Liðið gegn Chelsea

Liðið klárt, og fátt sem kemur á óvart:

Bekkur: Kelleher, Robbo, Quansah, Trent, Gravenberch, McConnell, Clark, Elliott, Gakpo

Semsagt, nánast eins og var spáð fyrir í upphitun, nema að Conor Bradley byrjar en Trent er á bekknum. Ekkert sem kemur á óvart þar.

Thiago nær ekki á bekk svo McConnell og Clark eru þar, mögulega síðasta skiptið á tímabilinu sem við sjáum Clark í Liverpool búningi ef slúðrið reynist rétt.

Vonum að okkar menn láti veðrið ekki hafa áhrif á sig en það er víst ekkert sérstakt.

3 stig takk.

KOMA SVO!!!!!!

37 Comments

 1. Vá, þvílíkur þulur sem fylgist vel með Sala ekki með þar sem hann er í Afríkukeppninni.

  1
 2. Meistari Jota þarf ekki jafn mörg færi og Nunez með fullri virðingu fyrir honum.

  5
 3. Innkoman hjá þessum dreng undanfarið hefur náttúrulega verið algjörlega ótrúleg.

  7
 4. FSG eru FRÁBÆRIR eigendur…..þó ég vildi helst að við áhangendur ættum Liverpool….

  4
 5. Vá Bradley, þvílíkur leikmaður.
  Trent, þú ferð bara á miðjuna vinur, hægri bakvarða staðan er upptekinn fyrir Bradley.

  12
 6. Elsku Darwin, ekki einu sinni víti eru nógu góð færi.

  Maður finnur til með honum.

  5
 7. Skil ekki þessa ákvörðun að láta Nunez taka vítaspyrnun, hefði frekar treyst Bradley

  8
  • Fram að þessari spyrnu hefur Darwin verið með 100% nýtingu á sínum vítaspyrnum. En einu sinni verður allt fyrst.

   6
 8. Er þetta ekki eitthvernskonar heimsmet í stangarskotum held enginn sé betri í þeim 🙂

  4
 9. Geta þau á Ystu Nöf ekki létt þessum álögum sem eru á Nunez??

  15
 10. Nunez er búinn að vera góður í þessum leik þó hann hafi ekki skorað. Frábær pressa og alltaf ógnandi.

  Annars bara frábær skemmtun þessi fyrri hálfleikur og maður trúir því varla að nokkur maður yfirgefi þetta félag af sjálfsdáðum.

  KOMA SVO!!

  12
 11. Mikið mun ég sakna Bradley þegar meistari Trent kemur aftur í byrjunarliðið

  8
 12. Úff, kantarnir alveg mígleka eftir að Trent og Robbó komu inná.

  3
 13. Liðið mun síðra eftir skiptinguna.

  En Nunes… úff… 10 deddarar?

  3
 14. Ef Darwin hefði troðið öllu sínu tréverki í netið þá væri staðan núna 8-1…

  3
 15. Nunez fyrstur til að eiga 4 stangarskot í sama leiknum, tók ég rétt eftir? 🙂

  8
 16. Skrýtið hvernig Gakpo spilar. Hann er að taka 5-8 snertingar og hlaupa og hlaupa með boltann. Eins og hann hafi ekki tekið eftir því að allir hinir spila einnar snertingar fótbolta.

  4
 17. Magnað afrek miðað við hvað þessir leikir hafa verið jafnir fram að þessu.

  Svart og hvítt – annað liðið eyðir og eyðir, hitt byggir upp leikmenn.

  þarna eru amk tveir leikmenn sem liverpool var að eltast við. — Modric og Caceido.

  Höfðum ekki efni á þeim!

  3

Chelsea heimsækja Anfield

Liverpool 4 – Chelsea 1 (Skýrsla uppfærð)