Brentford – Liverpool 1-4

Hádegisleikur var það heillin en eina ferðina og núna var það flottur sigur hjá okkar liði.  Miða við meiðslin fyrir leik og já í miðjum leik þá er alveg magnað hvað við náum að halda okkar striki. Eftir ömurlegan Arsenal leik þá hefði þessi leikur getað orðið algjört bananahýði en við vorum mjög fagmannlegir og kláruðum þetta verkefni með glæsibrag.
Það sem gerir þetta líka extra fagmannlegt er að við pössuðum vel að þeir kæmust ekki í fyrirgjafar stöður en þeirra fyrsta hornspyrna var á 93 mín en þetta hefur verið þeirra aðalsmerki að ná í hornspyrnur og nýta sér þær.

Mörkin 

Nunez  0-1    35 mín
Mac Allister 0-2  55 mín
Salah  0-3   68 mín
Toney 1-3   75 mín
Gakpo 1-4  85 mín

Hvað gerðist helst markvert í leiknum?

Við vorum meira með boltann og heilt yfir hættulegri en heimamenn elska föst leikatriði og voru að reyna að fiska aukaspyrnur í 90 mín og tókst það ágætlega hjá þeim.

Eftir að Nunez kom okkur yfir með frábæru marki eftir góðan undirbúning frá Jota þá tókum við öll völdin á vellinum en það sem gerir mann extra pirraðan er að við misstum Jones og Jota í meiðsli sem gerði það að verkum að Klopp notaði tækifæri og tók Nunez út af í hálfleik því að við áttum bara eftir einn skiptingar valmöguleika í síðari hálfleik.

Þetta var svo svipað í síðari hálfleik. Við byrjuðum af krafti og Salah slapp í gegn en slúttaði illa svo fengum við 3 á 2 tækifæri þar sem Gakpo gerði ekki nógu vel en þá var komið að flottri sendingu frá Salah á Mac Allister sem tók vel við boltanum og kláraði vel.

Þetta var kærkomið mark og lét mann aðeins andan léttar og ekki leið manni verr þegar Salah skoraði á 68 mín og þá hélt maður að þetta væri bara komið.  Því að við héldum áfram að vera hættulegri og þeir virtust vera búnir en fótbolti er bara ekki svoleiðis.

Toney skoraði á 75 mín og þá var komin smá líf í þetta aftur og hjartað fór aðeins að slá hraðar hjá manni því að maður vildi ekki láta þá skora aftur og gera þetta æsispennandi en Gakpo kláraði þetta svo undir lokin eftir varnarmistök hjá heimamönnum

Þetta var frábær sigur hjá okkur

Hvað réði úrslitum?

Við erum einfaldlega betri en þeir í fótbolta og það sást alveg en það sást líka að það getur verið ótrúlega erfitt að mæta svona liði sem treystir á stórkalla fótbolta með föstum leikatriðum í sérflokki.
Vendipunkturinn finnst mér samt vera mark númer 1. Því að fram að því þá leið heimamönnum vel að pakka í vörn og við vorum ekki mikið að ógna þeim. Svo skorum við og leikurinn breyttist og okkar strákum fór að líða betur inn á vellinum.

Hverjir stóðu sig vel?

Mér fannst þetta frekar solid frammistaða hjá okkar strákum í dag. Bradley heldur áfram að heilla en varnarlínan virkaði nokkuð örugg. Miðjan stjórnaði þessu nokkuð vel og Nunez, Diaz, Jota, Gakpo og Salah fannst mér allir ógnandi. Svo má ekki gleyma að Kelleher stóð sig vel í markinu. Ég veit að þetta er smá endurtekning en mér langar að velja hinn unga Bradley sem mann leiksins. Þessi strákur er að heilla mann upp úr skónum. Er duglegur að taka þátt í sóknarleiknum og átti tvö hættuleg skot en líka grjótharður í varnarleiknum.
Við þurfum ekki að kaupa okkur nýjan hægri bakvörð hann er nú þegar mætur á svæðið.

Hvað hefði mátt betur fara?

Ef við sættum okkur við að missa nokkra leikmenn í meiðsli í hverjum leik þá kannski ekki margt en ef menn eru að pirra sig á því þá er hræðilegt að missa Jones og Jota í meiðsli en þeir hafa verið tveir af okkar betri leikmönnum undanfarið og svo er spurning um hvort að Nunez er meiddur líka eftir að hafa verið skipt út af í hálfleik.

