Upphitun fyrir Burnley á Anfield – Metáhorfendafjöldi á morgun!

Það er orðin smá stund síðan Liverpool fengu heila vinnuviku á milli leggja og líka ansi langt síðan liðið spilaði á „klassíska“ leiktímanum, það er að segja klukkan þrjú á laugardegi. Áratugum saman var þetta eini leiktíminn í ensku deildinni eins og víðar. Bretar ríghalda enn þá í að þessir leikir séu ekki sýndir svo Úrvalsdeidin keppi ekki við neðri deildirnar.

Hvað um það, Liverpool eru að fá heimsókn frá Burnley. Liðið sem slátraði B-deildinni í fyrra hefur gengið brösulega í vetur og töfrar Vincent Kompany hafa tapað krafti sínum. Andlega virðist liðið vera svo gott sem fallið, sjö stigum frá öruggu sæti og sex stigum á eftir Everton… sem eru búnir að missa stig vegna fjárlagabrota. Hvernig sem á það er litið eru Burnley á vondum stað. En okkar menn voru ekki beint stórfenglegir í síðasta leik og særð dýr eru hættulegust.

Andstæðingurinn –  Burnley.

Eins og áður sagði þá eru Burnley með bakið upp við vegg í deildinni. Þeir söfnuðu yfir hundrað stigum í B-deildinni með því að spila flæðandi fótbolta. Gallinn er að þeir eru einfaldlega ekki með gæði í hópnum til að spila þannig bolta í deildinni. Þetta er kannski enn ein vísbænding að bilið milli þessara deilda stækkar með hverju árinu.

Eftir því sem liðið hefur á hefur Kompany reynt ýmsar leiðir til að lífka upp á spilamennskuna en ekkert hefur gengið. Stærsta vandamál liðsins er varnarleikurinn. Það er ekki líklegt til árangurs í fótbolta að fá á sig að meðaltali tvö mörk í leik. Þeim mun verra þegar liðið er í botnbaráttu. Þeim mun verra þegar liðið er með næst lægsta fjölda marka skoraðra í deildinni.

How Vincent Kompany turned Burnley from route one merchants to entertainers

Það skrýtna við þetta er að Kompany hefur sloppið ótrúlega vel við gagnrýni. Á meðan endalaust er rætt um Poch og Ten Hag og Sheffield hefur þegar losað sig við stjórann. Stuðningsmenn Burnley eru hægt og rólega að missa þolinmæðina en fjölmiðlar hafa lítið fjallað um starf Vincents. Hverjum hefði dottið í hug að í byrjun febrúar myndi Burnley-liðar horfa öfundaraugum til Luton?

 

Okkar menn.

Tapið gegn Arsenal sveið alveg svakalega. Hægt er að telja upp margar ástæður fyrir tapinu, en líklega sú stærsta var að Arsenal voru ferskir og okkar menn eru búnir að spila of mikið á of stuttum tíma. Kannski hefðu Liverpool fundið sigur ef þeir hefðu verið að spila gegn verra liði. En svo var ekki.

Það er frábært að liðið hafi fengið fimm daga á milli leikjana við Arsenal og Burnley. Enga síður bættist Thiago við meiðslalista vikurnar. Kannski voru þessar tíu mínútur gegn Arsenal hans síðustu í rauðu treyjunni, geggjaður leikmaður sem hefur einfaldlega ekki skrokkinn þessa deild eða þennan fótbolta leikur.

Liverpool's Wataru Endo admits mixed feelings over Asian Cup departure | Liverpool | The Guardian
Velkomin heim vinur!

Hann bætist því á lista sem inniheldur Salah, Szoboszlai, Tsimikas, Doak, Matip, Bajcetic og kannski Nunez. Þar að auki er Konate í banni. Bilað dæmi. En hópurinn er þó nógu stór til að við getum teflt fram liði sem á að sigra Burnley. Bradely kemur ekki til greina, en hann fær þann tíma sem hann þarf til að jafna sig á fráfalli föður síns.

Ég spái því að Trent og Robertson byrji báðir ásamt Van Dijk. Það verður afar áhugavert að sjá hver verður í hafsentinum með Van Dijk, Quansah er búin að vera geggjaður en Gomez hefur það líka og hafsent er hans nátturulega staða á vellinum. Held að Klopp freistist til að reyna að endurvekja samstarf Virgil og Gomez frá fyrri árum.

Endo kom aftur á æfingasvæðið í byrjun vikurnar og er víst orðin hress eftir ferðalagið. Hann kemur beint aftur í byrjun liðið með MacAllister og Jones fyrir framan sig. Nunez kom inn á gegn Arsenal en var skugginn af sjálfum sér. Ég held að hann byrji ekki þennan leik en komi snemma inná. Gakpo verður frammi, Jota hægra megin og Diaz vinstra megin. Sem sagt svona:

Þess þarf þó að geta að slúðrið segir að mikil veikindi séu í hóp Liverpool þannig að þetta gæti endað í einhverju furðulegu.

Spá.

Í vikunni var það tilkynnt að búið er að greiða fyrir opnun nánast allrar nýju stúkunar. Þetta verður því metleikur og leikmenn verða ferskir eftir lengstu sína  og Liverpool kemur til með að fagna með því að rústa þessu glataða Burnley liði. 5-0 fyrir Liverpool.

Megi jinx guðirnir fyrirgefa mér þennan spádóm.

8 Comments

  1. Ég tel mig hafa afar trausta heimild fyrir því að við vinnum þennan leik.

    We are Liverpool, Tra la la la la,
    We are Liverpool, tra la la la la la,
    We are Liverpool, tra la la la la,
    The best football team in the world – yes we are!

    11
  2. Eftir síðasta leik þá var internetið fullt af upplýsingum og greinum um Liverpool, hversu ömurlegir þeir voru, þeir eru nánast í fallsæti eftir þennan eina leik sem við töpuðum…

    Eins gott að okkar menn mæti i dag 100%, byrja leikinn frá fyrstu mín og hrista af sér bulluð sem gerðist.

    Svo er það Trent, ef hann byrjar í hægri bak i dag og á lélegan leik varnarlega, þá er alveg kominn tími á að færa hann á inn á miðsvæðið, hann er skráður sem varnarmaður og menn labba framhjá honum eins og hann sé ekki tilstaðar.

    4
  3. Sælir félagar

    Takk fyrir upphitunina Ingimar og svo sem ekki miklu við hana að bæta. Það væri svo sem eftir öðru að flensa saxaði á hópinn okkar en hvað um það, þennan leik verður að vinna hvað sem tautar of raular. Mér er sama hvort það verður með einu marki eða fimm, vinning á minn disk.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  4. Dagurinn lítur vel út, sólarlítið á Kanary en þar hefur fækkað mikiðstöðum sem sýna enska. Einhver hér sem vill deila stöðum með boltanum?
    Spá dagsins er 4-1 fyrir okkur en ströggl fyrst.

    3
  5. Er ég einn að pæla í hvar Joe gomes er ekkert talað um það missti ég af einhverju?

  6. Einhvern veginn er alltaf hægt að treysta á gamla úlfinn Diogo Jota !

    3

Gullkastið – Skítur skeður!

Leikþráður: Liverpool – Burnley