Liverpool 5-2 Norwich

Mörkin
1-0 Curtis Jones 16.mín
1-1 Gibson 22.mín
2-1 Darwin Nunez 28.mín
3-1 Diogo Jota 53.mín
4-1 Virgil van Dijk 63. mín
4-2 Sainz 69.mín
5-2 Ryan Gravenberch 95.mín

Hvað réði úrslitum?
Til að gera langa sögu stutta þá var það nú bara fyrst og fremst gífurlegur munur á gæðum liðanna tveggja sem réði þessum úrslitum. Liverpool voru beinskeyttir í sóknarleik sínum, sköpuðu sér mikið af færum og svona heilt yfir nýttu þau bara ágætlega. Já og akademía Liverpool átti risa part í þessum sigri.

Norwich náði hins vegar að setja tvö mörk á Liverpool, það fyrra eftir fast leikatriði og slaka dekkingu og það seinna með virkilega góðu langskoti. Í raun kannski ekkert endilega vandræða mörk til að fá á sig en hefði í raun ekkert þurft og þrátt fyrir að þeir hafi skorað tvö voru yfirburðir Liverpool það miklir að Norwich var bara aldrei inn í leiknum.

Liverpool byrjaði með nokkuð sterkt en líka róterað lið. McConnell byrjaði sinn fyrsta alvöru leik með Liverpool og var hreint út sagt frábær og lagði upp fyrsta markið á Jones með frábærri sendingu. Conor Bradley lagði svo upp annað markið á Darwin Nunez sem skoraði með góðu skoti. Jones svo eiginlega lagði upp þriðja markið með langri sendingu upp völlinn en hann átti smá viðkomu í varnarmann áður en Jota þrumaði honum viðstöðulaust í netið.

Fjórða markið var hins vegar ekki beint með akademíu tengingu heldur var það rándýrt – Szoboszlai kom inn á aftur eftir að hafa jafnað sig af sínum meiðslum (líkt og Andy Robertson og Trent Alexander Arnold) en hornspyrna hans rataði beint á ódekkaðann Virgil van Dijk sem stangaði boltann þægilega í netið. Fimmta mark Liverpool var svo ansi laglegt þegar Luis Diaz tekur á móti boltanum á vinstri vængnum með miklum töktum, dansar aðeins með hann og skiptir honum yfir á Conor Bradley sem mætir boltanum með viðstöðulausri sendingu/skoti sem fer í jörðina og beint í kollinn á Gravenberch sem skoraði með skalla af stuttu færi. Í raun ótrúlegt hvernig Gravenberch hafði ekki tekist að skora í tvígang í leiknum en ævintýralegar bjarganir Norwich skemmdu það fyrir honum, Gakpo fékk sömuleiðis góð tækifæri sem hann nýtti ekki og Nunez átti hörku skot í stöngina.

Maður leiksins kemur úr akademíu Liverpool og þið megið velja hvort það sé McConnell, Jones eða Bradley. Sjálfur myndi ég velja Bradley, sá hefur komið frábærlega inn í liðið í fjarveru Trent. Liverpool saknar auðvitað Trent en Bradley fær okkur svo sannarlega til að gleyma því!

Hvað þýða úrslitin?
Liverpool heldur nú áfram í 5.umferð bikarkeppninnar og mætir þar annað hvort Southampton eða Watford en liðin skildu jöfn í dag og þurfa að leika annan leik. Liðið sem vinnur þar mun koma í heimsókn á Anfield.

Þessi úrslit þýða að það er að minnsta kosti einn auka leikur sem Klopp mun stýra Liverpool í og vonirnar um að vinna alla fjóra titlana sem eru í boði lifa enn ansi fínu lífi.

Hvað hefði betur mátt fara?
Í raun er erfitt að ætla að týna eitthvað til sem hefði mátt fara betur, það er í raun bara frekja að ætla að finna eitthvað. Jú liðið fékk á sig tvö mörk en þau virkuðu ansi mikil “shit happens, what are you gonna do” mörk sem óþarfi er að dvelja lengi við. Ætli það sé ekki bara kannski færanýting í ákveðnum stöðum sem hefðu mátt fara betur en þegar liðið skorar fimm þá er svo sem frekja að ætla að heimta fleiri.

Næsta verkefni
Næsta vika verður strembin og ansi mikilvæg fyrir Liverpool og titilvonir þeirra í deildinni. Á miðvikudaginn kemur Chelsea á Anfield og næstu helgi er það heimsókn til Arsenal.

Stór vika framundan og fari hún vel gæti það verið alvöru statement um það sem koma skal og vonandi verður það raunin!