Svo langar mig að koma einu frá mér en þarf alls ekki að endurspegla skoðun annarra á kop.is. Ég er ekki kominn á Gakpo vagninn. Skrítið að segja þetta eftir að hann lagði upp og skoraði (bæði mörkin eftir stór varnarmistök) í dag en mér finnst hann ekki í sömu gæðum og Salah, Nunez, Diaz og Jota en það er kannski bara ég.

Hvað er framundan?

Það er Luton á miðvikudaginn á Anfield þar sem krafan eru 3 stig en þau voru það svo sem líka í fyrri leiknum gegn þeim en þar fórum við aðeins með 1 stig til baka.

YNWA 
Ég elska þegar við vinnum hádegisleik og getur maður horft sultu slakur á Man city og Arsenal spila. Það er ólíklegt að þau tapa stigum en það má láta sig dreyma 🙂

45 Comments

  1. Frábær leikur erfitt að velja mann leiksins ..Bradley frábær , Salah með geggjaða innkomu eftir að Jota meiddist.

    Það sem maður hefur áhyggjur af eru meiðslin hjá Curtis og Jota.

    YNWA

    7
  2. Frábær seinni hálfleikur og Kelleher magnaður. Úff meiðslin já, leit ekki vel út með hnéð á Jota.

    9
  3. Virkilega flottur sigur og frammistaða í dag.
    Margir, ef ekki bara allir, að spila mjög vel, Kelleher tróð upp í mig sokk með gríðarlega flottum vörslum.
    En minn maður leiksins er Endo, var algerlega frábær.
    Ég hef verið mjög gagnrýninn á þetta lið en verð bara að segja:
    Miðað við öll áföllin sem liðið hefur lent í í vetur, meiðsli, dómaraskandalar, VAR skandalar, rauð spjöld, meiri meiðsli og mikil persónuleg áföll leikmanna, þá er með ólíkindum að liðið sé á þeim stað sem það er og ber að hrósa því.

    19
    • Sammála þér með Endo, vonandi er hann búinn að þagga niður í efasemdar mönnum.

      11
    • Endo alger vinnuhestur og er límið í liðinu. Lykilmaður. Liðið vinnur leiki með hann í byrjunarliðinu. Minn uppáhalds leikmaður. Hver hefði trúað því í haust.

      7
      • Ég er líklega einn af þeim örfáu sem var nógu vitlaus til að trúa því að Endo gæti reynst okkur vel vegna þess að öll hans tölfræði úr þýska boltanum var honum í hag auk þess þá hafa varla klikkað kaup hjá Liverpool síðan Klopp kom til klúbbsins.

        5
  4. Hreint afbragð að vinna svona stórt og munar um markatöluna. Skallinn frá Virgil hefði í því sambandi mátt enda millimetrum neðar!

    Liðið er svo vel drillað að maður getur ekki annað en staðið upp úr sófanum og klappað – þótt það sé ekki annað en rétt staðsetning hjá Kelleher, tækling og baneitruð sending frá Endo, sprettur frá Diaz, dómínasjón frá Bradley! Ægilega flott einnar snertingar spil, langar sendingar sem skapa usla og í þessu tilviki mörk. Þvílík gæði í þessum hópi.

    Eina sem maður fettir fingur út í er þetta hjúkrunarfólk sem á að passa upp á rándýrar lappir.

    Var himinsæll með ofangreinda leikmenn og þá eru ótaldir markaskorarnrir. Tek þó undir með höfundi að Gakpo er nokkrum auka-snertingum frá því að falla vel inn í hópinn. En það hjálpar sannarlega að leggja upp mark og nýta tækifærið þegar þessir hafsentar missa hann frá sér (ætli það sé hægt að fá þá til að skemmta í barnaafmælum?).

    Gríðarlega gaman að vinna þetta. Svo er Luton búið að kenna okkur rándýra lexíu sem við vonandi byggjum á í næsta leik.

    Á maður að láta sig dreyma um að Caseido og co. lafi á jafntefli gegn City? Hverjar eru líkurnar? Ekki miklar…. en einhverjar!

