Liðið gegn Arsenal

Szoboszlai veikur, og Nunez var tæpur svo hann er á bekk:

Bekkur: Adrian, Kelleher, Quansah, Robertson, Thiago, Clark, McConnell, Elliott, Nunez

Við vissum að Salah og Endo yrðu ekki með, en það eru ágætar líkur á að við sjáum þá um næstu helgi. Tveir markverðir á bekknum, það segir kannski sitt um að ennþá er hópurinn í þynnra lagi.

Það þýðir þó ekkert að hugsa um hverja vantar. Það eru 11 leikmenn sem byrja og 9 sem sitja á bekknum, tilbúnir til að koma inná. Alveg eins og hjá andstæðingnum. Tækifæri fyrir þá sem eru á staðnum til að láta ljós sitt skína.

KOMA SVO!!!!!!

61 Comments

 1. Szoboszlai var svo bara ekkert veikur heldur fann hann fyrir aftan í læri á svipuðum stað og hélt honum frá keppni í janúar. Spurning hvað hann verður þá frá lengi núna.

  1
 2. Stór leikur í dag.

  Annars er þetta allt mjög áhugavert með stjórapælingarnar. Ég hef verið of dofinn yfir brottför Klopps til að kommenta á þetta hér. Mér sýnist tvennt í stöðunni: Ný sýn með nýjum þjálfara og annað andrúmsloft. Þá eru allir þjálfararnir sem þegar hafa verið nefndir möguleiki, ásamt kannski Ange (sem var líka nefndur í podcastinu) einkum vegna þess að hann hefur til að bera karakter sem gæti linað sársauka leikmanna yfir því að missa Klopp.

  Hinn möguleikinn er að peppa upp Ljinders og fá hann til að stækka. Þá myndi þunginn hvíla miklu meira á liðinu til að byrja með. Ljinders er ekki Klopp, hefur ekki sama karisma og er ekki þessi ofurstjarna sem Klopp lætur líta út fyrir að ekkert mál sé að vera. Hann er frábær leikari en samt svo einlægur, mætir ekki í viðtal nema það verði að skemmtiefni, stórkostlegur innsýnismaður í fótbolta; allur pakkinn. The man.

  Þeir tímar eru að líða. Og maður sveiflast aðeins á milli þess að taka tilraunina um Ljinders og auka þá mögulega vægi Vin Dijk í leiðtogateyminu. Virgill skeit upp á bak fyrr í vetur þegar hann lét kjánalega reka sig út af með blótsyrðum en heilt yfir hefur hann sýnt mikla leiðtogahæfileika og er smá pabbi þessa frábæra liðs inni á vellinum. Hann er of ungur og óreyndur til að verða spilandi þjálfari en aukið vægi innan þjálfarateymis gæti létt höggið og gert transgressjónina auðveldari. Þetta er semsagt pælingin um að mýkja höggið, halda í núverandi konsept og spila bara eins – án Klopp.

  Kannski verðum við samt bara að taka þessu brotthvarfi og mæta nýjum tímum. Þá virðist Alonso fremstur. Gegnheill Liverpool-maður með góða reynslu, ungur á þjálfaramælikvarða. Við tökum Guardiola út úr jöfnunni, og þá eru De Zerbi og Postecouglou einu stjórarnir í deildinni sem segja má að hafi ögn af karaktereinkennum Klopps.

  Annars er leikurinn að fara að byrja. Ég tek jafntefli en vona svo sannarlega að við vinnum og hef meira að segja nokkuð góða trú á því.

  YNWA

  3
 3. Að vera með bæði Gravenberch og Gakpo lofar ekki alveg nógu góðu. But it is what it is. Vonandi getur óreiðukóngurinn Darwin komið inná og gert svolítinn usla í lokin.

  2
 4. Er ekki alveg sáttur með að Gravenbergh sé tekinn fram fyrir Elliot , mér finnst hann ekki standa undir væntingum ennþá . Annars vonandi að vörnin haldi þá er alltaf möguleiki á góðum úrslitum .

  3
 5. Úff, ekki líst mér á þetta. Meigum greinilega ekki við að lykilmenn séu meiddir.

