Heimsókn til Sheffield – Upphitun

Það er erfitt að ímynda sér hvernig skipuleggja að spila níu leiki á þrjátíu dögum. Það er verkefnið sem er hafið fyrir Jurgen okkar Klopp og þjálfateymið hans. Væntanlega hugsa þeir þetta svolítið eins og maraþon: Ekki fara of geyst af stað, ekki pæla of mikið í hinum og leysa verkefnið eina einingu í einu. Í lokin er svo hægt að horfa til baka og meta hvernig fór og vonandi eru lappirnar á öllum heilar.

Það er reyndar þannig að Liverpool hefur oftar en ekki gengið fínt í desember, liðið heldur taktinum mikilvæga sem er ær og kýr liðsins, auk þess sem þetta hrikalega álag fer oft verr með minni lið sem hafa ekki efni á breiðum hópum. Það er venjulega í janúar sem Liverpool fer að basla, þegar að þungarokkið er búið að gera alla uppgefna. Hvað sem því líður, verkefni eitt af níu í þessum mánuði var leyst á sunnudaginn, næsta á dagskrá er strax á morgun, heimsókn til Sheffield United.

Andstæðingurinn – Sheffield United.

Sheffield United í ár minnir um margt á Íkarus, það er að segja rétt eftir að hann flaug of nálægt sólinni, vængirnir voru bráðnaðir af og hann var á óheppliega hraðri leið niður, rétt eins og Sheffield United eru núna.

Liðið, undir stjórn Paul Heckinbottom, snýtti B-deildinni í fyrra og hefði það líklega farið hærra ef Burnley hefði ekki snýtt deildinni ennþá fastar. Þeir tóku þó upp á þeirri nýjung í hugmyndafræði að selja sína bestu menn við að fara upp í úrvalsdeildina, án þess að fá einhverja alvöru bita í staðinn. Niðurstaðan hefur verið nokkuð fyrirsjáanleg, þeir sitja negldir við botninn á deildinni. Það sem verra er, síðustu tveir leikir voru gegn liðum sem á pappír eru í fallbaráttu með þeim. Niðurstaðan tvö töp, samtals 8-1.

Nú er svo komið að yfirmenn Sheffield hafa ákveðið að stjórinn Pail Heckingbottom sé fyrstur stjóra til að missa starfið á þessu tímabili. Í staðinn fengu þau fyrrum stjóra félagsins, Chris Wilder. Hann er okkur stuðningsmönnum Liverpool minnisstæður fyrir að hafa hrópað um hvað Klopp væri eigingjarn fyrir að berjast fyrir fimm skiptingum í deildinni. Hann fær samning út næst leiktíð, væntanlega að krefjast aðeins meira atvinnuöryggis eftir Watford ævintýri sitt.

Hvernig sem það verður þá er ákveðið stress sem fylgir þessum leik. Liverpool hefur ekki gengið vel gegn botnliðunum á útivelli undanfarið, Sheffield hefur engu að tapa í þessum leik og leikmenn þurfa að sanna sig all harkalegaa í augum nýs stjóra. Þetta er því sannkallaður bananahýðisleikur fyrir strákana hans Klopp.

Okkar menn

Allir búnir að jafna sig á þessu rugli á sunnudaginn? Ok, gott. Við ættum að vera vön því að bryðja hjartatöflur með Liverpool leikjum en enga síður væri maður alveg til í leiðinlegan 2-0 sigur svona til tilbreytingar.

Staðan á leikmannahópnum versnaði aðeins á sunnudaginn. Klopp kallaði meiðsli Matip „ekki góð“ og það er hreinlega spurning hvort hann spili meira á tímabilinu. Hafsentaparið er því komið niður í Van Dijk, Konate og Quansah, fyrir utan Joe Gomez sem hefur meira spilað í hægri bakverði undanfarið. Hugsa að Van Dijk og Konate byrji þennan en að Quansah fái góðan slatta af mínútum annað hvort í þessum eða á laugardaginn. Robbo er ennþá meiddur svo Tsimikas og Trent verða sitthvorum megin við þá.

Mér finnst Endo hafi unnið sér sæti í byrjunarliðinu, fyrir utan að Klopp sagði sjálfur að MacAllister væri að væri að verða bensínlaus. Szobozlai byrjar væntanlega og ég ætla að spá að Jones verði honum við hlið.

Jota er byrjaðu að skokka á æfingum en væntanlega er hann ekki að fara að byrja. Ætla að spá að Klopp komi Gakpo aftur inn í byrjunarliðið á kostnað Diaz, sem fær tækifæri til að koma inn í seinni hálfleik og sprengja leikinn aðeins upp.

 

Spá.

Það er bölvuð tilfinning í mér fyrir þessu. Spái að Liverpool vinni 2-1 með marki í uppbótartíma, það verður markið sem kemur Salah í 200 mörk með Liverpool.

3 Comments

  1. Hvað er þetta með lið að reka stjórann sinn rétt fyrir Liverpool leiki? Var ekki einhver stjórinn rekinn í fyrra korteri fyrir leik við Liverpool?

    Allavega, ég er smeykur við þennan leik og sammála Ingimari þetta með bananahýðið. Arsenal var langleiðina dottið á rassgatið í kvöld en hélt sér á löppunum fram á síðustu sekúndu!

    3
  2. Væri til í að sjá miðju með Endo, Trent og Szobozlai
    Gomez í hægri bakverðinum.
    Og Diaz, Gakpo og Salah frammi.

    4
  3. Sælir félagar

    Takk fyrir upphitunina Ingimar hún er fín. Það er spurning eins og Red bendir á að setja TAA á miðjuna og Gomes í hægri bak. Sem betur fer er maður ekki með mikla áhyggjur af vinstri bak þar sem Tsimikas hefur staðið sig vel þar og reynslan sem hann er að fá styrkir hann. Það er rétt að hafa áhyggjur því Wilder var okkur oft erfiður. Það mun þurfa sköpun og áræðni til að vinna þennan leik og okkar menn verða að mæta ákveðnir og einbeittir frá byrjun til enda. Ég deili áhyggjum með félögum mínum hér fyrir ofan en vona hið besta. Mín spá 1 – 3

    Það er nú þannig

    YNWA

    2

Liverpool FC heilsuvörur

Liðið gegn United (þ.e. Sheffield United)