Liðið gegn Brentford

Eins og orðrómurinn sagði þá er Alisson frá, og liðið annars nánast það sama og var spáð í upphitun nema að Salah byrjar á bekk og Díaz er í framlínunni:

Bekkur: Adrian, Gomez, Quansah, Tsimikas, Gravenberch, Elliott, McConnell, Gakpo, Salah

Þetta er lið sem á alveg að geta unnið, AÐ ÞVÍ GEFNU að menn mæti með hausinn rétt skrúfaðan á.

3 stig í dag takk.

KOMASO!!!

41 Comments

  1. Flott lið og það er alltaf frábært að eiga leikmann eins og Salah sem getur komið inn af bekknum en vonandi verður ekki þörf á því í dag.
    Spenntur að sjá Bradley í dag, hef það mikla trú á honum að ég setti hann sem cpt í fantacy liðið hjá mér.

    7
  2. Hvað er samt með Szobzlai ..talað um illness og return late feb.
    Var hann ekki um daginn veikur líka er hann veikur í mánuð?

    3
  3. Svakalegt mark 🙂 En er það bara ég eða eru bara aukaspyrnur á annað liði….

    5
  4. Nunez þvílík afgreiðsla! Þetta er sjálfstraust!
    Frábærlega gert hjá Jota!

    7
  5. uss,. hvaðer að gerast með þessi meiðsli. Ekki gott uppá framhaldið.

    2
  6. Og nú Jota? Hvað er í gangi???

    Svona án gríns hvað er í fjandans gangi?

    Það er akkúrat ekkert eðlilegt við fjölda meiðsla þessu liði.

    7
  7. Hrikalega svekkjandi að missa 2 leikmenn í meiðsli í 1 fokking hálfleik.

    4
  8. Hættið að fokking jinxa alla leiki með að óska eftir að meiðslalistinn lengist ekki !

    3
  9. Jæja maður er nógu æstur hérna í sófanum að sjá tvo af okkar allra bestu komna á sjúkralistann – skyldi þetta þá ekki hafa áhrif á stjórann?

    Þvílík ógæfa að fá sífellt þetta bakslag.

    En svo maður súmmeri þetta upp: Nunez maður þessa hálfleiks, Bradley öflugur, Diaz síhlaupandi en þarf aðeins að vinna betur úr tækifærunum. Jota fannst mér geggjaður og Jones öruggur (þessar mínútur). Macallister í toppmálum sem og Endo.

    Hvað vörnina varðar þá höfum við fengið ansi mörg skot á okkur. Það þarf að passa þetta.

    Svo hefði maður hlaupið út og keypt flugelda ef Salah hefði hitt boltann fyrir opnu marki og skorað…!

    3
    • Miðjan er ekki að vernda vörnina nóg. Finnst miðjan of hæg til baka.

      2
  10. Þetta gæti orðið dæmigerður Brentford martraðarleikur.

    Hrikalega dýr meiðsli og svo klúðrast þetta í lokin.

    1
  11. Nikkið hjá Jota á Darwin var snilld og afgreiðslan úr efstu hillu hjá Darwin

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
  12. Jota búinn að vera flottur undanfarið, leikmaður mánaðarins. Auðvitað missum við hann í löng meiðsli eftir ótrúlega óheppilegt atvik í næsta leik á eftir. Og Thiago náði 10mínútum eftir 10 mánaða meiðsli.

    4
  13. Bíddu…eru þá skiptingarnar búnar? Engin auka útaf meiðslum? Er ekki bara 4ja skiptið leyft ef um höfuðmeisli er að ræða.

    1
    • já er það?

      Erum svo sem ekki með mikið á bekknum eftir – en vissulega einn Eliott. Súper-sub.

      2
      • Eitt skiptihlé eftir, búið að taka 2 í “venjulegum leiktíma” og svo má skipta í hálfleik þar fyrir utan.

        3
  14. ha? tók hann Darwin út af???

    og setti Gakpo inn á…

    ekki er hann farinn að haltra?

    1
  15. Salah!! Var að fara að blóta honum fyrir að senda ekki á Diaz en svo sýnir hann þennan líkamsstyrk og nær að klára úr erfiðri stöðu. Magnaður!

    6

Enn einn hel*!$&**)!!is hádegisleikurinn: Brentford á laugardaginn

Brentford – Liverpool 1-4