  1
 6. In Klopp I trust en meistarinn valdi bara vitlaust lið í þennan leik.
  Hefði viljað sjá bæði Elliot og Nunes inni til að pressa betur.
  Auk þess fyrst Bradley er eðlilega ekki með þá hefði mögulega verið hægt að setja Andy inn ef hann er klár en í það minnsta nota Trent í inverted role eins reynst hefur svona vel.

  3
 7. Auglýsi eftir Gavenberch, sást síðast til hans á rassgatinu við hliðarlínu.

  5
 8. Úff hrikalega lélegur fyrri hljóta að vakna í seinni.

  Hahaha what skora á meðan ég skrifa

  7
 9. Áttum ekkert skilið e fyrri hálfleikinn en lukkan með okkur. Breytingar takk

  3
 10. Ekki endilega sanngjörn staða miðað við gang leiksins. En okkar drengir eru ódrepandi. Fyrir mér mætti stoppa leikinn núna en við vonumst áfram eftir sigri.

  3
 11. Það var aldeilis lukka að fá þetta mark, takk Diaz fyrir baráttuna (og svo hefði þetta alltaf verið hendi, víti). En nú þarf Klopp að hressa upp á liðið í hálfleik. Ég segi fyrir mína parta: styrkja hægri kantinn, setja Gomez þangað yfir og Robbó inn í vinstri ef hann treystir sér til. Taka Gravenberch útaf og setja Trent í plássið hans á miðjunni og svo er spurning með Kaftein Kaos hvort hann má ekki koma fljótlega í framlínuna (í staðinn fyrir Gakpo?).

  5
 12. Geggjað að jafna á lokamínútu fyrrihálfleiks.
  Ég vil sjá Robbo koma inn fyrir Gravenbergh og færa Trent á miðjuna og Gomez í hægri bakvörðinn.
  Sóknarlega erum við skelfilegir og missum boltann allt of oft á hættulegum stöðum.

  5
 13. Mjög lélegur fyrri hálfleikur.
  Menn voru komnir í göngutúr í garðinum og sofnaðir og fengu það í smettið…

  Arsenal er að tefja í öllum stoppum sem gerast á vellinum innköstum og framvegis sem segir okkur að þeir virða og hræðast okkur.

  Við fengum mark í lokinn sem er gjöf sem við verðum að hamra á í seinni

  Graven eða Jones verða fara útaf í seinni báðir að hanga á boltanum með fullt af auka hringjum. Annar út fyrir meira flæðandi miðjumann .
  Nunez má svo koma inn fljótlega líka

  Koma svo!!!

  3
  • Robbo inná fyrir Gravenberch eða Jones, Gomez í hægri bak og Trent á miðju.

   2
 14. búið að vera lélegt. Heppnir að vera ekki undir í hálfleik.

  Vantar mikið þegar Szobo og Nunez eru fjarri.

  Tökum þetta í seinni.

  4
 15. Robertsson inn fyrir Gravenberg og Trent inná miðjuna. Þegar 20 mín eftir henda Nunez inn furir Gapko. Sigurblanda.

  3
 16. Slappir í þeim fyrri og setjum í þriðja gír í seinni! KOMA SVO!!!!

  5
 17. Alexander-Arnold, Jones og Gravenberch algjörir farþegar. Breytiingar strax takk.

  4
 18. Arsenal að valta yfir okkur í seinni líka. Breytingar Klopp koma svo!

  4
 19. Ég hefði verið sáttur við 1-1 miðað við spilamennsku okkar manna en þá kemur þetta algjöra trúðamark beint í smettið á okkur.

  4
 20. Þvílíkt svekkjandi að fá svona mark í andlitið þetta var ekki það sem þurfti í þennan leik.

  2
 21. Alveg ótrúlega léleg ákvarðanataka hjá Van Dijk þarna afhverju að skýla boltanum til að markvörður sparki í burtu í staðinn fyrir að hreinsa sjálfur þoli ekki svona fíflalæti við erum ekki að vinna 3-0.

  7
 22. jæja rautt.

  Það vantaði bara.

  Þá er nú lítið eftir.

