Byrjunarliðið gegn Fulham

Bekkur:Adrian, Gomez, Konate, Quansah, Jones, Elliott, Gakpo og Doak

 

Þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá því gegn City um síðustu helgi en þeir meiddu Alisson og Jota detta út ásamt Jones sem átti ekki sinn besta leik gegn City og Diaz, Gravenberch og Kelleher koma inn í stað þeirra. Í liði Fulham er hinsvegar fyrrum Liverpool-maðurinn Harry Wilson í byrjunarliði. Skemmtilegt lið og vonandi skilar það þremur stigum í hús!

68 Comments

  1. Það þynnist fljótt byrjunarliðið þegar vantar menn eins og Robertson og Alisson. Svo vil ég fara að sjá góða frammistöðu hjá fremstu mönnum. Minn maður Nunez þarf að fara að sýna sig og viðhalda stöðuleika, Diaz á mikið inni. Kónurinn er 31 árs og eðlilega ekki eins fyrirferðamikill en skilar alltaf sínu.

    2-0 sigur. Nunez og Salah

    KOMA SVO!!!

    7
  2. Dómarinn flautuglaður. Mikið blístur og leikurinn á erfitt með að hökta í gang.

    En við höfum vissulega náð nokkrum skotum á markið.

    1
  3. Treeeennnntttt!!!

    Toppar hjólhestinn frá júnæteddrengnum – en ég er svo sem ekki hlutlaus!

    3
  4. Hægri fóturinn á honum Trent okkar er einfaldlega guðdómlegur.

    Þvílíkt mark!

    3
  5. Kevin litli Mac Allister með screamer í jólamánuðinum enda verður hann aleinn heima um jólin!

    YNWA

    1
  6. Hvað er að gerast í vörnini og Kellegher á að gera betur þarna

    2
  7. Vá hvað okkur vantar betri varamarkmann. Það er ekki nóg að kunna að senda boltann sem markmaður, þaft líka að verja.

    1
  8. Erum í ruglinu
    Stórkostleg mörk skoruð og svo algjör skita aftast.

    5
  9. Jæja… Tvö geggjuð mörk fyrir utan teig en vill einhver senda maltöl og blómvönd til Alissons með ósk um skjótan bata?

    3
  10. Skelfilega slappur varnarleikur í fyrri hálfleik. Akkúrat það sem ég var hræddur við. Kelleher er fínn markmaður en hann (eins og flestir aðrir markmenn) er ljósárum frá Alisson, okkar besta leikmanni. Ekkert út á Kelleher að setja í þessum mörkum, en hann gerir ekki þetta extra sem Alisson gerir leik eftir leik.

    Vörnin er ekki að skila sínu og þarf að fá hárþurrku frá Klopp í hálfleik.

    Sóknarmenn okkar eru einnig mjög slakir í þessum fyrri hálfleik. Mjög pirrandi að sjá Salah taka lélegt skot í síðasta færinu, í stað þess að leggja hann á Diaz.

    Svo er Nunez lélegur í dag, verð mjög hissa ef við sjáum ekki Gakpo snemma í seinni hálfleik.

    7
  11. Maður hefur á tilfinningunni að allt leki inn sem sem kemur á markið.

    4
  12. Sælir félagar

    Greinilegur munur á markmönnum þar sem boltinn lekur fram hjá spriklandi Kelleher þegar Alisson hefði einfaldlega höndlað stöðuna. Greinilegur munur á ákefð liðanna þar sem Fulham leikmenn hirða seinni nboltann hvað eftir annað. Sobo á að vera úthvíldur og mætti sýna það betur. Þetta Fulham lið er erfiður andstæðingur sem selur sig dýrt og Leikmenn Liverpool verða einfaldlega að leggja sig meira fram.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  13. Nunez hefur skroppið með mömmu sinni og pabba til Torreveija í vikunni, og farið á ströndina. 🙂
    Dóttir mín kemur með sömu hárgreiðslu heim frá Spáni í hvert einasta skipti 🙂

  14. Miðjan er ekki að gera mikið í þessum leik fyrir utan markið hjá McAllister. Mun meiri ákefðog kraftur í miðjumönnum Fullham.

    4
  15. Það er slen yfir liðinu. Vantar alla áræðni og kraft, vilja til þess að drottna og valta yfir andstæðinginn. Það er seigla í þessu liði okkar en mín tilfinning er að við erum enn að spila í fyrsta gír og eigum fjóra til fimm inn ef við viljum. Nú á liðið að hafa fengið næga hvíld fyrir þetta verkefni og því trúi ég því að ein hressandi hárblásturræða ætti að koma hausnum á búkinn.

    Annars er það þannig að “verri” liðin í þessari deild eru bara drullugóð. Það sem ég hef séð af þessu Fullham liði þá eru þeir nokkuð sterkir og ekki eitthvað pönnukökudei sem við völtum yfir með aðra hendina fyrir aftan bak.

    Þessi mörk eru samt full ódýr. og lið eins og Liverpool á ekki að gefa svona ódýr mörk.

    5
  16. Algjörar bombur hjá okkar mönnum þarna frammi…….. algjört, ótrúlegt, týpiskt djö….. helv…. klúður þarna aftast sem núllar þetta út og ekki í fyrsta skipti!!

    4
  17. Eðlilega eigum við ekki tvo heimsklassa markmenn og að hrauna yfir Kelleher finnst mér ekki sangjarnt. Varnarvinnan fyrir framan hann hefur alls ekki verið til fyrirmyndar. Það þýðir ekkert að væla, hann er sá besti sem við höfum í augnablikinu. Núna verða menn bara að bíta í skjaldarendurnar og landa öruggum sigri.
    YNWA

    8
  18. Er mjöööög nálægt því að missa þolinmæðina gagnvar Nunez.

