Liðið á Wembley gegn Chelsea

Það fór eins og slúðrið sagði: enginn Salah, enginn Nunez, engin Szoboszlai. En eins og Klopp sagði: þetta snýst ekki um það hvaða leikmenn eru EKKI hérna, þetta snýst um hvaða leikmenn ERU hérna.

Bekkur: Adrian, Gomez, Tsimikas, Quansah, Clark, McConnell, Nyoni, Danns, Koumas

Bekkurinn er HRIKALEGA ungur, en þetta er einfaldlega tækifæri fyrir leikmennina sem eru á skýrslu að stimpla sig inn í sögubækur klúbbsins. Tækifærið gerist ekki betra.

Hér er ein spá: Trey Nyoni kemur inná undir lokin og skorar sigurmarkið.

Hver er ykkar spá?

KOMA SVO!!!!!

107 Comments

  1. Það eru semsagt 3 byrjunarliðsmenn sem eru 21 árs eða yngri (Gravenberch, Elliott, Bradley), og slíkt hefur ALDREI gerst áður í úrslitaleik í sögu félagsins.

    8
  2. Það er nokkuð ljóst að byrjunarliðið þarf að sigla þessu heim, Gomez og hvolpasveitin eru ekki líklegir til að breyta leiknum mikið.
    En ég trúi á þetta.

    8
  3. Já það var vitað fyrirfram að heilt byrjunarlið hjá okkur væri á meiðslalista þetta er svakalegt að sjá en það er ekki eins og maður hefði búist við eh breytingu frá síðasta leik á nokkrum dögum.

    Fulla trú á þessu koma svo !

    7
  4. Maður var á nálum fyrir Luton leikinn vitandi af meiðslalistanum og að sjá bekkinn, það sama í dag. Engin spá af minni hálfu í þetta sinn en það væri gaman að sjá sömu úrslit og á móti Luton.

    6
  5. Já þetta er helvíti hart. En það eru mörk í þessu liði og aftasta lina er góð. Miðjan er góð. Helst Gravenberch sem ég hef áhyggjur af. Maður verður að trúa á þetta. Væri frábært að ná í bikar.

    2-1 sigur og Gakpo með bæði.

    KOMA SVO!!!

    4
  6. Úff segi ég nú bara, það á greinilega ekki að taka neina sénsa með keikmenn sem eru að koma til baka. Það er lögð áhersla á deildina. Þetta verður erfitt en mögulegt.

    3
  7. Hvað er að frétta af þessum dómara? Eru varnarmenn Chelsea einhvers konar sláturleyfishafar?

    Ekkert gult og þeir eru búnir að brjóta fólskulega á okkar mönnum í amk í þrígang.

    Og svo verður Diaz að fara að nýta þessi færi.

    6
  8. Lofar góðu…..við þekkjum erfiðu leiðina ef hún bankar á dyrnar…

    1
  9. Hver er þessi dómari. Hvaða auli er þetta. Þeir fá frítt spil á lappirnar á okkar mönnum.

    Enn ein f***ng meiðslin og engin spjöld.

    10
  10. Hvað er með þetta dómarhyski að dæma ekki á þetta eða önnur brot hjá Celski.

    8
  11. Hvernig er var ekki að skoða þessa tæklingu hjá Caiceido á Gravenberch? Er eitthvað í reglunum sem hindrar það? Þetta er algjört svínsbrot.

    12
  12. Hvernig getur dómara helvítið staðið þarna eins og ekkert hafi gerst

    9
  13. Maður hefur nú séð menn fá rautt fyrir minna en þetta I gegnum VAR.

    Er búið að borga fyrir hagstæð Chelsea úrslit a bak við tjöldin???

    9
  14. Ef þetta er ekki appelsínugult spjald hvað þá. Jones var sendur útaf f þetta brot

    5
  15. Maður bilast á þessari dómgæslu.

    Hélt, í ljósi þess hvað hann var umburðarlyndur gagnvart þessum sláturleyfishöfum að þetta yrði uppsafnað og að þeir hlytu að fara að gjalda fyrir fólskuverkin.

    En nei, hér fá þeir bara að lemstra leikmenn okkar án nokkurra viðurlaga.

    7
  16. Dómarinn er búin að vera next level lélegur. Hvar finnur knattspyrnusambandið þessa helvítis apaheila?

