Jota frá í 2 mánuði

Svo virðist sem meiðslin hjá Jota séu að skýrast, og nýjustu fregnir herma að hann verði frá í 2 mánuði. Sem þýðir að hann kæmi til baka undir lok apríl í fyrsta lagi, og á þá eftir að ná upp leikformi. Semsagt: tímabilið er svo gott sem búið, en kannski kemur hann við sögu í einhverjum úrslitaleikjum… hver veit? Alltaf slæmt að missa leikmenn í þetta langan tíma, en þetta hefðu auðveldlega getað verið meiðsli upp á 9-12 mánuði þess vegna, svo að þetta er kannski bara frekar vel sloppið.

Ekkert hefur frést um Curtis Jones, vonandi er hann ekki alveg jafn lengi frá. Hins vegar berast af því fréttir að Salah sé ekki klár í Luton leikinn, og mögulega ekki Nunez heldur. Erum við að fara að sjá Jayden Danns og Kaide Gordon á bekknum í næstu þrem leikjum? Allavega er nú tækifæri fyrir akademíuleikmenn að koma inn og setja mark sitt á aðalliðið, á síðustu árum erum við búin að sjá slíka leikmenn koma inn í marki (Kelleher), í vörn (Trent, Quansah, Bradley) og miðju (Jones, Bajcetic, Clark, McConnell) en framleiðslan á sóknarmönnum virðist hafa verið síðri. Kannski einfaldlega af því að gæðin uppi á topp í aðalliðinu hafa verið slík að tækifærin hafa verið með fæsta móti. Það var a.m.k. auðvitað eftir því að Doak þurfti endilega að meiðast undir lok síðasta árs, og er ekki væntanlegur aftur fyrr en í byrjun apríl.

Meiðsli leikmanna eru auðvitað alltaf hábölvuð, vonandi munu aðrir leikmenn nýta tækifærin sem slík meiðsli gefa og sýna hvað í þeim býr. Nóg er af efniviðnum.

12 Comments

  1. Glatað. Gjörsamlega glatað.

    Ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessum meiðslum sem eiga sér enga hliðstæðu meðal annarra liða.

    Þetta er gjörsamlega óþolandi.

    4
    • Alveg klárlega óþolandi. En svona er staðan. Hvernig ætlar restin af hópnum að bregðast við? Leggjast í eymd og volæði, eða stíga upp og koma í stað þeirra sem eru meiddir?

      4
  2. Ég er bara algjörlega miður mín yfir þessum slæmu fréttum, sem koma þó ekki á óvart, fuck !

    4
    • tja, slæmu fréttirnar eru að þetta eru hnémeiðsli. Í raun kemur á óvart að þetta verða einungis 2 mánuðir en ekki 6 eins og maður óttaðist.

      3
  3. Hvað með Trent og Sobo ?
    Þegar það virtist sem svo að það væri að koma tímabil sem liðið myndi sleppa nokkuð vel. En nei. Og nú er spurningin hvað þetta muni kosta liðið mikið í lokin.
    Og hvað hefur þetta kostað síðustu ár? Ekki það að 90 plús stiga baráttan er búin að vera rugl líka

    1
  4. Andsotans fokking fokk!

    Nú verður Gakpo að stíga upp því líkurnar á fernunni lækkuðu talsvert við þessar fréttir. Djöfullinn! Vonandi tekur hann miracle recovery á þetta og mætir a.s.a.p. tilbaka.

    2
  5. Sælir félagar

    Það er hábölvað að þetta gerðist þar sem Jota var að spila sinn besta bolta frá því að hann kom til Liverpool enda kjörinn leikmaður mánaðarins í Deildinni. Svo eru Sobo og TAA meiddir og Jones eitthvað meiddur líka og hvað er eiginlega að frétta af Alisson. Það er í reynd ótrúlegt hvað leikmenn Liverpool meiðast mikið eins og oft hefur verið nefnt á þessum síðum. Að vísu eri meiðsl Jota ekki þess eðlis heldur hrein óheppni og svo líka hvað Oliver leyfði Brentford liðinu að þjösnast á vellinum. En meiðslasaga Livepool leikmanna undanfarin misseri er rannsóknarefni.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  6. Og Salah virðist hafa meiðst aftur í þessum leik og verður líklegast ekki með á móti Luton og Nunez tæpur.
    Þá eigum við Gakpo og Diaz eftir, djöfull er þetta að verða þreytt og akkurat núna þegar að maður sér að liðið gæti átt möguleika á 4 titlum.

    1
    • Óþarfi að hugsa um fjóra titla. Ég vil bara að Liverpool kveðji Klopp með Englandsmeistaratitlinum!

      3
      • Sammála, Englandsmeistarar væri draumurinn.

        Varðandi meiðsli Jota, það eru ömurlegar fréttir, sennilega ásamt Salah sá sóknarmaður sem maður vildi minnst missa svona út tímabilið. Það kemur engin í stað Jota. Þessir tveir skila alltaf sínu. Allir aðrir eru of sveiflukenndir.

        En þetta er einn leikur í einu. Klopp þarf að finna lausnir og ekki detta í kvart opinberlega. Ég trúi.

        Áfram Liverpool og áfram Klopp!!!

        4

Stelpurnar heimsækja Brighton

Gullkastið – Fáránlegur meiðslalisti