    13
    • Held samt að það sé erfitt fyrir hjúkrunarfólkið að sjá til þess að enginn lendi ofan á hnéinu hans Jota.

      5
  5. Þægilegur sigur og óþægileg meiðsli.
    Meiðslalistinn orðinn ljótur.

    Geggjað að fá Salah til baka og stimplar sig inn strax.

    YNWA

    4
  6. Gríðarlega mikilvægur sigur, og 3 stig. Nú er bara að vona að meiðsli Jota og Jones séu ekki alvarleg. Mér fannst Endo frábær í dag, og Fowler minn góður hvað Bradley er góður.
    Liverpool þarf ekki að kaupa hægri bakvörð, við erum með þá bestu í heimi í dag ! Velkominn heim KING SALAH !

    7
  7. Hef það sterkt á tilfinningunni að umræðum um Tottenham-klúðrið sé ekki lokið. Ef City vinnur deildina fyrir rest, einu stigi á undan Liverpool? PGMOL og þó einkum VAR hefur virkilega skemmt ensku deildina.

    5
    • Þetta er auðvitað bara taugatitringur í mér. En það styttist óðum í „bikar-úrslitaleikinn” á móti Man City og þessi hrikalegi meiðslalisti er allsekki góður fyrir geðheilsuna…

      5
  8. Þvílík snilld að eiga samt týpu eins og Gakpo á bekk sem skilar ótrulega oft marki eða stoðsendingu þegar hann kemur inn.

    Það eru svona leikmenn sem öll meistaralið þurfa. Þetta er í raun Origi 2.0 nema hann skorar haha

    6
    • Eg vissulega þekki feril Origi hjá okkur og elska hann.. Og ég ætla að draga þetta til baka eftir að hafa rifjað þetta upp með bros á vör

      Það sem ég hefði frekar átt að segja er…
      Ég held að Gagbo verði Origi týpan okkar núna. Smá flækjufótur en skilar mörkum

      4
  9. Þetta fer að snúast um hverjir hafa flesta heila.
    Meiðist engin hka Arsenal eð City

    1
  10. Ekkert Origi slander takk. Það er ástæða fyrir því að maðurinn er/var? með sér svæði tileinkað sér í Anfield túrnum.

    5
  11. Vitið þið hvers vegna Liverpool er að spila við Luton núna í miðri viku? Eini leikurinn á dagskrá fyrir utan leik City og Brentford sem er frestaður leikur frá því fyrir jól. Chelsea fær heila viku í undirbúning fyrir bikarinn en við bara fjóra daga.

    6
    • Held að þau hafi fengið að velja úr einhverjum leikvikum og Liverpool viljað spila strax til að forðast leikjaálag ofan á Evrópudeildina.

      7
    • Við getum þó þakkað fyrir að við fáum heimaleik gegn Luton og svo þrjá daga í hvíld

      3
    • Skilst að það hafi átt að sýna Chelsea – Tottenham og því ekki hægt að spila hann í miðri viku þegar meistaradeildin er. Þar sem það átti ekki að sýna Liverpool – Luton, er hægt að spila hann á þeim tíma.

      3
  12. Góður sigur í dag.
    Ekki skemmir fyrir að City tapar stigum.

    En okkar menn að hrynja í meiðsli á krúsial tíma.
    Sem er alls ekki gott.

    7
  13. Virkilega gott að sjá Chelea hanga á jafnteflinu. Sá síðasta hálftímann og þeir mega þakka stigið þessum sem var #2 í baráttunni um gullboltann. Hann sýndi í þessum leik hvers vegna Messi er honum fremri. Engin þátttaka í spilinu, engin pressa, ekkert annað en að standa þarna í öllu sínu veldi og bíða eftir sendingum – sem hann fékk, en að þessu sinni þá fór þetta allt út og suður

    Gott mál!

    Ég verð að játa að Arsenal veldur mér ekki milum áhyggjum. Það er einhvern veginn skrifað í skýin að þeir eiga eftir að taka nokkra leiki án sigurs og andstæðingarnir eru að kortleggja spil þeirra og upplegg. Hef sem fyrr mestar áhyggjur af svindlurunum í City. Held sem fyrr að liðið sem endar fyrir ofan þá hampi sigrinum. Megi það verða okkar ástkæra!

    En vonandi eru Jota og Jones ekki úr leik út tímabilið. Þvílíkt sem munar um þessa lykilmenn!

