Liverpool – LASK

Evrópukvöld á Anfield í kvöld. Það eru ekki til margar betri setningar en það en mótherjinn er Linzer Athletic Sport Klub eða LASK frá Austurríki. Fyrri leikurinn gegn þeim var spilaður 21.sept og var lengi vel ströggl en hann endaði 1-3 fyrir okkur þar sem heimamenn komust yfir á 14 mín en við jöfnuðum ekki fyrr en 56. mín.

LASK
LASK er ekki stærsta nafnið í Austurríki en þeir unnu deildina 1965 og tóku líka bikarinn það tímabil en síðan þá hafa þeir ekkert unnið en komist nokkrum sinnu í Evrópukeppni en aldrei komist langt.
LASK gerðust svo frægir að spila við Keflavík í InterToto keppninni árið 2009 en þar unnu þeir 2-1 með marki þremur mín fyrir leikslok en Sverri Þór Sverrisson kom Keflavík yfir í leiknum. Staðan á þeim í Austurrísku deildinni í dag eru að þeir sitja í 3.sæti á eftir Red Bull Salzburg og Sturm Graz.

Ég ætla ekki að fara að giska á liðið þeira enda er ég viss um að flestir hérna þekkja ekki þessi nöfn en þeir hafa verið að spila mest með 3-4-3 leikkerfi þar sem þeir liggja aftur gegn stórliðum(eins og Liverpool) og breyttist það kerfi oft í 5-4-1. Þetta er líklega stærsti leikurinn í sögu þeira svo að þeir eru að fara að selja sig dýrt í kvöld en þá mun einhver kannski rifjað upp að þeir spiluðu gegn Man utd á old trafford en þar sem Liverpool er miklu stæra lið þá er þetta stærti leikurinn í þeira sögu 😉

Þeir mæta með LASKað lið í kvöld en þeir eru nánast meiðslalausir samt sem áður( lélegt djók en ég bara varð)

Staðan í riðlinum er svona
Liverpool 9 stig
Toulouse 7 stig
Union 4 stig
LAS 3 stig

Svo að sigur í kvöld kemur okkur úr riðlinum og ef Toulouse sigrar ekki þá gæti það þýtt toppsætið sem myndi þýða að við getum leyft en þá minni spámönnum að klára síðasta leikinn sem væri helvíti gott í þessari leikjatörn.

Liverpool lið

Það var aðeins að bætast á meiðslalista en besti markvörður í heimi Alisson var að meiðast og verður frá í líklega tvær vikur. Twitter var eitthvað að stríða okkur í síðust viku þar sem komu greinar um að Onana væri heldur betur að stíga upp og væri á leiðinni á toppinn á markvarðar listanum en ég mæli með að horfa á mörkin frá UTD í gær til þess að afsanna þær kenningar. Jota verður líklega mun lengra frá en við höfum verið að lesa slúður frá 4 vikum alveg upp í 12 vikur en við vonum að það verður nær fjórum.

Klopp ber virðingu fyrir þessari keppni og tel ég að við stillum upp frekar sterku liði í kvöld þar sem aðeins tveir kjúklingar fá að byrja leikinn.

Þetta er lið sem ég held að gæti klárað þetta verkefni en samt gefið lykilmönnum smá hvíld en það þarf að nota hvert einasta tækifæri til þess. Maður vonar bara að við spilum fínan leik og náum að klára þetta verkefni eins og algjörir fagmenn.

SPÁ
Þetta verður flott Evrópukvöld þar sem við klárum þetta 3-0. Doak, Gakpo og Salah með mörkin.

Hendum hérna inn smá myndbroti af geggjuðum Evrópu kvöldum undir stjórn Klopp.

YNWA

5 Comments

  1. Hlakka til að setjast niður í kvöld og njóta þess að horfa á evrópuleik á Anfield.

    Vinnum þennan leik, ekki í vafa um það, en vona að við byrjum ekki á að koma okkur ofan í holu eins og allt of oft í leikjum á þessu ári.

    YNWA

    6
  2. Stillir upp liðinu nákvæmlega eins og ég myndi vilja sjá þetta.
    Við erum á heimavelli og það væri stórslys að klára þennan leik ekki á sannfærandi hátt.
    Spái þægilegum 3-1 sigri

    5
  3. Sælir félagar

    Takk fyrir upphitunina Sig.Ein. mjög góð og skemmtileg. Ég nenni svo sem ekki að ræða uppstillingu eða horfur. Liverpool þarf einfaldlega að vinna þennan leik og ég býst við frábærri skemmtun fyrir framan tjaldið á heimavelli Liverpool í Reykjavík í kvöld í Minigarðinum í Skútuvogi. Hlakka til að skemmta mér innan um marga og frábæra stuðninsgmenn liðsins okkar.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  4. Nú þarf að koma Nunez í markagírinn aftur. Vil sjá hann fremstan og alvöru stórskotahríð að þeim Löskurum. Gott líka að venja Kelleher og koma honum í keppnisform. Hann var ekki að heilla á móti Túlús.

    Ættum að vinna þetta með þremur mörkum.

    jessör.

    2

Gullkastið – Gott jafntefli!

Liðið er komið gegn Lask