Byrjunarliðið gegn Newcastle

Hér er liðið sem Klopp treystir til að auka forskot okkar í deildinni í dag.

Bekkur: Kelleher, Quansah, Bradley, Mac Allister, Elliott, Gravenberch, Gakpo, Jota og McConnell

94 Comments

  1. Gott að fá MacAllister aftur á bekkinn, held að hann hafi alveg þurft á smá hvíld að halda.
    En liðið er flott og bekkurinn er sterkur, væri rosalega sterkt að vinna þennan leik og ná smá forystu í deildinni.

    7
  2. Flott lið. Væri gaman að sjá Diaz og Nunez skora í dag. Það er mín spá. 2-0 sigur og Suður-Amerísk mörk.

    Áfram Liverpool !!!

    5
  3. Er skíthræddur við þennan leik.
    Ég bara trúi því ekki fyrr en það kemur í ljós að ekkiverði keyptir leikmenn til að styrkja liðið. Við erum í dauðafæri að gera flotta hluti á þessu tímabili.

    5
  4. Þetta er leikur sem má ekki klúðra. Spái 3-0 Arnold ,Nunez og Salah með mörkin. Koma Svo !!

    4
  5. Ungverjinn okkar er búinn að missa boltann þrisvar á átta mínútum.

    2
  6. Gleðilegt nýtt ár bræður, verðum að nýta þetta tækifæri og auka bilið á hin liðin. 3-1 fer þetta.
    Erfitt að hafa nebbann sem lýsir á sky jæja 🙂

    2
  7. Búinn að vera góðir en lélegt viti. Bara eitt lið á vellinum en hættulegt að vera ekki búnir að skora.

    6
  8. Eins og Salah er geggjaður leikmaður þá finnst mér þessar vítaapyrnur alltaf á mitt markið lélegar
    Djöfulsins klúður

    6
  9. Hvernig er það, telja stoðsendingar TAA alltaf á hann sem bakvörð? Eða eftir hverju fer það, eftir byrjunarliðsstaðsetningu?

    (Kveikjan er tölfræðiyfirlit sem birtist í streyminu þ.s. 2 frábærir bakverðir toppa listann.)

    3
  10. Miklu betri en þurfa klára færin.
    Of mikið power í vítinu hjá Salah

    5
  11. Rosaleg seinheppni (eða klaufaskapur). Mörgum klössum betri en andstæðingarnir en þetta hefur ekki legið okkar megin.

    Nunez verður að fara að passa rangstöðuna, Annars búinn að vera nálægt því að skora.

    Vonandi tekst okkur að halda þessum krafti.

    3
    • Hann þarf 50 dauðafæri fyrir hvert mark sem hann skorar.

      5
      • Hann er með langlélegasta árangurinn úr dauðafærum í deildinni. Skorar úr rúmlega einu af hverju fimm. Dauðafærum.

        3
  12. Joe Linton fær 16 spjöld áður en hann fýkur út af. Þessi leikur minnir á leikinn 30. september. En svona hefur þetta verið.

    8
  13. Ótrúlega erfitt að horfa á þetta. Alvöru leikur samt. Svona á þetta að vera. Verðum bara að vinna…

    4
      • Gula spjaldið á Diaz td ..gaf ekki spjald þegar joelton braut af sér ofl ertu að horfa á sama leik og ég

        9
      • Diaz fær gult fyrir kjaft og þú hefur ekki hugmynd um hvað hann sagði.

        Skitan felst semsagt í þvi hvort Joelinton átti að fá gul eða ekki?

        Hef reyndar séð dómara eiga betri leik

        4
  14. Hörkuleikur en stórskrýtinn að mörgu leyti, dómarinn stórfurðulegur og leikmenn með ömurlegar sendingar.
    Völlurinn á floti og tæklingar fljúga, spái 2 rauðum spjöldum og 3 mörkum í seinni.

    1
  15. Jæja …. mætti ég leggja til að fá Eliott inn í selskapinn.

    Szoboszlai heldur áfram að svekkja. Hef ekki tölu á því hversu oft hann hefur sent boltann í fætur andstæðinganna.
    Diaz óheppinn en … já mætti vanda sig samt meira.
    Nunez… hjálpi mér þessi færasóun! Hvernig er þetta hægt???

    Stefnir í enn eitt heimavallarjafnteflið ef menn fara ekki að taka sig á.

    4
  16. Sælir félagar

    Frammistaða liðsins eftir vítaklúðrið hja Salah verið skelfileg. Sobo er fullkomega hauslaus og Salah búinn að vera það líka eftir vítið. TAA hagar sér eins og keipakrakki og Gomes og VvD bera af í þessum fyrri hálfleik. Ef menn skrúfa ekki á sig hausinn í þeim seinni þá tapast þessi leikur.

