Byrjunarliðið gegn West Ham: Klopp stillir upp sterku liði

Klopp langar klárlega á Wembley aftur. Nokkrar kanónur fá að hvíla en allavega helmingur þessara leikmanna myndu vera á lista yfir sterkasta lið Liverpooli:

 

Moyes gerir nú tilraun til að vinna í fyrsta sinn á Anfield með þessu liði:

 

Hörkuleikur framundan! Tvær áminningar varðandi deildarbikarinn. Það er ekkert VAR og ef jafnt er eftir venjulegan leiktíma verður farið beint í vító.

19 Comments

 1. Kelleher er spurningarmerki. Vona svo bara að Nunez nýti nú færin sem hann mun klárkega fá

  3
 2. Veit ekki hvernig ég eigi að lesa í það að Sobo sé að byrja. Hef fundist hann þreyttur uppá síðkastið og er oft tekin útaf í leikjum óþekkjanlegur frá því í byrjun móts.

  1
  • Hann var hvíldur í viku fyrir leikinn gegn Man Utd og hafði verið tekinn snemma út af í leikjunum á undan. Það skilaði sér í hans verstu frammistöðu hingað til.

   Hann á að geta spilað 2x í viku eins og aðrir.

   2
  • ?murlegur, pressar of mikið, allt of góður til ad spila og skora m?rk.

   Hann er að reyna, allir í liðinu eru ad berjast um ad komast í liðið, Jones er farinn 2 âr aftur í tíman, hann er að klappa boltanum of mikið en hann er að reyna.

   Gefið þessu tíma, liðið er með 18-20 leikmenn sem eiga byrja í ?llum leikjum, vandamál sem lagast á næsta àri þegar þessir nýju menn skilja 70 leikir á tímabili er maraþon ekki einn flottur leikur.

   3
 3. Endilega halda áfram að dissa Szobo. Þó svo að menn eigi down leik, við erum öll manneskjur. Það hefur vantað uppá svona mörk hjá LFC síðan GERRARD fór. Þarna eru þau komin, og verða MIKLU fleiri.

  8
 4. Nunez. Maður huggaði sig við það hérna áður að hann var amk að fá færi og það mörg þó mörkin hefðu látið á sér standa.

  Núna fær hann ekki færi. Þetta er þriðji leikurinn (CP, Utd og WH) í röð þar sem hann er ekki nálægt því að fá færi og alls ekki skora.

  Verðum við ekki að “cut our losses” með þennan leikmann? Taka Ivan Toney í staðinn?

  Vonandi hef ég rangt fyrir mér og hann fari að raða inn mörkum. Er þó ekki bjartsýnn.

  2
 5. Auðvitað kom einhver manvitsbrekkan…
  Ekkert diss á Sobo. Vill sjá hann fá hvíld. Hann hefur virkað þreyttur og ekki eins sprækur og í upphafi móts …
  Komdu með þessa frammistöðu gegn Arsenal un helgina en ekki láta taka þig útaf á 60 mín..
  Það er pointið clown….

  2
  • hann var hvíldur fyrir United leikinn kæra mannvitabrekka. Hverju skilaði það?

   Spila manninum

   2
 6. Miðað við rekordið hjá David Moyes á Anfield þá var engin ástæða að hafa áhyggur af þessum leik. 21 leikur núna án sigurs hjá honum.

  4
 7. Frábær frammistaða. scum heppnir að mæta okkur ekki í þessum ham ;-). Góðan drátt á eftir takk, á heimavelli !

  4

West Ham í kvöld (8 liða úrslit Carabao Cup)

Liverpool 5 – West Ham 1 (Leikskýrsla uppfærð)