Fulham – Liverpool 1-1 (2-3)

Mörkin
Diaz 0-1   11 mín
Diop 1-1   76 mín

Fyrri Hálfleikur
Eins og við máti búast þá var þetta frekar opinn  leikur. Fulham þurftu að sækja og við erum aldrei að fara að pakka í vörn. Við vorum klárlega sterkari aðilinn í leiknum og komust nokkrum sinnum í góðar stöður en Fulham mætu grimmir til leiks en samt ekkert þannig að maður var eitthvað stressaður. Þessi grimmd datt vel niður á 11 mín þegar   Diaz skoraði flott mark(s.s flott fyrir okkur en Leno markvörður Fulham hefði líklega átt að gera betur)  eftir stoðsendingu frá Quansha sem hefur verið duglegur að leggja upp mörk.

Eftir þetta þá virtumst við ætla að klára þetta einvígi með öðru marki strax en inn vildi boltinn ekki eða reyndar er það ekki alveg rétt því að  Diaz setti boltann í netið en Nunez var rangstæður í undirbúningnum.

Vörnin okkar er traust, miðjan okkar stjórnar leiknum nokkuð vel og sókarlínan minni reglulega á sig.
Þessi orð eru skrifuð í hálfleik: Ég á von á svipuðu í síðari hálfleik en Fulham vantar tvö mörk til að jafna einvígið og það þýðir að þeir verða galopnir varnarlega. Við náum að bæta við tveimur mörkum og klárum þetta 0-3 er mín spá (bæði núna og fyrir leikinn)þ Vona að Andy fái nokkrar mín og engin meiðist(7,9,13)    

 

Síðari Hálfleikur

Fór ekki alveg eins og ég hélt. Við vorum miklir klaufar að vera ekki búnir að gera út um þennan leik áður en Diop jafnaði leikinn korter fyrir leikslok og gerði þetta smá spennandi.
Það vantaði ekki færin í síðari. Þau skiptust ekki alveg jafnt en við fengum mun fleiri en þeir hefðu samt getað jafnað aðeins fyrr eftir skógarhlaup hjá Kelleher.
Eftir að MacAllister fór af velli þá datt takturinn alveg úr miðjunni okkar sem segir manni hversu mikilvægur hann er liðinu en maður er eiginlega pínu fúll út í liðið að leika sér of mikið af matnum og ekki klára þetta dæmi meira sannfærandi.
Það var flott útspil hjá Klopp að henda Konate inn á undir lokinn og fórum við í fimm manna varnarlínu. Bæði til þess að loka svæðum og við vissum að þeir myndu reyna að nýta sér föst leikatriði en það reyndi reyndar ekki mikið á okkur eftir að þeir jöfnuðu og kannski var það út af því að við þéttum þetta aðeins og focusinn fór aftur í gang.

Hvað þýða úrslitin?
Úrslitaleikur gegn Chelsea 25.feb á Wembley 

Hverjir stóðu sig vel?

Mér fannst Diaz vera að hlaupa úr sér lungun og skoraði markið okkur og átti fínan leik.  MacAllister fannst mér mjög öruggur á miðsvæðinu. Gomez ótrúlega traustur í þessu vinstri bakvarða Trent hlutverki(kemur inn á miðsvæðið í sókn) og hefði getað verið valinn maður leiksins en ég ætla að velja hin unga Bradley sem virkar eins og að hann sé búinn að spila þarna í mörg ár. 

Hvað hefði betur mátt fara?
Einfaldlega að við hefðum mátt vera löngu búnir að klára þetta einvígi og var þetta óþarfa stress í restina. Mér fannst engin vera að spila eitthvað sérstaklega illa í þessum leik en Kelleher fannst mér ekki alltof sannfærandi en maður er auðvitað alltaf að bera hann saman við Alisson og er það ósanngjart. 

Hvað er framundan

Það er bikarleikur gegn Norwich næstu helgi áður en við tökum á móti Chelsea á heimavelli 31.jan.

YNWA – Það er alltaf gaman að komast á Wembley og vonandi náum við að klára Chelsea aftur í úrslitum.

21 Comments

 1. Vel gert hjáokkar mönnum, óþarflega spennandi undir lokin. Svakalega er 35 ára Willian góður í fótbolta og hefur oft verið okkur erfiður. Hefði viljað hafa hann rauðann.

  5
 2. Ljómandi góð niðurstaða og öflugt að fara í gegnum þetta einvígi nokkurnvegin í 2.gír með svona marga leikmenn fjarverandi.

  Frábær keppni fyrir Bradley, Quansah og núna Clark sem allir eru að fá töluvert af mikilvægum mínútum og standa vel undir því.

  Liverpool átti auðvitað eins og oft í vetur að vera löngu búið að klára þennan leik en við tökum þessu allann daginn enda farseðill á Wembley klár enn einu sinni.

  Er samt hægt að fá eitthvað annað en Chelsea, shit er það orðið þreytt.