    5
  17. Ég tek undir með Szobozlai og hann er bara alls ekki að spila vel í kvöld eða seinustu vikur.
    Vil fá MacAllister inná sem fyrst og Jota á 60 mín fyrir Nunez ef hann fer ekki að gera eitthvað

    3
  18. Agalegt að nýta ekki færin, en við fáum færi líka í seinni hálfleik. Þessi dómari er eins og flestir aðrir enskir. Skítur uppá bak. Joelinton fær ekki gult fyrir að rífa Zoba niður.
    Við verðum bara að fá JOTA inná, hann nýtir færin.

    5
  19. Ég get ekki Darwin lengur. Chris Wood fékk nákvæmlega eins færi á móti Newcastle með Notthingham. F og hann labbaði framhjá markmanninum og renndi boltanum í autt markið. Chris fokking Woods er betri að klára færin sín en Darwin.
    Og hvenær fer e-h annar að taka víti fyrir Liverpool.

    9
  20. Alveg er þetta merkilegur andskoti með Darwin. Hann getur ekki skorað úr venjulegum færum, það þarf helst að vera einhver geimferðaáætlun. Inná með Elliott (fyrir Sobo) og Jota (fyrir Darwin).

    5
    • ok, ok, ok! …

      Hvað er “venjulegt” færi?

      (Ég viðurkenni það ég hef nákvæmlega litla sem nákvæmlega enga knattspyrnulega reynslu. Ég er bara áhorfandi síðan Kenny Dalglish og félagar dönsuðu sig í gegnum varnirnar, … aka ég upplifði þá vinna Tottenham 3-1 á Wembley)

      … en common! … Nunez er fremsti maður í kerfi sem er alltaf á mesta hraðsnúning í gegnum miðjuna. Þetta er kerfisuppsetning J. Klopp’s. Vissulega hefur hann bestu bakverði í heimi og nú miðjumenn sem ógna gífurlega með skotum en meira með sendingum inn á miðsvæðið. Darwin Nunes fær oftast nákvæmlega engan tíma til hugsa, BARA SKJÓTA!!

      Þetta er vissulega upplegg Klopps, DN (og aðrir) eru ógnvægilega hættulegir fyrir framan markið, hann og aðrir fá vissulega færi í gegnum miðjuspilið. Þetta miðjuspil er samt ógeðslega þröngt og nákvæmlega enginn tíma til að hugsa. Darwin Nunez er nákvæmlega súper góður í þessu hlutverki, bakkið hann upp, hann er ógnvekjandi!!

      2
    • Fyrirgefðu orðbragðið!!

      … en þú hlýtur að vera sauður!

      Salah skoraði 2 mörk í þessum leik.

      (Sorry! … ég bara nenni ekki svona neikvæðum dragbítum sínkt og heilagt!!!)

      3
      • Takk Salah, hann var alveg sammála mér og hann fann vandamálið í skónum.. 🙂

        1
  21. Þessi færanýting er ekkert í lagi.
    Nunez með 2 geggjuð færi trent eftir vítið svo fátt eitt sé nefnt

    6
  22. Held að dómarinn sé bara með ein mistök og þau eru að vera ekki búinn að gefa Joelinton gult spjald.

    2
      • Vissulega átti Joelinton að fá gult í fyrri hálfleik. Ef svo hefði verið þá hefði hann væntanlega aldrei farið í þessa tæklingu sem hann færi spjaldið fyrir í seinni hálfleik.

        2
    • Nú þegar Diaz er hrint niður og fær ekki dæmt brot, verður skiljanlega pirraður og fær sjálfur gult spjald.

      1
    • Og eftir það klúður hefði hann átt að spara gulu spjöldin á leikmenn Liverpool fyrir mótmæli. Lesa leikinn aðeins betur kannski.

      2
  23. Og já verðum að vinna þennan leik! Setja alvöru pressu á þetta Newcasrle lið að þurfa sigur heima gegn City í næstu umferð

    1
  24. Sko. Liverpool verðið frábærir. Skil ekki þessi comment. Þeir eru að yfirspila Newcastle og ættu miðað við allt að vera komnir með minnst tvö mörk. Og núna er kominn pressa á dómarann og ég trú ekki öðru en vafaatriði munu falla með okkar mönnum í seinni.

    KOMA SVO!!!

