Liverpool 5 – West Ham 1 (Leikskýrsla uppfærð)

Mörk

Szoboszlai (28) 1-0

Jones (56) 2-0

Gakpo (71) 3-0

Bowen (77) 3-1

Salah (81) 4-1

Jones (84) 5-1

Gangur leiksins

Í stuttu máli: Einstefna.

Fyrir leik áttum við flest von á að þetta yrði hörku rimma tveggja liða sem eygðu Wembley. En svo reyndist ekki rauninn. West Ham tefldu fram liði sem var ekki beint þeirra serkasta og virtust ætla að reyna að leika eftir leikplan United frá á sunnudaginn. Það er að segja liggja til baka, draga orkuna úr Liverpool og Anfield og ná svo að beita skyndisóknum eða jafnvel hætta á vítaspyrnukeppni.

Okkar menn voru ekki á þeim buxunum. Þeir sóttu af miklu þunga fyrsta hálftíma leiksins og það hlýtur að hafa verið hluti af áætlunum liðsins að miðjumenn myndu skjóta við hvert tækifæri. Ég játa að ég blótaði þessari stefnu aðeins á hópspjalli Kopverja, um það bil tveim mínútum áður en Szobozlai rétti mér sokk til að éta með því að grafa skot sitt í fjærhorninu og koma Liverpool í eitt núll.

Þar með var leikplan West Ham komið útum gluggan. Það er erfitt að átta sig á hvort þeir hreinlega hafi ekki verið með varaáætlun eða hvor hápressa Liverpool hafi hreinlega verið svo frábær að hún kæfði allt sem þeir reyndu í fæðingu. Hvort sem það var þá komust gestirnir varla útúr eigin vallarhelmingi í fyrri hálfleik og mesta furða að staðan væri bara 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Upphaf seinni hálfleiks var svo framhald að þessu. Okkar menn voru betri á öllum sviðum fótboltans, grimmari, fljótari og sterkari. Enga síður var staðan bara eitt núll, þangað til 56 mínútur voru liðnar og Curtis Jones tók kröftugt hlaup með boltann og kloppaði markmann West Ham, 2-0 og leiknum raunar lokið.

Skömmu síðar skipti Klopp Salah, Konate og Trent inná, svona bara til að gulltryggja þetta. Yfirburðir Liverpool jukust ennþá meira og þetta mynti á tímabili á sókn gegn vörn æfingu. Gakpo bætti við þriðja markinu og er það frábært, áður en Bowen minnkaði muninn tímabundið. Hann fíflaði Quansah ansi illa, en líklega mátti þarna sjá muninn á mjögn reyndum sóknarmanni og ungum varnarmanni.

Salah og Jones tóku ekki í mál að West Ham fengju einhvern nasaþef af spennu og settu sitt hvort markið á síðustu mínútunum. Lokatölur 5-1, yfirburðir Liverpool algjörir og ljóst að eingöngu eitt einvígi skilur á milli okkar manna og annari ferð á Wembley.

Umræðupunktar

  • Það eru ágætis líkur á að nokkrir leikmenn hafi haft gott af því að hafa ekki Salah og Trent með sér fyrsta klukkutíma leiksins. Þegar tveir menn eru svona afgerandi góðir er örruglega freistandi að bíða eftir því að þeir geri eitthvað. Þess í stað þurftu margir leikmenn að muna að þeir eru sjálfir alveg drullugóðir, sem er ekkert nema jákvætt.
  • Elliot er mjög fínn á miðjunni en hann er gjörsamlega frábær út á kantinum. Hann var allt í öllu á hægri væng liðsins. Maður hreinlega spyr sig hvort það ætti að prufa að hafa Salah í miðri sókninni og hann út á kanti svo þeir geti báðir spilað. Já og svo er óeðlilegt hvað Elliot er sjálfsöruggur miðað við tvítugan dreng.
  • Þetta var bestu leikur Curtis Jones í rauðu treyjunni hingað til. Ég er ekki bara að tala um mörkin, allur hans leikur var mjög góður.
  • Tsimikas á mikið hrós skilið fyrir leik sinn í kvöld, en mér finnst skrýtið hversu oft hann er auður á kantinum og fær ekki boltann í lappirnar.
  • Nunez verður áfram gagnrýndur fyrir að nýta ekki færi, en allur hans leikur var mjög góður í kvöld. Baráttan og viljinn er fyrir hendi, bara spurning um hvenær hitt smellur.
  • Ég mun aldrei skilja Moyes. Að vera komin í átta liða úrslit í þessari keppni og stilla ekki upp sterkasta liði West Ham er ótrúlega skrýtið hjá klúbb sem hefur unnið einn bikar á þessari öld. Heldur hann í alvöru að það skipti meira máli að kannski ná í þrjú stig um helgina?

