Liverpool – Fulham leikskýrsla

Þá er fyrri leiknum gegn Fulham lokið og má segja að það sé kominn hálfleikur í einvíginu.

Mörkin
Willian 19 mín 0-1
Jones 69 mín 1-1
Gakpo 71 mín 2-1

Fyrri hálfleikur

Það var smá kraftur í okkar strákum í byrjun fyrri hálfleiks og fannst mér eins og við værum að finna pláss fyrir framan vörnina hjá þeim en svo lokuðust þessi svæði. Fulham setti í 11 manna varnarpakka sem þeir fóru ekkert út úr jú nema einu sinni og þá auðvitað skoruðu þeir eftir mistök frá Van Dijk en maður hefði líka viljað sjá Kelleher koma aðeins á móti í staðinn fyrir að festa sig á línunni. Það er kannski ósanngjörn krafa en maður er svo góður vanur með Alisson í markinu.

Við héldum boltanum nokkuð vel og vorum að reyna að hreyfa varnarlínuna þeirra en gekk það illa og vantaði að menn þorðu að keyra aðeins meira á þá í staðinn fyrir öruggu sendinguna alltaf til hliðar. Þetta var sem sagt frekar daufur fyrri hálfleikur fyrir utan að Pereira var óheppinn að það er búið að veita Golden Globe verðlaunin því að Van Dijk snerti hann rétt svo í andlitið og ég hélt að hann væri hálf dauður á vellinum og að minnsta kosti að hann hafi misst auga.

Síðari hálfleikur

Þetta var miklu betra. Byrjuðum af krafti þar sem Gravenberg var nálægt því að skora og svo fékk Jota boltann inn í teig en gestirnir björguðu á síðustu stundu.
Nunez og Gakpo komu svo inn á og hélt pressan áfram og endaði það með því að Jones skoraði með skoti í varnarmann og inn og skömmu síðar lagði Nunez boltann á Gakpo sem kláraði vel.
Eftir þetta vorum við eiginlega klaufar að bæta ekki við mörkum. Nunez átti að skora að minnsta kosti eitt mark en inn vildi boltinn ekki.

Heilt yfir fín leikur hjá okkur en miða við gang leiksins hefði maður viljað sjá stærri sigur.

Hvað þýða úrslitin

Liverpool eru einfaldlega 2-1 yfir en þurfa að sækja Fulham heim 24.jan og vonandi sjáum við meira af liðinu sem mætti í síðari hálfleik en ekki þeim sem mætu til leiks í þeim fyrri.

Hverjir stóðu sig vel

Byrjum að tala um Bradley sem mér fannst eiga fínan lík í hægri bakverði. Hann var ekki að reyna of mikið til að byrja með en eftir því sem leið á leikinn þá kom meira sjálfstraust og var hann óheppinn að fá ekki skráða stoðsendingu í þessum leik eftir að hafa lagt upp færi fyrir Nunez.
Talandi um Nunez og þá líka Gakpo en þeirra innkoma var góð í leiknum og fannst manni eins og við værum miklu líklegri til að skora eftir að þeir komu inn á.
Mac Allister var fín á miðsvæðinu og Gomez var aftur traustur í vinstri bakverðinum en ég ætla að velja Curtis Jones sem mann leiksins. Hann var einn af fáum með lífsmarki í fyrri hálfleik og svo í þeim síðari hélt hann áfram að vera áræðin og duglegur og skoraði mark sem kom okkur vel í gang. Heldur betur mikilvægt að hann sé að spila svona vel þessa dagana.

Hvað er framundan? 

Það er smá langþráð pása hjá strákunum og svo tekur við leikur gegn Bournmouth 21.jan

YNWA – Vonandi klárum við þetta í síðari leiknum því að það er alltaf gaman að spila til úrslita og eiga möguleika á dollu í safnið.

19 Comments

  1. Góður sigur – mér fannst Conor Bradley frábær á meðan Ryan Gravenberch arfaslakur.

    7
  2. Jæja, þetta var e.t.v. fyrirsjáanlegt. Vörnin ekki alveg örugg með Kelleher í markinu og þá gera menn svona mistök.

