Stelpurnar fá Bristol í heimsókn

Nú fer jóla”törnin” að byrja hjá kvennaliðinu, en þær spila 3 leiki á næstu 8 dögum. Og fara svo í mánaðar pásu. Nei í alvöru, hver setur upp þetta prógram?

Það er sumsé síðasti heimaleikurinn á árinu núna kl. 14, Bristol City mæta í heimsókn, og þar koma nokkrir góðir gestir. Þ.e. meðal leikmanna Bristol eru þær Amy Rodgers, Amalie Thestrup og Grindvíkingurinn Rachel Furness. Allt fyrrum leikmenn Liverpool. Bristol hafa annars unnið einn leik á árinu, gert eitt jafntefli, en tapað svo rest. Sigurleikurinn kom gegn West Ham, og jafnteflið gegn Everton.

Okkar konur eru hins vegar í 5. sæti á eftir þessum fjórum sem hafa verið efst síðustu ár, að sjálfsögðu er markmiðið að blanda sér í þann hóp og það virðist nú bara vera á góðri leið. Sigur í dag og liðið fer a.m.k. tímabundið upp fyrir United og í fjórða sætið, gæti semsagt komist í 17 stig.

Liðið sem byrjar lítur svona út:

Micah

Clark – Bonner – Fisk

Koivisto – Nagano – Hinds

Holland – Höbinger

van de Sanden – Roman Haug

Bekkur: Laws, Fahey, Parry, Taylor, Lundgaard, Missy Bo, Daniels, Lawley, Kiernan

Semsagt, sama lið og valtaði yfir Brighton í síðasta leik, kemur þannig séð ekkert á óvart. Bekkurinn jafnframt svipaður, fyrir utan að Yana Daniels kemur aftur í hóp en þær Mia Enderby og Natasha Flint bíða utan hans. Jasmine Matthews er ennþá meidd.

Það ætti að vera hægt að sjá leikinn á The FA Player, en ef fleiri streymi finnast þá verður þeim bætt við í athugasemdum.

KOMA SVO!!!

Crystal Palace 1-2 Liverpool

Gullkastið – Libpool, Libpool top of the league