Liverpool 4 – 3 Fulham

1-0 Leno (sjálfsmark) 20.mín

1-1 Wilson  25. mín

2-1 Mac Allister  39.mín

2-2 Tete  45+3. mín

2-3 Decordova-Reid 80.mín

3-3 Endo  87. mín

4-3 Trent  88.mín

Leikurinn í dag hófst með miklum töfum eftir að Leno markmaður Fulham þurfti aðhlyningu þegar hann lennti illa á Diaz þegar Salah kom boltanum í netið fyrsta skiptið í dag en Diaz var rangstæður í aðdragandanum þannig markið taldi ekki. Trent skoraði fyrsta mark leiksins og það var af dýrari gerðinni þegar hann hamraði boltanum inn af slánni beint úr aukaspyrnu, markið var þó tekið af honum þar sem það fór í bakið á Leno. Það var hinsvegar bara fimm mínútum síðar sem Fulham jafnaði. Matip átti þá slaka sendingu úr vörninni og Robinson átti fínan bolta inn á teig þar sem Harry Wilson klobbaði Kelleher í markinu. 1-1 og tveir akademíu strákar Liverpool búnir að setja mörkin.

Mac Allister kom okkur aftur í forrustu en hann hafði átt erfitt varnarlega í leiknum en fékk boltann skoppandi fyrir framan sig af töluverðu færi úti vinsta meginn en þrumaði boltanum í fjærhornið. Geggjað mark. Aftur lifði forrustan lengi því Tete jafnaði í uppbótatíma þegar Jimenez flikkaði boltanum áfram inn á teignum og Tete kom boltanum á einhvern hátt nánast beint í gegnum Kelleher sem var í allskonar vandræðum. Fulham skoruðu svo annað mark í uppbótatímanum þegar Kelleher varði bolta út í teiginn beint fyrir framan lappir Ream sem skoraði en reyndist rangstæður. 2-2 í hálfleik með tveimur undra mörkum frá Liverpool og tveimur gjöfum í hina áttina.

Í byrjun seinni hálfleik fóru Liverpool loks að skapa sér einhver færi þar se það ekki ekki bara hægt að skora undramörk og átti Szobozlai ágætt skot framhjá, Nunez átti skot í þverslánna og Leno varði frá Diaz áður en Fulham fóru að komast aftur inn í leikinn. Leikurinn var svo búinn að róast og virtist vera að fara vera leiðinlegt 2-2 jafntefli áður en Decordova-Reid kom Fulham yfir í fyrsta sinn í leiknum. Þeir voru þá búnir að skipta boltanum frá vinstri til hægri nokkrum sinnum og sóknin virtist vera fjara út þegar boltinn kom yfir til vinstri og Reid stökk yfir Tsimikas og skoraði. Tsimikas tekur mikið af sökinni í þessu marki en sem heild var vörnin arfaslök og enginn sem sleppur vel í þessu uppspili. 3-2 fyrir Fulham og fyrsta tapið á Anfield síðan gegn Leeds í fyrra í sjón. En Anfield neitar að tapa og á 87. mínútu jafnaði varamaðurinn Wataru Endo og mínútu síðar, brjálaður eftir að hafa misst fyrra markið sitt, skoraði Trent og tryggði þvílíkan 4-3 endurkomusigur.

Hvað fór vel

Sáum mikinn karakter, sáum geggjuð mörk. Trent að stíga upp sem algjör leiðtogi í þessu liði og komum okkur upp í annað sæti deildarinnar, allavega í bili. Á ekki von á því að City misstígi sig gegn löskuðu Tottenham liði

Hvað má betur fara

Varnarleikurinn í heild sinni frá fremsta manni til aftasta. Kelleher átti mjög slæman dag og við munum sakna Alisson og mikilvægt að hann verði orðinn heill fyrir Arsenal og United

Lokaorð og næsta verkefni

Liðið átti ekki sinn besta dag en skila stigunum þremur með miklum karakter þó það hafi verið svart yfir manni í stöðunni 3-2. Næsti leikur er á miðvikudagskvöld gegn Sheffield United, annar skyldusigur ef við ætlum okkur að keppa við City og Arsenal og mikilvægt að mæta betur stemmdir í þann leik.