    Mikill kraftur í liðinu og virkilega gott að vinna leikinn. Þá þarf Fulham að sækja grimmt á heimavelli og vonandi opnast þá leiðir að markinu þeirra.

    Ég veit, ég er eins og rispuð 45 snúninga grammófónplata – en Núnezinn okkar… hvílíkur snillingur í að koma sér í færi – og hversu seinheppinn er hann að nýta þau? En var það ekki svo að koma hans inn á völlinn skapaði usla hjá Fulham og aðrir gátu þá nýtt sín færi?

    Eftir því sem leikurinn spilaðist e ég mjög sáttur með þetta mark sem við fáum ,,í forgjöf” fyrir útileikinn. Það munar um minna.

    7
  3. Virkilega flott innkoma hjá Darwin Nunez með 2 stoðsendingar og virkilega sprækur og flottur.
    Conor Bradley með frábæran leik með 6 heppnaðar tæklingar og var bara síógnandi á kantinum og góður varnarlega og það verður spennandi að sjá hann í næstu leikjul og ég held að hann eigi bara eftir að verða gott backup fyrir Trent.
    Slakur fyrri hálfleikur en miðað við mannskap þá er erfitt að gera kröfur á sigra og glimrandi spilamennsku í öllum leikjum en þessi hópur er bara geggjaður og til alls líklegur.
    11 daga pása framundan og við fáum ferskar lappir í seinni hlutann, spennandi barátta framundan í öllum keppnum.

    6
  4. Bradley klárlega maður leiksins. Nýliði sem kemur af þessum krafti inn í leikinn á ekkert annað skilið en þá heiðursnafnbót.

    17
  5. Það er ekki langt síðan að Trent var í sömu sporum og Bradley að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu. Þá sáu allir strax að þarna var eitthvað sérstakt að gerast. Svo þarf smá heppni, sleppa við meiðsli, réttu tækifærin og þú ert komin með heimsklassa leikmann. það er eitthvað að gerast núna og þvílíkt spennandi tímar framundan. Llykilmenn að koma úr meiðslum á réttum tíma og minni spámenn að standa sína plikt .En er það nóg ? Hef lengi haft á tilfinningunni að Liverpool þurfi oft að kljást við meira en bara andstæðinginn á vellinum. Var staddur á Lanzarote yfir jólin og hitti þar fólk frá Liverpool sem var að horfa á leiki á sama stað og ég. Ég sagðist vera frá Íslandi og hefði á tilfinningunni að Liverpool væri oftar órétti beitt en önnur lið. Þá sögðu þau mér að fólkið í Liverpool væru ekki royalistar eða konungsinnar og það færi í taugarnar á mörgum. Þau sögðu mér að þegar
    Boris Johnson fór til Úkraínu hefði hann ekk verið í skotheldu vesti en hann gerði það þegar hann fór til Liverpool. Magnað, þetta minnir mann á það sem er að gerast á Spáni og í Barcelona og Katalóníu. En áfram Liverpool það er eitthvað stórkóstlegt að fara að gerast, nema auðvitað að City komi og eyðileggi enn eitt partíið. Hver bauð þeim eiginlega ?

    9
  6. Uppstilling liðsins eftir 55 mínútur/þegar mörkin voru skoruð:
    Kelleher
    Konate Virgil
    Bradley Gomez
    MacA. Jones
    Gakpo Nunes Jota Diaz

    Enn sýndi Klopp að hann þorir að breyta taktíkinni í miðjum leik. Gomez fór að spila inverted, Bradley var hátt uppi að skiptast á við Gakpo og Jones og MacA sem double six/double eight og 3-4 framherjar. Í raun var bara allri varkárni hent út um gluggann og ákveðið að valta yfir Fulham sem greinilega ætluðu að spila til jafnteflis fyrir leik og sigurs eftir að varnarmistök gáfu þeim mark. Það voru 2-3 tækifæri sem Fulham fengu eða næstum fengu og allt hefði getað sprungið — en Konate og Virgil eru fjöll og Jones og MacA voru mjög áhugaverðir sem double six.

    Þetta var mjög áhugavert — og væri gaman að sjá leik þar sem svipað lið væri sett upp, en Robertson í vinstri bak og Trent inn fyrir Gakpo sem algerlega frjáls Messi 10 týpa. Ekki pláss fyrir Salah… en Nunes/Jota/Salah frammi með Diaz inn sem varamann gæti verið eitrað í þessari uppstillingu.

