Liverpool 4 – 2 Newcastle

1-0  Mo Salah  49. mín

1-1  Alexander Isak  54. mín

2-1  Curtis Jones  74. mín

3-1  Coady Gakpo  78. mín

3-2  Sven Botman  82. mín

4-2 Mo Salah 86. mín (víti)

Gangur leiksins

Liverpool voru mun sterkari aðilinn í byrjun leiks og sóttu í gríð og erg sem varð til þess að Luis Díaz skoraði eftir um fimmtán mínútna leik en markið var dæmt af eftir langa VAR skoðun þar sem Darwin Nunez var rangstæður í aðdragandanum. Tæpur dómur en líklega réttur og aðallega sorglegt því Díaz vantar mark og Curtis Jones átti gullfallega sendingu til að skapa tækifærið. Í næstu sókn prjónaði Luis Diaz sig svo í gegnum vörn Newcastle manna en var sparkaður niður og víti dæmt. Mo Salah fór á punktinn þar sem Dubravka varði slakt skot hans en boltinn barst til Trent sem hitti hann illa og skaut himinn hátt yfir markið.

Þegar um 35. mínútur voru á klukkunni kom langur bolti fram völlinn og Botman rann til þannig Darwin Nunez slapp einn í gegn á móti Dubravka en skot hans fór fyrirsjánlega beint á markmanninnn. Newcastle áttu svo næstu sókn þar sem þeir náðu að sjálfsögðu að koma boltanum í netið en Isak var rangstæðu í uppbyggingunni svipað og hjá Liverpool fyrr í leiknum. Trent hótaði svo marki ársins þegar hann náði að snúa boltanum úti frá endalínu en boltinn fór í þverslánna. Hefði verið aðeins ódýrari útgáfa af mjög frægu marki Roberto Carlos ef þessi bolti hefði endað inni. Þegar á leið á hálfleikinn fóru Newcastle aðeins að vinna sig inn í leikinn þó helst með því að pirra okkar menn með brotum og sleppa við ótal gul spjöld og hinn ungi Miley með tæklingu á Salah sem við höfum alveg séð rautt spjald gefið.

Tölfræðin í fyrri hálfleik alveg galinn. Liverpool með 18 skot þar af 4 upplögð marktækifæri 2,57 í xG en gátu ekki komið boltanum yfir línuna. Virkilega pirrandi og okkar menn farnir að pirra sig á dómgæslunni sem er aldrei góðs viti og bæði Trent og Diaz fengu spjald fyrir pirring.

Seinni hálfleikurinn hófst með sömu yfirburðum Liverpool og sá fyrri nema með þeirri undantekningu að Liverpool skoraði. Frábær skydisókn þar sem Nunez fékk til sín langan bolta og potaði honum til Szoboszlai sem fann Diaz, Diaz hlaup á vörn Newcastle manna og gaf á Nunez sem var aleinn utarlega í teignum en frekar en að taka skotið gaf hann boltan á Salah sem skoraði í autt markið og ótrúlegt hvað eitt mark getur þurkað út mikinn pirring. Hann var þó fljótur að koma aftur því Dubravka varði frábærlega í tvígang í næstu sókn og Newcastle komst í skyndisókn hinumeginn og Isak jafnaði leikinn.

Næstu mínútur voru Newcastle í algjörri nauðvörn en þegar okkar menn komust í skotfæri settu þeir botlann annaðhvort framhjá eða beint á Dubravka. Það versta þegar boltinn datt fyrir framan fætur Gakpo úr hornspyrnu en náði ekki að nýta sér það.