48 Comments

 1. TRENT hetjan ! þvílíkur leikmaður sem þessi drengur er.
  Vörnin vonandi verður farið vel og vandlega yfir þetta því þetta var bara vont í dag !
  7 mörk úff maður hefur ekki lengur heilsu í svona rugl.

  YNWA !!!

  6
 2. Trent Alexander-Arnold klárlega maður leiksins og Wataru Endo átti mjög flotta innkomu, jibbí !!!!

  12
 3. Algjör skita að lenda undir og fá á okkur 3 mörk í þessum leik, en við eigum besta miðjumann Englands og hann bjargaði okkur í dag heldur betur.
  Léleg frammistaða heilt yfir og þetta gat ekki verið tæpara í dag.
  En 3 stig í hús og 2 sætið okkar í bili allavega.

  8
 4. Geggjaður sigur….Trent maður leiksins og Klopp fyrir skiptingarnar sem engum datt í hug nema honum…

  7
 5. Sælir félagar

  Sem betur fer tókst liðinu að reka af sér slíðruorðið og klára þennan leik. Frammistaða liðsins gegn mjög góðum og erfiðum andstæðingi var lengi vel ekki boðleg. Menn hægir og seinir, Fulham að hirða flesta seinni bolta og miðjumenn eins og Sobo seinir og atkvæðalitlir. Það er ekki fyrr en að Fulham kemst yfir í 2 – 3 að men virðast átta sig á að þeir eru að tapa leiknum með letilegum og atkvæða litlum leik. Endirinn góður en margir stuðningsmenn voru eins og ég orðnir ansi argir yfir letilegum og ómarkvissum leik sem lýsti sér hjá vörn, miðju og sókn nánast allan leikinn.

  Það er ljóst að Kelleher er ekki að ná máli sem aðalmarkvörður, leikur Darwin og Dias að mestu leyti djöfulgangur en Salah lagði upp einhver dauðafæri á Darwin sem getur ekki keypt sér mörk fyrir Liverpool þó hann skori eins og vindurinn fyrir landslið sitt. Diaz mætti koma meiri hugsun í sinn leik og reyna að sjá stöður samherja sinna. VvD og Tsimikas voru svo ömurlegir í þriðja marki Fulham að maður mað varla eftir öðru eins. TAA maður leiksins með 2 mörk þó sé verið að ræna hann öðru markinu og gefa Leno það.

  Það er nú þannig

  YNWA

  13
  • Voðalega er karlinn orðinn neikvæður….
   ef það er eitthvað jákvætt sagt þà fylgir alltaf eitt “en…”

   Þú ert legend hér og verður alltaf. Ég óska eftir aðeins meiri gleði í okkar besta mann

   Glasið er hálffullt

   “Það er nú þannig”

   14
  • Sigkarl, ég er algjörlega sammála þér í þinni greiningu!

   mörk 2 og 3 voru mjög ódýr fyrir Fulham, mikið vona ég að Alisson verði komin til baka sem fyrst!

   Þetta voru MJÖG STÓR þrjú stig hjá okkar mönnum!

   3
 6. Þetta lið er nátturulega ÓTRÚLEGT. Einu orði sagt ÓTRÚLEGT. Afhverju þarf það alltaf að mála svona svakalega út í horn þegar það vaknar upp og fer að spila alvöru fótbolta. Einhvern veginn ná þeir þessu alltaf í lokinn. .

  6
 7. Með skrýtnari leikjum lengi! Afar pirrandi á köflum, öryggisleysi með holningu liðsins og heildarmyndina, framherjarnir enn og aftur að klúðra dauðafærum, Salah ólíkur sjálfum sér, Dom, Darwin og Diaz ekki á besta degi, enginn Allison, sem var sárt saknað. Tsimikas lengi vel flottur en missir svo einbeitinguna í þriðja marki andstæðingsins…

  …og svo þessi stórkostlegu mörk byggð að mestu á einstaklingsafrekum. Endo fær kandís í teið sitt í kvöld. MacAllister fær Haagendaz. Stress fram á síðustu mínútu, en what a game.

  Við eigum nefnilega Trent. Hann fær heimsendingu frá veitingastað að eigin vali. Hlýtur að fá fyrirliðabandið á næstu leiktíð. Algjör yfirburðamaður á vellinum í dag.

  13
 8. Það sem var gott við þennan leik voru 3 stig, comback karakter og fjögur stórglæsileg mörk.

