Liverpool – LASK 4-0


Mörkin
Diaz 12 mín
Gakpo 15 mín
Salah 51 mín
Gakpo 92 mín

Hvað þýða úrslitin?
Þessi úrslit þýða að við erum búnir að vinna riðilinn af því að Toulouse og Union skildu jöfn 0-0. Þetta er líka mikilvægt því að það þýðir að við sleppum við auka leiki sem fylgir því að lenda í 2.sæti í riðlinum og líka að við getum spilað en fleiri ungum strákum í loka leiknum.

Hverjir stóðu uppúr?
Það áttu nokkrir fínan leik. Kelleher var traustur í markinu og gerði nokkrum sinnum vel. Gomez fannst mér flottur í vörninni og þá sérstaklega átti hann nokkrar góðar sendingar. Quansha er einfaldlega tilbúinn í þetta sem er auðvitað mikið hrós á ungan mann. Tismikas var duglegur upp og niður völlinn. Endo var solid þarna djúpur á miðjunni. Sóknarlínan mjög ógnandi allan tíman. Það átti enginn einhvern frábæran leik en mér langar að velja Kelleher mann leiksins hjá okkur af þeirri einföldu ástæðu að hann hafði ekki verið allt of sannfærandi í síðustu leikjum sem hann spilaði en í kvöld var hann virkilega flottur. Varði nokkrum sinnum vel, sparkaði vel frá sér og greip vel inn í þegar þurfti.

Hvað hefði mátt betur fara?
Fyrri hálfleikur var mikil skemmtun en fyrir minn smekk var hann allt of opin. Þrátt fyrir að við værum að skapa okkur fullt af færum þá var óþarfi hjá okkur að leyfa LASK að komast í góðar stöður nánast í hvert einasta skipti sem þeir komust yfir miðju.
Síðari hálfleikur var ekki alveg eins opinn en var samt opinn. Ég hefði viljað sjá okkur skora fleirri mörk en við fórum illa með mörg færi en vonandi tökum við smá slút æfingu og látum Fulham finna fyrir því.

Umræðan eftir leik
Við erum auðvitað miklu betri en þetta LASK lið og er eiginlega rannsóknarefni að við skoruðum ekki að minnsta kosti átta mörk í þessum leik. Við vorum að vaða í færum nánast allan leikinn. Það sem er samt slæmt er að það er fáránlegt að LASK náði ekki að skora heldur því að þeir fengu líka sín færi og fullt af tækifærum til að búa til færi en klaufagangur þeirra og Kelleher komu í veg fyrir mörk.
Það sem er samt mikilvægast í þessu er að liðið vann sannfærandi og að engin virtist meiðast(7, 9, 13) og að úrslit í hinum leiknum gulltryggir efsta sætið eins og áður hefur verið sagt.

Hvað er framundan?
Það eru fullt af leikjum framundan en næst á dagskrá er Fulham á Anfield á sunnudaginn, Sheffield UTD á miðvikudaginn og svo C.Palace á laugardeginum þar á eftir.

YNWA

6 Comments

 1. Mér fannst Quansha frábær í þessum leik og hann átti Laskverja seinustu 10 mín, minnir mann rosalega á price Van Djik, rólegur í öllum aðgerðum og stendur í lappirnar!

  Einnig Tsimikas flottur á köflum þó það væri helst til mikið pláss bakvið hann, þangað til Trent kom inná, þá var plássið allt þeim megin.

  Annars upp upp og áfram!

  7
 2. Sælir félagar

  Fyrri hálfleikur hin besta skemmtun en sá seinni afar bragðdaufur. Gott að sjá krakkana koma inná og standa sig vel en hvað aðra leikmenn varðar er ekki ástæða til að tjá sig mikið. Elliot svakalega mikið næstum því sem er synd því dugnaðurinn er ódrepandi. Ryan mjög ryðgaður, Diaz skoraði frábært skallamark en er samt ótrúlega villtur, Gagpo dálítið hægur á köflum en seinna markið hans var konfektmoli. Sala var langbesti útileikmaðurinn ásamt Quansha og Gomes með mjög góðan Kelleher fyrir aftan sig. Endo mjög fínn eftir fyrsta korterið og Tsimikas traustur. Jones er dálítið að fara í gamla klappfarið og tapa boltanum fyrir vikið en Klopp ætti að geta hrist það úr honum aftur.

  Það er ú þanning

  YNWA

  6
 3. Ótrúlegt að miðað við yfirburðina þá erum við einhvernvegin alltaf svo berskjaldaðir í vörninni. Það er svo auðvelt að skapa færi gegn okkur. Kannski er þetta merki um að okkur vantar betri varnarmiðjumann, eftir að Fab fór og skildi eftir sig stórt skarð.
  Mér finnst ekki skipta máli hvað við mætum slökum liðum, alltaf skapa þau sér fullt af færum.
  Vonandi batnar þetta eftir áramót, en fyrst mætum við scum og arsenal. Þá verðum við að vera tilbúnir.
  Annars flott úrslit og leikur, saknaði bara Ben Doak.

  8
 4. Flottur leikur og gaman að sjá þá Quansha, Gomez og Kellegher standa sig gríðarlega vel, Quansha er klárlega framtíðarleikmaður ef hann heldur áfram að bæta sig svona og fá leiki inn á milli.
  Náðum að hvíla marga lykilmenn og seinasti leikurinn bara formsatriði sem kemur okkur mjög vel upp á deildarleikina og álagið þar.

  6
 5. Flottur leikur, mér fannst Harvey Elliott eiginlega maður leiksins, sívinnandi og skapandi. Lítur vel út á þessu tímabili so far. Vona að hann haldi áfram að vaxa og fái fleiri mínútur. Ótrúlega spennandi að hugsa til þess að hann sé bara tvítugur, gæti orðið að heimsklassa leikmanni ef hann heldur áfram að bæta sig.

  Curtis Jones hinsvegar, hann gæti orðið frábær leikmaður, hann er klárlega að bæta sig í varnarvinnu, pressu osfrv. Einnig búinn að bæta sig í að losa boltann hraðar og almennt spila betur. Samt sem áður vantar enn eitthvað, hann er ennþá í því að hægja á spilinu og “klappa” boltanum aðeins of mikið á stundum. Ef hann breytir þessu ekki fljótt væri kannski sniðugt að selja hann meðan enn fæst góður peningur fyrir hann.

  5
 6. Hvers vegna átti LASK að skora? Með innan við 1 í XG ekkert sem bendir til einhver dauða færi

  2

Liðið er komið gegn Lask

Fulham mæta á Anfield