24 Comments

  1. Jurgen Klopp kveður, en skilur eftir ,, fóstursoninn ,, Conor Bradley.

    8
  2. Flottur sigur og gaman að sjá ungu strákana í dag spila virkilega vel og það má heldur ekki gleyma Quansha sem spilaði bæði með Konate og Van Dijk í dag, sá er að stíga upp í fjarveru Matip.
    3 leikmenn í dag 20 ára eða yngri sem spiluðu leikinn og voru allir góðir.
    Og þvílík tímasetning að fá til baka þá Trent, Robbo og Szobozlai rétt fyrir stóru leikina.

    9
  3. Missti því miður af leikum. Hvering var stemningin á vellinum? Var sungið til heiðurs Klopp?

    4
    • Svaka stemming og Já! Og hann var ekkert sérstaklega ánægður með það.

      3
  4. Framtíðin er björt meðal ungu mannanna í hópnum: Quansah (21), Bradley (20), McConnell (19) úr akademíunni og Szoboszlai (23), Jones (23) og Nunez (24). Þetta er hálft byrjunarlið.

    8
  5. Þetta er nkl það sem ég hræðist mest.
    Að mikið af þessum ungu mönnum og því sem er verið að gera í dag fuðri upp og verði af engu! Því pressan á nýjum stjóra verður svakaleg og hann gæti freistast til að kaupa reyndari menn inn á kostað þess sem er í gangi. Og það verði að engu nema eyðimerkurgöngu. Þetta Klopp dæmi er svo langt frá því að vera sjálfsagður hlutur og það er bara vonandi að næsti maður inn sé 100% rétt ráðning.

    5
  6. Sá síðustu 30-35 mín. hefði vissulega viljað sjá meira. Gott spil og gott vald, sérstaklega síðustu 15 mín.

    En verð að spyrja varðandi Alonso, hvernig spilar Leverkusen, munu núverandi leikmenn falla vel inn í slíkt?

    Já og glugginn, næsti stjóri má þá byrja strax, hvaða formleg skiptidagsetning verður valin.

    1
  7. Það flaug í gegnum huga mér í dag að ég vil ekki sjá TAA aftur í bakverði á móti sterkum andstæðingum nema að Connor Bradley sé í banni. Sá er búinn að koma sterkur inn, allt frá því hann stoppaði Martinelli í Arsenalleiknum, sem hafði verið með fríar ferðir framhjá Trent fram að því og alla leiki síðan. Flottur leikur í dag og gaman að sjá McConnell standa sig. Það væri allt í lagi að prófa TAA, MacAllister og Szoboslai á miðjunni!

    6
  8. Við erum komin með nýjan miðjumann í formi Trent Alexander Arnold þar sem Conor Bradley er búinn að eigna sér hægri bakvarðastöðuna!

    6
  9. Nýjasta slúðrið er að Arteta ætli líka að hætta – og fara til Barcelona. Það verður aldeilis stjóra-hrókering á Englandi á næstunni.

    2
  10. Hvaðan kom þessi gutti eiginlega sem var á miðjunni ? ? ? ? Vááááá, bara 19 ára ! Framtíðin er björt, og svo Bradley, það er eins og hann sé búinn að spila í EPL í 10 ár.
    Klopp er svo sannarlega að skilja við liðið á góðum stað, með góða breidd, við þurfum ekki nema 1-2 leikmenn í mest lagi næsta sumar.
    Ég vill annars sjá Gomez taka víti þegar við erum með unnin leik. Góðu fréttirnar í dag eru að Egyptaland er dottið út úr Afríkukeppninni, magnað !

    5
    • McConnell var ekki einu sinni að spila sína bestu stöðu. Hann er vanur að spila framar á miðjunni að sögn Klopp.

      Elliott og Gravenberch þurfa að sýna meiri stöðuglega ætli þeir að halda þessum gutta fyrir aftan sig í goggunarröðinni.

      2
  11. Egyptar eru úr leik í Afríkeppninni svo að Salah er ekkert að fara aftur út. Ég man eftir því í hittifyrra þegar hann lék fjóra leiki Egypta í röð sem fóru ALLIR í framlenginu. Hann var ekki svipur hjá sjón eftir það. Nú fær hann allavega góða hvíld

    4
  12. Góðu fréttirnar fyrir leikmenn eins og Bradley, McConnell, Quansah, Elliott, Gravenberch ofl eru þær að liðið er í Europa league og þar eru tækifæri. Heldur sé ég ekkert því til fyrirstöðu að þeir byrji næsta FA cup leik.

    Síðan verður spennandi að sjá hvort Trent verði færður alfarið inn á miðjuna. Sjálfum finnst mér Mac Allister vera að blómstra í þeim leikjum sem Gomez hefur verið að færa sig inn á miðjuna.

    Robbo er að koma aftur og Bradley er að banka hressilega á dyrnar.

    Trent ætti að vera í rotation á miðjunni með Szobo og Jones.

    2
  13. Annars hefur maður verið að velta fyrir sér stjórastöðunni.