  13
  • Mikið er ég sammála!
   Nenni ekki þessu Chelsea alltaf í úrslitum
   En verður gaman að sjá Caicedo horfa á Dijk lyfta þessum!

   8
 3. Það er skemmtilegra að horfa á leiki án VAR. Þannig er það nú bara.

  16
 4. Bestu menn voru MacAllister (miðjan datt í sundur þegar hann fór), Gomez (shoot shoot shoot) og tvíburarnir Diaz og Darwin sem léku á als oddi í kvöld. Hefði viljað hafa Darwin inná allan leikinn.

  10
 5. Einmitt – miklu skemmtilegra að horfa á leiki á VAR. Mark er mark og allir geta fagnað.

  Fulham voru að berjast fyrir lífi sínu – eygðu þarna von um að brjóta áratuga málmþurrð. Það var því viðbúið að þarna yrðu fljúgandi tæklingar og reynslu- og gæðaboltinn Willian kann á svona aðstæður.

  Auðvitað hefði verið gaman að vera komin í 0-2 en gleymum því ekki hversu mikið vantar af lykilmönnum í liðið. Þetta er í raun Klopp-masterpís – að komast á Wembley með þessar varaskeifur.

  Ég játa – að ég hefði glaður viljað sjá Alisson á Wembley – en mikið er það nú ólíklegt að svo verði. Það er alveg kominn tími til að vinna þetta Chelsea-lið. Síðast þegar við mættumst vorum við á sama stað í deildinni (ehemm… með 0 stig) en núna eru einhver átta sæti á milli – er það ekki?

  Og þá verðum við vonandi með okkar sterkasta hóp – að markmanni frátöldum, væntanlega!

  6
 6. á meðan Gomez er að spila svona á hann að vera í liðinu. Skiptir ekki máli hvaða stöðu í vörninni hann spilar. Er líka flottur dm.

  16
 7. Úrslitaleikur á Wembley er alltaf yndislegt.

  Gerðum þessa viðureign allt of spennandi fyrir mína parta samt.
  Gleði gleði og gleði!

  YNWA

  3
 8. Ég tek Ragnar Reykás á þetta … var hlynntur VAR en mikið rosalega er miklu skemmtilegra að vera laus við það. Ef hægt er að þróa rafræna tækni fyrir rangstöðuna þá er það fínt og auðvitað að hafa marklínutæknina en það á að grafa þetta VAR kjaftæði forever.

  4
  • Er ekki bara betra að sleppa rangstöðu ? Held bara að völlurinn mundi stækka við það að vera laus við rangstöðu, fleiri möguleikar að spila skemtilegann fótbolta, Leikmenn lausir við að hugsa um einhver smáatriði.

   Ég sé ekki af hverju þessi regla þarf að vera til staðar.

   3
 9. Sælir félagar

  Takk fyrir skýrsluna Einar. Ég er sáttur og finnst það magnað að vera komnir áfram í þessari keppni með nánast eintómt varaliðið á vellinum. Varalið Liverpool er betra en mörg byrjunarlið efstu deildar. Svo er ég sammála um leiðindin að vera alltaf að spila við Chesea.

  Það er nú þannig

  YNWA

  6
 10. Já Joe Gomes – þvílíkur leikmaður.

  Fótbolti væri hræðilega leiðinlegur án leikmanna sem samhliða velgegni liðsins eiga í eigin baráttu bæði fyrir tilvist og framtíð sinni hjá félaginu. Það verður sífellt sjaldgæfara að fótboltamenn leggi aukalega mikið á sig ef þeir lenda í mótlæti og eða meiðslum hjá félaginu sem þeir spila fyrir. Þeir kjósa frekar sitja út samninginn eða segja upp honum og fara. Þetta er hins vegar ekki raunin hjá Jürgen Klopps Liverpool. Rhys Williams, Nat Phillips og Divock Origi sýndu allir að þeir stóðust kröfurnar þegar til þeirra var leitað. Sú staðreynd að þeir áttu síðan svona erfitt uppdráttar eftir Liverpool dvöl sýnir líka hversu mikilvæg umgjörðin er fyrir leikmenn og að tilheyra og vera hluti af félagi. Þess háttar tenging breytti Divock Origi í goðsögn og Nat Phillips í ” Bolton Baresi”