Það var svo undir lok leiks sem allt opnaðist. Fyrst skoraði Jones á 74. mínútu eftir að Jota renndi boltanum á hann og Liverpool skoraði sitt annað mark í leiknum fyrir auðu marki. Fjórum mínútum síðar skoraði Coady Gakpo eftir frábæra utanfótarsendingu frá Mo Salah. Þá hélt maður að leikurinn væri búinn en eftir 82. mínútur stökk Botman hæst allra í teignum eftir hornspyrnu og minnkaði muninn í 3-2 og aftur kominn leikur. Það var svo bara tveimur mínútum eftir það sem Diogo Jota slapp aleinn í gegn og lék á Dubravka en fékk olnboga frá markmanninum í hælinn og fór niður og vítaspyrna dæmd. Salah fór aftur á punktinn í leiknum og í þetta skiptið náði hann að senda Dubravka í vitlausa átt og skoraði örugglega.

Bestu menn Liverpool

Luis Diaz var bestur allra áður en hann fór útaf eftir klukkutíma. Skildi ekki þá skiptingu en maður spyr ekki að því að leikslokum. Gakpo skoraði og Jota lagði upp tvö. Jones átti fínan leik á miðjunni og skoraði. Salah kvaddi svo með stoðsendingu og tveimur mörkum.

Vondur dagur

Aftur átti Szoboszlai dapran dag og átti erfitt með að finna samherja í dag. Vonandi að nú þegar jólatörnin er búinn sem hann er ekki vanur að þá fari hans leikur aftur að líkjast þeim leikmanni sem sáum í haust. Annars var það helst færanýting liðsins sem var slök stærstan hluta leik.

Umræðan

LIVERPOOL TOP OF THE LEAGUE, LIVERPOOL, LIVERPOOL TOP OF THE LEAGUE.

Annars færanýtingin og það að Salah og Endo eru að fara í Afríku og Asíukeppni og eigum líklega eftir að sakna beggja, vonandi ekki of mikið samt. En þetta var risasigur þó hann hafi verið erfiður á að horfa á tímum. Margir munu gagnrýna mikið eftir leikinn en here we are with problems at the top of the league eins og góður maður sagði.

Næsta verkefni

Er í FA bikarnum gegn Arsenal eftir slétta viku áður en við fáum Fulham í heimsókn í deildarbikarnum í miðri viku þar á eftir.

32 Comments

  1. Árið byrjar frábærlega og lofar góðu um framhaldið, en eitthvað verður samt að gera í Janúar glugganum.

    20
  2. Yfirspiluðum Newcastle í 97 mínútur.

    Frábærar innkomur Jota og Gakpo.

    Salah maður leiksins. Jones, Endo og Gomez frábærir

    19
  3. Það er bara þannig. Ég horfi til himins í höfuðátt. Sé Karlsvagninn og allt er þar eins og það á að vera. Liverpool á toppnum!!! Það er kalt á toppnum. Þannig á það að vera. Þungur hnífur.

    24
    • Það er ekki svo langt síðan að menn vildu losna við Gomez og Jones og héldu því fram að Jota gætti ekkert og Van Dijk væri búinn.
      Ef ég mann rétt þá voru sumir líka á síðasta tímabili sem vildu líka láta reka Klopp þegar það gekk ílla hjá okkur, ég vona að sokkurinn frægi standi í þeim núna.

      2
  4. Mér fannst bara Liverpool sturlaðir í þessum leik og búnir að líta hrikalega vel út í síðustu leikjum eftir ekkert góðar frammistöður þar á undan … það eru góðir hlutir í gangi skal ég segja ykkur ….

    17
  5. Xg7,3!

    Þvilikur leikur.

    Vorkenni Nunez greyinu, hann getur ekki keypt sér mark.
    Samt frábær og alltaf að pressa.

    Yndisleg byrjun á árinu.

    YNWA

    5
  6. Sælir félagar

    Yfirburðir Liverpool í þessum leik voru ótrúlegir. Hins vegar er skelfilegt að einn maður skuli misnota 3 dauðafæri og ef til vill hefði það kostað mikið gegn betra liði en Newcastle eins og þeir eru staddir í dag. Samt fékk liðið okkar á sig 2 mörk æi leik þar sem yfirburðirnir voru með fádæmum. XG yfir 7 og mörkin samt bara 4 er ótrúleg tölfræði. Ég hafði áhyggjur fyrir leikinn og það var vegna þess hvað sóknin hefur átt erfitt með að skora og samkvæmt því var staðan 0 – 0 í leikhléinu. Sem betur fór tókst Salah að skora eftir sending frá Darwin sem er með fína stoðsendingtölfræði en hreint afleita í færnýtingu.

