrúlegan hátt. Leikmenn sem sumir hverjir þurftu að mæta aftur í menntaskóla daginn eftir leik komu inná undir lok leiks og létu rándýra leikfangafélagið líta út eins og kjána.

En kostnaðurinn var töluverður. En einn leikmaðurinn var tæklaður út í meiðsli og nokkrir spilluðu í rúmlega 120 mínútur. Það er erfitt að ímynda sér að Van Dijk, Endo, Elliot og Diaz verði látnir byrja eftir að hafa spilað tvo tíma á hæst tempói þrem sólarhringum áður. Ég ætla að giska á að Kelleher geti byrjað enga að síður, en einhvern tíman væri leikur til að veðja á að Adrian fái að koma inn, væri það þessi. Er samt ekki að spá því.

Það er hægt að velta fyrir sér hvort Robbo eða Tsimikas fái að byrja leikinn. Robbo er þar ný komin úr meiðslum að hann þarf fleiri mínútur, svo ég held að hann fái að starta og Tsimikas komi svo inná. Ég held að Quansah og Gomez byrji í miðverðinum (Konate var orðin fjári bensínlaus þegar hann fór út af) og Bradley í hægri bakverði.

Miðjan er svo einn stór hausverkur. Ég trúi ekki að Endo hefji leikinn eftir að hann var nánast skreið upp stiganna á Wembley. MacAlllister gæti alveg farið niður í sexuna, fá að taka einn dans þar en. McConnel stóð sig frábærlega á Wembley þannig að ég hugsa að Klopp leyfi honum að fylgja eftir frammistöðunni í London. Síðan verður Clark líklega honum við hlið.

Ætli Gakpo verði síðan ekki látinn byrja á vinstri vængnum, með Danns upp á topp og Koumas hægra megin. Þetta lið gæti hæglega sett met í hversu háar treyjutölurnar eru að meðaltali:

Spá… og áskorun.

Ég get ekki fyrir mitt litla líf spáð því að þetta verður einfaldur og þægilegur leikur. Ég spái að þetta fari 2-2 í venjulegum leiktíma, 3-3 eftir framlengingu og Liverpool vinni svo vítaspyrnu keppnina.

Áskorun mín til lesenda er þessi: Hvernig haldið þið að byrjunarliðið verði og hverjir koma inn af bekknum?

 

 

23 Comments

  1. Kostas og Gomez í bakvörðum og van dijk og Konate taka sitt hvorn hàlfleikinn, að öðru leyti giska èg à sama lið og Ingimar

    Bjartsýnn à að nunez og salah komi inn í hópinn og liðki sig í nokkrar mínútur fyrir helgina.

    Hefði viljað hvíla MacAllister en sè ekki hvernig það er hægt, ansi laskaður okkar hópur um þessar mundir.

    Vinnum alltaf þennan leik, á anfield með þennan anda sem er í liðinu núna getum við sent undir 12 ára liðið og snýtt þessu.

    Hvernig hljómar 3-1.

    3
  2. Hópurinn er alveg skelfilega og bara óskiljanlega þunnur núna. Kelleher hefur aldeilis verið að sanna sig ásamt kjúklingunum – Algjör kjúklingaveisla.

    8
  3. Já það verður snúið fyrir Klopp að búa til lið í þennan leik en ef þessir strákar hafa sýnt okkur eitthvað þá er það að þessir strákar eru góðir og berjast 100% fyrir málstaðinn.
    En vonandi fá Nunez,Salah og Szobozlai einhverjar min í þessum leik.

    4
  4. Nú er staðan sú að leikmannahópar hríðfalla um allan völl og meiðslalistar eru að margfaldast vegna stöðugt vaxandi leikjaálags. Það eru endalausar keppnir innanlands og utan, og síðan taka við tilgangslausir sýningarleikir um allan heim þegar menn ættu að vera að hvíla sig í sumarfríi..

    Ég er að horfa á Blackburn – Newcastle sem er að detta í framlengingu og get ekki annað en velt fyrir mér þessum ensku bikarkeppnum. Ekki var t.d. framlengingin á sunnudaginn neitt að hjálpa Liverpool með leikmannameiðsl og mér skilst að Klopp hafi verið að kaupa takkaskó á u12 ára liðið í Jóa útherja í dag, fyrir FA cup á morgun. Ástandið er orðið alveg sturlað hjá mörgum liðum í PL.

    Gæti verið góð hugmynd að reyna að tempra áhrif bikarkeppnanna? Það mætti t.d. gera með því að sleppa heima-heiman kerfinu alveg (hef reyndar aldrei skilið hvenær það er notað og hvenær ekki) og ekki síst slaufa alveg framlengingum, fara bara beint í vítaspyrnur. Kannski jafnvel að árangursskipta bikarkeppnum þannig að sömu liðin séu ekki í FA cup og Carabao cup? Bara svipað og meistaradeild vs. Evrópudeild.

    Sjálfsagt er ég úti að aka – eins og venjulega.