  Fallegasta sagan er sú sem Joe Gomez er að skrifa um þessar mundir. Hann hefur sýnt á þessu tímabili að hann er fremstur meðal jafningja „Mentality Monsters“ Jürgen Klopps. Hann hefur ekki einu sinni heldur tvisvar spilað sitt eigið „Istanbul“ og unnið í bæði skiptin. Sumir ná því kanski ekki strax, aðrir aldrei. En þetta eru þeir leikmenn sem gefast aldrei upp sem vinna að lokum hjörtu stuðningsmannana. Lucas Leiva var svona leikmaður. Ímyndið ykkur að koma til Liverpool og vera síðan þvingaður að spila á miðjunnni við hlið Steven Gerrard, Xabi Alonso og Javier Mascherano. Það varð auðvitað næstum því ómögulegt fyrir Lucas og meiðslin sem hann varð fyrir gerðu það ekki auðveldara. En eftir tíu ár í Liverpool fór hann frá félaginu sem leikmaður sem er sannarlega erfitt að segja nokkuð illt orð um. Tryggur og var alltaf tilbúinn að standa sig eftir bestu getu. Umfram allt var hann leikmaður sem kom sterkari til baka eftir hvert meiðslatímabil. Því miður hefur nútíma fótbolti enga þolinmæði fyrir svona ævintýri lengur. Ef leikmaður kemst ekki í byrjunarliðið reikna allir stuðningsmenn með leikmaðurinn hverfi á brott burtséð frá því hvort ástæðan eru meiðsli eða einfaldlega skortur á gæðum.
  Á næsta ári eru tíu ár síðan Joe Gomez kom til Liverpool frá Charlton Athletic. Hann hefur leikið í rauðu treyjunni í heilan áratug sem er allveg ótrúlegt. King Kenny notaði hann til að byrja með í bakvarðastöðu. Að segja að hann hafi verið stórkostlegur strax í byrjun væru ýkjur, en hann sýndi að hæfileikar voru fyrir hendi. Fyrsta höggið kom strax í byrjun ferilsins – krossbandameiðslin sem hann hlaut í U21 landsleiknum. Manni fannst hann hafa verið í burtu í heila heila eilífð þegar hann á næsta tímabili reif í sundur aðra hásinina. Á tímabilinu þar á eftir tognaði hann á ökkla og aftan í læri. Það er í raun ótrúlegt að Joey hafi andlega náð að koma til baka og leika það hlutverk sem hann gerði á tímabilinu 2018/19. Og hvað ef hann þá hefði vitað að stærsta áskorun á ferlinum væri enn framundan. Því miður tók næsta tímabil óheppilega stefnu þegar annar ökklinn tognaði aftur og árið eftir var komið að því aftur – annað landsliðsverkefni og önnur alvarleg hnémeiðsli. Enn eitt tímabilið þar sem Joe Gomez eyddi meiri tíma í meiðslum og endurhæfingu en á vellinum.
  Á þessum tíma samdi Jürgen Klopp við fjölmörga varnarleikmenn auk þess sem fjölmargir akademíuleikmenn voru notaðir. Að auki skiptust James Milner, Fabinho og Jordan Henderson á að spila bakvarðarstöðuna. Því furðar maður sig á að Joe Gomez hafi yfirhöfuð verið áfram hjá félaginu. Þess vegna er svo hjartnæmt að sjá hann draga fram það sem best er hægt að likja við Franz Beckenbauer. Franz var álíka sterkur í miðvörninni og á miðjunni og stundum lék hann eins og fölsk nía. Joe Gomez virðist vera jafn góður vinstri bakvörður og miðvörður og hægri bakvörður.
  Endurkoma hans segir ótrúlega mikið um hann sem persónu og einnig geðslag hans. Meiðslasaga hans hefði eyðilagt feril marga. Í staðinn er hann í formi lífs síns bæði innan sem utan vallar. Van Dijk er í leikbanni, hverjum er ekki sama? Joe Gomez leysir það. Tsimikas brýtur viðbeinið. Rólegir Joe Gomez leysir þann vanda líka. Trent Alexander-Arnold er tognaður aftaní læri. -Joe Gomez er mættur á svæðið hans og stýrir boltanum fram á völlinn. Joe Gomez hefur leikið í öllum stöðum í vörninni á þessu ári. Það þarf að endurtaka að hann hefur gert það í liði sem leiðir bestu deild heims og hefur aðeins tapað einum leik. Það sem hann er að gera núna í Liverpool er fordæmalaust og ef við fáum tækifæri til að lyfta bikar á þessu ári vona ég að Joe Gomez fái að stýra því liði. Hann hefur sýnt að hann getur spilað hvar sem hans er þörf bæði sem byrjunarliðsmaður og að koma inná af bekknum. Hann hefur líka sýnt að það skiptir ekki máli hversu marga varnarmenn Jürgen Klopp kaupir og hversu mörg nöfn okkur stuðningsmenn dreymir um að fá í hans stöðu þá á hann samt heima hjá félaginu okkar. Hann hefur líka gert það í mótlæti sem sennilega hefði orðið flestum öðrum leikmönnum ofviða.

  14
  • Frábær samantekt hjá þér Guðmundur….Liverpool og Klopp draga svona leikmenn til sín….

   3
  • Já frábær samantekt og klárlega með fallegri skrifum sem ég hef lesið um nokkurn mann sem er ennþá spilandi. Takk fyrir

   2

Liðið er komið

Jurgen Klopp hættir í vor!