Gullkastið – Markaveisla á Anfield

Liverpool þurfti fjögur mörk á Anfield til að rétt svo merja sigur gegn Fulham sem er alltaf jafn óþægilegur andstæðingur fyrir Liverpool. LASK var ekki eins mikið vandamál í miðri viku og farseðillinn í 16-liða úrslit í Evrópudeildinni þar með staðfestur.
City, Villa og Tottenham töpuðu öll stigum í toppbaráttunni og helgin því heilt yfir jákvæð fyrir okkar menn.

Næst á dagskrá eru tveir útileikir í röð, Sheffield United sem mæta með nýjan stjóra og Crystal Palace sem mæta með eldgamlan stjóra.

Næsti maður í Ögurverk Lið aldarinnar í Úrvalsdeildinni var djúpi miðjumaðurinn

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 450

6 Comments

  1. Sælir fjandmenn!
    Nú vill svo til að 15 ára sonur minn heldur með Liverpool. Hann er að öðru leyti nokkuð vel gefinn og þess vegna fyrirtaks ferðafélagi fyrir föður sinn, sem ólst upp við að halda með erkióvinunum frá Manchester (alvöru liðinu frá Manchester, ekki nýja plat-liðinu).
    En að öllu gamni slepptu þá erum við feðgar semsagt á leiðinni til Liverpool á leikinn gegn Man.Utd um þarnæstu helgi. Þetta verður í fyrsta skiptið sem ég kem á Anfield og verð ég að viðurkenna að ég er mjög spenntur fyrir því. Mig langaði að forvitnast aðeins hvað fólk mælir með að gera í ferð með 15 ára ungling í Liverpool. Við förum náttúrulega á leikinn og ætlum líka í útsýnisferð á Anfield. Svo var pæling að fara kannski í Magical Mystery Tour (einhver bítla-rútuferð á bítlastaði). Er eitthvað must-do sem fólk getur bent á í ferð sem þessari?
    Bkv.

    12
    • Sæll vertu Cantona

      Ég dáist að sjálfstæði sonar þíns og að hann hafi ekki látið “gamla” stýra því hvaða liðið hann heldur með í ensku. Kannast sjálfur við þetta sem “Púllari”, minn maður mætti einn daginn heim úr skólanum með yfirlýsingu um að nú ætlaði hann að byrja halda með Chelsea, ég hló og hengdi nýþvegna Gerrard treyjuna hans inn í fataskáp en það dugði ekki til, sonurinn er gallharður Chelsea maður í dag!

      En njótið feðgar ferðarinnar til Liverpool, verður upplifun fyrir soninn að taka undir YNWA sönginn fyrir leik. Svo er bara vonast eftir sanngjörnum úrslitum á hvorn veginn sem það fer og að umræðan eftir leik snúist ekki um eitthvað VAR kjaftæði.

      4
  2. Sælir. Gott að vita af föðurbetrungnum 🙂
    Það er auðvitað must að fara í sjálfa skoðunarferðina á Anfield.
    Magical Mystery Tour er skemmtilegur, en ég er enn hrifnari af leigubílaferðunum sem eru líka í boði.
    Meira stopp og persónulegra. Hægt að nálgast þær í Bítlasafninu. Það er einmitt flott að rölta bítlasafnið og skella sér svo í svona ferð.
    Ef þið feðgar eruð hrifnir af action, þá er mjög skemmtileg indoor Go-Kart braut rétt hjá miðbænum.
    Í Liverpool One mollinu er svo skemmtilegt minigolf.
    Svo er gaman að taka siglingu yfir ánna Mersey, skoða aðeins “the dark side” (líkt og The Wirral er kallað).
    Svo þar fyrir utan er margt mjög áhugavert að skoða í sjálfri borginni. Gaman t.d. að fara upp í Radio City Tower, skoða borgina úr þeirri hæð.
    Þetta eru bara svona nokkur atriði.
    Vonandi að þið feðgar eigið frábæra ferð og vonandi verður sá yngri með stærra bros eftir leikinn 🙂

    16
  3. Sælir bræður og takk fyrir góðan þátt. Alltaf gaman að gera upp helgina eftir svona leik og hagkvæm úrslit í öðrum leikjum.

    Kelleher á öll mörkin sem voru skoruð á móti okkur um helgina. Maður sér það bara núna þegar við höfum ekki Alisson hversu mikilvægur hann er fyrir okkur. Kelleher greinilega með einhvern sviðsskrekk í þessum leik og eflaust farið rakleitt í það beint eftir leik að vinna aðeins með staðsetningar og fótavinnuna inn í teig. Við höfum alveg séð hvað hann getur og nú fær hann smá sprett til þess að reima á sig fullorðinsbrækurnar.

    Þannig að ótímabærar fullyrðingar um að við þurfum að fara að leita okkur að markmanni í janúar eru mögulega mesta ekki-frétt ársins 🙂 spurning hvort það rati í áramótaskaupið?

    Þessi leikur var svo yndislegur fyrir þær sakir að öll mörkin okkar komu úr skotum utan af velli. Man hreinlega ekki hvenær við áttum slíkan leik og það er einmitt punkturinn sem mig langar að velta aðeins fyrir mér.

    Félagar okkar í sókninni voru ekki alveg að skila af sér í samræmi við væntingar þennan daginn. Það hefur sýnt sig að þegar bæði Nunez og Salah eiga slæman dag, sam daginn, þá veit það ekki á gott. Þessi leikur minnti mig um margt á leikinn á móti Luton. Hvern hefði grunað að Luton myndi eiga sinn besta leik á tímabilinu til þess á móti okkur. Ross Barkley gersamlega slátrað okkur á miðjunni og það var svipað upp á teningnum í þessum leik þar sem Bassey fór illa með okkur á miðjunni. Sá einmitt áhugaverða tölfræði þar sem Fulham sótti upp á hægri kantinn okkar í 54% tilfella í leiknum, restin deildist niður á miðsvæðið og svo vinsti kantinn okkar. Þetta sýnir að lið eru greinilega enn að finna glufur á því svæði og spurning hvort við þurfum eitthvað að endurskoða frekar með að setja TAA inn á miðjuna, þar sem hann á heima í nýju flottu Adidas Predator-skónum sínum og að það verði tekinn snúningur á meira varnarsinnuðum hægri bakverði.

    Ég vona svo innilega að við náum að klára þessa rusleiki fram að leiknum á móti ManUtd þann 17/12 – væri yndislegt að sjá okkur taka alvöru jóla-tætingu á skósveina Ten Hag kortér í jól!

    Áfram að markinu – YNWA!

    5
    • Gleymd’ekki okkar minnstu systrum. Bræður og systur saman á rauðum treyjum, og bæði fá nýjan bolta frá Jóa útherja í skóinn.

      3
  4. Á Sapporo veitingastaðnum horfið þið á kampakátan kokk saxa niður matinn, þeyta honum á pönnuna og tendra heljarinnar bál á hellunni. Mæli eindregið með heimsókn þangað.

    Þetta gæti verið rökrétt framhald af leiknum…

    4

Liverpool 4 – 3 Fulham

Liverpool FC heilsuvörur