    9
    • Henderson, get tekið undir margt hjá þér. Vissulega ætti að hætta þessu heima- að heiman bulli í undanúrslitum deildarbikarsins. Þetta er jú bikarkeppni og þá á bara einn leikur að duga. Þetta tímabil hefði einn leikur sparast hjá okkar mönnum, fimm leikir í stað sex. FA bikarinn getur farið í sex leiki ef okkar menn komast í úrslit. Aðal bullið finnst mér samt vera í Evrópukeppninni. Riðlakeppni með sex leikjum og svo útsláttarkeppni heima -að heiman og getur því endað í 13 leikjum hjá okkar liði. Þetta er náttúrulega algjör þvæla enda næstum eins og hálf deildarkeppni. Að mínu mati ætti Evrópukeppnin að vera að hámarki 6-8 leikir, punktur. Ef okkar menn komast í úrslit á öllum vígstöðvum geta leikirnir því orðið 63 á tímabilinu ef ég reikna rétt. Og einhverjir leikir í framlengingu. Ekkert skrýtið að hnjaskvagninn sé annars slagið í notkun.

      7
  5. Hvernig ætla menn að minnast Heysel á næsta ári? Svartur blettur í sögu fótboltans þegar villimennska stuðningsmanna klúbbsins drap nokkra ítalska stuðningsmenn Juventus.
    Þið eruð kannski búin að gleyma þessu, en Evrópa man.

    1
    • Ég skil þetta komment kannski ekki. Ertu að segja að íslenskir stuðningsmenn LFC núna næstum 40 árum seinna sem koma á þessa síðu beri ábyrgð á þessum hræðilega atburði eða að þeir eigi að gera eitthvað annað en þegar hefur verið gert af hálfu félagsins og stuðningsmanna til að minnast hans?

      Ég held að LFC, stuðningsmenn, og enski fótboltinn hafi fyrir löngu axlað fulla ábyrgð á sinni þátttöku í fótboltabullumálum sem eyðilögðu mörg ár fótboltans (nóg svo til að ég hætti að horfa í mörg ár). Heysel er sannarlega svartur blettur í sögu félagsins — og ekkert hægt að skorast undan því—og ég hef aldrei heyrt LFC draga úr eigin ábyrgð jafnvel þó að augljóslega megi kenna UEFA um mistök hvernig málum var háttað í aðdraganda, umgerð og við undirbúning leiksins. Á Anfield og þegar félagið hefur tekið þátt í Evrópukeppnum og þegar rætt er um Hillsborough hefur LFC alltaf reynt að taka á þessu af nærgætni og yfirvegun. Það var einmitt ein ástæða þess hversu hart klúbburinn gekk á UEFA eftir ruglið í París — til að tryggja að UEFA sofnaði ekki á verðinum að vernda áhangendur félaga sem fara á leikinn. Er það eitthvað sem þú vilt sjá sérstaklega?

      Með vinsemd og virðingu —

      9
      • Þú ert sá fyrsti sem ég les sem viðurkennir þátt klúbbsins í þessum viðbjóði. Hillsborough er annar viðbjóður sem aldrei átti að gerast. Ég þoli ekki þegar stuðningsmenn klúbbsins haga sér eins og hálfvitar, t.d. Þegar þeir ráðast á rútur andstæðinga. Svo ég legg til að við minnumst Heysel á næsta ári og óskum þess að þetta gerist aldrei aftur.

    • En sár eftir Sunnudaginn ?
      Og ekki reyna í eina sek að halda því fram að þú sért Liverpool fan.
      Þá vissir þú vel að félagið hefur haldið þessum harmleik á lofti með t.d minnisvarða og minningar athöfnum.

      8
    • Venjulega þarf minnst 2 til þess að deila, en þér tekst það einn og óstuddur. Allt við þennan leik var ein sorgarsaga. Hver upptökin að þessum slagsmálum voru er ég ekki með, en umgjörðin gerði þetta auðvelt. En hvernig þér tekst að sannfæra sjálfan þig um þátttöku klúbbsins LFC í þessum harmleik, er rannsóknarefni. LFC ásamt öðrum enskum liðum voru látin gjalda fyrir þetta næstu árin, með því að vera meinuð þátttaka í öllum evrópukeppnum, með því hvítþvoði UEFA sjálfa sig og fyrraði sig allri ábyrgð.

      YNWA

      5
  6. Ég er búinn að minnast á það áður að eins og meiðslalistinn er, þá á FA bikarinn að vera neðstur í forgangslistanum. Það er ekki þar með sagt að þá eigi liðið að fara inn í leikinn á morgun til að tapa honum, allra síst af því að hann er jú á Anfield. En það á bara ekki að hætta mönnum inn í þann leik ef slíkt gæti sett þáttöku þeirra á laugardaginn í hættu.

    Menn eins og Virgil, Endo, Harvey og Lucho spiluðu 120 mínútur á sunnudaginn og ættu því að eiga mjög svo takmarkaðar mínútur, ef nokkrar. Konate, Gakpo, Bradley og Mac Allister sem allir spiluðu +/- 90 mínútur munu sjálfsagt taka einhvern þátt, en ég vona að enginn þeirra spili allan leikinn.

