Jurgen Klopp

Skoðið þessa mynd aðeins en þar sem glugginn er lokaður þá er hann ekki að fara að eyða meira.

Þetta er liðið sem hann tók við


(Henderson, Gomez, Firmino voru líka á svæðinu)

Áttum okkur á því að hann þurfti að gera heilan helling til þess að breyta Liverpool úr fínu liði í heimsklassa og það gerði kappinn.
Ef það væri ekki fyrir svindl lið Man city þá væru miklu fleiri bikarar komnir í hús og kannski koma fleiri eftir að það er búið að dæma þá fyrir fjársvik(gerist líklega aldrei)

Það sem ég er eiginlega að segja með þessum pósti er hversu heppinn við erum að hafa fengið Klopp til liðsins því að ég er 100% viss um að engin annar stjóri í heiminum hefði getað gert það sem hann gerði fyrir liðið og stuðningsmenn liðsins(gleymdu því að Pepe væri til í að koma til Liverpool og fá ekkert fjármagn og eiga að ná árangri)

Svo að mín skilaboð til Liverpool aðdáanda er að njótið þess að hafa upplifað Klopp árin(líklega svipað og þeir sem náðu Shankly árunum) og njótið þess að fylgjast með honum stýra liðinu þessa síðustu mánuði. Þetta ævintýri er ekki alveg búið og hver veit nema að við eigum eftir að upplifa fleiri gleðistundir með Klopp.

YNWA – Klopp lét okkur trúa aftur

35 Comments

 1. Allir pistlar á þessari síðu eru meiriháttar, en ég bara verð að skrifa eitt núna verandi að horfa á Brentford – Man City: Ég myndi vilja skipta þremur Cody Gakpo út fyrir einn fuck Phil Foden ! Auðvitað með fyrirvara um að Cody Gagpo fari nú að sýna það sem í honum býr.

  7
  • Gravenberch og Gakpo eru báðir ansi litlausir og baráttulinir. Mér finnst oft eins og þeir séu að fela sig í leikjum. Gætu verið á leiðinni frá Liverpool með nýjum stjóra. Gakpo var þó samt fínn til að byrja með en svo lak loftið einhvern veginn úr blöðrunni.

   10
   • Mér fannst reyndar Gakpo byrja mjög illa. Hann kom inn í liðið á erfiðum tímapunkti og skoraði ekkert í fyrstu 6 leikjunum sem flestir töpuðust. Eftir það varð hann þokkalegur.

    En það sem ég átti erfiðast varðandi Gravenberch og Gakpo var það að þeir virtust með öllu áhugalausir og vonleysissvipurinn var einstaklega pirrandi.

    Ég get fyrirgefið mistök en ég á erfiðara með að fyrirgefa mönnum þegar þeir leggja sig ekki fram.

    10
  • Alltaf er það einhver sem einstaka stuðningsmenn Liverpool láta sér líka illa við (ég er ekki þar), en þetta sést mest í athugasemdakerfum rétt eftir tapleiki.
   Varðandi Gakpo, þá er tölfræðin ekki það slæm hjá Gakpo á þessu tímabili – þó hann sé enginn Salah (tekið af fésbókarsíðu Stuðningsmanna Liverpool og líklega allar keppnir).

   Salah: 18 mörk 9 stoðsendingar
   Darwin Nunez: 11 mörk 11 stoðsendingar
   Diogo Jota: 13 mörk 4 stoðsendingar
   Cody Gakpo: 9 mörk 4 stoðsendingar
   Luis Diaz: 8 mörk 3 stoðsendingar

   Það er ekki þar með sagt að maður myndi ekki vilja hafa Foden í liðinu, en óþarfi að tala niður leikmenn sem skila sínu.

   10
   • Það er ný grein á This is Anfield sem segir nákvæmlega það sem ég skrifaði hér eftir leikinn, sumsé að bæði Gakpo og Gravenberch voru grútlélegir. „It was clear for everyone watching that both Gakpo and Gravenberch struggled, and it was disappointing given the opportunity they were handed.”