    18
    • Maður er orðlaus yfir þessari lélegu dómgæslu en þetta er ekki nýtt hjá okkur púlurum þetta er nánast í hverjum leik.

      3
  17. Það var brot strax í upphafi leiksins á MacAllister og það átti að vera gult á Chelsea-manninn. En þessi dómari er gunga. Lætur allt slæda.

    8
  18. “accidental slipping”

    er það nýtt hugtak sem varð til eftir Tottenham leikinn?

    5
  19. Hvað á Diaz eiginlega að fá að klúðra mörgum sóknum áður en þeir kenna honum að gefa boltann almennilega?!?

    4
  20. Ég hef aldrei skilið nokkurn mann jafn vel og Jurgen Klopp að geta ekki lengur unnið í þessu ógeðslega umhverfi sem enski boltinn er.

    30
  21. Það er bara gersamlega ótrúlegt hvað dómarar á Englandi þurfa alltaf að vera í fucking aðalhlutverki er svo gersamlega augljóst og Chelsea virðast hafa leyfi til að spila eins og fucking stoke með ljótar og óþarfa tæklingar.

    11
  22. sorrí … en ég vil sjá okkar menn spila af sömu hörku og bláir gera.

    7
  23. Liverpool liðið verður að gleyma þessu mótlæti eða vinna með það. Pirringur hjálpar ekkert. Gakpo tekur frákast eftir skot frá Diaz. 1-0 Klopp brosir í hálfleik!

    5
    • Fyrir hvað fékk Bradley gult, mér sýnist hann ekki ýta neitt. Það er kannski stefnan að gefa ekki spjald nema gefa báðum liðum spjald. Sýndist aðrir leggja meira til málanna en Bradley.

      8
  24. Ef allt væri eðlilegta væri Chilwell kominn með tvö gul og á leið í sturtu.

    10
  25. Vá. Þvílíkur hálfleikur.

    Endo og Macalister búnir að vera virkilega góðir.
    Vörnin .. tja hefur hleypt þeim í dauðafæri og það mátti litlu muna að markið þeirra yrði löglegt. En mörg góð tilþrif.
    Diaz á mikilli siglingu en vinsamlegast fara að nýta þessi færi.
    Gakpo lítt sýnilegur og sennilega of vel upp alinn. Ekki dæmigerð Liverpool nía. Hefði með örlitlum hliðarvindi skorað með þessum skalla.
    Bradley virkilega góður og nálægt því að skora þegar þeir björguðu á línu.
    Kelleher – úff þvílík varsla! Kemur boltanum vel frá sér.

    Dómarinn? hrein hörmung. Ættum að vera manni fleiri.

    5
    • Gakpo er víst mjög trúaður. Kannski virkar það hamlandi á hann?

      2
      • Þeir bestu í boltanum virðast vera trúaðir! Hann þarf bara að virkja í sér óargadýrið þegar hann þarf á því að halda.

        1
  26. Það er náttúrulega algjört brjálæði að fleirri úr Chelsea séu ekki komnir með gult (Caicedo…), og að dómarinn hafi ákveðið að gefa Bradley gult líka fyrir þetta rugl hjá Chilwell.
    Bradley gerði EKKERT af sér, og labbaði strax í burtu á meðan Chilwell var að ýta öllum í kringum sig. Hvernig er það gult á báða? Vá…

    11
  27. Caicedo átti að vera á gulu fyrir geðsjúka brotið
    Chillwell átti að vera á gulu fyrir að brjóta á Bradley þegar hann er að sleppa í gegn.

    Annars er allt að vinna hjá Liverpool núna en tapa hjá Chelsea.

    3
  28. Blár búningur í grasið þá flautar dómarinn enda flautan létt þegar svo er. Flautan týnd þegar þjösnast á okkar mönnum! Ógleði!

    4
  29. Klopp vs Poch í hálfleik. Vona að það verði munurinn í lok leiks og við tökum þetta.

    3
  30. úff… fjörugur leikur á miðvikudagskvöld. Enginn á bekknum. Úthvíldir andstæðingar með sitt besta lið.

    Sé ekki að tíminn sé að vinna með okkur. Þeim hlýtur að vaxa ásmegin þegar líður á leikinn. Óþreyttir fætur koma inn og við eigum ekkert í bakhöndinni..

  31. ætla þeir að taka markið af???

    hættu nú alveg.

    eins löglegt og gott og það getur verið.

