Byrjunarliðið gegn Norwich

Þá er byrjunarliðið sem mætir Norwich komið. Nokkrar breytingar eru á því frá síðasta leik og eitthvað er um róteringar eins og við er að búast.

Van Dijk og Mac Allister tilla sér á bekkinn ásamt Harvey Elliott og Luis Diaz. McConnell byrjar á miðjunni og Quansah tekur sér stöðu með Konate í miðverðinum og sterk framlína.

Alisson

Bradley – Konate – Quansah – Gomez

Gravenberch – McConnell – Jones

Jota – Gakpo – Nunez

Bekkur: Kelleher, Elliott, Trent, Szoboszlai, Van Dijk, Beck, Robertson, Clark, Diaz

Trent, Szoboszlai og Robertson eru mættir aftur í hóp sem er frábær styrking. Róterað en sterkt byrjunarlið og alvöru bekkur!

23 Comments

 1. Líst vel á. Enn sér maður nýtt nafn á blaði!

  Vonandi viðheldur Nuez úrúgvæfælninni hjá þeim gulu.

  3-0.

  Og megi Newport sigra!

  9
 2. Kurteisi Jónas. Og guttinn sem ég hafði ekki heyrt minnst á áður – kominn með stoðsendingu.

  þetta er nú meira ævintýrið.

  6
 3. æ, var þetta ekki óþarfi?

  Einhver Gibson með draumaskalla ævi sinnar…

  Við höfum nú einhvern tímann komið til baka eftir svona skell.

  3
 4. Geggjaður Bradley og auðvitað er úrúgvæska bölvunin sprelllifandi á þeim gulu!

  4
 5. Gakpo er ekki að heilla. Hörmuleg meðferð á dauðafærum.

  6
  • Æi já hann er nú venjulega mjög góður að slútta svona færum en þetta var slakur fyrri hálfleikur hjá honum.

   1
 6. Sælir félagar

  Gagpo hefur átt erfitt uppdráttar í leiknum en vonandi hressist hann. Afar slakur varnarleikur hjá Ryan í markinu en annars alt í góðu og unglingarnir með góðan leik.

  Það er nú þannig

  YNWA

  3
 7. Watford eða Southampton í næsta leik fyrir liðið sem vinnur hér í dag. vonandi Liverpool

  3
 8. Maidstone áfram 😀 gaman að þessu..hvernig er samt utandeildar lið í FA bikar ég skil ekkert þessar bikar reglur.

  2
  • Hér er þetta útskýrt:

   “The FA Cup is a knockout competition with 124 teams taking part (excluding those eliminated in the qualifying rounds) all trying to reach the Final at Wembley in May 2022. The competitors consist of the 92 teams from the Football League system (20 teams from the Premier League and the 72 in total from the EFL Championship, EFL League One and EFL League Two) plus the 32 surviving teams out of 637 teams from the National League System (levels 5–10 of the English football league system) that started the competition in qualifying rounds.[5]”

   Insjallah
   Carl Berg

   1
   • ég las þetta og skil samt ekkert haha 😀
    Þannig næstum öll lið á englandi geta verið í þessari keppni þetta er magnað.

    1
  • Hér er þetta útskýrt:

   The FA Cup is a knockout competition with 124 teams taking part (excluding those eliminated in the qualifying rounds) all trying to reach the Final at Wembley in May 2022. The competitors consist of the 92 teams from the Football League system (20 teams from the Premier League and the 72 in total from the EFL Championship, EFL League One and EFL League Two) plus the 32 surviving teams out of 637 teams from the National League System (levels 5–10 of the English football league system) that started the competition in qualifying rounds.[5]

FA Cup – fjórða umferð

Stelpurnar mæta Arsenal