    En sumir þurfa alltaf að renna sér með takkana á undan í næsta mann hérna á síðunni. Ég læt mér nægja að hafa skoðun á leikmönnum, og er ekki að hella mér yfir íslenska stuðningsmenn og félaga á kop.is.

    Ég sleppi því að setja inn linkinn því þá hverfur kommentið í ruslafötuna hjá Daníel en titill greinarinnar er „new-footage-shows-jurgen-klopp-tearing-into-ryan-gravenberch-after-arsenal-goal”.

    10
   • Henderson14 – Mér fannst þetta mjög málefnalegt hjá mér, en þetta virðist hafa hitt illa á þig og ég er alls ekki að verja þá félaga í þessum leik, þó ég geri greinarmun á þeim félögum. Var ekki bara eitthvað hollenskt partí daginn fyrir leik sem við vitum ekki af – ekki var Van Dijk neitt sérstakur heldur.
    Mín athugasemd snýst aðallega um að við eigum ekki að rífa einstaka leikmenn niður, efast um að það sé stíllinn hjá Klopp – enda væri liðið okkar þá í svipuðum vandræðum og rauða liðið úr Manchester.

    2
   • Og mitt komment, Höskuldur, snýst bara um að við eigum ekki að rífa hvert annað niður hér á síðunni. Kop.is snýst um Liverpool liðið með öllu því sem fylgir. Við höfum skoðanir á liðinu og þjálfaranum osfrv. – en eigum að láta það á móti okkur að vera að skamma fólkið sem skrifar hér í hita leiksins.

    YNWA

    7
 2. “Klopp lét okkur trúa aftur,,

  En trúir síðan sjálfur ekki lengur á verkefnið…. frekar skrítið allt saman.

  7
   • Þetta er bara mín skoðun þar sem hann er að hætta 2 árum fyrr. Held að því miður að við eigum eftir að heyra einhverja aðra ástæðu fyrir því að hann er að hætta fyrr heldur en hann hefur gefið upp.

    7
  • Mitt alit er að Klopp hafi ekki fengið þa menn sem hann vildi og gefist upp a þessum amerikumonnum.

   11
   • Já. Það átti að klára Bellingham og allt ákveðið. Fóru í moneyball og fengu zobo sem mér finnst samt góður. En það sjá allir að Bellingham hefði verið star man hjá okkur. Þreyttur maður að berjast upp fyrir sig við eigendur og svo þurfa Svala væntingum stuðningsmanna og delivera

    3
  • Passaðu þig… menn verða rosalega reiðir ef þetta er nefnt eins og eg kynntist um daginn 🙂

   3
   • Menn eiga að fá að hafa sínar skoðanir í friði, þetta eru ekki nema tveir eða þrír aðilar hér inni sem þola ylla að menn hafi aðrar skoðanir eða sjái hlutina í öðru ljósi enn þeir.

    Var ekki Rafa Benitez að ýja að því að eitthvað annað væri í gangi enn það sem er búið að opinbera afhverju Klopp er að hætta og allt staffið hans?

    2
 3. Fínn pistill en hvaða rugl er ég að lesa hér í kommentum im Gagpo sem er búinn að vera mjög góður á þessu tímabili? Manninum er ítrekað spilað úr stöðu.

  5
 4. Sigkarl hafði ekki mikið álit á Jota á tímabili, en skipti svo um skoðun. Þannig mun ég svo sannarlega skipta um skoðun á Gagpko þegar hann fer að sýna alla sína hæfileika í leikjum. Hæfileika hefur hann nóga, það vitum við, en það er bara eins og það vanti neistann.

  10
 5. ég er búinn að senda stjórnarmönnum hjá LFC link af kop.is og sagði þeim að leita ekki langt yfir skammt. Hér væru töluvert af gæða þjálfurum í kommentakerfinu

  8
  • Ég ætla rétt að vona að þú sért ekki að meina mig… efast um að ég gæti þjálfað 5. flokk hjá Víði Sandgerði, hvað þá meira.

   1
   • Hah nei nei væri synd að missa þig af þessari síðu, gef mér samt að þú væri betri en engin í þjálfun 🙂

    1
   • Víðir Garði er það reyndar. :O) Garður og Sandgerði = Suðurnesjabær.

