Liðið gegn City í enn einum hádegisleiknum

Engar stórfréttir varðandi uppstillinguna:

Bekkur: Kelleher, Gomez, Konate, Quansah, Endo, Elliott, Gravenberch, Gakpo, Díaz

Klopp tekur nokkra póla í hæðina í dag: Matip frekar en Konate, Jones frekar en Gravenberch, Nunez frekar en Díaz eða Gakpo, Tsimikas frekar en Gomez. Í raun allt skiljanlegt. Klopp og læknateymið veit vonandi best hvernig standið er á Suður-Ameríkuleikmönnunum, eitthvað var talað um að þeir hefðu fengið svefnaðstöðu í vélinni á heimleiðinni og það vonandi hjálpar til við að jafna sig eftir flugið.

Liðið hjá City er ógnarsterkt eins og við var að búast, og ótrúlegt en satt þá virðast allir þeir sem voru eitthvað tæpir í landsleikjahléinu bara allt í einu vera klárir í að byrja. Hver hefði séð það fyrir?

Nú væri ótrúlega sætt að ná í góð úrslit. Leyfum okkur að dreyma!

KOMA SVO!!!!!!!

35 Comments

  1. Missi af leiknum vegna tónleika hjá dætrum mínum. Vonandi verður þetta leikur sem ég verð svekktur að hafa misst af frekar en glaður.

    3
  2. Sælir félagar

    Þessi meiðslakrísa hjá M. City var og er bara venjulegt svindl hjá svindl-liðinu. Nú er bara að vona til síðustu stundar að okkar menn mæti til leiks. Þá getur allt skeð.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  3. Spennan magnast, vona eftir flottum leik og sigur í dag, have to believe

    2
  4. Loka símanum og VODa þetta yfir bjór seinnipartinn!

    Lausn sem ég nýti grimmt þegar aðrar skyldur kalla!

    Skál!

    2
  5. Allison verður að passa svona sendingar, höfum ekki efni á að gefa city mörk

    2
  6. Það var svo sem alveg vitað að þessi “meiðsli” hjá saudi væru bara uppspuni og lygar. Það er bara í takt við eigendurna. Vonandi vinnum við þetta ógeð.

  7. Ömurlegt frá Alisson frá a til ö, Ake dribblar framhjá þeim eins og keilum og Haaland frír afhverju þarf að passa uppá hann?

    2
  8. Curtis Jones er búinn að vera áberandi slappur. Skilar boltanum seint og illa frá sèr.

    2
  9. Markið skrifast á TAA og Szobo. Ömurlegur varnarvinna. Andskotinn bara.

    3
      • Já utsparkið var slæmt. En Ake fær boltann 40 metra frá marki. Nægur tími fyrir TAA og Szobo að koma í veg fyrir þetta en þeir standa kyrrir eins og illa gerðar keilur.

        2
  10. Ekkert að Liverpool. Bara frábær mótherji á erfiðum heimavelli. Nunez langt frá því að vera vonlaus að mínu mati.

    11
  11. En jákvæða er að við eigum miklu sterkari varamannabekk í dag, leikmenn sem geta komið inná og breytt leiknum.
    Á meðan staðan er 1-0 þá er þetta galopið

    2
  12. Nunez búinn að valda miklum vonbrigðum. Einn góður skalli en fimm-sex kolvitlausar ákvarðanir í góðum stöðum. Jota verið að sama skapi bitlaus. Jones átt fáeina góða spretti en vantar líka bitið.

    Ótrúlega sorglegt að fá svona klaufamark á sig.

    3
  13. Væri gott að Diaz inná og Gravenberch. Stundum finnst mér Nunez bera alltof mikla virðingu fyrir Salah.

    Nunez setur 2 í seinni og Matip 1 stk!

    KOMA SVO!

    5
  14. Krikket spilamennska hjá okkar mönnum á móti sprækum City. Virðast ekki hafa trú á verkefninu. Hárþurrka í hálfleik ætti að skila smá meiri áræði.

    2
    • Rétt, mer finnst að það vanti trúnna hja sumum af okkar leikmönnum. En viðerum að geta þetta allt rétt en Allison er tæpur í útspilinu.

      1
  15. Algjör óheppni, annars vel gert hjá liðinu, þarf bara alvöru afgreiðslur á færum okkar NunezHóstNunez

    2
  16. Trúi ekki öðru en að Diaz komi fljótlega inn á, Gravenberch og Elliott.

    3
  17. Leikmenn Liverpool eru að gera sitt besta. En það vantar á Robertson og eg hugsa til Henderson á svona stundum. Hann gat bætt trú á verkefnið ásamt baráttuanda. Þvílíkur fyrirliði sem hann var. Ég held Nunez skori í seinni eða Salah úr viti. Vona það skili stigi.

    Verður fróðlegt að sjá hvað Klopp gerir. Og reyndar Pep líka. City betri í fyrri en ekkert að yfirspila neitt. Allt getur gerst.

    Kima svo!!!

    3
  18. Skrúfa sóknarlínuna í gang og þá er möguleiki. Í raun höfum við átt ágætan leik en hlutirnir frekar fallið með city. Útspark Alison versus Edison, city gripu tækifærið en við ekki. Finnst vanta sáralítið upp á þetta hjá okkur og vonandi dettur þetta fyrir okkur í seinni. Himin og jörð farast ekki þó svo að við töpum þessum leik en jafntefli svo ég tali nú ekki um sigur væri samt klárlega betra 🙂 YNWA

    4
  19. Af hverju fá leikmenn City ekki spjald fyrir að hópast að dómaranum og biðja um hendi?

    3
  20. Það er ekkert í kortunum að við séum að fara að skora. Frekar að þeir bæti við.

    1
  21. Ég allavega myndi sætta mig við jafntefli í þessum leik eins og hann hefur spilast.

    3
  22. Flott úrslit!

    Gott hjá okkar mönnum, svo er bara að vinna seinni leikinn á Anfield 🙂

    Ég vissi að þessi leikur yrði erfiður og var að vonast eftir að minnsta kosti jafntefli.

    Við eigum í það minnsta að stefna á annað sætið í deildinni í vor, það myndi ég segja að væri mjög gott tímabil eftir allar þessar breytingar sem þurfti að gera í sumar.

    6

Upphitun: Hádegisleikur gegn City á Etihad

City 1 – 1 Liverpool