Liverpool – Fulham

Liðið er komið og fær Bradley að byrja inn á í þessum stórleik.

30 Comments

 1. Klopp er ekkert að grínast með byrjunarliðið og ætlar sér að fara með liðið á Wembley.
  Verður athyglisvert að sjá hvernig Bradley nýtir tækifærið sitt með stóru strákunum í kvöld á Anfield.

  4
 2. Risa tækifæri til að næla í dollu.
  Hefði viljað keyra á þetta með sterkara liði, Alison í markið og nunez með jota og Diaz.
  Vonum það besta

  2
 3. Er Kelleher búinn að verja eitt skot í vetur? En van Dijk á þetta heilt yfir skuldlaust….

  8
 4. Kelleher er ljósárum á eftir Allison í öllu.
  Og svo er spurning hvort að Van Dijk sé nokkuð bara klár í þennan leik, virkar seinn og klaufalegur.

  4
  • Mér finnst Kelleher ekki það góður að hann verðskuldi sætið í undanúrslitarleik. Væri annað ef við ættum 2 mjög góða markmenn sem kepptu um stöðuna, en Alison er ljósárum á undan og á að spila alla leiki sem skipta máli.

   3
 5. Fulham eru bara að pressa okkur í drasl. Miklu miklu betri. Ömurlegt að sjá þetta 🙁

  1
 6. Við eigum nú alveg að geta fengið á okkur eitt mark en samt unnið. Liðið þarf bara að skapa færi og nýta þau.
  Ef við skorum ekki amk eitt mark á heimavelli og það á móti Fulham, þá er það bara á aumingjaskapur.

  8
 7. Svakalega finnst mér Jones búinn að vera dapur í þessum fyrri hálfleik. Vona að hann taki sig á í seinni.

  1
 8. Sælir félagar,
  Ekki góður fyrri hálfleikur hjá okkur, spurning hvað meistari Klopp hefur uppí erminni. Ég vill sjá Núnez sem fyrst inn og taka Elliott út, og svo mætti Conor Bradley raka þennan hökutopp sem fyrst.

  3
 9. Svekkjandi að vera undir. Liðið spilaði vel. Svona heilt yfir. Conor Bradley er búinn að vera frábær. Pressan hefur verið góð.

  En ein sókn, þvert gegn gangi leiksins er þess valdandi að við erum undir. SVEIATTAN.

  En svona er þetta.

  Klopp verður að nýta eitthvað af þessum tívolísprengjum sem eru á bekknum. Sem eru reyndar ekki margar. Nunez, Gapko.

  Bíð samt spenntur eftir síðari hálfleik. Jurgen kemur oft með góð svör og liðinu vex ásmegin þegar líður á leikinn.

  ÁFRAM Liverpool. YNWA.

  2
 10. Að hugsa sér, skot frá bakverði í uppbótartíma sé hættulegasta sóknaraðgerð liðsins er nottla ekki í lagi

  3
 11. Fyrri hálfleikur frábær fram að skitunni hjá fyrirliðanum.
  Bradley búinn að vera solid.
  Van Dijk er ólíklegur til að klára leikinn, annað hvort verður honum skipt út eða hann fær rautt.

  Klárum þetta í seinni hálfleik.

  YNWA

  5
  • Fyrirliðinn mætti alveg setjast á bekkinn, ef Quansah er heill og tiltækur.

   2
 12. Við skulum ekki gleyma því að Fulham er með sitt sterkasta lið og okkur vantar 10 leikmenn og marga algjöra lykilmenn.
  Það eru ennþá 120 mín eftir í þessu einvígi þannig að ég er slakur eins og er.

  7
 13. Ég hljóma kannski eins og rispuð plata – en djöfull er Jota góður!

  15
 14. Fínasti seinni hálfleikur eftir dræman fyrri maður bjóst við fleiri mörkum.
  Darwin stóð sig virkilega vel að mínu mati og óheppinn að skora ekki frábær innkoma hjá honum og Gakpo.

  7
 15. ES.
  Bradley frábær í þessum leik þurfum ekki að hafa áhyggjur ef ungu leikmenn okkar ætla spila svona.

  7
 16. Góður sigur á móti liði sem leggur allt í þessa keppni, ólíkt okkur. Seinni leikurinn verður gríðarlega erfiður fyrir Fulham þar sem þeir verða að sækja.

  6
 17. Frábær seinni hálfleikur. Innáskiptingarnar gerðu útslagið. Nunes með tvær stoðsendingar og kom sér í þrjú mjög ákjósanleg færi. Hann kom sér allavega í þessi færi. Það vantaði dálítið færasköpun í fyrri hálfleik.
  Það sem mér fanst skrítið við þessar skiptingar er að svona fyrsta korterið var eins og leikurinn breyttist ekki mikið. Smám saman komust þeir inn í leikinn og fóru að hafa meiri áhrif og að lokum vorum við kominn yfir.

  Það hefði verið eitthvað rangt við að tapa þessum leik.

  Ég vil að Klopp noti Conor Bradley meira. Hann er mjög góður varnarlega, hraður og góður í stuttu spili en það sem Trent hefur fram yfir hann er þessi svakalega sendingageta, sér í lagi í löngum sendingum. En það er klárt mál að Bradley er brúklegur á hæsta stigi fótboltans og með litum bætingum væri hann orðin enn ein unglingaakademíuafurðinn sem nær að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið.

  Klopp er að gera einstaka hluti hjá okkar klúbbi. Núna erum við að sjá ástæðu þess að þeir eru ekkert of spenntir að fjárfesta í þessum glugga – þegar það er nóg af efniviði hjá Liverpool. Ungir strákar sem hafa alla burði á að verða stórstjörnur í framtíðinni.

  YNWA

  11

Gullkastið – Skytturnar skotnar niður

Liverpool – Fulham leikskýrsla