Gluggavaktin

Aldrei þessu vant hefur bara ekki verið neitt til að vakta. Jújú, einhverjir eru farnir á láni: Billy the Kid fór til Blackburn út leiktíðina, áður var búið að tilkynna að Nat Phillips færi á láni til Cardiff og Owen Beck færi til baka til Skotlands. Eitthvað var slúðrað um að Bobby Clark færi á láni, en svo hættu menn við enda er hann hægt og bítandi að spila sig inn í plön þjálfarateymisins.

Svo bauð Forest víst einhverjar 15 millur í Kelleher, og bæði er hann talsvert verðmætari, og líka bara ómissandi á meðan Liverpool er enn með í fjórum keppnum.

En annars er bara allt rólegt, og við gerum ekki ráð fyrir að það breytist neitt.

8 Comments

 1. Fyrsta kommentið í þessum þræði: Jeeeejjj!!!
  O jæja, farinn að sofa bara 🙂

  1
  • Það eru einmitt sérstök verðlaun fyrir fyrsta kommentið!

   En menn verða víst að vera vakandi til að geta tekið við þeim.

   4
   • Hehe góður en enn verri ég því ég er að sjá þetta fyrst núna dóh!!! Svaf samt ekki allan tímann og hef án efa ekki misst af miklu með gluggann góða….

 2. ZzzzzzZZZ sérstaklega óspennandi lokadagur en í fyrsta sinn í langan tíma ekkert ósáttur við hann heldur

  Erum með hrikalega flott lið

  3
 3. Sko, …

  Ég er afskaplega sáttur við upplifunina sem Klopp hefur gefið mér og sjálfsagt mjög mörgum fleirum öll sín ár hjá Liverpool. T.d. erum við enn í dag, þennan fyrsta dag febrúarmánaðar 2024 í baráttu um 4 titla, alla mjög góða í safnið okkar stóra, hver um sig. 3 þessara titla eru líka allir hver um sig til marks um mjög mjög góðan árangur á ársgrundvelli.

  Tilkynning Klopps um daginn virðist þrátt fyrir allt, hafa gefið öllum okkar “boost” fram á vorið, bæði okkur áhangendum, leikmönnum og hvað þá yngstu leikmönnunum okkar, (Colin Bradely ef ég vissi ekki að þú kæmir úr akademíunni þá spyrði ég í hvaða Grýlupotti þú hefðir alist). Nú er “fókus” okkar allra á árangur í vor, hvort sem er beint á velli eða hvort við sendum okkar allra bestu hvatningarorku á leikdag þvert yfir hálfan hnöttinn.á góðan árangur Liverpool-liðsins.

  En hvað ef? … Hvað ef þetta Liverpool vinnur eitthvað í vor undir stjórn Klopps? Hvað ef liðið toppar PL eða klárar Evrópukeppnina? Bara annað hvort þessara tveggja og jú auðvitað mögulega annað hvort af hinum 2?

  En samt PL eða Evrópa, … ef bara annað hvort næst nú í vor, þá eigum við að leggjast öll, áhangendur, leikmenn, öll sem eitt um: “eitt ár enn” okkar allra besti Jurgen Klopp!!

  Ef annað hvort þessara markmiða næst, þá eigum við öll að gera tilraun til að sækja annan CL að ári með þetta lið sem þú byggðir upp, elsku Klopp!! … en þá vissulega með þig sem stjórnanda. Ef það er gerist þá verðum við öll komin þangað strax!!

  Mér finnst alveg að áhangendur Liverpool hafi unnið sér inn það kredit að geta lagt fram slíka ósk, í dag og þá líka opinberlega með þrýsting á Klopp aðra nærtengda aðila. … og fara að benda okkur öllum á það, að ef þetta næst þá biðjum við um framhald í eitt ár.

  2
  • Colin Bradely heitir Conor Bradley. Og Klopp mun ekki framlengja. Ekki einu sinni þó hann fengi póstkort frá Íslandi.

   4
   • Point taken með prentvilluna.

    … og líka “hvar Klopp stendur”

    … en samt, en samt, en samt …

    …en ef annar af þessum stóru árangum næst, þá má alveg þrýsta “á kauða”. Sérstaklega ef við látum strax heyra í þessu fyrirfram. “Klopp ef þú nærð þessu” á næstu vikum, þá er “krafan okkar” um að þú takir 1 ár enn.
    Ég er hér að hugsa upp (fyrirfram) aðstæður fyrir kröfur á kappann., …

    “Ef þú nærð þessu, þá tökum við, (þú og við!!!) næsta slag”!!

    1
  • Menn eru komnir mislangt á sorgarbrautinni (lauslega þýtt) – afneitun, reiði, samningagerð, þunglyndi og sátt.
   Mér sýnist sumir vera í samningagerðinni (bargaining – eflaust til betra orð). Ég held ég hafi hoppað beint í þunglyndið og svo fór ég að hugsa um hvað Klopp hefur gert fyrir okkur og mögulega er ég kominn í sáttina núna (broskarl).

   Það eru nánast engar líkur á því að Klopp standi ekki við orð sín. Mig grunar reyndar að það hafi verið fleiri en eitt atriði sem urðu til þess að hann ákvað að hætta núna og ekkert af þeim atriðum tengist gengi Liverpool, því verður nefnilega ekki neitað að okkur gekk líka vel í nóvember þegar hann tók fyrst ákvörðun.
   Það eru frekar ýmsir þættir eins og hvernig dómarar hafa tekið Liverpool fyrir, eflaust smá núningur við eigendur mögulega út af þessari heimildarmynd – en svo auðvitað stóra atriðið, sem er þreyta eins og hann segir sjálfur – og það breytist varla þótt við klárum veturinn með stæl.

   1

Liverpool 4 – Chelsea 1 (Skýrsla uppfærð)

Hver tekur við Liverpool?