    Annars bara góður og takk fyrir góða pistla Daníel! :O)

    1
 6. Heyr heyr.
  Klopp tímabilið er það allra skemmtilegasta sem ég hef upplifað í fótboltaglápi. Ég fæ ekki séð hver ætti að geta fylgt þessu eftir og finnst eiginlega óhjákvæmilegt að það komi dýfa í kjölfarið á brottför hans. Spurning bara bara hversu djúp og hversu löng sú dýfa mun verða. Stuðningsmenn mutd eru enn í sinni dýfu eftir brottför Fergie 2013 og sama má segja um nallarana post Wenger.
  Pep getur sett lappirnar upp í loft fyrir næsta tímabil.

  6
 7. Áfram Henderson14. Hér á þessari spjallsíðu okkar Poolara á að ríkja fullt málfrelsi. Menn eiga að fá að tjá sig um það sem þeim finnst miður hjá liðinu okkar, ekki síður en að hrósa. Einhverjir hér taka það þó greinilega persónulega til sín ef einhver leikmaður er gagnrýndur. Það er ENGINN hafinn yfir gagnrýni, hvorki við sem hér skrifum eða einstaka LEIKMENN LIVERPOOL.

  8
 8. Algerlega sammála.
  Innkaupastefna félagsins er aðal ástæðan fyrir því að titlarnir eru ekki fleiri en raun ber vitni. Það og svindlið hjá Chitty gerir það að verkum að það er mjög ósanngjarnt að miða árangurinn við titla söfnun.
  Er gríðarlega þakklátur að Klopp hafi valið að koma til okkar og fyrir allt sem hann hefur gert fyrir klúbbinn, ekki bara á knattspyrnuvellinum.
  Þetta er búið að vera svo gaman.

  4
 9. Hvernig er það. Ekki er tökulið í klefanum þegar verið er að gera þessa þætti um lokadaga Klopp? Væri mjög sorglegt allt ef Klopp tilkynnir brottför og tökur fara í gang þegar liðið er á toppi deildarinnar ef þetta endar ekki vel. Mér er alveg sama um einhverja Netflix þætti, finnst bara eins og það gæti sett óþarfa pressu á leikmenn. Liðið var í góðum málum.

  7
  • Mér skilst að klefinn sé off limits fyrir tökuliðið.

   5
 10. Klopp hefur haldið liðinu uppi við toppinn í svona 80% af leiðinni….hefur verið upp og niður en skemmtanagildið og ástríðan víkur fyrir öllu öðru á þessari vegferð okkar með Jürgen!

  Liðið var á erfiðum stað og hann reif allt upp,allt meðtalið og án hans væri enska deildin algjör bændadeild á tímum City – ég er þakklátur fyrir hans tilveru og án hans værum við ekki með þessa tíma sem við höfum upplifað,óháð titlum og spennu árin yfir.

  Mun sakna Klopp.

  7
  • Staðan er 5-1 í titlum fyrir City á tíma Klopp en vorum stigi á eftir á tveimur þeirra og ef heppnin hefði verið okkur í hag þar,væri staðan 3-3 og úrslitakeppnin á milli þeirra núna um 4 titilinn,en þetta er bara leikur að tölum á endanum.

   3
 11. Eftir 5 mínútur á móti Arsenal er Thiago meiddur aftur. Afskrifum þennan leikmann og hættum að hugsa um hann sem hluta af hópnum. Rennur út á samningi í sumar, væntanlega ekki framlengt.

  Hann og Keita líklega með verri kaupum LFC síðustu ár.

  5
 12. Ég er nokkuð viss um að um að fjarvera Bradley og dauði föður hans hefur örugglega haft áhrif á hugarfar leikmanna og leik liðsins enda erfitt að leiða slíkt hjá sér.

  8
 13. Hvaða furðulegu sögusagnir eru á sveimi um að Klopp sé að fara til Barcelona? Það getur varla staðist. Hann færi ekki að „rifta” samingi hjá Liverpool fyrir það? Nema náttúrulega að ástæðan sé einhver meiriháttar svik við Klopp af hálfu eigendanna…

  1

Arsenal 3 – 1 Liverpool

Gullkastið – Skítur skeður!