    Þetta verður einhver svakalegur dans (mögulega Danns) milli þess að spila mönnum ekki of mikið en samt að fylla liðið ekki bara af eintómum kjúklingum.

    Ég spái þessu einhvernveginn svona:

    Kelleher

    Gomez – Konate – Quansah – Tsimikas

    Mac Allister – McConnell – Clark

    Gordon – Danns – Gakpo

    Þá væri pælingin sú að skipta Konate, Macca og Gakpo útaf annaðhvort í hálfleik eða í kringum 60. mínútu, mögulega Gomez líka. Væri frábært ef Szoboszlai, Nunez og/eða Salah gætu fengið nokkrar mínútur undir lokin, en bara ef þeir eru tilbúnir.

    Eins og venjulega er ég drullusmeykur fyrir þessum leik, og það hefur alveg gerst að lið hafi mætt inn í næsta leik eftir sigur í bikarúrslitum með ákveðna bikarþynnku. Ég yrði ekki hissa þó við sæjum slíka, ég vona bara að menn hafi splæst í góðan afréttara á æfingasvæðinu í dag og gær.

    Bara ekki séns að spá öðru en sigri þrátt fyrir þetta allt. 2-1 eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. As is tradition.

    2
    • Ef MacAllister verður látinn spila þennan leik mun hann alveg pottþétt meiðast. Hann er ekki með skrokkinn í svona stórátök daginn út og daginn inn.

    • Nei, Konate er aldrei að fara að byrja þennan leik. Gomez eða Phillips eða kynlífsdúkka fyrr en það. Hann hefur ekki þessar mínútur að gefa.

      Harvey er að byrja þennan leik alla daga, nema hann sé meiddur.

      Kerfið verður að mestu 442, með Danns og Gakpo uppi, og þá Gakpo sem falska níu og Harvey og Clark að skipta út fyrir Gakpo.

      Kelleher
      Bradley (60 míns) — Gomez — Quansah – Tsimikas
      Elliott – McConnell – Clark – Szobo/MacA/Jesús Jósefsson..?
      Gakpo – Danns

      Ef Szobo and MacA geta ekki spilað þá kannski Gordon frammi og Gakpo á miðjunni í svona kerfi:

      Kelleher
      Bradley (60 míns) — Gomez — Quansah – Tsimikas
      Elliott – McConnell – Gakpo – Clark
      K Gordon – Danns

      Vinnum þetta 3-1

      1
  7. Sæl og blessuð.

    Ef illa gengur í kvöld þá græt ég það þurrum tárum. Þessi leikmannahópur er of laskaður til að ráða við baráttu á öllum vígstöðvum eins og 22. Nú gildir fyrst og fremst að halda stöðunni á toppnum í PL.

    4
  8. Já það kæmu í versta falli nokkur krókódílatár.

    Ekki það að auðvitað kýs maður alltaf sigur í kvöld, líka í ljósi þess að þá mun Everton leikurinn færast aftur fyrir landsleikjahlé, og meiri líkur á að menn verði þá komnir til baka úr meiðslum. En sigur mun jú vissulega þýða að lágmarki einn auka leikur í leikjaálag.

    2
  9. Einhver sagði í denn fleyga setningu “maður býr ekki til kjúklingasúpu úr kjúklingaskít” það virðist sem svo að einn maður kunni þá list miklu betir en flestir aðrir að búa til gott lið úr unglingunum okkar og það er Herr Klopp. Auðvitað eru þessir peyjar alls enginn “kjúklingaskítur” heldur “hálf”þroskaðir spólgr… ungir menn sem stjórinn er búinn að móta í að verða alvöru knattspyrnumenn sem hafa mikla trú á því skipulagi sem lagt er upp með af Klopp og virðast ekki hafa trú á að það sé hægt að tapa fótboltaleik og því ætla ég að spá að við vinnum leikinn 2-1, Danns með sitt fyrsta mark og líklega mun Tsimikas setja eina snuddu. En hvað veit ég svo sem

    2
  10. Mín spá

    Marki: Herra Kelleher (fær herra eftir helgina)

    Hægri bak : Gomez það er svo dýrmæt að hafa svona mann sem getur verið allstaðar.

    Miðverðir : Quansah er gefið og ég held að Konate byrjar með honum.

    Vinstri bak: Tsimikas

    Djúpur mið: Mac Allister

    Fremri Mið: Elliott og Clark

    Hægri kanntur: Bradley

    Vinstri Kanntur: Gakpo

    Striker : Danns

    Nunez, Endo, Salah, Virgil og Andy verða á bekknum.

    2
  11. Svei mér ef væri ekki bara best að bjóða út DM stöðuna fyrir þennan leik. Öruggleg einhver Rússamilli eða olíufursti (eða jafnvel Samherja-greifi) tilbúin að borga væna fúlgu til að fá að spila einn leik með Liverpool…

    2

Gullkastið – Kidstanbul

Hvolpasveitin sem byrjar gegn Southampton í bikarnum