Næstu skref. 

Toppslagur gegn Arsenal á laugardaginn!

Dregið var í undanúrslitin rétt í þessu, við mætum Fulham og fyrri leikurinn verður á Anfield!

28 Comments

  1. Góð frammistaða ! Meira svona í næsta leik takk, heimaleik í næstu umferð takk . Bið ekki um mikið 🙂

    8
  2. Frábær uppstilling hjá Klopp. Það skilaði litlu að hvíla byrjunarliðið í síðustu viku. Margir hafa verið í lægð og það þurfti að spila mörgum í gang. Það gerðist í kvöld. Menn mæta fullir sjálfstrausts í Arsenal leikinn.

    12
  3. Liverpool – Fulham í undanúrslitum

    Hefði frekar viljað fá Chelsea eða Middlesbrough

    3
  4. Geggjað í alla staði. Nallar verða samt í allt öðrum gæðaflokki.

    Mætum Fulham í undanúrslitum. Á heimavelli.

    Sennilega verður það Chelsea á Anfield south!

    3
    • já, úff… 8. jan. á heimavelli og svo 22. jan á Cottage…

      2
  5. Heimaleikur var eina sem skipti máli.
    Verður gaman að lyfta titlinum í smettið á sumum….. ?

    3
    • Hvers vegna skiptir það máli að eiga fyrri leikinn á heimavelli?

      Hefði haldið að skárra væri að byrja úti.

      2
    • Sammála. Heimavöllurinn okkar er sá sterkasti í heiminum. Svo sterkur að lið eins og manhjú mæta þangað með skottið á milli lappana og tefja frá fyrstu mínútu til að ríghalda í 0-0 jafntefli eins og smáklúbbur í bikarkeppni á móti stórliði.

      3
  6. “… nokkrir leikmenn hafi haft gott af því að hafa ekki Salah og Trent með sér fyrsta klukkutíma leiksins…”

    Þetta er afskaplega góður punktur! Ég man tímann rétt áður en Coutinho fór, allt spil liðsins var hryllingur, því það voru allir að bíða eftir því að hann gerði “bara” eitthvað, en ólíkt Salah, Trent eða nokkrum öðrum núna þá gerðist slíkt í besta tilfelli í þriðja hverjum leik, sem var ekki nóg til til árangurs. Salan á honum var sú allra besta ever.

    En stórskemmtilegur leikur. Góð uppeldisþjálfun.

    7
    • Þetta er hárrétt athugasemd og þýddi til dæmis að Elliott fékk loksins að vera í sinni bestu stöðu, sem er í Salah-landi úti á hægri kantinum. Og sá spilaði eins og andsetinn!

      5
  7. Wow … frábær leikur … frábært lið … ný von eftir ömurlegar frammistöður undanfarið sem hafa skilað okkur ótrúlegum fjölda stiga …. kannski er eitthvað þarna til að byggja á …

    2
  8. Góð leikskýrsla, sammála því sem þar fram kemur.

    Frábær leikur. Mögulega sá besti á tímabilinu.

    Fulham erfiður andstæðingur í undanúrslitum. En við viljum á Anfield South, okkar annað heimili.

    Og spennan magnast fyrir laugardeginum.

    Áfram Liverpool!

    5
  9. Mér finnst reyndar ekkert að því að West Ham hafi tekið því rólega í kvöld og vilji einbeita sér frekar að leiknum á laugardaginn… svona í ljósi þess hvaða lið þeir fá í heimsókn.

    7
  10. Framhald af góðri frammistöðu á móti manu um síðustu helgi en í þetta skiptið opnaði markið hans Szoboszlai flóðgáttirnar.

    Það er nóg eftir af jólatörninni, hópurinn lítur vel út og margir í fínu formi og eru að bæta sig.

    Áfram gakk!

    5
  11. Virkilega flott frammistaða hjá okkar mönnum.

    Smá undrandi á hversu þægilegur þessi leikur var, maður er orðinn svo vanur brasi og ströggli að annað er bara orðið skrítið.