    2
  32. Lélegasta frammistaða dómara sem ég hef séð lengi, og er af nógu að taka.

    9
  33. SIÐSPILLTA ANDSKOTAN RUGL!!!! FARI KAVANNAGH OG ALLT PGMOL Í HEITASTA HELVÍTI

    7
  34. Þetta er hræðilegt að sjá dómarinn búinn að eyðileggja leikinn á allan hátt

    7
  35. Þetta gæti orðið síðasti leikurinn sem maður horfir á hjá þessu viðbjóðslega sundurspillta enska ógeðisbatteríi.

    6
  36. Aldrei séð annað eins. Rangstaða !!! þá er gott sem alltaf rangstæða í svona leikatriðum.

    Þetta er hneyksli, ekkert annað.

    6
  37. Fòtbolti er dauður. Aldrei fagna nema þegar.hitt liðið tekur miðju. Þetta er hagræðing og ekkert annað. Dòmarinn sendur i skjain til að.horfa ekki à neitt. Ekki einu sinni teiknuð lìna. Fàranlegt.

    8
  38. Jæja jæja, þegar bláu spjöldin verða svo innleidd þá hættir maður endanlega að horfa á boltann!!!

    6
  39. Hefði eitthvað annað lið fengið dæmda rangstöðu fyrir þetta?
    Svarið er augljóslega nei. Skiljanlegt að Klopp geti ekki haldið þetta kjaftæði út lengur…

    12
    • Vona að Klopp láti það eftir sér að springa með látum áður en hann lýkur tímabilinu. Þetta er ógeðslegt lið í PGMOL.

      8
  40. Það fæðist stjarna í þessum leik…..gaman að sjá hvernig Klopp notar bekkinn….

    4
  41. Framlenging væri ekki alveg það sem við þurfum. Þeir eru óreyttir og með nóg af löppum á bekk.

    4
  42. Þessi dómari er annað hvort að reykja krakk í hlénu, eða þá að Todd hefur sent honum þykkt jólakort.

    11
  43. Við eigum ekki að vinna þennan leik það virðist vera skrifað í skýin 🙁

    5
  44. jæja skiptingar hjá okkur. Hélt við ættum ekkert á bekknum!

    Þvílíkt ævintýri fyrir þessa unglinga!

    4
  45. Skora á mína menn hjá Kop.is að setja Chilwell hið snarasta í Ögurverk aumingjaliðið. Hann er búinn að vinna sér það inn í þessum leik.

    16
  46. Caicedo búinn að brjóta svona 10 sinnum – og ekki einu sinni eitt gult spjald. Næs.

    14
  47. Kelleher frabær, Endo frabær…….. magnað að halda út á móti úthvíldu Chelsea liði og með dómaratríóið á móti sér!!

    7
  48. Úff framlenging

    Ekki var það nú einmitt það sem okkur sárvantaði. Örþreyttir leikmenn og meiðslalistinn komin upp í tveggja stafa tölu.

    Nú er bara tvennt sem getur bjargað: Áhorfendur og eitthvað ævintýralegt framtak úr óvæntri átt!

    6
  49. Luis Dias er búinn að hlaupa hringinn í kringum landið í þessum leik alveg magnaður

    15
  50. nú eigum við inni eitt rautt spjald á Caseido.

    þá er aldrei að vita nema að þetta hafist!

    3
  51. Kelleher er brábær markmaður….Elliott eða Danns klára þetta í lokinn….

    5
  52. Reyndu bara að taka þetta mark af okkar mönnum helv. dómarafífl

    17
  53. jááááááááá

    Ég var að muldra við sjálfan mig að tsimikas ætti eftir að gera eitthvað!

    En auðvitað er það kapteinninn sjálfur!

    10
  54. Réttlætið sigrar að lokum!

    Kelleher maður leiksins! Þvílík frammistaða!

    8
  55. Kafteinninn okkar sagði hingað og ekki mother fucking lengra og skoraði bara aftur þvílíkur character þvílíkur leiðtogi !

    10
  56. Ég man varla eftir annari eins frammistöðu hjá varnarmanni og Virgil sýndi í dag. Karakter liðsins ólýsanlegur.

    11
  57. Endo er algjörlega búinn að borga til baka þessa smáaura sem hann kostaði, massívur í dag!

    5

Bikarúrslit á Anfield South

Bikar í hús!