Leikþráður: Liverpool – Burnley

Afsakið að þráðurinn fer seint í loftið en leikur Liverpool og Burnley er farinn af stað og byrjunarlið Liverpool var svona:

 

Í ððum fréttum þá er Jota fallegur maður!

38 Comments

    • Heyrðu vörnin ef þú ferð yfir nokkur tímabil þá ræðum við oft um dóma sem falla ekki með okkur og á móti okkur.
      En við sjáum svona sauðskap reglulega líka það hafa ansi mörg stigin runnið okkur ír greipum gegnum árin gegn svona liðum vegna svona marka oft á lykilmomentum í leikjum.. en 45 mín sem menn hafa til að kvitta fyrir þetta

      2
      • Klárlega ekki búið. En maður var svekktur yfir hversu auðvelt þetta lookaði.

        2
  1. Burnley með mun fljótari menn à miðjunni og okkar menn allto of hægir (og litlir!).

    1
  2. Burnley hornið (og markið) kom upp úr því að Trent missti mann framhjá sér hægra megin. So what else is new?

    2
  3. Sælir félagar

    Hvar er ákafinn, ástríðan og hugurinn til að sýna að síðasti leikur var slys. Ekkert af þessu hefur sést í þessum fyrri hálfleik. Burnley búið að vera heilt yfir amk. jafn gott og “efsta” liðið sem þó er á heimavelli. Ég fer fram á að liðið spili til vinnings, allir leggi sig fram og sýni það sem liðið á að sýna í hverjum einasta leik: ódrepandi sigurvilja!!! Þessi helvítis göngubolti í öftustu línu og sendingar til hliðar. Erum menn að æfa hliðar saman hliðar eða hvað? Ég er alveg hundpirraður á þessum leikstíl og drullunni í vörninni sem fær á sig alltof mikið af mörkum úr föstum leikatriðum. Andskotiunn bara.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  4. Ægilegt klúður að fá þetta mark á sig. Frír skalli – en laus og ég hefði haldið að Alisson hefði gómað þennan.

    Margt mjög vel gert en þeir eru alltaf með stóru tána í boltanum.

    Vonandi verður þessi seinni hálfleikur eins og þeir hafa margir aðrir verið. Verst við erum ekki með neitt bitastætt á bekk.

    Nú klæjar Kompany í fingurgómana að tryggja titilinn fyrir sitt gamla félag. Látum hann ekki fagna í lokin.

    2
  5. Ekki gott … mér finnst reyndar Nunes frábær og tekur mikið til sín …. miðjan ekki að tikka og Dias fer ekki framhjá neinum … og liðið lítur miklu verr út án Allisson

    1
  6. Jahérna hvað er í gangi með liðið???

    Trent farinn útaf og Jones kominn í hægri bak???

    3
  7. Verðum að bæta við marki!

    Þetta er langt frá því að vera öruggt.

    Eitt gult í viðbót á okkar menn og við gætum orðið manni færri.

    2
  8. Færanýting/ákvarðanataka í kringum vítateig andstæðingsins heldur áfram að vera vandamál

    2
  9. Svo verðskuldað hjá Darwin. Manni finnst hann ennþá eiga inni 10-15 mörk á leiktíðinni og aldrei að vita nema þau komi. Gott líka að fá Andy inn sterkan úr meiðslum.

    6
  10. Menn meiga efast um Nunez áfram leyfum þeim það. Leikmaður sem hættir aldrei og gefst ekki upp. Dýrka chaosið í kring um hann.

    9
  11. Þessar skyndisóknir…! Minna á blómaskeið Mané – Firmino – Salah… nema að þeir skoruðu oftast úr þesum sóknum!

    4
  12. Nunez geggjaður í leiknum. Alls staðar og út um allt. Baráttan maður. Átti að nýta nokkur færi m.a. það síðasta. En hann er rosalegur.

    3

Upphitun fyrir Burnley á Anfield – Metáhorfendafjöldi á morgun!

Liverpool 3-1 Burnley