    Einhverjar efasemdir hafa komið upp um reynsluleysi Xabi Alonso.

    Fyrir 2 árum síðan stóð til að Klopp myndi hætta 2024 og margir voru á því að það lægi beint við að reynslulítill Gerrard tæki við af honum.

    Alonso hefur verið stjóri síðan 2019. Hann var í 3 ár hjá Real Sociedad B, kom þeim meðal annars upp um deild og féll á síðasta árinu með þá. Fallið kom þó ekki í veg fyrir að hann fengi starfið hjá Leverkusen þar sem árangurinn hefur verið lygilegur.

    Það er semsagt ekki rétt að Alonso hafi ekki lent í mótlæti á þjálfaraferlinum. Klopp féll nú líka með Mainz á sínum tíma.

    Arteta hafði aldrei stýrt liði áður en hann tekur við Arsenal. Alonso er ári eldri en Arteta og í vor mun hann hafa 5 ára reynslu sem stjóri.

    Það sem Arteta lærði af Guardiola gæti Alonso líka hafa lært, en Alonso var jú leikmaður Guardiola hjá Bayern í 2 eða 3 ár.

    Svo er vissulega heilmikil reynsla sem Alonso tekur með sér frá leikmannaferlinum. Hann vann allt nema premier league.

    13
  14. Nú sést vel gagnið sem þessi bikarkeppni gerir. Þótt hún gefi lítið í aðra hönd af aurum þá er þetta ómetanlegt tækifæri til að venja unga leikmenn við að spila á stóra sviðinu. Segja má að við höfum verið að fá inn tvo til þrjá nýja liðsmenn í liðið, suma hafði ég aldrei áður heyrt minnst á.

    Það hefði verið mikil áhætta að tefla þeim fram strax í PL en nú eru þeir búnir að hlaupa af sér. hornin og ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að leyfa þeim að spila á stóra sviðinu.

    Helst hefði maður viljað sjá liðið smám saman byggjast upp á þessum leikmönnum en svo eru þessar FFP reglur víst þannig að lið græða mest á því að selja heimaalda leikmenn. Það er náttúrulega mjög öfugsnúið.

    4
  15. Að fá inn unga leikmenn sem hafa burði til að verða virkilega góðir leikmenn skiptir öllu máli fyrir félag eins og Liverpool sem geta þá einbeitt sér að því að kaupa færri en þá betri leikmenn.

    Matip Út og Quansah inn
    Hver vissi mikið um Jarrel Quansah fyrir þetta tímabil ?
    Nokkuð viss um að hann sé verðugur arftaki Matip.
    Margir vildu fá Gvardiol en hefur hann verið betri í vetur en Quansah ?

    Thiago út og Curtis Jones inn
    Thiago á rosalega háum launum og sorry hann er bara búinn sem leikmaður
    Jones hefur verið að stíga rosalega upp og bætt sig á öllum sviðum, uppalinn scouser og er ekki nema 22 ára gamall.

    Trent á miðjuna og Conor Bradley í hægri bakvörðinn til að leysa hann af
    Sé ekki lengur þörf á að eyða háum fjárhæðum í backup fyrir Trent þegar Bradley hefur svo sannarlega verið að nýta sínar mín vel. Jújú hann er að stíga sín fyrstu skref en vá hvað hann kemur vel inní liðið.

    Svo verð ég að henda hrósi á “elsta” mann liðsins sem er bara 26 ára, hann Joe Gomez, shit hvað hann hefur verið góður á þessari leiktíð. Verið lengst allra leikmanna á Anfield og oft spilað vel en sennilega aldrei betur en núna í vetur.

    framtíðin hjá Liverpool er svo sannarlega björt, njótum vel.

    16
  16. Frábært að sjá hvað ungmennastarfið er að skilamörgum leikmönnum i aðalliðið þessa dagana. Liverpool hefur lagt mikla áherslu á uppbyggingu yngri leikmanna og Klopp snillingur í að vinna úr þeim efniviði og gefa ungu mönnunum tækifæri. Næsti þjálfara verður að minu matinn valinn út frá svipaðri hugmyndafræði. Kannski Xavi sé í umræðunni hjá Liverpool því hann hefur lagt áherslu á unga leikmenn og gefið þeim tækifæri.Hver veit.

    2
  17. Sælir félagat

    Takk fyrir skýrsluna Ólafur Haukur og ekki miklu við hana að bæta. Eins og við er að búast fara athugasemdir við hana dálítið um víðan völl og reyndar mest í að ræða um stöðuna í stjóramálum félagsins. Það er eðlilegt því engar fréttir síðustu missera hafa haft þvílík áhrif og fréttin um brotthvarf Klopp í vor. Sú frétt var reiðarslag fyrir okkur sem bjuggumst við að Klopp yrði amk. til vors 2026 og helst miklu lengur. En svona er þetta og það verður að taka á því af festu og viti þar sem ráðning nýs stjóra verður að vera gríðarlega vel ígrunduð.