    Leikurinn gjörbreyttist við skiptingarnar sóknin var beinskeyttari og færanýtingin skárri. En þrátt fyrir gríðarlega yfirburði fékk liðið á sig tvö mörk sem er eins og áður var sagt ekki nógu gott. Sigurinn samt fyllilega verðskuldaður og vel það. Helsta áhyggju efni mitt fyrir utan færanýtingu Darwins er ástandið á Sobo. Það er eitthvað mikið að hjá honum sem erfitt er að gera sér grein fyrir því við vitum að hæfileikarnir eru til staðar. Gomes og VvD flottir, Endo fínn en minn maður leiksins er Jones sem var hreint frábær í þessum leik og þó sérstaklega í seinni hálfleik. Leikur Liverpool er gríðarlega öflugur og ekki að sjá að þetta lið fari að gefa mikið eftir

    Það er nú þannig

    YNWA

    10
  7. Einhver skemmtilegasti leikur sem maður hefur séð. Hefði auðvitað ekki þurft að vera svona spennandi. Með þessa yfirburði hefði þetta átt að landa þessu í fyrri hálfleik.

    Nunezinn er auðvitað jókerinn í stokknum. Maður sá vel bæði í tilviki Isaks og Jota hvernig fagmenn bera sig að í dauðafærum. Jú, Jota hefði vissulega mátt skora en snertingin hefur fipað hann og tveir röndóttir voru að koma sér fyrir á marklínunni. En hvað er hægt að gera við þennan leikmann? Maður rifjar upp innkomuna gegn New í fyrri leiknum þegar hann var ókrýndur konungur þeirrar umferðar. Sprúðlandi af sjálfstrausti mætti hann til leiks og svo smám saman hefur það dalað og það er eins og dómgreindin sé á sömu útleið. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað fyrir kappann. Hann má eiga það að færin eru mörg! Það er amk ákveðin list að koma sér í góð færi.

    En hvað um það – geggjaður leikur, sturluð frammistaða á löngum köflum og nú er bara að vona að Elliott vinur vors og blóma nýti vel tímann meðan Salah verður á Afcon.

    Og já – Endo – var hann ekki bara maður leiksins? Ég gæti saknað hans jafnvel enn meira. Þvílíkur leikmaður.

    10
    • Endo hefur heldur betur bitið í skjaldarrendur, þvílíkur kappi! Og sveimérþá ef Jones er ekki loksins að verða þessi leikmaður sem allir sáu nema ég…

      9
  8. Ég viðurkenni að ég algjörlega elska Darwin Nunes og ég held og vona að Klopp sé alls ekki að hugsa um að selja hann. Jafnvel þótt færanýtingin sé eins og hún er um þessar mundir þá er það sem hann leggur til liðsins alveg ómetanlegt. Vinnusemi hans er er svakaleg og hann lætur aldrei týnast í leikjum og hann tekur greinilega svo mikla orku frá varnarmönnum sem eru að kljást við hann. Það er svo oft sem maður sér framherja sem eru að brenna af færum að þeir láta sig týnast í leikjum en það á alls ekki við um Nunes. Jafnvel þó hann sé búinn að brenna af dauðafærum heldur hann alltaf ótrauður áfram og er tilbúin að leyta að næsta færi.

    Dropin holar steinninn og ég er einhvern vegin viss um að ef hann heldur svona áfram munu flóðgáttir opnast og hann raða inn mörkum…. Og þó svo það gerist ekki en hann heldur áfram sömu vinnusemi og liðið vinnur leiki þá er hann að leggja sitt af mörkum.

