Gullkastið – Gott jafntefli!

Það er ákaflega sjaldan sem stuðningsmenn Liverpool eru sáttir við jafntefli en ætli við getum ekki tekið þessu um helgina. Liverpool er fyrir vikið enn vel á lífi í annars mjög jafnri deild sem hefur farið ágætlega af stað. Framundan er ekkert asnalegt HM í eyðimörk heldur rosalegur mánuður þar sem Liverpool spilar 10 leiki frá 30.nóv til 1.janúar. Spennið beltin.

Hinn miðvörðurinn er næstur á dagskrá í Ögurverk liði aldarinnar – Van Dijk var allt að þvi sjálfkjörin síðast.

Tveir heimaleikir framundan í þessari viku og Liverpool á að vinna og verður að vinna báða.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 449

9 Comments

 1. Takk fyrir frábæran þátt alltaf gaman þegar það detta inn þættir frá ykkur

  5
 2. Sælir félagar

  Takk fyrir skemmtilegan þátt og eins og ég hefi oft áður sagt þá erum við Púllarar á Íslandi heppnir að þið skulið nenna þessu. Takk kærlega fyrir það og endalaust hrós til ykkar. En af því að minnst var á, í spjallinu ykkar, liðin MU og Newcastle þá er ljóst að um helgina kemur í ljós hvort sigurinn á Everton var BARA heppni. Einnig er MU að berjast fyrir lífi sínu í meistaradeildinni í kvöld og mig grunar að Tyrkirnir verði MU erfiður ljár í þúfu. 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
 3. Góðan og blessaðan,
  Þar sem síðan er einhvað svo “þögul” og lítið um athugasemdir þá er gott að nota tækifærið og þakka fyrir ykkar óeigingjörnu vinnu hér drengir. Frábær síða og takk kærlega fyrir mig, ég er einnig viss um að við erum mörg hljóðir aðdáendur sem fylgjumst vel með en látum lítið fyrir okkur fara..

  21
 4. Úff ekki voru fréttir dagsins góðar með Allison kallinn
  vonandi að Kellegher standi í lappirnar og sýni alvöru tilþrif ef á þarf að halda.

  1
  • Þetta var viðbúið. Meiðsli aftan í læri eru bara aldrei 2-3 dagar, og ég held að við séum að sleppa vel ef þetta eru bara 2 vikur. Svo vissum við líka að það væri bara spurning um tíma hvenær það kæmi til kasta Kellehers, meiðslasagan hjá Alisson er einfaldlega þannig. Nú er ekkert annað í stöðunni fyrir Kweev en að sýna að hann sé tilbúinn í að vera markvörður nr. 1, hvort sem það er tímabundið hjá Liverpool eða til langframa hjá einhverju öðru félagi.

   2

Kvennaliðið fær Brighton í heimsókn

Liverpool – LASK