  Það sem var ekki gott var frammistaðan í leiknum. Við verðum að gera betur en þetta gegn ekki sterkari liði.
  Það er svo skrítið að hafa skorað fjögur mark en manni fannst eins og við sköpuðum ekki rosalega mörg færi í leiknum. Fyrri hálfleikur skoruðum við tvö geggjuð mörk en annars vorum við ekkert að ná að opna þá.
  Svo í síðari var þetta hálfgert dútl þanngað til að þeir skora og þá er eins og menn gefa smá í og ná flottum sigri.

  Kelleher var lélegur
  varnarlínan okkar virkaði ekki alltof sannfærandi.
  Miðjan okkar var í vandræðum
  Sóknin var lengi vel bitalaus..

  Hvað um það í svona törn tökum við bara stigunum fagnandi en stigin verða ekki alltof mörg þegar við spilum svona leik.

  YNWA – Trent = Heimsklassa leikmaður

  6
  • “Það er svo skrítið að hafa skorað fjögur mörk en manni fannst eins og við sköpuðum ekki rosalega mörg færi í leiknum”
   Ég get ekki tekið undir þetta hjá þér. Nunes komst þrisvar einn á móti manni, salah skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Við erum með 12 skot á markið og 8 skot sem fóru framhjá.
   Arsenal átti 6 skot á markið og 8 skot sem fóru framhjá rammanum gegn Wolves, svona til samanburðar.

   Færasköpun er ekki vandamálið hjá liðinu okkar, miklu frekar nýting. Ég get tekið undir allt annað hjá þér. Liðið spilaði illa, með einhverskonar “þetta reddast” hugafar og fór ekki almennilega af stað fyrr en það lenti undir.

   Mér finnst eins og það búi miklu meira í þessu liði en það sýndi í dag. Ég er enn að bíða eftir því að það nái hátoppnum á þessu tímabili hvað spilamennsku varðar.

   10
   • XG hjá okkur var 2,7 en við skoruðum fjögur sem þýðir að við eiginlega vorum að skora úr ekki færunum hjá okkur enda Trent, Mac og Endo mörkinn alveg sjúklega flott úr færum en ekki dauðafærum.

    En já kannski sköpuðum við alveg nóg af færum og maður var bara svo ósáttur við spilamennskuna að maður gaf þeim ekki kredit fyrir því.

    1
 9. Algerlega galinn leikur og einn skemmtilegasti leikur þessarar leiktíðar. Þetta er ástæðan fyrir því að ég elska Klopp og Liverpool . Margir Liverpool aðdáendur misstu sig algerlega í athugasemdum í hita leiksins. Margir skammast sín sjálfsagt og sjá eflaust eftir orðum sínum í lok leiksins !

  12
  • Ég hraunaði yfir liðið í stöðunni 2- 3 og sé bara alls ekkert eftir því enda var liðið með allt niðrum sig á þeim tímapunkti og bara spiluðu illa og börðust ekkert, en sem betur fer vöknuðu þeir við það að lenda undir og gerðu svo frábærlega að klára leikinn.

   8
   • Menn geta misst sig í hita leiksins bara gaman af því…fýla þá sem þora svo komum við prédikanir og tuskum ykkur til……

    5
 10. Við skoruðum 4 worldie mörk. Gáfum 3 slöpp. Kelleher alls ekki öruggur í aðgerðum og auðvitað ekki jafngóður markmaður og Allison. Söknum Robbo mjög núna.

  Fjögur mörk og 3 utan teigs og eitt rétt á teiglínu. Engin af framherjunum skoraði. Það segir okkur heilmikið um hversu vel Fulham voru að skipuleggja sig. Hætt við að þetta verði kerfið á móti okkur það em eftir er tímabils. Darwin verður að fara að refsa. En ef TAA getur spilað svona og Szobo komið aftur þá er ekkert hægt að stoppa okkur.

  En þetta var mjög áhugavert taktist. Trent spilar síðustu 20 mínútnar sem hreinn miðjumaður og er að sýna að það er eiignlega ekki hægt að krefjast þess af honum að hann sé bakvörður. Held að Klopp þurfi að prófa eitthvað bilað kerfi þar sem TAA spilar um allan völl og Endo stígur inn fyrir hann eða MacA. Það er alltof langt fyrir skapandi sóknartengilið að hlaupa í vörn og það veldur vandræðum eins og í fyrsta markinu í dag og á móti City. Verður ruglingur um hver er að gera hvað. Eitthvað þarf að breytast, sérstaklega með Kelleher í markinu sem er ekki eins áhrifamikill í teignum.

