United 1 – 2 Liverpool

Við hendum nú í leikskýrslu þegar stelpurnar okkar vinna United, reyndar fyrsti sigurinn á þeim í Úrvalsdeildinni. 1-2 og þessi úrslit voru bara fullkomlega sanngjörn þrátt fyrir að liðið hafi ekki byrjað vel. En síðasti klukkutíminn var í eigu liðsins. Það var Taylor Hinds sem skoraði sigurmarkið eftir horn þegar rúmlega 20 mínútur voru til leiksloka.

Gemma Bonner þurfti að fara af velli þegar um 10 mínútur voru til leiksloka, hún lenti í samstuði í vörninni og fór alblóðug af velli, sjálfsagt með heilahristing, en hún stóð upp og gat gengið með aðstoð af velli.

Stelpurnar okkar eru því jafnar United í 5. sæti, bæði lið með 18 stig. Tökum eftir að á síðasta tímabili náðu stelpurnar í 23 stig í heildina, en tímabilið er ekki hálfnað í þetta sinn. Það er því ljóst að þær eru að bæta sig talsvert.

Nú pöntum við annan sigur gegn United frá strákunum okkar!

2 Comments

Liðið gegn United (part 1)

Liðið gegn United (part 2)