    En yndislegt.

    YNWA

    3
  12. Mjög góð frammistaða. Sáttur við Klopp hafi látið stuðningsmenn heyra það eftir leikinn. Aðeins að kveikja í mannskapnum fyrir helgina. Fólk getur alveg eins setið heima hjá sér eða farið í leikhús ef það ætlar ekki að mæta á leikinn til þess að taka þátt í honum. Það bara má ekki gerast að Anfield verði túristagryfja eins og OT og Stamford Bridge.

    8
  13. Allt annað að sjá liðið en í undanförnum 5 leikjum, allt annað!
    Virkilega flott frammistaða.
    CuJo og Elliott geggjaðir, þurfa að fara að fá mun meiri spilatíma.
    Verð líka að minnast á Tsimikas, hefur gert mjög vel eftir að Robbo meiddist og hversu góður var Gomez í hefðbuninni hægri og vinstri bakvarðastöðum!
    Vel gert!

    4
  14. Sælir félagr

    Ég sá ekki leikinn en er afar sáttur við niðurstöðina. Nú er ofurdeildin komin á teikniborðið aftur sem er verra. Hún mun auka álagið á leikmenn um 30% og er það þó ærið fyrir. Það þýðir einfaldlega að leikir eins og deildarbikar og FA bikar verða í algeru aukahlutverki eða þá að liðin verða að fá að vera með miklu stærri (og dýrari) leikmannahópa til að ráða við álagið. Alls ekki góð þróun finnst mér.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  15. Að sjálfsögðu er ég hæstánægður með úrslitinn en hef stórar áhyggjur af því að bestu frammistöður liðsins og stærstu sigrana hef ég ekki horft á og þar sem ég er afskaplega hjátrúafullur þegar kemur að okkar mönnum þá er útséð að ég eigi að horfa á fleiri leiki okkar ástkæra liðs. Mun láta reyna á þetta um helgina í stórleik Liverpool gegn Arsenal og ef illa fer þá sé ég ekki betur en að ég verði að hætta að horfa á leiki í beinni útsendingu og taka þá bara í endursýningu. Eru einhverjir fleiri hér inni sem svipað er ástatt fyrir hvað hjátrú varðar ? Ég segi bara svona

    1
    • Ég legg til að þú reynir tilgátuna með því að sleppa því að horfa á leikinn um helgina, það er betra fyrir liðið ef tilgátan er rétt

      7
  16. Þvílíkur munur á milli tveggja leikja við sambærileg lið(vona að ég sé ekki að móðga WH:). Að þessari ofurdeild sem Sigkarl minnist á, þá vita allir sem vilja vita, að álagið hjá stærri félögum nú þegar er í hámarki vegna lands og félaga keppna. Spurningin er, er verið að hugsa þessa keppni til höfuðs CL og annara Evrópu keppna, ekki ólíkt og Sádarnir settu upp til höfuðs PGA í golfinu, nema margfallt hærri fjárhæðir í boði Sádana. Sem hrein viðbót, þá er þetta rugl, og ég sé ekki hvernig hægt sé að bæta við álagið. Þó um sé að ræða atvinnumenn, þá eru þeir ekki vélmenni.

    YNWA

    3
  17. OMG. Enn einn hádegisleikurinn! Búið að færa Brentford heimsóknina til 12:30, laugardaginn 17. feb. Er þetta ekki orðið nokkuð langt… eins og konan sagði? Hvernig væri að afnema frekar bannið við útsendingum á leikjum kl. þrjú á laugardögum? Þá væri kannski sjens að þessu helv. hádegisfári linni. Þetta er hætt að vera fyndið.

    3
  18. Og norður og niður með Ofurdeildina. Þá er enski boltinn einfaldlega búinn að vera.

    4
    • Ég held að úr þessari ofurdeild verði ekki. Ástæðan er sú að ensku liðin eru búin að átta sig á því að þessi deild dregur úr virði þeirra eigin deildarkeppni sem nú þegar er langverðmætasta deildarkeppnin.

      2
  19. Sælir félagar

    Einhvern tíma minntist ég á að Ivan Toney ætti að koma til Liverpool til að gefa nýja vídd í sóknarleikinn. Er þeð að fara að gerast? Eða er þetta bara bull?

    Það er nú þannig

    YNWA

    2

Byrjunarliðið gegn West Ham: Klopp stillir upp sterku liði

Arsenal á Þorláksmessu