    Annars fannst mér öll sóknarlínan og liðið standa sig vel í leiknum þó svo mörkin hafi látið á sér standa lengi framan af. Ég vil ekki taka neitt af innkomu Jota og Gakpo en þið getuð rétt ýmindað ykkur hvað varnarmenn Newcastle hafa verið orðnir þreyttir á að vera búnir að kljást við Nunes og Dias í þeim ham sem þeir voru í og þurfa svo að fara að reyna að kljást við óþreytta Jota og Gakpo, enda sást greinilega að varnarmenn Newcastle höfðu ekkert í þá að gera!!!!

    33
  9. Mér fanst þessi leikur sýna hvað liðið getur spilað vel. Færasköpunin var lygilega mikil. 15 skot á markið, 8 skot sem hittu ekki á rammann og 15 skot sem voru blokkuð. Liðið var 63 % með boltann sem er í raun ótrúlega lágt því liðið var allsráðandi á köflum. Eins og gengur og gerist fékk liðið á sig nokkur færi en aldrei það mörg að það hefði verið hægt að segja að jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit.

    Nú verður forvitnilegt hvernig liðið bregst við hvarfi Salah og Endo. Mér finst Endo vera einn af bestu leikmönnum liðsins. Mjög góður varnarlega og býr yfir góðri sendingagetu. Sem betur fer er Macalsester að skríða úr meiðslum og getur því komið í hans stað. Ætli það liggi ekki beinast við að Jota fari í vængstöðuna hans Salah en það eru svo sem aðrir möguleikar. T.d að breyta um leikkerfi og fjölga miðjumönnum en við eigum nóg af þeim um þessar mundir.

    Það spiluðu margir vel í dag. t.d Diaz og jones, svo fanst mér Gomez góður varnarlega.

    Annars verðskuldaður sigur. Ef við höldum áfram á þessari braut, þá eru góðar líkur á að við vinnum deildina. Allavega er ég þokkalega bjartsýnn þó ég telji Man City einnig ansi líklegt.

    YNWA.

    5
  10. Fer óendanlega í taugarnar á mér hvað Newcastle spilar gróft. Drullugasta liðið í deildinni. Joelinton átti að fá svona fimm gul spjöld.

    18
    • Ég ætla nú samt að halda með þeim í næstu tveim deildarleikjum hjá þeim!

      (Á móti City og Villa. Ef einhver var að spökúlera).

      27
    • Sammála. Og dómarinn gleymir bara að spjalda þennan valtara!

      8
  11. Stórkostlegir yfirburðir á moti þessu nýríka liði. Við hefðum átt að vinna þá með fimm mörkum.

    7
  12. Total domination.Meistari Klopp breytti liðinu á hárréttum tíma ,ef leikurinn hefði verið korter lengur hefðum við sett 10+. Frábær leikur, góð stemming á vellinum top of the league. I’m in love with them and I feel fine.

    6
  13. Alvöru frammistaða.
    Diaz vonandi að.konast í þetta stand á nýju ef hann spilar svona og er endalaus ógnun í leikjum skapar það svo mikið.
    Jota er alltsf að koma með eitthvað að borðinu.
    Þetta var bara frábær frammistaða hjá liðinu.

    En bæði þessi mörk sem komu á okkur voru svo mikil klaufamörk. Menn sofandi í fyrra og seinna úr föstu leikatriði eins og menn hefðu gleymt sér. Turnarnir spilaðir úr leik.
    Vandamálið þar er en til staðar.

    En þessi leikur var hin mesta skemmtun týpiskur liverpool vs Newcastle í den sem voru alltaf skemmtilegustu leikirnir.

    En framundan verðum við án Salah og vonandi er sobo í lagi. Svo eins gott að menn gefi í.
    En sjáið í Salah. Hann spilar allaleiki sama hvað aldrei frá vegna meiðsla tekur 1 Afríkumenn núna kemur til baka eins og ekkert hafi skéð eins og áður.
    Þessi gæi er vélmenni og fær bara ekki þessa umræðu sem hann á skilið.