    14
  25. Dómarinn frá Mansester er alveg hræðilegur eins og alltaf þegar hann dæmir Liverpool. En VAR er sem betur fer í lagi svo skaðinn er óverulegur ennþá . Ungverjinn er ekki að spila vel um þessar mundir og þarf á nokkra leikja pásu í byrjunarliðinu að halda og Elliot er maðurinn sem getur leist hann af og vonandi kemur hann inna fljótlega

    4
  26. Ahhhh!!! Salah og Nunez með þessa líka fínu sendingu.

    Mark!!!

    Já!

    1
  27. Vont að hafa ekki verið yfir í hléi, í ljósi þess hvernig hálfleikurinn spilaðist.

    King Salah er vond vítaskytta, það hefur lítið breyst.
    Vondur enskur dómari, að venju.
    Nunez er vondur slúttari, elsku strákurinn.

    En þetta var frábært mark hjá okkar mönnum – virkilega vel gert hjá Nunez að leggja boltann fyrir Salah!

    6
  28. Svona á víst að nýta færin. Nunez bara búinn að fá þrjú svona í þessum leik. Lætur þennan varamarkmann líta út eins og markmannsgeit.

    4
  29. Ekkert að því að fá á sig mark. En við verðum að drullast til að nýta þessi milljón færi þá kemur það ekki að sök.

    Frábært mark hjá Isak. Enda frábær framherji.

    6
  30. Alltaf allt dómaranum að kenna, þetta endalausa væl hér inni…

    7
  31. úff hvað á gravenberch að gera …? Af hverju ekki Eliott?

    Sjáum hvað Gakpo og Jota gera.

    1
  32. Dómaraskandall númer fimmþúsund og eitthvað. Þetta átti að vera seinna gula spjaldið á Joelinton og þar með rautt.

    4
  33. Kurteisi Jónas!

    Jota þurfti þrjár mínútur til að setja mark sitt á leikinn. Þurftu í báðum tilvikum að rekja boltann inn fyrir línuna!

    Passa sig núúúúú

    4
  34. Guð minn góður hvað Jota er mikilvægur. Það hvernig hann ákveður og framkvæmir þessa sendingu á Jones er ekkert minna en stórkostlegt!

    6
  35. Núna mega þeir félagar Gomez og Trent sitja aðeins dýpra, þurfa ekki að spila svona framarlega núna.

    3
  36. Gakpo að binda fallega slaufu á pakkann.

    Jú, Nunez átti flotta stoðsendingu en ég gæti trúað því að hann sé að færast aftar í röðinni. Það er ekki einleikið hvað hann á erfitt með að klára færin.

    Og í þessum orðum … þá minnka þeir muninn. Hvað er í gangi með þessa vörn okkar???

    1
  37. Lítið við þessum mörkum að gera. Frábær mörk hjá Newcastle.
    Við verðum bara að skora skora skora, það vantar ekki færin! Koma svo!

    7
  38. Innkoman hjá Jota. Hún verðskuldar amk 7 mínútur í næsta Gullkasti.

    6
  39. Jæja Salah klikkar sem betur fer ekki á tveimur í röð.

    En eigum við eitthvað að ræða þessa stungusendingu hjá Macca? Maður bara slefar.

    8
  40. Mikið er stórkostlegt að Van Dijk hafi komið aftur og virkilega sýnt sitt leiðtogahlutverk. Ef við vinnum deildina þá verður hann kosinn leikmaður ársins. Ekkert vesen með það val.

    2
  41. Jota fær 10 hjá mér gjörbreytti leiknum þegar hann kom inná. Gakpo flottur líka.
    Ættum að vera búnir að skora 10 mörk í þessum leik.

    11
  42. Þetta var sanngjarn sigur þó vægt sé til orða tekið. Tölfræði gárungarnir eru víst að segja að xGið hjá Liverpool í kvöld var meira en í 7-0 sigrinum á United og 9-0 sigrinum á Bournemouth SAMANLAGT!! Mesti munur sem sést hefur í úrvalsdeildarleik.

    Ég held að City ætti alveg að hafa jafnmiklar áhyggjur af okkur og við af þeim !

    5
  43. Ef að Klopp nær að leysa fjarveru Salah og Endo á góðan hátt og við sleppum þokkalega við alvarleg meiðsli þá getur þetta tímabil alveg endað mjög vel enda liðið frábært þegar liggur vel á þeim og geta unnið hvaða lið sem er..
    En við erum rosalega háð Salah og hans framlagi til sóknarleiksins og núna þurfa aðrir heldur betur að stíga upp.
    Ég vona að það verði styrkt liðið núna í jan, við þurfum að fá 1 eða 2 varnarmenn

    1

Áramótakveðja og hlaupalið kop.is

Liverpool 4 – 2 Newcastle