Arsenal leikur nr. 2 á 44 dögum – liðið klárt

Liðið er klárt fyrir bikarleikinn gegn Arsenal á Emirates, og Klopp fer “all in”. Þessir byrja:

Bekkur: Kelleher, Chambers, Bradley, Gravenberch, McConnell, Clark, Nyoni, Gordon, Jota

Staðan er auðvitað sú að það er hátt í heilt byrjunarlið frá, ýmist vegna meiðsla, veikinda eða landsleikja. Við erum að tala um að þessir eru frá: Virgil (veikur), Salah (landsleikur), Endo (landsleikur), Robbo (meiðsli), Matip (meiðsli), Tsimikas (meiðsli), Thiago (meiðsli), Bajcetic (meiðsli), Szoboszlai (meiðsli), Doak (meiðsli)… er ég að gleyma einhverjum? Þetta eru 10 leikmenn og munar um minna, enda er bekkurinn með ansi lágan meðalaldur. Þar sjáum við t.d. Trent yngri, þ.e. Trent Nyoni, sem hefur verið á bekk einu sinni áður en ekki fengið mínútur. Held hann sé nýskriðinn í 17 árin. Alisson fær greinilega bikarkeppnina og Kelleher er á bekknum. Nokkuð ljóst að ef og þegar það verða skiptingar þá verða Jota og Gravenberch fyrstu menn inná, en svo er það bara spurning hvað Klopp treystir hinum kjúklingunum mikið. Útilokum ekki að einhverjir þeirra fái mínútur.

Uppstillingin eins og ég er með hana er svo auðvitað bara ágiskun. Kannski er Elliott á miðjunni í 4-3-3, og Gakpo í falskri níu og Díaz hægra megin. Þetta verður bara að koma í ljós, og á örugglega líka eftir að breytast innbyrðis í leiknum sjálfum, sjáum örugglega ekki sama leikplan allan leikinn.

Sigur eða tap, biðjum ekki um meira. Helst sigur takk, Klopp vill greinilega vinna þessa keppni alveg eins og allar hinar.

KOMA SVO!!!!

24 Comments

  1. Skipun dagsins hjá Klopp “bara létt skokk strákar” Fyrstu 20 bara ekkert að frétta en vonandi hressist Eyjólfur 🙂
    YNWA

    3
  2. Með okkar bestu menn til tals eru Arsenal á heimavelli alltaf gríðarlega erfiðir og hvað þá þegar vantar marga lykilmenn í liðið.
    Væri gott að klára þennan leik með jafntefli.

    4
  3. Hvað ætli Arsenal sé með í XG í þessum leik
    Hálfgerð einstefna í 60 mín

    1
  4. Elliot að fá gult fyrir mótæli, Ödegard búinn að öskra fuck you og sveifla hönum 4-5 sinnum i leiknum og ekki tiltal einu sinni…

    10
    • NKL, norska “undrabarnið” fær að rífa kjaft eins og engin sé morgundagurinn !

      6
    • Var einmitt að spá í þetta. Svo einfalt að dæma svona eins allan leikinn en enskir dómarar hafa ekki verið þekktir fyrir að auðvelda sér umræðuna.

      5
  5. Ánægður með Klöpp að nota allar skiptingarnar….arsenal er ekkert að fara að skora….

    4

Arsenal-Liverpool

Arsenal 0 – 2 Liverpool