    Alonso er efstur á blaði hjá flestum og það er eðlilegt. Ég bendi á í því sambandi á það sem Birgir segir hér fyrir ofan. Hjá mér er hann efstur á blaði eins og er amk. og það er eðlilegt af framan sögðu. Ég er hinsvegar á því að FSG muni ekki flana að neinu þegar kemur að ráðningu nýs stjóra. Miðað við vinnubrögð þeirra við flest annað þá fer af stað rannsókn þar sem allir þættir í starfi knattspyrnustjóra eins félags verða lagðir undir og allt fært til bókar. Síðan verður ráðist í að ráða þann sem best fellur inn i skemað. Þar munu vinnubrögð Klopp og tengsl hans við leikmenn og starfsfólk örugglega verða sett inn í jöfnuna.

    Það eru því spennandi tímar framundan og þó ég hafi mjög oft verið svakalega pirraður á FSG og þeirra “nísku” (les. skynsemi) í leikmannamálum og fleira þá treysti ég þeim vel í þessum efnum. Það voru jú þeir sem réðu Klopp og það hefur í reynd verið þannig að þegar Klopp vildi alfarið og gerði kröfu um að kaupa einhvern leikmann þá fékk hann það. VvD og Darwin eru ágæt dæmi um það. Ég er því í reynd nokkuð afslappaður yfir framhaldinu. Ég tel að ráðning næsta stjóra verði góð og vel ígrunduð og þar verði sami hálfvitagangurinn ekki koma til og var hjá MU á sínum tíma og er reyndar enn á þeim bænum.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  18. Nei takk!! vonandi verður Xavi ekki fyrir valinu. Reynsla af einhverri plast-deild á Spáni dugar ekki fyrir topp lið í Premier League.

    Það er alveg ljóst að ástandið getur ekki varað lengi svona. þar sem óvissa um framtíðina getur farið misvel í leikmenn bæði meðvitað og ómeðvitað. Virkilega óþæglegt svar frá fyrirliðanum í dag um að framtíð hans hjá liðinu væri óljós gerir ekkert til að bæta ástandið.

    3
    • Ég held van Dijk hafi verið að setja smá pressu á FSG með þessu svari. Ég hef fulla trú á leikmenn gefi allt sem þeir eiga í verkefnið með Klopp.

      Ég vildi ég hefði sömu trú og Sigkarl á FSG. Klopp var á lausu og hefur verið algjör guðsgjöf. Eg á bágt með að sjá hver á að geta verið með Liverpool í áframhaldandi toppbaráttu með FSG sem eigendur. Því miður.

      Ég beið öll árin eftir Englandsmeistaratitlinum. Klopp skilaði honum í hús, verðskuldað, og með fallegasta fótbolta sem ég hef sé liðið spila. Ég lifi lengi á því, takk Klopp.

      Áfram Liverpool og Áfram Klopp!!!

      7
  19. Alonso, Xavi, Gerrard eða…??? Nú þarf bara að vinna hratt en örugglega. Skiptir engu máli hvort viðkomandi sé með samning eða ekki, þetta er Liverpool sem er með geggjað lið. Við þurfum að fá þann besta hvar sem hann er og hvort sem hann er að stýra Leverkusen, Brighton eða Argentíska landsliðinu. Þetta starf er það stærsta í núinu. Allavega á topp þrem í heiminum as we speak. Það munu allir alvöru gæjar sem vilja skrifa nafna sitt í heimsögu knattspyrnunnar fá þennan stól. Það sem ég á við er að við eigum að skoða alla, ekki bara Alonso og þá sem gætu komið vegna samnings eða að þeir hafi spilað í treyjunni rauðu.

    Sá sem tekur við tekur við þúsund hestöflum og bestu stuðningsmönnum í heimi. Það er ekkert víst að það klikki.

    3
    • Aldrei Gerrard. Hann hefur ekki það sem þarf sem toppþjálfari. Sjáðu bara hvernig ferillinn hefur farið hjá honum. Kominn á eftirlaun í Sádí.

      4
  20. Ég nefndi hann bara til að nefna einhvern sem hefur verið orðaður við þetta starf. Gerrard hefur því miður ekki náð að sanna sig sem stjóri ennþá. Þurfum fullþroskaðann þjálfara í þetta starf. Er það Alonso? Kann að vera, ég treysti FSG og þeirra teymi betur en mér til þess að svara því.

    Hinsvegar ætla ég að njóta þess að horfa á Klopp spila þessum drengjum fram á síðasta leik. Það munu aðrir svitna yfir hinu.

    1

Stelpurnar mæta Arsenal

Gullkastið – Byrjunin á endanum