    1
  19. Fjandinn hafi það ef þessi nýja hárgreiðsla Nunez skilar ekki marki í dag.

    3
  20. Dómarinn er slakur. Gerir ekkert í þessum fjölmörgu töfum hjá Leno og svo á Palinha að vera löngu kominn með gult.

    3
  21. Mjög furðuleg skipting hjá Klopp. Szobo og Macca ekkert að eiga neinn stórleik en eru þó líklegir til að skapa og ógna með skotum af löngu færi. Nunez er hinsvegar skelfilegur og á ekki að vera þarna inn á.

    2
  22. Come on við eigum nú að vinna þetta Fulham lið á Anfield.
    Ótrúlega léleg frammistaða hjá öllum í liðinu, lélegt spil og menn eitthvað þungir

    3
  23. Varnarleikur Liverpool alveg til háborinnar skammar í þessum leik, fuck !

    3
  24. Djöfull er ég ógeðslega reiður yfir þessari andskotans skitu, hvaða aumingjaspilamennska er þetta eiginlega

    1
  25. Marg focking búið að segja þetta!!!! timikas er ekki liverpool classi. hvað er Gomez að gera enþá í þessu liði…. Það sem Fowler sagði um Nunez er líklegast rétt.
    Liverpool 1,5

    1
  26. Erum bara ekki betra lið en þetta þegar okkur vantar kjölfestuna sem Allison er.

    Vantar allar kraft á ákefð í þetta. Gaurar eins og Slobo að dofna fljótt eftir góða byrjun á mótinu og almennt lélegt bara. Verðum að vonast eftir meistardeildarsæti, verður aldrei betra en það með þessu aumingjaviðhorfi.

    2
  27. Jafntefli í þessum leik er bara tap og ekkert annað.

    Vil sjá liðið selja sig dýrt. Er skítsama hvort við töpum 2-3 eða 2-5.

    3
  28. Að horfa á þessa aumingja sem að meirihluta eru búnir að vera í fríi og ættu að vera úthvíldir. Vesaldómur og vanmat á andstæðingnum, leti og ómennska er það sem lýsir þessu best. Ekkert sem er liðinu til sóma sem slíku en tvö mörk liðsins skrifast á einstaklingsframtak en ekki afburða leik liðs. Dias, Nunes og Salah bunir að ver ótrúlega lélegir. Færanýting Nunes er sú versta í deildinni og spurning hvort það er ekki sóun á færum að hafa hann ínná Djöfullinn bara og svo drullu lélegur varnarleikur og svo linur að deig væri harðara í vörninni. Skömm og aftur skömm

    3
    • Af hverju notarðu orð eins og aumingjar til að lýsa leikmönnum LFC?

      Ertu viss um að þú sért poolari? Hefurðu einhvern skilning á hvað You Never Walk Alone þýðir.

      5
  29. Hvenær er það góð hugmynd að setja Gomes inn á? En geggjað mark hjá Endo!,

    1
  30. Sluppum heldur betur með skrekkinn í dag. Til lengdar er gjörsamlega ótækt að hafa Tsimiskas og VVD í vörninni. Ekki hægt að ætlast til að aðrir moki skítinn endalaust upp eftir þá.

    3
  31. Við eigum að vera klassa yfir þessu Fulham-liði en þeir virðast hafa eitthvað tak á okkur. Ótrúlegt að sjá nánast úthvílt lið gera sér þetta svona erfitt.

    Við hefðum tapað þessum leik með liðinu í fyrra, held ég, og auðvitað getur liðið ekki alltaf átt toppleiki. En ef þessi leikur kennir okkur eitthvað þá má alls ekki koma með eitthvað vanmat inn í leiki á móti þessum “minni” liðum. Það gildir ekki síst á miðvikudaginn kemur á móti Sheffield United.

    Og mikið djöfulli er Palinha góð sexa!

    2
  32. Algerlega galinn leikur og einn skemmtilegasti leikur þessarar leiktíðar. Þetta er ástæðan fyrir því að ég elska Klopp og Liverpool . Margir Liverpool aðdáendur misstu sig algerlega í athugasemdum í hita leiksins. Margir skammast sín sjálfsagt og sjá eflaust eftir orðum sínum í lok leiksins !

    7
  33. Það er ótrulegt að lest skrif manna um lið sitt !
    vanmat, Vesaldómur, leti og ómennska, ótrúlega lélegir.sú versta í deildinni,Skömm og aftur skömm,aumingjaviðhorfi,aumingjaspilamennska, hörmuleg,Nunez er hinsvegar skelfilegur,Sorglega lélegur markvörður, eru bara nokkur orð um leikmenn Liverpools eftir 4-3 sigur á ágætu Fullham liði.
    Það er hægt að gagnrýna og segja skoðun sína án þess að skrifa eins og himinn og jörð hafi farist. Ég er mikill stuðningsmaður Liverpool og hef stutt lið mitt hvort sem gengur vel l eða illa.
    Hef stundum fundist sem leikmenn gætu gert betur og ekki verið ánægður með leikinn án þess að tala niður til þeirra. Hef þá skoðun að leikmenn séu alltaf að reyna að gera sitt besta, stundum gengur ekki allt upp, stundum gengur allt vel, eins og í lífinu hjá okkur.
    Það er af hinu góða að gagnrýna og segja skoðun sína án þess að moka yfir leikmenn og félagið.
    Kopbloggið er frábær síða sem er gaman að fara inná og lesa það sem þar stendur, sem er oftast vel sett fram án þess að ég sé alltaf samála.
    Vöndum okkur og setum ekki slegudóma inná bloggið ( gott að draga andan djúft).
    YNWA.

    7

Fulham mæta á Anfield

Liverpool 4 – 3 Fulham