  6
 11. Ég horfi og horfi á jóladagatalið. Dreplangar að opna 17. des en tekst með herkjum að sitja á mér. Hlakka geðveikislega til!

  12
 12. Það verður að segja eins og er: Þótt Trent gefi okkur mikið í sókninni er hann að kosta varnarlega. Til dæmis fyrsta markið – greyið Matip að reyna að spila sína stöðu og hægri bakvörð meðan TAA er að koma frekar seint í miðjusvæðið.
  Þriðja markið… TAA í miðvarðarleik meða Gomez allt í einu hægri bakvörður.
  Enda virðast lið spila upp á þetta og sækja upp vinstri kantinn.

  6
 13. Staðan í topp þremur-fjórum verður stöðugt áhugaverðari!

  5
 14. Eftir svona leik þá hlýtur Klopp að horfa meira til þess hvort að Trent sé ekki bara afburðabesti miðjumaður liðsins í dag.
  Við eigum Gomez sem er vissulega ekki stórkostlegur sóknarlega en mun betri en Trent varnarlega og hann getur svo sannarlega spilað þessa hægri bakvarðastöðu.
  Miðju með MacAllister aftastan og Trent með Szobozali á miðjunni.

  14
 15. Ég hrópaði á DM í þessum leik og eins í burstinu gegn Lask. Það er svo augljóst hvað vörnin okkar er varnarlaus – ef svo má segja. Undir eins og andstæðingar vinna boltann er allt í uppnámi.

  Svo hló ég þegar Endo mætti – of lítið of seint – eða hvað? Svakaleg innkoma! Er þetta hinn nýi Origi – bara í öðru hlutverki? Kúlt-leikmaður að verða til?

  Það er átakanlegt að horfa á Nunez með brotið sjálfstraust. Fyrstu viðbrögðin eru alltaf að gefa á Salah og þetta sjá allir og vita inni á vellinum. Þess vegna verða sendingarnar frá honum oft étnar. Svo þegar hann á að skjóta og hittir ekki boltann. En hann berst og ólmast – kom nálægt þessum tveimur síðustu mörkum og með smá gæfu hefði boltinn farið ,,sláin-inn” þar sem hann var einn á móti markmanni.

  Þá er Gravenberch svolítið óslípaður líka og reyndar var miðjan öll í leiknum mjög götótt. Szobo er að dala svolítið eftir geggjaða byrjun.

  Fannst gaman að sjá kraftinn í Gakpo – sem ætlar ekki að gefa neinn afslátt. Grjótharður að verða.

  Loks er það rétt að besti markvörður í heimi hefði varið amk eitt þessara skota sem enduðu í markinu okkar. En það er samt ekki hægt að álasa Kelleher þar sem skotin voru við markteig og það er bara happa og glappa hvernig tekst þá til.

  Það er ágætt að fá Sheffield næst – vissulega á útivelli en gæti orðið til þess að Núnes hrökkvi í gang og Kelleher nái að halda hreinu!

  11
  • Mér finnst full ástæða til að gefa Gravenberch svigrúm út veturinn til að bæta sig. Hann er ungur, fékk lítið sem ekkert að spila í sínu fyrra félagi og náði ekki löngum æfingatíma með Liverpool. Getur bara batnað.

   9
 16. Virkilega vond frammistaða heilt yfir og þar af leiðandi virkilega sætur sigur.

  Stórkostleg einstaklingsframtök í dag.

  Liðið þarf að lyfta sér varnarlega í næstu leikjum ef ekki á illa að fara.

  Áfram Liverpool!

  5
  • Sammála…þeir taka þetta vonandi til umræðu í næsta hlaðvarpi okkar manna…

   4
 17. Það hefur örugglega allt verið sagt sem segja þarf um þennan leik svo lítið að bæta við.
  En verð að koma frá mér einu.

  Þessi gír sem þetta lið getur stundum dottið í eins og í 2-2 eftir að seinni byrjaði.
  Þá eru menn bara í göngutúr í garðinum gefandi á millisín og oftar en ekki til baka og allt í slow motion væntanlega búnir að svæfa sjálfa sig!
  Ég gjörsamlega hata þennan gír!.