    9
    • Disasi var geggjaður í vörninni hjá Chelsea. Fullorðins Konaté.

      3
  14. Saudi dómararnir halda áfram að dæma gegn Liverpool. Oliver dæmdi bara á LFC í þessum leik og leyfði Brentford að brjóta af sèr án afleiðinga, þannig vill Saudi að þetta sè gert svo tryggt verði að helsti keppinautur city meiðist og á endanum brotni. Þessi deild er langt frá því að vera eðlilega dæmd. Nú er LFC búið að missa besta leikmann síðasta mánaðar og Curtis sem hefur sýnt ótrúleg gæði að undanförnu. Svo er þetta helvítis VAR þar sem LFC trónir á toppnum í mistökum þar… er það tilviljun? Nei því miður.

    Okkar menn eru búnir að standa sig með ólíkindum vel með allan þennan vind í fanginu.

    12
    • Af hverju ætti Sádí Arabía að vilja skemma fyrir keppinautum City?

      • Það svarar samt ekki spurningunni. Hvað græðir Sádí Arabía á því að City gangi vel?

        2
    • Er ekki í lagi með þig, hvernig í óskupunum finnur þú það út að það hafi hallað á okkur í dómgæslu. Þetta er orðið standard hjá mörgum Liverpool aðdáendum að kenna alltaf dómaranum um að vera á móti sér. Eigum við eitthvað að tala um vítið sem Robinson átti að fá dæmt á sig? Meiðsli Jota var klárlega algjör óheppni, hafði ekkert með dómarann að gera. Ótrúlega leiðinlegt væl alltaf. Jú jú það hefur stundum hallað á okkur í dómgæslu, en við höfum líka oft sloppið vel.

      9
      • Það er bara allt lagi með mig og èg er ekki meðvirkur eða með útúrsnúning og stæla. Bara að viðra það sem èg sé og mèr finnst.

        1
      • Þetta eru fullyrðingar hjá þér um um að Sádi Arabía stjórni dómaranum og sé með hann sér í liði og sjái til þess að Liverpool leikmenn meiðist. Meiðsli okkar manna í þessum leik hafði ekkert með dómarann að gera, það er staðreynd. Þetta var vel dæmdur leikur, mæli með að þú horfir aftur á leikinn. Leiðinlegt með meiðsli okkar manna, en dómarinn eða Sádi hafði ekkert með þau að gera. Finnst þú virka smá meðvirkur, en ætli það sé ekki bara mín skoðun.

        4
    • Svo virðist sem Ágúst sé illa upplýstur og haldi að City sé í eigu Sáda

  15. Maður var nú hræddur um að Oliver myndi dæma vítaspyrnu þar sem liverpoolmennirnir fóru í bakið á brentford mönnum en ekkert dæmt því erfitt að segja að hann hafi verið hliðhollur þeim.

    3
    • Mér fannst hann eiga fínan leik. Jota hefði auðveldlega getað fengið víti þegar hann var dreginn niður í teignum, en þar sem dómaranum fannst það ekki vera nóg til að dæma víti, fannst mér rétt að dæma ekki víti á Robertson heldur. Sama með tæklinguna á Diaz.

      3
  16. Það var ekki fyrr en á 67 mínútu sem LFC fèkk aukaspyrnu á móti 9 fyrir Brentford. Samt var LFC með yfir 60 prósent possession…jú vorum heppnir með Robertson en það var samt ekkert augljóst víti það óvenjulega var að vafaatriði fèll okkar megin sem er alltof sjaldan eða öllu heldur grunsamlega sjaldan.

    7
  17. Eignarhald og allt það

    United Arab Emirates eða UAE er land í miðausturlöndum með landamæri að Arabíuflóa. Landið er aðeins minna en Ísland og með um 9 milljón íbúa. Innan UAE eru 7 borglönd, eða lönd emíra, ef svo má kalla. Lang stærst þessara borgríkja að flatarmáli er Abu Dahbi og næst stærst að fólksfjölda. Einn emír þessa svæðis heitir Sheikh Mansour og er hann varaforseti UAE og einnig undirforsætisráðherra. Hann á Manchester City og sinnir því ásamt að stýra stórum fjárfestingarsjóðum í eigu UAE. Gagnrýnin á eignarhalds hans á ManCity og fleiri klúbbum tengist því að hann noti þessa fjárfestingarsjóði UAE til að dæla peningum löglega og ólöglega inní fótboltafélögin. Skýringin á því er sögð að með þessu sé hann að þvo ímynd UAE og þá sérstaklega Abu Dahbi.

