Gullkastið – Etihad um helgina

Liverpool er í öðru sæti stigi á eftir Man City og þeir eru næstir á dagskrá, klárlega stærsti leikur tímabilsins það sem af er og að sjálfsögðu eru hann settur á þennan fullkomlega ömurlega rástíma í hádeginu eftir landsleikjahlé.

Miðverðir eru næstir á dagskrá í Ögurverk liði aldarinnar.

Tókum svo púlsinn á því sem helst er að frétta í þessu síðasta landsleikjahléi ársins. 10 stig tekin af Everton, ákvöðrun deildarinnar um að samþykkja það að Newcastle og Chelsea megi eiga eina deild til vara og fá lánað þaðan að vild o.fl.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 448


Mynd af The Tomkins Times sem talað er um í þætti

12 Comments

 1. Gaman að fylgjast með okkar mönnum sem eru á landsleikjavaktinni.
  Allir að standa sig með mikilli prýði, líka okkar menn í U21 liði Enskra.

  Hlakka til leiksins á laugardaginn.

  YNWA

  6
 2. Allan daginn á Joe Gomez að byrja vinstra meginn við hlið Van Dijk og vonandi Konate hægra megin með Trent í bakverðinum.
  Ég vil sjá Endo með munnvörnina sína tilbúinn í slagsmál með þá Szobozlai og Gravenbergh á miðjunni.
  Frammi Diaz vinstra meginn Nunez á skotskónum fremstur með Salah hægra meginn.
  Sigur eða jafntefli er það eina sem kemur til greina.

  5
 3. Þetta hádegisleikjarugl gæti reynst okkur dýrkeypt á laugardaginn. Sé að við erum búin að vera 12 sinnum með fyrsta leik eftir landsleikjahlé. Næst á eftir er Tottenham með 5.

  Og svo eru fréttir um að dómarinn sé frá manséster…

  Er þetta heimska eða illvilji í okkar garð?

  3
  • Þetta er alveg út í hött. Klopp á neita að spila fleiri hádegisleiki fyrr en eitthvert annað lið er komið upp í þrettán skipti. T.d. lið frá Manchester-borg.

   4
 4. Yfirleitt eru demantar óslíipaðir, Nunez er einn þeirra. Klopp er eðal slípari, sem sinnir sinni vinnu án vandræða. Hver getur komist frá því að gera grein fyrir engri miðju í heilt tímabil, án þess að réttlæta bætingu, Klopp!!! Svo bara gerir hann breyringu!!!

  YNWA

  3
 5. Gomes-Konate-Van Dijkl-Quansah
  Trent
  szoboszlai-Gravenberch
  Salha-Nunes-Diaz

  2
 6. Sælir félagar

  Takk fyrir þáttinn, hann var skemmtilegur að venju. Leikurinn á laugardaginn má helst ekki tapast en hann verður hunderfiður. En það hefur sést í vetur að M. City getur lekið mörkum. Gaman væri að setja einu meira á þá en okkar menn fengju á sig. 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  6
  • Satt og rétt Sigkarl. Gott kast að venju. Held að við Púlarar göngum fyrirfram nokkuð sáttir frá borði ef við tökum stig á útivelli á móti þessum erfiðasta andstæðingi okkar síðari ár. Það yrði ekki nema ef yfirburðir okkar manna verða miklir og einhver dómaraskandall ræni okkur sigri að maður verði fúll yfir öðru. Að því sögðu getur allt gerst og okkar menn eru oftar en ekki bestir á móti þeim sem eru á sambærilegu gæðastigi. Spenntur fyrir þessum leik!

   2
 7. Sælir félagar,

  Skemmtilegur þáttur að vanda.
  Varðandi þetta City/Chelsea sukk sem allir í heiminum og ömmur þeirra sjá að er ekkert nema svindl og spilling, þá vonast maður auðvitað til að það fari að styttast í að þetta verði tæklað.
  Menn hafa oft verið að kvarta yfir því afhverju LFC eyði ekki einhverjum formúgum (þá meina èg miklu meira en við þekkjum), í leikmenn. Fyrst City geti brotið þessar reglur, þá ættum við að geta það líka.
  En það er einmitt svo mikilvægt að við gerum það EKKI!

  LFC er að þrýsta á að menn drullist til að gera eitthvað í þessu, og því mikilvægt að við förum eftir reglunum.

  Èg sé alveg fyrir mér að United þurfi að útskýra ýmislegt í sínu bókhaldi líka.
  En þvílík ekkisens aumingjasemi og undirlægjuháttur að ætla að brýna hjörin og höggva 10 stig af Everton og pönkast í 15 ára gömlum viðskiptum Tottenham á meðan þetta fíaskó er fyrir allra augum!

  Þetta er eins og að löggan stoppi mann fyrir að henda rusli á götuna og lesi yfir manni á meðan Bjarnabófarnir, Hexía de Trix og Daltón bræður labba framhjá með fulla sekki af gulli, og hún bjóði þeim bara góðan daginn!!

  Enska deildin er að verða fyrir gríðarlegum álitshnekki og það má alveg spyrja sig hvar það endar!
  Munu menn halda í sama áhugann ef þetta heldur svona áfram endalaust ? Ég er ekkert viss um það. Þegar þessi deild verður orðin eitthvað djók, eins og þessi Ítalska var orðin um tíma, þá bara hætta menn að hafa ábuga á þessu.

  Insjallah
  Carl Berg

  18
 8. Ekki alltaf sem ég er sammála Carl Berg en ég er það svo sannalega núna.Við eigum allir að vera ánægðir með að Liverpool er ekki á sama stað siðferðilega og Man City og Chelsea og Newcastle.
  En það lýtur ekki vel út með á hvaða plan England sem land er komið sem er svo allt önnur ella og ég ætla mér ekki að ræða það.
  En hér eru góðar fréttir af Anfield Road stúkkuni sem gæti verið klár þegar United kemur i heimsókn.
  https://www.thebusinessdesk.com/northwest/news/2124700-lfc-hopes-to-partially-open-new-anfield-road-upper-tier-in-time-for-man-utd-clash

  2

Liverpool 2.0

Upphitun: Hádegisleikur gegn City á Etihad