  6
  • Skiptingar Klöpp breyta leiknum…..breiddin er að mótast….erum í toppmálum……miðjan skoraði vel í dag….

   3
 18. Þvílíka skemmtunin sem þessi leikur var!
  Gerðum okkur erfitt fyrir eins og svo alltof oft, en þvílíkur rússíbani!

  YNWA

  6
 19. Að fá mörk utan af velli er tibreyting. Það eru hörku skyttur að koma út úr skápnum.

  7
 20. Miklar mannabreytingar á stuttum tíma
  2 sætið í deildinni í dag Geggjað
  3 mörk utan vítateigs sem sést mjög sjaldan GEGGJAÐ…..Af hverju ekki ????
  Klopp out og Trent out liðið farið að elska þá aftur. Geggjað Stutt síðan átti að losna við þá.
  Sheffield United næsti leikur Auðveldur leikur ?? Ekki viss…..
  Liverpool vs Luton 1 -1 Vanmat
  Elska Liverpool í blíðu og stríðu NO MATTER WHAT

  5
 21. Ömurlegar fréttir af Matip þó að það sé ekkert staðfest eins og er, en líklegt að hann sé frá út tímabilið og þá jafnvel sé búinn að spila sinn seinasta leik fyrir félagið nema að hann fái nýjan samning.
  Hefur reynst okkur ótrúlega vel eftir að hafa komið frítt til okkar, miðvörður sem býður upp á öðruvísi hluti en margir aðrir miðverðir með sínum hlaupum upp völlinn.

  https://fotbolti.net/news/04-12-2023/klopp-byst-vid-ad-matip-verdi-lengi-fra

  1
 22. Eitt varðandi City – Spurs leikinn í gær þegar að Simon Hooper ætlaði að beita hagnaði en þegar City voru komnir í gegn þá flautaði hann brot.
  Er þetta ekki sami gaurinn og var í VAR herberginu þegar að markið hjá Diaz var tekið af á móti Spurs ?

  2
  • Veit ekki en Haaland hlýtur að fá þriggja leikja bann fyrir ofsafengin viðbrögð.

   2
  • Nei, hann var ekki í VAR herberginu, hann var aðaldómari leiksins.

   2
  • Ekki það að ég sé neinn aðdáandi þessa dómara en ég held að fjölmiðlar séu að misskilja það að dómarinn hafi fyrst ætlað að beita hagnaði en svo hætt við. Ég er búinn að horfa á þetta nokkrum sinnum og dómarinn fer strax með flautina í munninn og mér sýnist hann flauta strax aukaspyrnu. Ég held að hann átti sig strax á því að hann var of fljótur á sér að flauta og ætlar að leyfa Haaland að taka aukaspyrninu snöggt en þegar að Haaland spyrnir boltanum áður en boltinn stoppar þá flautar hann strax aftur því það má ekki taka aukaspyrnu ef boltinn er rúllandi.

   Kannski er þetta rangt hjá mér en mér finnst þetta a.m.k. mun rökréttari skýring en að dómarinn ætli að beita hagnaði en hætti svo við þegar að hagnaðurinn verður of mikill!!

   4
 23. Simon Hooper mun blása í flautuna á miðvikudaginn í leik okkar manna…..Ég bara trúi þessu ekki.

  5
  • Og dómaranum verður ekki refsað fyrir mistökin í gær. Hins vegar er FA búið að ákæra Man City fyrir ólæti! Um að gera að hengja bakara fyrir smið.

   En Simon Hooper á náttúrulega ekki að dæma í úrvalsdeildinni. Hann ræður ekki við það. Gefur ca. 8 spjöld í leik.

   4
 24. Var í London á leið út á flugvöll þegar þegar staðan var 2-3 og mikið þurfti að róa mig þegar ég sá hvernig þessi leikur endaði 🙂 vona að það hafi ekki verið myndavélar sem sem tóku mydir af því hverngi ég fagnaði endir á þessa leiks ?. En einn hægri bakvörð og varnartengilið og þá getur allt gerst úti á vellinum eftir áramót ! Gerum TAA að besta miðjumanni sem England hefur átt.

  YNWA.

  5
 25. Afhverju sleppur Haaland við refsingu?? Hvaða djöfulsins sýra er gangi.

  6

Byrjunarliðið gegn Fulham

Gullkastið – Markaveisla á Anfield