    Qatar Sports Investments eru svo eigendur PSG. Það er félag er undir stjórn annars ríks manns sem hefur verið sakaður um svipaðan þvottaleik í kringum það lið. Fjárfestingar QSI eru fjölbreytilegar, sem og tengsl þess við önnur félög frá Katar. Katar er mjög lítið land, ekki mikið stærra en Reykjanesið og þar búa um 3 milljónir.

    Suður Arabía er svo miklu stærra. Meira en 15x stærra en Ísland að flatarmáli, og þar búa um 32 milljónir. Fjárfestingarsjóður Suður Arabíu á Newcastle. Tengdir aðilar hafa verið að byggja upp fótboltadeild þar í landi en gengið betur að eyða í gömul gæði en halda gæðum uppi.

    Þessu þrjú lönd tengjast mjög uppbyggingu fótbolta í Evrópu, kannski ekki ósvipað og var með eigendur frá Rússlandi og Asíu fyrir um 20-30 árum, og eins með bandaríska fjárfesta síðustu 15 ár eða svo. Viðskiptahættir í mið Austurlöndum eru oft aðrir en við þekkjum í Evrópu, líkt og þeir eru aðrir í Asíu, og jafnvel í BNA.

    En það er engri umræðu til góða að hrúga saman öllum þeim sem koma frá miðausturlöndum og eru að kaupa sig inní félög og fyrirtæki. Vissulega eru þetta misgóðir einstaklingar/félög/lönd — sérstaklega þegar kemur að því að virða mannréttindi, jafnréttindi, og jafnvel almennar leikreglur og lög markaðarins eins og við þekkjum þetta í Evrópu. Allir múslimar eru ekki arabar. Og allir arabar eru ekki frá Sádí Arabíu. Ekki frekar en allir kristnir eru kaþólikkar og allir kaþólikkar frá Ítalíu. Og ekki eru allir fæddir utan Evrópu svindlarar og vont fólk. Og jafnvel þeir sem eru svindlarar og vont fólk geta ekki endilega fengið enska dómara til að svindla. Það er margt í kýrhausnum og við ættum að fara varlega í að dæma allt sem er óvenjulegt sem óeðlilegt. En — sjálfsagt samt að benda á vonda hluti eins og það að CIty hafa næstum örugglega brotið bæði reglur FA og FFP.

    En við vitum það vel að getuleysi enskra dómara og PGMOL nær aftur lengra en elstu menn muna og fingraför þeirra á enska bikarnum varanlegri en olíubrákin yfir enska knattspyrnusambandinu.

    Látum samsæriskenningarnar í friði og einbeitum okkur að því að njóta síðasta tímabils Klopp.

    25
  18. Mikið er gaman þó kalt sé á toppnum. Ég segi bara eins og Fred Flintstone: Yabba Dabba Doo Yabba Dabba Dabba Doooooooooooooooooooo.

    13
  19. Var ég sá eini sem sýndist að Gravenbech hafi átt góða innkomu ? Hann átti varla feilsendingu og var líka byrjaður að verjast og tækla. Það verður líka þörf fyrir meira af þessu frá honum í næstu leikjum ef Jones verður lengi frá . En vonin lifir og það er gott að vera í fyrsta sætinu og kanske er City að hiksta það var alla vega eins og sjálfsöryggið hefði minnkað hjá Haaland i gær en okkar Nunez er farinn að skora og það gæti gert gæfumuninn í vor.

    12
    • Það kom mér ánægulega á óvart hvað Gravenberch átti góða innkomu. Ég fussaði þegar ég sá hann þarna frekar en Eliott. Áttaði mig svo á plottinu – þurfum hávaxna leikmenn gegn þessum tröllum í Brentford. En, já, hann var virkilega gagnlegur og hvort hann átti ekki lykilsendingu sem skapaði eitt af mörkunum fjórum?

      Svo bíður maður bara átekta hvaða tíðindi berast af J-unum tveimur.

      7

Liðið gegn Brentford

Stelpurnar heimsækja Brighton