Liðið gegn Arsenal

Þá er byrjunarliðið fyrir toppslaginn á Anfield komið, nokkrar breytingar frá síðustu umferð.

Alisson

Trent – Konate – Van Dijk – Tsimikas

Szoboszlai – Endo – Jones

Salah – Gakpo – Diaz

Bekkur: Kelleher, Elliott, Gomez, Nunez, Gravenberch, Bradley, McConnell, Clark, Quansah

Gakpo kemur inn í byrjunarliðið fyrir Nunez og Jones, sem var frábær og skoraði tvö mörk í miðri viku, kemur inn fyrir Gravenberch.

Það er stig sem skilur liðin að fyrir umferðina og liðið sem gæti unnið í kvöld situr á toppnum yfir jólin og við skulum nú vona að það verði Liverpool!

43 Comments

 1. Finnst þetta hálf laskað… Diaz og Szlobo ekki verið í esinu sínu né Gakpo. Nallar á hvínandi siglingu.

  Svigrúm til framfara ef illa gengur. Má setja Elliott inn á og e.t.v. Nunez á kantinn. Setja Salah fremstan.

  jessör.

  2
 2. Martraðarbyrjun.

  Nú reynir á heimavöllinn.

  Höfum stundum komið til baka…

  Sjáum hvað gerist.

  3
 3. Bíddu erum við ekki mætir i leikinn, það er ekki að sja að við seum a heima velli.

  Djöfulsins foucking fouck. Bara geriðs svo vel, opið mark

  Og þeir liggja a okkur

  4
 4. Hvað eru meistari Klopp og hans menn að hugsa í dag? Þetta er algjörlega til skammar á heimavelli.

  4
 5. Það er bara nákvæmlega sama hvað hver segir það er eitthvað mikið skrítið í gangi hjá VAR á móti liverpool hvernig í andskotanum er þetta ekki víti hann sópar boltanum með sér.

  5
  • Alltaf víti, þarna skeit dómarinn upp á bak, sem að öðru leyti var bara nokkuð góður

   1
 6. Eru nallar búnir að vera í læri hjá óþokkanum Ramosi?

  3
 7. Szobo… alltaf að gefa boltann frá sér.
  Gakpi ansi hægur …

  2
 8. Frábær fótboltaleikur hja báðum liðum fyrir utan fyrstu 10min hjá okkur…skil ekki hvernig þetta var ekki víti…hef trú á okkar mönnum í seinni…

  6
 9. Jæja eftir erfiðar fyrstu mín þá fóru okkar menn nú aðeins að taka meiri tök á þessu, ef við ætlum að sigra þennan leik þá þá ekki slaka á í eina sek.
  2 frábær lið með fullt af leikmönnum sem geta klárað leiki.
  Vonandi skemmtilegar 45 mín framundan og efsta sætið um jólin.

  1
 10. Hvaða fáviti slasaði Tsimikas? Hreint og klárt ásetningsbrot.

  4
 11. Magnaður leikur þar sem Arsenal komast yfir eftir frábærlega útfærða aukaspyrnu. Við jöfnum svo með frábæru marki. Það er búið að vera líf og fjór á báða bóga en ég bíð spenntur eftir útskýringu á víti/ekki víti. Greinilega ýmislegt leyfilegt í nútíma fótbolta. En áfram gakk 🙂
  YNWA

  3
 12. ótrúlegt að hann hafi sloppið með að stúta Tsmikas svona fékk ekki einu sinni gult spjald þetta minnir mann á Ramos þarna um árið þegar hann sleit nánast hendina af Salah án þess að fá spjald dómarar verða taka á á svona ásetningi.

  4
 13. Frábær leikur en hvers vegna þetta er elki víti með VAR á vellinum eftir 3 min leik skil ég bara ekki.

  2
 14. Skrifað í skýin að Nunez skorar sigurmarkið og kemur okkur á TOPPINN….hvernig gat Trent klikkað á þessu….

  2
 15. Óvönduð skoppandi sending hjá Salah sem gerir það að verkum að Trent klikkar á skotinu. Hrikalega pirrandi að fara svona með færin.

  9
  • Held það hafi meira með grasið að gera en sendinguna….sést að hann skoppar í lokinn rétt fyrir skotið….

   1
 16. Ég held að Gravenberch sé ENNÞÁ lélegri en Diaz. Nýkominn inná og getur ekkert.

  7
 17. Hörkuleikur en það var mikið af skrítnum ákvörðunum enginn heimsendir en maður vildi 3 stig á heimavelli.

  2
 18. Framhald af mjög vondum sóknarleik Liverpool. Sköpuðum 2 færi á Anfield á 95 mínútum. Ömurlegt að Trent skyldi ekki hitta markið en spilamennskan er bara ekki nógu góð. Arsenal voru ekkert merkilegir en við náðum ekki að nýta það og enn og aftur fáum við ekkert út úr Gakpo, Nunez og Diaz og sendingar og framlag Szobo, Gravenberch og Jones fram á við ekki merkilegt

  5
 19. Gravenberch þarf annaðhvort að æfa með unglingaliðinu eða fara (á lán). Þvílík skita. Hann reyndi ekki einu sinni.

  Ekkert skrýtið að þetta fór svona. Liverpool spilaði með 10 menn inná í klukkutíma (Diaz alveg dauður) og 9 menn eftir það (Grav og Darwin úti að aka).

  3
 20. (og er einhver í allri veröldinni sem skilur reglurnar um hendi í vítateig?)

  5
 21. Held að Kop podcastið hafi hitt naglann á höfuðið og við þurfum að venjast því að þetta lið er ekki 90 stiga lið
  Og Arsenal er það ekki heldur standardin sem klopp var með í Vol 1 liðinu var það svakalegur að við erum ofdekraðir liðið núna er í titilbaráttu og 4 líða í deildabikar og inn í öllum öðrum keppnum en það er samt ekki nógu gott. Því vol.1 liðið var svo svakalegt.
  Gleðileg Jól og slöppum af liðið er gott og verður betra Klopp er að búa til nýtt monster

  6
 22. Tsimikas viðbeinsbrotinn, það eru tveir mánuðir. Takk fyrir ekki neitt, Arsenal!

  1

Arsenal á Þorláksmessu

Liverpool 1-1 Arsenal