    5
  14. Frábær leikur hjá þeim rauðu í rigningunni á Anfield, þvílíkt vígi sem þessi völlur er. Gríðar sanngjarn sigur en viti menn, umræðan á netmiðlum látin snúast um meinta dýfu Jota eins og þessi dómur hafi skipt sköpum í leiknum. Og Eddie Howe notar tækifærið og segir dómarann hafa farið illa með sitt lið, sorglegt. Maður leiksins hlýtur þó að vera myndatökumaðurinn sem fann hringinn hans Jurgens, óborganlegt.

    15
  15. Væri gaman að heyra frá ykkur í næsta Gullkasti hvað ykkur finnst um Fabio Carvalho málið? Er réttast að lána hann í Championship og á hann framtíð fyrir sér hjá Liverpool.

    4
    • Carvalho er stútfullur af hæfileikum, það er ekki spurning.
      ég set spurningarmerki með hugarfarið og vinnusemina á æfingum, það er ástæða fyrir því af hverju hann virkaði ekki hjá Klopp og ekki hjá Leipzig.
      En vonandi verður hann lánaður á stað þar sem hann fær að spila alla leiki og vonandi þá í versta falli hækka verðmiðann á sér.

      2
  16. Ég verð að koma inná seinni vítaspyrnu Liverpool í leiknum.
    Hvað finnst ykkur um þessa umræðu sem er í gangi ?
    Shearer hefur nú heldur spilað þennan leik ekki það að hann nokkurntíman verið hliðhollur Liverpool.
    En hvernig í veröldinni fá menn það út að einhver í heiminum láti sig frekar detta til að fá vítaspyrnu en að renna boltanum bara í autt markið ?
    Eru menn snar?
    Þetta eina og hálfa skréf er væntanlega vegna þess að hann er að reyna standa þetta af sér til þess að skora! Nema hann er svo svakalega góður við Salah að leyfa honum að taka annað víti.
    Þessi umræða er svo stjarnfræðilega klikkuð að ég á ekki til orð. Afhverju í veröldinni ætti Jota að láta sig detta viljandi í þessari stöðu? Bara úrfrá þeirri spurningu? Afhverju lætur þú þig detta í stað þess að renna boltanum í aut markið ?

    Og einhver staðar sá ég að Gary nevile hafið talað um að fyrravítið væri rangur dómur líka.

    Hvernig eiga dómarar að dæma rétt meðan fjölmiðlafólk segir bara eitthvað hvað er rétt og hvað rangt ?
    Eru þessir menn að reyna hafa áhrif á næstu dóma eða?
    Þessi umræða eftir þennan leik er með ólíkindum.

    10
    • Mig grunar að það sem við erum finna fyrir er kuldinn á toppnum. Þessi umræða er bjöguð og auðvelt að sjá í gegnum hatrið og menn eru titrandi yfir góðu gengi okkar manna. Mèr er minnisstætt þegar Gary Lineker og Rio Ferdinand voru gómaðir i beinni að vera fagna sigri Barca í fyrri viðureign sem virtist á þeirri stundu hafa gert út um vonir okkar..

      6
    • Markvörður Newcastle búinn að segja í viðtali að þetta hafi verið víti.
      Flott hjá honum að jarða þetta bull.

      7
  17. Frá 1 des til 1 jan þá spilaði Liverpool 9 leiki sem er hálfgerð sturlun og bilað álag á leikmönnum.
    Af þessum 9 þá tapaðist 1 evrópuleikur sem var allt góðu enda búnir að tryggja okkur efsta sætið.
    Það var 1 bikarleikur á móti sjóðandi heitu liði David Moyes sem við unnum 5-1.
    7 deildarleikir sem unnust allir nema þessir 2 jafnteflisleikir á móti United og Arsenal.
    Ég held að við getum kvatt þessa desember törn með bros á vör enda skilaði þetta okkur 1 sætinu í deildinni um áramótin með smá forskot.

    14

Byrjunarliðið gegn Newcastle

Gullkastið – Flugeldasýning á Anfield