  2
 23. Töpuðum þessu sjálfir með lélegri vörn og ákvarðana töku.
  renna á rassin eins og venjulega. City klárar sitt.

  3
 24. Svo. Mikil. Skita.

  Áttum að pakka þeim saman frá fyrstu mínútu. En nei – allt í tómu tjóni.

  jæja það er nóg eftir. Verðum að taka okkur á.

  2
 25. Geggjuð þreföld skipting hjá manninum sem ætlast að yfirgefa Liverpool eftir tímabilið! þegar það var loksins komin smá rythmi og spilamennska þá hendir okkar maður í graut! Hvernig er þreföld skipting á þessum tímapunkti bara í lagi!!!??

  2
  • Hvaða rytmi ? markið sem við skoruðum voru algjör heppni og áræðni hjá einum manni.
   Arsenal voru betri en við á öllum sviðum. Það kom sæmilegur kafli í seinni en það var alltof sumt þaes í byrjun.

   5
   • Þessi sæmilegi kafli var það besta sem sást frá Liverpool allan þennan leik.
    Það er aldrei gott að skipta út 30% af liðinu á einu bretti, ekki nema leikurinn sé að tapast en þarna var leikurinn kominn í jafnvægi.

    1
 26. Þetta er ein sorglegasta frammistaða í toppslag sem ég hef nokkurn tímann séð.
  Sá Orkulausi þarf að finna út úr þessu ef Liverpool ætla sér að taka titilinn.

  2
 27. Allison er að eiga of dag á kontornum og þá er alveg eins gott að gera það almennilega. En sólin kemur samt aftur upp á morgun.

 28. Mikið svakalega er ég þreyttur á þessu bulli í dómurum afhverju í andskotanum er þetta ekki aukaspyrna á Gabriel og spjald jú því þetta var leikmaður frá Suður Ameríku sem var brotið á algjörlega óþolandi skíta frammistaða frá dómaranum í leiknum þó liverpool hefði tapað leiknum með skitsæmilegum dómara.
  Því miður var þetta skit lélegur leikur hjá okkar mönnum

  3
 29. Þar fóru sennilega titilmöguleikarnir.
  Liverpool þarf að vinna rest til að verða meistarar í vor, ég sé það ekki gerast því miður

  Við skulum samt muna það að Jurgen Klopp er búinn að gera kraftaverk úr því sem hann hefur fengið upp í hendurnar frá FSG, ég sé ekki eftirmann hans gera sömu hlutina, tali maður ekki um það ef FSG fer til baka í svona ráðningar og þegar Brendan Rodgers var ráðinn sem ég tel meiri líkur á enn að eitthvað stórt nafn taki við af Klopp.

  1
  • Hvaða bull er þetta?

   Kíktu á töfluna og segðu mér hvaða lið er í fyrsta sæti.

   Hvernig nenniði að láta svona?

   2
   • Snæþór, ég held að þú sért svolítið að miskilja mig?

    Jurgen Klopp er búin að vinna kraftaverk úr því sem khann hefur fengið upp í hendurnar og ég skal alveg viðukenna það að ég átti ekki von á því að við yrðum á toppnum í deildinni svona snemma eftir allar þessar breytingar sem voru gerðar á liðinu í sumar

    Ég er ekki að fara að drulla yfir liðið eins og sumir hér að ofan, ok við fengum down leik núna og það er eitthvað sem gerist fyrir alla, enn hugsiði hvað við værum búnir að vinna marga stóra titla undir stjórn Jurgen Klopp ef við hefðum fjármagnið sem hin liðin hafa sem við erum að berjast við á þessum 8 – 9 árum sem hann er búin að vera þjálfari okkar. Það er engin stjóri sem er að fara að ná sama árangri og Jurgen Klopp hefur náð með Liverpool, ekki Pep Guardiola sem hefur fengið allt sem hann biður um hjá þeim klúbbum sem hann hefur þjálfað.

    2
 30. Shit þetta var lélegt gleyma þessu sem fyrst og halda áfram.

  2

Spurs heimsókn á Prenton Park

Arsenal 3 – 1 Liverpool