    6
    • tja mér fannst Jones halda óbreyttu hlutverki. MacA fór svo í 8 hægra megin þegar Gomez kom inn á miðjuna og droppaði í 6 þegar Gomez fór í bakvörðinn. Áhugaverð breyting.

      4
  7. Frekar slappur leikur og eins og menn tali ekki saman í vörn og við markmann. Hægur leikur og verið að klappa boltanum of mikið.

    2
  8. Ég gagnrýndi Jones fyrir ekki svo löngu síðan, sá er heldur betur að stiga upp núna, búinn að vera frábær undanfarið og bæta sig í eiginlega öllum þáttum leiksins. Ótrúlega mikilvægt að hann sé að stiga upp núna

    9
  9. Fín staða að vera 2-1 yfir þegar viðureignin er hálfnuð.
    Áttum eins og svo oft áður að í brasi með lið sem liggur til baka.

    Margt mjög jákvætt við leikinn eins og td Bradley sem átti frábæran leik ásamt fleirum.

    YNWA

    5
  10. Sælir félagar.
    Ekki góður leikur hjá okkar mönnum sterkt að klára þennan leik miða við meiðsli og fleirra hjá okkar klúbbi. Enn vá Conor Bradley þvílíkur leikur hjá stráknum stóð sig eins og hetja.

    2
  11. Sælir félagar

    Þetta var mjög góður sigur í leik þar sem Liverpool var ekki að spila af neinum krafti nema síðasta hálftímann. Mér er spurn; reikna leikmenn með að boltinn taki sig til og rúlli af sjálfsdáðum inn í mark andstæðinganna ef þeir senda bara nógu margar þversendingar í öftustu línu? Nei nei ég bara spyr.
    Fyrri hálfleikur var svo slappur hjá liðinu að maður var bara hálf dofinn af því að horfa upp á þetta. Markið var afar klaufalegt og greinilegt að VvD var ekki alveg í formi þó hann spilaði sig vel inn í leikinn þegar leið á. En svona byrjun eins og þessi og á móti Arse býður bara uppá slys af verstu sort.

    Þó var nú ýmislegt sem gladdi mann í leiknum. Bradley til dæmis var ótrúlega góður og Darwin er þvílik martröð fyrir varnarmenn að það er engu líkt. Hugsið ykkur þegar hann fer að skora úr færunum sínum líka. Jones er að verða það sem Klopp sá alltaf í honum og Gagpo setur alltaf eitt og eitt mark. Elliot gríðarlega duglegur en það kemur oft ekki mikið út úr þeim dugnaði. Konate frábær og er að verða einhver besti miðvörður í deildinni, Saliba hvað? Kelle í markinu er ekki eins góður og hélt að hann yrði en fær auðvitað ekki miknn spilatíma svo maður veit ekki alveg. Gomes mjög fínn og Mac líka. Ryan lala og Diaz duglegur eins og alltaf. En niðurstaðan góð þó ég hefði víljað fleiri mörk.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
    • Hlakka til þegar liverpool fer að komast ofar á töfluna og áfram í bikar og evrópu og þú ferð að verða glaðari aftur 🙂

      Það er ekkert lið sem er geggjað í öllum leikjum og allir frábærir. Ég lofa haha

      Gleymdir svo að mér finnst að nefna Jota sem gjörsamlega var geggjaður

      4
      • Sammála Jota var mjög góður og ég einfaldlega gleymdi honum sem er ekki fallegt af mér en sem sagt ég var mjög ánægður með Jota í leiknum 🙂

        það er nú þannig

        6
    • Manni fannst ólíklegt að Klopp yrði lengur en til 2026, í raun er ekki lengra síðan en innan við ár að þetta virtist vera málið. En akkúrat núna yrði ég bara ekkert hissa ef hann myndi slá til og taka kannski 2 ár til viðbótar.

      4
  12. Mér finnst Diego Jota gleymast í umræðunni, átti þátt í marki og var mikil orkuinnspýting (að venju). Frábær framherji.

    1

Liverpool – Fulham

Seinni umferð tímabilsins – Game On